Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 Starfsfólk í Haraldarbúð, Gísli leagst til vinstri í neðri röð. unga stúlkan með sjálfri sér: „Góði guð, taktu hana ömmu svo ég fái homherbergið." Nú reynir fólk með öllu móti að koma gamla fólkinu af sér til okkar og er svo fljótt að segja bless. Sum- ir eru þó duglegir að heimsækja aldraða ættingja sína. Við verðum að hugsa þannig að fólki eigi að eiga gott og rólegt æfikvöld. Eitt sinn var norski stjómmálaskörung- urinn Einar Gerhardsen hér á landi í heimsókn. Sendiherra Noregs sem var hér þá var svo góður kunningi minn að við vorum dús, það þurfti nokkuð til þess í þá daga. Hann hringdi í mig og spurði hvort Ger- hardsen mætti heimsækja mig og skoða hjá mér aðstöðuna fyrir gamla fólkið. Hann kom svo til Hveragerðis og ég sýndi honum húsin sem ég var þá búinn að byggja þar. Við byggðum nefnilega fyrstu elliíbúðimar á íslandi. Ger- hardsen, fyrrum forsætisráðherra, skoðaði íbúðimar sem vom vel bún- ar húsgögnum og tækjum. Þegar Gerhardsen hafði litið í kringum sig sagði hann „Er det ikke for me- get.“ en ég svaraði: „Getur það nokkum tíma orðið of mikið fyrir fólk sem hefur unnið vel og dyggi- lega fyrir sína þjóð. Gerhardsen sagði mér að hann hefði frétt af starfseminni hjá mér í gegnum sendinefnd sem hingað hafði komið vegna samninga. Þeir komu til okkar í Hveragerði til að skoða. Útlendingar hafa sótt til mín ráð í þessum efnum en íslendingar skella skolleyrum við öllum ráðlegg- ingjum, jafnvel frá þeim sem langa reynslu hafa. Hér tíðkast það að þegar ungir menn taka við þá ýta þeir eldri mönnunum út í hom og hlusta ekki einu sinni á hvað þeir hafa að segja. Þassu er öfugt farið t.d. í Þýskalandi. Þar er eldri mönn- um sem lokið hafa starfí hjá fyrir- tækjum gjamam boðin seta í nokkurs konar öldungaráði sem yngri mennimir hitta svo öðru hvoru og spyija ráða. Þar er reynsl- an metin að verðleikum, hér er það ekki gert og það er oft afdrifaríkt. Líð ekki að heimilisfólk sé lítilsvirt Mér hefur gengið ágætlega að halda starfsfólki gegnum árin. Gamalt starfsfólk hefur líka for- gang að komast hér inn sem heimilismenn. Ég held þó starfs- fólkinu ailtaf svona heldur frá mér og heimilisfólkinu raunar líka. Ég þéra allt þetta fólk og því líkar það að mörgu leyti vel, það lyftir því upp ef svo má seg)a. Einu sinni átti maður hér 90 ára afmæli. Ég óskaði honum til hamingju og sagði svo: „Er það nokkuð sem ég get gert fyrir yður." „Já,“ svaraði maðurinn. „Þér gætuð flaggað." Ég læt ekki starfsfólk fara nema fyrir eitt, ef það litilsvirðir heimilis- fólkið, það líð ég ekki. Við höfum átt því láni að fagna að hafa yfír- leitt haft ágætis starfsfólk sem hefur unnið af hugsjón. Ég vil þakka því öllu og einnig konu minni Helgu, sem hefur staðið við hliðina á mér og það hefur ekki alltaf ver- ið einfalt mál. Menn hafa oft haft hom í síðu Grundar og sumir talið það ókost að menn þurfí í sumum tilvikum að vera fleiri saman í herbergi. Það þarf þó ekki að vera. Ég minnist þess að eitt sinn kom til mín lækn- ir og þurfti að koma fyrir konu sem ruglaðist á geði vegna þess að hún lenti í húsbruna og bjargaðist nauð- uglega út með barn sitt. Þetta varð henni ofraun um tíma. Læknirinn reyndi að koma henni fyrir en án árangurs. Hann bað mig liðsinnis. Ég hafði ekkert pláss laust en mér datt allt í einu í hug kona ein sem var á heimilinu þá. Hún var alltaf kölluð Fröken og gekk alltaf á íslenskum búningi og var mjög fín með sig. Hún fór fram í eldhús og náði í matinn sinn og fór með hann inn í herbergið sitt og borðaði hann þar með silfurborðbúnaði. Hún var vel efnum búin og hafði hjá okkur stórt og gott herbergi. Þessa konu bað ég að koma og tala við mig. Þegar hún kom spurði ég hana hvort hún vildi gera mér einn greiða. Hún var mjög hissa og spurði hvað það gæti verið. Ég sagði við hana:„Ég má til að vita hvort þér gætuð leyft mér að setja inn til yðar veika konu, ég skal svo taka hana út strax þegar pláss losn- ar.“ Fyrst hefur Frökenin sennilega hugsað: „Hvemig dettur manninum í huga að ég fari að taka einhveija kerlingu inn til mín.“ Svo hugsar hún líklega svona: „Hann hefur nú aldrei beðið mig um neitt og hann lofar að taka hana strax." Svo hún segir að þetta sér allt í lagi. Eftir svo sem tíu daga losnar pláss og ég segi Frökeninni að ég geti tekið konuna út frá henni. Þá segir hún: „Forstjóri, má ég hafa hana hjá mér áfrarn." Konan var hjá þar til henni batnaði skömmu síðar. Þá kom Frökenin til mín og spurði hvort ég þyrfti ekki á plássi að halda fyrir einhveija aðra konu. Ég lét þá inn til hennar aðra las- burða konu og hún var hjá henni í tvö ár. Frökenin hjálpaði þeirri veiku konu en hún hjálpaði sjálfri sér enn meira. Það er ekki alltaf best að vera á einbýli. Það er stund- um betra að hafa einhvem hjá sér til trausts og halds þegar maður er orðinn veikur. Allar framfarir byggj- ast á reynslu Heilbrigðismálin finnst mér vera veikur punktur hjá okkur íslending- um. Ef koma ætti með róttæka tillögu myndi ég stinga uppá að hafa bara tvo í yfírstjórn heilbrigð- ismála á hveijum stað. Það yrði léttara í vöfum. Stundum finnst mér engu líka en heilsufar fólks versni eftir því sem læknum fjölgi. Kannski væri spor í rétta átt að gera eins og Rússar eru sagðir gera, að láta menn borga á sjúkrahúsum. Allir fá allt gratís hér, hvaða vit er í því. Menn skulu hafa í huga að það er framfærsluskylda hér í Iög- um. Margir geta t.d. vel borgað fyrir sína foreldra þegar þeir em orðnir gamlir. Annað skulu menn hafa hugfast. Allar framfarir byggjast á reynslu og reynslan er það dýrasta sem til er. Þjóðin má aldrei gleyma fortíðinni. Ef menn gleyma fortíðinni, þá eiga þeir enga framtíð. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Sendisveinafélagið. Gísli erþriðji frá vinstri BUMEMA Þvær og þurrkar á mettíma Árangur í hæsta gæðaflokki 1.4u/tÍ.^NÍAÍ SPARMEtSnfí 455S o ÆU/I/IENIA - engri lík Rafbraut Bolholti 4 ® 681440. NÁMSKEIÐ í SJÁLFSSTYRKINGU FYRIR KONUR (assertiveness training) í samskiptum manna á milli keniur óhjákvæmilega til vantlamála og togstreitu. í slíkuni tilvikum er aukið sjállstraust. sjálfsvitund og þekking hverjum manni styrkur á sama hátt og það er undirstaða ánægjulegra samskipta. Námskeiðið er sniðið að bandarískri lyrirmynd og lögð áhersla á að gera þátt- takendum grein fyrir hvaða rétt þeir og aðrir eiga í mannlegum samskiptum og hvernig þeir geta komið fram málum sínum af festu og kurteisi án þess að láta slá sig út af laginu með óþægilegunt athugasemdum. Ennfreniur að læra að líða vel með sjálfum sér og hafa hentil á kvíða, sektarkennd og reiði nieð vöðvaslökun og breyttum hugsunarhætti. Upplýsingar í síma 612224 sunnu- daga og í síma 12303 aðra daga. Athugið aó fjöldi þátttakenda er takmarkaður. >4NNK NMDIMKRSDÓTTIR sálfræðingur Bræðraborgarstig 7 AUTOHAUS HAMBURG Útflutningur á bílum til íslands án vandræða á viðráðanlegu veröi beinustu leiðfrá Þýska- landi. Mercedes Benz - BMW - Porche-Audi T.d eigum við á lager úr 300 bílalagerokkar: 14xDB SE 280 árg. '80-’85 í mismunandi litum, tæki fylgja. Utflutningsverð frá DM 25.000.- 60xDB E árg. ’83-'87 sjálf- skiptan og beinskiptan í mismunandi litum, tæki fylgja. Utflutningsverð frá DM 20.500.- Audi 100 árg. ’83-’86 sjálf- skiptan og beinskiptan. Útflutningsverð frá DM 14.200,- Við seljum alla bíla á nettó/ útflutningsverði. Öll nauðsyn- leg pappírsvinna innifalin. Heimsækið okkur eða hafið samband í síma. Ensku- og sænskumælandi sölumenn okkar munu reyna að verða við öllum ykkar óskum í sam- bandi við bílaviðskiptin. Autohaus Hamburg St. Georg Steindamm 61,2000 Hamburg 1, W-Germany. Síml: 40-24-11 68 69/40-24-24 32 12 Telex: 2166703 wkd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.