Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 B 53 Réttlætið getur tekið á sig margar myndir Til Velvakanda. Varla er það í frásögur færandi þó ég eigi dóttur og tengdason, búsett í Englandi. Þau hafa búið þar við nám og störf í mörg ár. Ég hef látið það eftir mér og þeim, að senda þeim við og við dagblaða- pakka. Við tveggja kg. mörkin breytist burðargjaldið undir þau svo ég miða sendinguna jafnan við það. Fyrir þó nokkru fór ég sjálf með pakkann á pósthúsið. Mér og búr- vigtinni minni hafði orðið það á að pakkinn var slök 100 gr fram yfir tvö kg. Afgreiðsludaman kvað mig þurfa að borga næsta gjald fýrir ofan. Það fannst mér harður dómur því ég fann fyrir því, að ég, sem er þó póstmeistaradóttir utan af landi, hefði örugglega talið það skyldu mína að fóma lögboðinu, sem að engin brigð vom borin á, að vísu fyrir alla þá fyrirhöfn sem var því fylgjandi að rífa pakkann upp til að taka úr honum hálft Morgunblað, nú eða þá að borga undir 80 gr sem kílóavís. Þama datt ég algjörlega í bólið hjá kaup- manninum sem sagt var um að sagt hefði: „Rétt skal vera rétt og knappt þó.“ Því sting ég nú niður penna að fyrir fáum dögum var t annað sinn snarlega varist innan við borðið hjá pósti. Eg var að senda þessum sömu bömum mínum íslensku síma- skrána. Þau eiga tvær dætur, sjö ára og fjögurra ára. Ég stakk því með í pakkann „100 ára afmælið" og „Geitumar þrjár“. Þessu pakka ég kyrfilega inn og styrki með límbandi, merki það svo sem prent, minnug þess að undir það kostar minna en annan vaming. Ég gat ekki farið sjálf með pakkann og sá sem það gerði vissi ekki neitt um innihaldið. En eins og fyiri daginn varð mér á í messunni. Ég klippti ekki af umbúðunum á hominu á pakkanum eins og ég vissi þó að átti að gera. Sendimanni var bent á þetta og hann spurður hvort bréf væri í pakkanum. Um það hafði hann enga hugmynd. „Ég finn að það er bréf í pakkanum," segir sá þefvísi starfsmaður og þreifar eflaust á „Geitunum þremur“. Ég var aftur minnug þess að ekki má vera einn stafur skrifaður á snepil innan í því sem merkt er sem prent. Þess vegna fylgdu tvö sendibréf, bæði á sama heimilisfang og pakkinn og með sama föður- nafni og á honum því þau voru til litlu teipnanna á heimilinu. Það dugði samt ekki því að mín megin lenti yfirbótin, því meira en 500 kr. kostaði undir sendinguna. Réttlætið sjálft getur tekið á sig margar myndir eftir þessu að dæma. Sjálf hefði ég ekki látið minn sagnaranda ráða, jafnvel þó ég hafi í margan máta staðið hann að meiri nákvæmni en þessi hafði. Ég hefði svo sannarlega á póstaf- greiðslu þeirri, sem föður mínum var trúað fyrir, hreinlega klippt homið af pappímum fyrir sendand- ann. Hann er vonandi að falla úr gildi málshátturinn „Enginn ætlar öðr- um það sem hann ekki gerir sjálf- ur.“ Jónina Jónsdóttir Kisa er týnd Nokkur orð um málfar Grábröndótt læða tapaðist frá Baldursgötu 12 í Reykjavfk fyrir þremur vikum. Hún sást síðast við Þórsgötu 7, mánudaginn 5. októ- ber. Hún gegnir nafninu Táta og var með gula hálsól og með merki- spjaldi þegar hún hvarf. Það myndi létta af okkur miklum áhyggjum ef einhver gæti frætt okkur um afdrif hennar lifandi eða dauðrar. Gott væri ef fólk í nágrenninu vildi athuga í kjallara eða geymsluskúra sína ef ske kynni að hún hafi lok- ast inni. Fundarlaun. Upplýsingar hjá Jóhönnu í síma 25859, Ingólfí í síma 29300 eða Kattavinafélaginu í símum 14594 eða 76206. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höf uðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér i Hállfiiniim. Til Velvakanda. Einhvern tímann mæltist Jón Helgason prófessor frá Rauðsgili til þess 1 lok erindis, sem hann flutti í útvarp, að menn færu ekki að hafa eftir sér orðatiltækið „að reikna með“ og sagðist þó ekki geta ætlazt til, að allt væri rétt eftir sér haft. En þetta orðatiltæki, sem nú er að verða svo mjög ríkjandi í máli manna, vildi hann ekki hafa f sfnu máli. „Upp rís andlegur líkami", segja ýmsir kennimenn, þegar þeir varpa rekum að kistu látins manns og munu þeir með því telja sig leið- rétta þá fráleitu hugsun, að hinn látni maður muni síðar rísa upp úr gröf sinni. En hvað er „andlegur líkami?" — Hann er nokkuð sem er ámóta óhugsanlegt og upprísan úr gröfinni. Þar er aðeins um að ræða vandræðaorðatiltæki, sem ekki getur staðizt málfræðilega. „Af jörðu ertu kominn, að jörðu skaltu aftur verða, og af jörðu skaltu aftur upprísa", getur hins vegar vel staðizt, ef önnur eru höfð i huga. Veðurfræðinga vildi ég svo spyija, hvort ekki væri eins rétt að segja krepja og slydda, krapaél og slydduél. Væri ekki Ííka alveg nóg að segja él, í staðinn fyrir snjó- él. Það virðist Njáli hafa þótt, þegar hann fór að reyna að hughreysta fólk sitt á Bergþórshvoli, þegar bær hans var þar að brenna. — En hér ætti ég lfídega að nema staðar og biðjast afsökunar á afskiptasemi minni. En él finnst mér naumast geta táknað annað en þurrakafald eða hagl. Þ.J. ORLOFSLAND - ORLOFSHUS Félagasamtök í Reykjavík vilja selja 10 hektara sumarbústaða- land í Biskupstungum ásamt sumarbústað. Eignin ertil sölu í einu lagi eða niðurskipt í fleiri sumarbústaðalóðir. Á svæðinu liggur vegur og vatnslögn. Óskað er eftir tilboðum í eignina og seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar á skrifstofu undirritaðs. Tilboðum skal skilað í pósthólf 349,121 Reykjavík. efé/ag bókagerðar- manna H verfisgötu 21, sími28755. SLÖNGUKRANAR UTANHÚSS -I .. ; % Auöveldir i uppsetningu. Ath. Þeir tæma sig aó lokinni notkun og þvi engin hætta á frostskemmdum. Lengdir 40 og 60 cm með færanlegu handfangi (barna- öryggi) eða með föstu handfangi. Innbyggður ein- streymisloki. Platan utanhúss er úr ryðfrýju stáli, rörið úr kopar. Ekkert viðhald. LEITIÐ UPPLÝSINGA. . I é HEILDSALA — SMÁSALA W VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 MÉNMÍ LVNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 r v BESTI KOSTURINN! Nýja ökumanns húsið er þekkt fyrir þægindi og vandaðan frágang NÝJA LÍNAN - FORCE II Nýtt ökumannshús í sérflokki, öflugri mótor en sparneytnari og samhæfður gírkassi með fjölda hraðastiga. Eigum íáeina vel útbúna traktora, á mjög hagstæðu verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.