Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 B 3 Ein þekktasta og mesta leikkona Hollywoodmynd- anna er án efa Katharine Hep- bum, sem verður 78 ára þann 9. nóvember. Engin önnur Hollywoodstjama hefur hlot- ið fern Oscarsverðlaun, og engin hefur verið tilnefnd jafn oft til Osc- arsverðlauna, Hepburn hefur verið tilnefnd 12 sinnum. Nú standa vonir til að aðdáendur fái aðeins að skyggnast á bak við tjöldin og kynnast persónunni Kat- harine Hepbum örlítið, því út er að koma bók um stuttan kafla í ævi hennar. Hún hefur nefnilega skrifað bók í gamansömum stíl um kvikmyndun „The African Queen" eða Afríkudrottningarinnar árið 1951. Bókina nefnir hún „The Mak- ing of the African Queen", og undirtitill er: „Or How I Went to Africa with Bogart, Bacall and Huston and Almost Lost My Mind.“ Mætti þýða titilinn eitthvað á þessa leið: Kvikmyndun Afríkudrottning- arinnar: Eða hvemig ég fór til Afríku með Bogart, Bacall og Hus- ton og gekk næstum af vitinu. Afríkudrottningin er byggð á skáldsögu eftir C. S. Forester og fjallar um trúboðann Rose Sayer, sem aldrei hefur verið við karlmann kennd, og Charlie Allnut, skipstjóra fljótabáts, sem þekkir fátt til ann- arra kvenna en vændiskvenna hafnarhverfanna. Myndin gerist í fyrri heimsstyijöldinni þegar þýzka keisaradæmið réð enn yfir nýlend- um í Afríku, og segir þar frá samskiptum þessara ólíku persóna, og ákvörðun þeirra um að sigla á báti Charlies, Afríkudrottningunni, í leit að þýzkum fallbyssubáti til að sprengja hann í loft upp. Og þótt Charlie og Rose séu gjör ólík að eðlisfari, verða þau að sjálfsögðu yfír sig ástfangin áður en yfir lýkur. í bók sinni segir Katharine Hep- bum frá ferðinni til Belgíska Kongó, eins og Zaire hét þá, og dvölinni þar í fímm vikur við kvik- myndatöku ásamt hjónunum Laureen Bacall og Humphrey Bog- art og leikstjóranum John Huston. Að hennar sögn kom hún til Afríku klædd hvítum samfestingi með mexíkanahatt á höfði og fanns hún einna helzt líkjast „mjög freknótt- um karlmanni í kvenhlutverki." I Afríku nærðist hún „aðallega á ananassneiðum og kexi, fór með á fílaveiðar, tíndi skordýr úr kartöfl- ustöppunni, rak upp skaðræðisóp þegar myndarleg eiturslanga skreið undan útikamrinum - og fannst lífið dásamlegt." Leikkona í tæp 60 ár Leikferill Katharine Hepbum hófst árið 1928, en fyrstu fjögur árin lék hún eingöngu í leikhúsum. Kvikmyndaleik hóf hún árið 1932, og strax árið eftir hlaut hún fyrstu Oscarsverðlaun sín fyrir leik í kvik- myndinni „Moming Glory". Þekkt- asti mótleikari hennar er án efa Spencer Tracy, og léku þau hjóna- hlutverk saman í mörgum myndum. Það gerðu þau einnig í einkalífinu, þótt ekki væm þau gift hvort öðm. Stóð ástarsamband þeirra í 27 ár, þar til Tracy lézt árið 1967. Kathar- ine hafði ung gifzt Ludlow Ogden Smith, en þau skildu fljótlega. Spencer Tracy var hinsvegar kvæntur og strangtrúaður kaþó- likki, svo skilnaður kom ekki til greina. En eiginkonan, Louise, sætti sig við aðskilnaðinn. Hún bjó í Kalifomíu, Spencer Tracy og Kat- harine í New York. Louise helgaði sig starfi í þágu heymarlausra bama, og naut þar ríkulegs stuðn- ings eiginmannsins, enda áttu þau saman heymarlausan son. í Hollywood hefur það lengi þótt tíðindum sæta hver er með hveijum, og framhjáhöld og ástarsambönd jafnan þótt góður blaðamatur. Er þótt flestum væri kunnugt um sam- band þeirra Hepbum og Tracy, sluppu þau við þá umfjöllun sem hefði þótt eðlileg ef aðrir hefðu átt þar hlut að máli. Það var eins og dálkahöfundamir bæm meiri virð- ingu fyrir sambandi þeirra en annarra. Enda vom þau ekkert að flíka sambandinu, og sáust sjaldan saman á almannafæri. Árið 1962, eftir að hafa lokið við kvikmyndina „Long Day’s Joumey Into Night", lagði Katharine Hep- bum leiklistina á hilluna, og helgaði sig næstu fimm árin að því að hugsa um Spencer Tracy, sem þá var far- inn að láta á sjá. Hann hafði verið vínhneigður, en hætti að drekka. Því fylgdi þunglyndi, og annaðist Hepbum hann þar til hann lézt. I bók sinni um Afríkuferðina minnist Katharine lítið á Tracy. í fyrstu ætlaði hún ekkert að minnast á hann. „En þegar útgefendur lásu fyrst handritið að þessari Afríku- sögu,“ segir hún, „hafði einhver orð á því hversvegna ég minntist ekk- ert á gamla manninn. Svo ég hugsaði með mér, allt í lagi, ég skal minnast á hann.“ Katharine segir svo frá því þegar hún var á leið til Afríku og kom við á Ítalíu. Hún hitti Spencer Tracy í Napoli, og þau fara akandi til Róm- ar og eiga þar dýrðardaga - „skoðunarferðir, kirlqur, göngu- ferðir, kvöldverðir og ferðalög." Tracy fór svo áfram til London daginn áður en hún hélt til Leopold- ville (sem nú heitir Kinshasa, höfuðborg Zaire). Fyrstu kynnin Spencer Tracy og Katharine Hepbum þekktust aðeins af afspum þegar hún óskaði eftir því að hann yrði fenginn til að leika á móti henni í gamanmyndinni „Woman of the Year“, sem fjallar um skoplegt sam- band þekktustu konu heims í blaðamannastétt og bezta íþrótta- blaðamanns New York. Spencer Tracy var frekar lágvaxinn, en Katharine hávaxin, 1,70 á hæð, auk þess sem hún gekk oft á háum hælum. Þá var hún oftast með hár- greiðslu sem gerði hanna enn hærri. Það gerði hún að yfirlögðu ráði til að stjómendur kvikmynda- veranna sem hún samdi sjálf við um kaup og kjör litu jafnan upp til hennar. í fyrsta sinn sem hún hitti Tracy vék hún sér að framleiðand- anum Joseph Mankiewicz og sagði: „Ég vona að ég sé ekki of stór fyr- ir hann.“Þá svaraði Mankiewicz að bragði: „Hafðu engar áhyggjur, hann lækkar á þér risið." Þau Hepbum og Tracy léku sam- an í níu kvikmyndum. Síðasta mynd þeirra var „Guess Who’s Coming to Dinner", sem færði Hepbum Oscarsverðlaunin 1968. Hálfum mánuði eftir að myndatöku lauk andaðist Tracy. „Ég held að ég gæti aldrei horft á þá rnynd," segir hún. Og hún hefur aldrei séð hana. En mótleikarar Hepbum voru fleiri en þeir Spencer Tracy og Humphrey Bogart. Má þar nefna John Barrymore, Gaiy Grant, John Wayne, Laurence Olivier, Henry Fonda, Jimmy Stewart og Nick Nolte. Hefur hún ekkert nema gott um þá alla að segja. Síðasta mynd- in - í bili - var „On Golden Pond“ með Henry Fonda, og hlutu þau bæði Oscarsverðlaun fyrir. Katharine Hepbum hefur aldrei haft áhyggjur af því þótt aldurinn færist yfir hana. „Áhyggjur breyta engu, er það?“ segir hún. „Það eina sem ég er á móti er að leika eitt- hvað gamalt skrípi eða gamalt fffl, eða að sitja inni á elliheimili.... eng- inn hefur áhuga á því, sízt þeir sem dveljast á elliheimilum. Það ættu allir að rejma að halda sér í þjálf- un, en ekki af ótta við baráttuna gegn ógn ellinnar. Því þegar svo er komið verður þú að segja við sjálfa þig: Langar þig til að lifa til eilífðar? Og ég segi nei. Ég óttast ekki dauðann. Ég held ég sofni bara út af.“ Þaðer á hreinu SPES þvotta- og mýkingarefni í þvottavélina. SPES í uppvaskið og SPES hreinsir til hrein- gerninga. DREIFING SUND HF. VAGNH. 13. SÍMI672022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.