Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 B 23 l Mastroianni í nýjustu myndinni sinn, Dark Eyes, en hann hreppti leikaraverðlaimin á síðustu Cannes-hátíð fyrir leikinn í henni. Aðrir leikstjórar taka í sama streng. Og Mastroianni segir þegar hann lýsir hæfileikum sínum: „Það má líkja þeim við ólétta konu. Per- sónan sem ég á að leika vex smátt og smátt innra með mér. Hún fer að tala til mín og ég hlusta. Ef ég hlusta ekki deyr hún. Þegar ég borða heyri ég í henni. Og svo stoppa ég, segjum við umferðarljós, og þá heyri ég í henni. Á svip- stundu veit ég allt um persónuna - eiginkonuna, bömin, hjákonumar, draumana, allt.“ Og áfram heldur Mastroianni: „Þegar ég kem svo í upptökuverið spyr ég hvað komi fyrir mig í dag. Mér er sagt það og þessi persóna inní mér tekur völdin." Mastroianni hefur alltaf verið kvensamur í meira lagi. Vinkonur hans úr leikarastéttinni em marg- ar. Hann hefur búið með Faye Dunaway og Catherine Deneuve þótt hann hafi aldrei skilið við kon- una sína. Hann átti dótturina Chiara með Deneuve. Aðrar ná- komnar vinkonur em Sophia Loren, Jeanne Moreau, Ursula Andress, Jacqueline Bisset, Romy Schneider og Nastassia Kinski. Sumar þeirra, ekki allar, vom ástkonur hans. Bæði Dunaway og Deneuve fóm frá honum. „Þær sögðu að ég væri óhæfur í sambúð," segir leikarinn, „setti mínar eigin reglur, léti eins og ég væri góðlegur og nærfærinn, en væri í rauninni hryllilegur egó- isti og mundi aldrei laga mitt líf að þeirra. Ég býst við að þetta hafi verið rétt hjá þeim að mestu.“ Hvað ef konan hans héldi fram- hjá honum? „Ég mundi aldrei vilja vita af því. Sjáðu til. Það hljómar fallega að heita því að elska ein- hvem að eilífu. Én það hefur sín takmörk - mannleg takmörk." Hefur hann sektarkennd? „Auð- vitað. Einhveija. En svo réttlætir þú það. Þú segir, allt í lagi, en hvað annað hefði ég getað gert? Ég fæddist svona. Madonnan sagði þegar ég fæddist: Þessi á alltaf eftir að vera krakki og verður leik- ari. Ég borga mína skatta. Ég er góður leikari. Ég vinn til verðlauna. Hvað viltu meira? Allt í lagi, ég hef enga stjóm á mér. Ég veit bara hvemig á að leika. Ég vil mest af öllu leika í leikhúsum og í kvik- myndum, sérstaklega núna þegar ég eldist.“ Hann á sínar uppáhaldsmyndir. Ginger og Fred og Sérstakur dag- ur, sem báðar gengu vel í bíó. Hann er hreykinn af öðrum eins og Henry IV, sem ekki vegnaði vel. Hann hefur líka gaman af ömurlegu myndunum eins og þeirri sem hann leikur í á móti Deneuve þar sem hann verður óléttur. Góð handrit vom sjaldgæf og hann lét sér nægja þau slæmu til að fá peninga. Nei, hann er ekki ríkur. „Það er mikic á ítalskan mælikvarða en lítið : amerískan." Hversu mikið lengur heldur han: að hann eigi eftir að leika í kvik myndum? „Sjáðu til. Ég er ekk trúaður. Ef ég er spurður um Guð veit ég ekki hvað ég á að segja Ég held að Guð sé allt það sem lífu hefur að bjóða — vinir mínir, hlutii sem standa mér nær, fólk sem é{ elska, náttúran — alltsaman. í þv geturðu fundið fýrir nærvem Guðs. Ég trúi ekki á líf eftir dauðann Ég vil lifa í þúsund ár vegna þess að ég á eftir að gera fullt af mynd um. Ég sagði Federico að anna okkar gæti verið dauður eftir tíi ár. Hann sagði að það væri eðli legt. Eðlilegt? Hver segir að é þurfi að deyja? Hvers vegna? Mt líkar þetta alls ekki. Ef þú ert veil ur er það í lagi, það getur veri lausn undan þjáningum. En ég er fullur af fjöri, fullur af forvitni,' mig langar að ganga á tunglinu." Stytt og endursagt úr The New York Times Magazine — ai. Hagnýtt nám í notkun einkatölva og algengustu notendaforrita á PC tölvur PC tölvurnar hafa farið mikla sigurför um heiminn og nú er tala PC tölva á íslenska markaðinum farin að nálgast 1 2.000. Mikil þörf er nú á vönduðu og hagnýtu námi á þessar tölvur og algengan not- endahugþúnaö. Tölvufræðslan býður uþþ á 80 klst. hagnýtt nám í notkun PC tölva. Þátttakendur geta valið um að taka námið sem dagnám á einum mánuði eða sem kvöldnám á tveimur mánuðum. Að loknu námi verða þátttakendur færir um að leysa öll algeng verkefni á PC tölvur. Dagskrá: ★ Grundvaliaratriði í tölvutækni ★ Stýrikerfið MS-DOS ★ Ritvinnslukerfið WordPerfect ★ Töflureiknirinn MULTIPLAN ★ Gagnasafnskerfið dBase lll-p ★ Fjarskipti með tölvum Fjárfestið í tölvuþekkingu, það borgar sig. VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku á námskeiðinu. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 687590 og 686790. BETR4ÚTSÝNI Á TILBOÐSVERÐI Gott útsýni ökumanna er einn mikilvægasti þáttur umferðaröryggis. Góð þurrkublöð tryggja gott útsýni og stuðla þannig að öryggi akandi og gangandi vegfarenda. Nýju UNIPART þurrku- blöðin eru úrvals þurrkublöð, sem endast lengi og passa á'flestar tegundir bifreiða. Nýju UNIPART I þurrkublöðin eru til sölu á sérstöku kynningarverði í varahlutaverslun HEKLU HF. og kosta frá kr. 225,- HF UNIFttRT Laugavegi 170-172 Slmi 69 55 00 Jlfi ¥ Metsölublaó á hveijum degi! CD cn rv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.