Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON að er löngu vitað, að Flóinn er sannkölluð matarkista, gullkista sem við erum rétt byijuð að gægjast ofan í. Það þarf því engan að undra þótt matarlegt sé þar um að litast, jafnvel þegar horft er til snúrustaura — hangandi gæsir og kipp- aðar ijúpur. Grágæsin er gæsa stærst, 76—89 sm með rauðgult nef. Blesgæsin verður 66—76 sm. Hún er dekkri en grágæsin og með hvíta blesu á enni og bleikrautt nefn. Heiðargæsin er minnst þeirra gæsa, sem hér eru veiddar, 61—76 sm, ljós-blá- grá að ofan með dökkt höfuð og háls. Nef bleikrautt. í júní 1976 gaf raforkudeild Orku- stofnunar út rannsóknarskýrslu: Þjórs- árver, framleiðsla gróðurs og heiðargæsar. Rannsóknirnar voru unnar af Líffræðistofnun háskólans fyrir Orku- stofiiun. Skýrsla þessi er hafsjór af fróðleik um gróður, veðurfar, jarðveg og heiðargæsir. Þar segir að stofinar heiðar- gæsa séu tveir. Annar Íslands/Austur- Grænlandsstofii með vetrarstöðvar á Bretlandseyjum, en hinn Spitbergen- stofn með vetrarstöðvar í Norður-Þýska- landi, Hollandi og Jótlandi. í Þjórsárver- um við Hofsjökul eru um 100 km2 gróðurlendis, en þar eru aðalvarpstöðvar heiðargæsa. Varplönd þessi urðu fyrst kunn árið 1951, en þó voru þau lönd nytjuð fyrr á öldum. Heyrt hefí ég, að heiðargæs fari fækkandi í Þjórsárverum, sennilega vegna ágangs manna, en varp hennar hafí aukist annars staðar, svo sem í Skagafirði. Gaman er að horfa til gæsa, en allir láta sér það ekki nægja. Margir skjóta gæsir. Það fréttist af tveimur, sem fóru helgarferð vestur í Dali og komu með 60—70 gæsir. Líkast til hafa þeir beitt bæði flautum og tálgæsum til þess að fá þær í skotmál. Þegar heim er komið þarf að ganga frá veiðinni, en þá vandast málið. A að hengja fuglinn upp á löppunum eða háls- inum eða á ekki að hengja hann upp, heldur taka innan úr honum og setja í frysti? Skyldi vera hægt að greina það á bragðinu og mýkt kjötsins, hvort fugl hefur hangið eða ekki? Líklegt er að ald- ur gæsanna skipti meira máli, en erfitt er að átta sig á honum fyrr en matreitt er. Gamlar gæsir verða aldrei mjúkar og eru óætar. Gæsir eru reyttar og þær þarf að svíða. Þær á aldrei að hamfletta. Hamurinn er matarmikill og varðveitir auk þess bragðgæði kjötsins. Lifur, hjörtu, fóam og háls á að sjóða og nota síðan í sósuna. Yfírleitt eru gæsir fyllt- ar, og eru hér tvær uppskriftir af fylltri gæs. Skerið bringuna langsum, þegar þið berið gæsina á borðið. • Gæs fyllt með lauk, sveskj- um, rúsínum, möndlum og rúgbrauði 1 gæs 2 bollar vatn V2 bolli steinlausar sveskjur V2 bolli rúsínur 1 meðalstór laukur 2 msk. smjör eða smjörlíki V2 tsk. salt 5 bollar smátt skorið óseytt rúgbrauð 2 meðalstór epli 1 dl möndlur V2 bolli söxuð steinselja 1 tsk. maijoram Vs tsk. pipar 1 dl brandy eða þurrt sherry í fyllinguna + 2 msk. í sósuna. Hveitihristingur. 2 msk. ijómaostur án bragðefna. 1. Þvoið gæsina í rennandi köldu vatni. Þerrið síðan vel með eldhúspappír. 2. Setjið háls, fóam, hjarta og lifur í saltvatn og sjóðið í IV2 hálfa klst. Fleygið innyflunum, en geymið soðið. 3. Setjið síðan 2/s bolla af soðinu í pott, setjið sveskjur og rúsínur út í. Saxið lauk- inn og setjið út í. Setjið síðan smjör út í og sjóðið í 5 mínútur. 4. Afhýðið eplin, rífið gróft, setjið síðan í skál ásamt brauði, söxuðum möndlum, steinseiju, brandy, maijoram og pipar. 5. Hellið því sem er í pottinum saman við, hrærið lauslega saman. Ef þetta er mjög þurrt, setjið þá meira soð út í. 6. Stráið saltinu inn í fuglinn. Látið standa í 5 mínútur. 7. Setjið fyllinguna inn í fuglinn. Dragið haminn á hálsinum örlítið yfir opið og fest- ið saman meó kjötpinnum eða stórum stoppunálum. 8. Bindið fætuma saman og reynið að láta þá ná yfír opið. Ef hamurinn er laus við opið, er hægt að teygja hann yfir og loka þannig. 9. Festið vængina við búkinn með spotta. 10. Pikkið nú alla gæsina vandlega með stoppunál til þess að fítan renni frá í steik- ingu. 11. Hitið bakaraofn í 170°C, blástursofn í 150°C. Setjið gæsina á grind í heitan ofninn, látið bringuna snúa upp. Hafíð skúffuna undir. Gott er að fóðra skúffuna með álpappír. Það auðveldar þrif. 12. Pikkið gæsina einnig meðan á steik- ingu stendur. 13. Steikið gæsina við þennan lága hita í 2—2V2 klst. 14. Aukið hitann um 20—30° og steikið áfram í 75 mínútur. 15. Takið gæsina úr ofninum, setjið hana á eldfast fat. Leggið álpappír yfír hana. Látið standa í opnum ofninum í 10 mínútur. 16. Fleytið fítuna af skúffunni, skolið hana síðan með 1 bolla af vatni og setjið soðið í pott ásamt soðinu af innyflunum. 17. Jafnið sósu. Hristið saman mjólk og hveiti og hellið út í. 18. Hrærið ijómaost út í sósuna, setið síðan sheriy eða brandy í sósuna. Meðlæti: Bákaðar eða brúnaðar kartöfl- ur, rauðkál og blábeijasulta. Gæs fyllt með súrkáli, eplum og beikoni 1 gæs V2 tsk. salt nýmalaður pipar 400 g beikon 2 pundskrukkur súrkál 2 epli 1 msk. smjör 1 msk. hveiti soð af gæsinni. 1 dl ijómi 1. Skerið beikonið smátt, setjið í pott og sjóðið við vægan hita í 10 mínútur. Gætið þess að þetta brúnist ekki. Takið beikonið úr pottinum og látið í skál. 2. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjarn- ann, rífíð síðan gróft á rifjámi. 3. Setjið eplin í beikonfeitina og sjóðið við vægan hita í 7 mínútur. 4. Hellið safanum af súrkálinu, setjið kálið út í eplin. Setjið beikonið saman við. 5. Þvoið gæsina úr rennandi köldu vatni. Þerrið síðan vel með eldhúspappír. 6. Setjið háls, fóam, hjarta og lifur í saltvatn og sjóðið í IV2 klst. Fleygið þá innyflum, en geymið soðið. 7. Stráið salti og pipar inn í fuglinn. Dragið haminn á hálsinum örlítið yfír opið og festið saman með kjötpinnum eða stór- um stoppunálum. 9. Bindið fætuma saman og reynið að láta þá ná yfír opið. Ef hamurinn er laus við opið, er hægt að teygja hann yfír og loka þannig. 10. Festið vængina við búkinn með spotta. 11. Pikkið nú alla gæsina vandlega með stoppunál til þess að fitan renni frá í steik- ingu. 12. Hitið bakarofn í 170°C, blástursofn í 150°C. Setjið gæsina á grind í heitan ofninn. Látið bringuna snúa upp. Hafíð skúffuna undir. Gott er að fóðra skúffuna með álpappír. Það auðveldar þrif. 13. Pikkið gæsina meðan á steikingu stendur. 14. Steikið gæsina við lágan hita í 2—2V2 klst. 15. aukið hitann um 20—30°C og steik- ið áfram í 75 mínútur. 16. Takið gæsina úr ofninum, setjið á eldfast fat. Leggið álpappír yfír hana. Lát- ið standa í opnum ofninum í 10 mínútur. 17. Fleytið fítuna af skúffunni, skolið hana síðan með 1 bolla af vatni og setjið soðið í pott ásamt soðinu af innyflunum. ■18. Búið til sósu. Setjið 1 msk. af smjöri í pott, hrærið út í það hveitið. Þynnið með ' kjötsoðinu. 19. Setjið ijóma í sósuna. Meðlæti: Bakaðar eða soðnar kartöflur, strengjabaunir, piklis og hrásalat. Sjá hér á eftir. Hrásalat 1 lítill kínakálshaus V2 lítil gúrka 1 epli ■ 1 dl matarolía safí úr 1 sítrónu 5 dropar tabaskó-sósa 2 tsk. hunang V8 tsk. salt. 1. Setjið matarolíu, sítrónusafa, tab- askó-sósu, hunang og salt í skál. Þeytið í þeytara eða með gaffli.. 2. Skerið kínakálið þvert í þunnar ræm- ur. 3. Skerið gúrkuna í örþunnar sneiðar. Gott er að nota ostaskera. 4. Afhýðið eplið, stingið úr því kjamann og rífið síðan gróft á riíjámi. 5. Setjið kinakál, gúrku og epli út í sós- una. Blandið saman með tveimur göfflum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.