Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 54
T^ t-rr 7T-A 'f 54 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 * , Rikshaw Morgunblaðið/BAR RIKSHAW: Góðir gæjar HUÓMSVEITINA Rikshaw œtti ekki afi þurfa að kynna, en hún er mönnum löngu kunn fyrir van- j. daðan hljóðfœraleik, líflega sviðsframkomu og síðast en ekki sfst grípandi lagasmíðar. Þrátt fyrir talsverða velgengni hér heima hefur Iftið til piltanna spurst síðasta árið — helst að þeir hafi komið fram á stöku tón- leikum. Nú er hins vegar svo komið að þeir eru með nýja plötu í farteskinu og hana ekki af verri endanum. Platan kom út á föstu- dag og ákvað Rokksfðungur þvf að taka kappana tali. Beinast lá víð að spyrja hvað valdið hefði þeirri þögn, sem umlukið hefur þá pilta að undanförnu. „Við höfum verið að stússast f ýmsu, en fyrst og fremst hefur það verið þessi plata, sem hefur tekiö - .- ,tíma okkar. Við byrjuðum að taka hana upp f águst f fyrra og höfum unnið hana með hléum síðan." Nú tek ág eftir þvf að hún er blessunarlega laus við þetta fslenska „aulasánd", sem þvf mið- Kátir piltar < Um þessar mundir er nokkur gróska f gjörvöllum íslenskum poppheimi. Bfl8kúrsbönd spretta upp um borg og bý, en þvf miður er minna um að þau komi fram og spili nema endrum og eins. Hins vegar er nokkuð um að menn fari f hljóðver og taki upp manni og öðrum til ánssgju. Umsjónarmaður Rokksfð- unnar heyrði af einni slfkri hljómsvert á dögunum, Kátum pHtum. Þar eru á ferðinni nokkrir piltar, sem leika til- gerðarlaust rokk og syngja kfmna og tvfræða texta við. Að sögn hyggja þeir á plötu- útgáfu næsta vor og miðað við hvað piltamir eru að gera nú lofar það góðu. Hór er á ferðinni eftirtektar- verð hljómsveit, Kátir plltar, og það eru þeir. ur virðist fylgja flestum fslenskum tónlistarafurðum. Hvar tókuð þið plötuna upp? „Platan var tekin upp á Englandi og reyndar var öll önnur vinna við hana unnin þar. Meira að segja umslagið var hannað þar.“ Já, og þið syngið á ensku. Eruð þið f ensk-fslenska vinafólaginu? „Það má kannski orða þaö svo. Málið er bara það að platan er gefin út af ensku útgáfufyrirtæki og ætluð fyrir enskan og evrópskan markað, svo að vitaskuld syngjum við á ensku. Mér er sem ég sjái svipinn á foringjunum ef við syngj- um á íslenskul" Hvaða útgáfufyrirtæki er þetta? „Það heitir Metropolitan Productions og er nú svona miöl- ungi stórt. Þeir gerðu samning viö okkur og kosta þessa útgáfu okkar algerlega." Og eruð þið að „meika þaðu? „[Hláturj Nei, ekki ennþá — það kemur kannski. Þó menn fái út- gáfusamning hafa þeir ekki himinn höndum tekið, platan á ennþá eftir að seljast. En við erum að minnsta kosti komnir skrefi lengra heldur en með fyrstu plötu. Það virðast sumir halda að við Iftum voða stórt á okkur og þykjumst vera að sigra heiminn. Það er bara ekki þannig. Auðvitað væri afskaplega gaman að sigra heiminn, en við erum fyrst og fremst í þessum bransa til þess að vera hljómsveit. Tilgangur hljómsveita er að spila og hér heima er markaðurinn bara of lítill. Líttu á okkur; við spiluðum kannski á hálfs árs fresti og þess á milli var sáralítið að gera annaö en að æfa og semja lög fyrir auglýsingar. Ytra er þetta allt annað mál. Þar er hægt aö spila þrisvar í viku án þess að fullmetta markaðinn. Svo einfalt er það. Auðvitað reynum við að hasla okkur völl þar.“ Þannlg að þaö ar nær vonlaust aö vera atvinnumaður á íslandi? „Ekki vonlaust, en afskaplega erfitt. Það sem vantar mest hér á landi er aðstaða fyrir lifandi tónlist — einhvern lítinn og þægilegan stað, þar sem ekki er allt undirlagt af brennivínsbersekjum og dunandi danstónlist. Það er fjöldinn allur af efnilegum hljómsveitum, sem hafa lagt upp laupana einfaldlega af því að meðlimirnir nenntu þessu hokri ekki.“ En hvernlg plata er þetta? „Tja, við erum kannski ekki réttu mennirnir til þess að leggja mat á það; frekar að þú gerðir það. Ann- ars leiðist okkur að vera að flokka okkurtil og frá. Þetta er allt popp." Popp? „Já, hvað er ekki popp. Popp hefur ekki neikvæða merkingu lengur og getur svo sannariega verið frumlegra en margt, sem beinlínis er gert með það fyrir aug- um að vera alveg sérlega framúr- stefnulegt og einstakt. En þlð ætlið að „meika það“? „Við ætlum hið minnsta að reyna að vera matvinnungar. Viö völdum þetta fram yfir annað — tveir okkar eiga t.a.m. ólokið háskólanámi — og það oft skrýtið þegar við erum spurðir hvað við gerum í raun og veru, eins og hljómsveitin sé eitt- hvert tómstundagaman. Við höfum a.m.k. möguleika á því og það þurfa ekki allir íslendingar að vera hold- tekjur Garðars Hólm. Þegar band eins og Sykurmolarnir kemur fram, hljómsveit sem fer sínar eigin leið- ir og virkilega hefur eitthvað við sig, þá kemur bara í Ijós að það er slegist um samning við hana. Það er náttúrulega ekki sjálfgefið að Molarnir slái í gegn, en þeir eiga altjent möguleika og hann góðan. Helstu vandræðin við að vera á samning ytra er að það er tals- verðu þrýstingur á að menn poppi sig talsvert og meira en góðu hófi gegnir. Sykurmolarnir eiga tæpast eftir að lenda í þessu, en þetta getur flækt málin." Verðlð þið þá einhver sykurhljóm- sveit áður en yfir lýkur? „Rikshaw verður Rikshaw.“ Og með það lauk samtalinu, en platan (sem lofar góðu við fyrstu áheyrn) verður tekin til umfjöllunar á næstu Rokksíðu. Góðlr gæjar. A.M. Ljótir andarungar Hingað til lands er væntan- leg í þessari viku bandaríska rokkhljómsveitin The Swans og hún heldur tónleika á vegum Listvinafélags MH í MH 5. nóv- ember. Með The Swans í MH verða S/H draumur og Sykur- molarnir. Swans hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi fyrir tónlist sína og texta sem er hvort tveggja óvægið og ágengt. Að- alamaður Swans er söngvarinn Michael Gira, sem semur meg- nið af tónlistinni og gefur henni hugmyndagrunn til að starfa á. Plötur sveitarinnar bera gjarnan nöfn sem vísa í átt að yrkisefni Gira; fyrsta platan hét Filth, og síðan komu Cop, Raping a Slave, Time is Money (Bastard), Greed, Holy Money og Screw, The Swans leika hráa og háv- aðasama rokktónlist og eru á meðal eftirminnilegri tónleika- hljómsveita eins og undirritaður fékk að kynnast á tónleikum með Sykurmolunum í Lundún- um fyrir skemmstu. Michael Gira er upprunninn úr bandarísku pönkhreyfingunni og stofnaði Swans með gítar- leikaranum Norman Westerberg og slagverksleikaranum Rol Mosimann. Síðan slóst í hópinn hljómborðsleikarinn Jarboe, en hún hafði fram að því unnið við Ijóðatúlkun á segulböndum. Þannig skipuð hefur sveitirTleik- ið í Englandi við misjafna hrifn- ingu gagnrýnenda, en allir hafa verið á sama máli um að tónleik- ar sveitarinnar séu með þeim eftirminnilegri. Michael Gira hef- ur sagt að tónlist/textar sveitar- innar fjalli um það hvernig fólk éti hvert annað og hvernig það sé síðan étið af peningum. Lát- um það vera, en víst er að það er fengur að því að fá Swans hingað til lands til tónleikahalds. Ekki má síðan gleyma því að á undan Swans koma fram tvær af betri rokksveitum íslenskum, S/H draumur og Sykurmolarnir. S/H draumur hefur ekki haldið tónleika síðan í sumar, enda hefur sveitin verið að vinna að plötu sem kemur út 1. desem- ber. Reyndar er þegar komin út lítil plata sem gefur til kynna við hverju megi búast. Sykurmol- arnir hafa aftur verið iðnari við að spila, en líklega verða þetta síðustu stórtónleikar þeirra hér- lendis að sinni, enda er sóst eftir að fá þá til Englands af þarlendum útgefendum. Þeir stáklu senunni í Town and Country Club 14. október sl. og það verður því gaman að sjá hvað gerist nú. Nr. Flytjandi—titill venjul. verð afslverö 1. Bruce Springsteen - T unnel of love 799 719 2. Labamba-Úr mynd 799 719 3. MichaelJackson-BAD 799 719 4. BeeGees-ESP 799 719 5. TerenceTrent D’Arby- Introdusing 799 719 6. Pet Shop Boys - Acctually 799 719 7. ABC-AlphabetCity 799 719 8. HörðurTorfason - Hugflæði 899 809 9. Cock Robin - Afther here through midland 799 719 10. The Smiths - Strangways, here we come 799 719 11. Mike Oldfield — Islands 799 719 12. Hooters - One way home 799 719 13. Jethro Tull - Crest for a knave 799 719 14. Mick Jagger - Primitiv cool 799 719 15. Depenche Mode - Music for the masses 799 719 16. Yes-BigGenerator 799 719 17. Tom Waits - Franks wilde years 799 719 18. P.I.L —Happy? 799 719 19. Fra Lippo Lippi - Light and Shades 799 719 20. Billy Joel - Consert 799 719 Þú gerir ekki betri kaup. Tilboðvikunnar: Yes — Big Generator Stórkostleg plata sem nær að slá út það besta sem Anderson og félagar hafa sent frá sér. Staðreynd. Venjul. verð 799,- Tilboðsverð 639,- Póstkröfuþjónusta. Rauðarárstíg 16 s. 11620 og 28316 Símsvari opinn allan sólarhringinn. Sími 28316. Góð þjónusta. ftoinorhf Austurstræti, Glæsibæ, Rauðarárstíg, Strandgötu og Hagkaup, Kringl- unni. Póstkröfusími 11620 og 28316 (slmsvari). ÓDÝRASTA MÚSÍKIN í BÆNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.