Morgunblaðið - 01.11.1987, Side 20

Morgunblaðið - 01.11.1987, Side 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 KIRKJA OG HÁSKÓLI Þeir sem um Sjáland aka ættu að gera sér ferð til Sore, þ® ekki væri nema til þess að líta augum gröf Ludvigs Holberg, sem með réttu er hægt að telja faðir leikritunar í Danmörku, en hann var uppi 1684-1754. Ekki er það þó það eina sem markvert er að sjá í Soro, því þar er að finna eina merkustu kirkju á Norðurlöndum, kirkju sem stofsett var 1161. Þar er og háskóli sem settur var á stofn 1586. egar komið er inn á háskólalóðina er eitt af því sem athygli vekur hve ttjágróður allur er voldugur; þar má finna beykitré sem eru ekki undir 30 metra hæð og sver eftir því. Þau standa meðfram stíg þeim sem ligg- ur inn á lóð háskólans og marka leiðina á eftirminnilegan hátt. Þar er einnig voldugur hlynur eða hlyns- afbrigði með purpuralita laufkrónu sem slútti við jörðu tíu metra frá stofni. Gefur það nokkra hugmynd um stærð trésins. Háskólinn Eins og áður sagði er háskóli í Soro stofnsettur 1586 og er því orðinn rúmra 400 ára gamall. Hann á stofnsetningu sína að rekja til þess að 1142 var stofnsett bened- iktínaklaustur í Sore. Absalon var biskup í Hróarskeldu skömmu eftir stofnsetningu klaustursins og hann breytti því í cistercíanaklaustur 1161. Hann gaf því síðan slíkar eignir að klaustrið varð það ríkasta á Norðurlöndum. Absalon er jarð- settur í kirkjunni. Við siðaskipti 1536 fékk Soraklaustur, í skjóli eigna sinna, að reka eins konar elliheim- ili fyrir þá munka sem ekki gátu hugsað sér að leggja af kaþólsku. Munkamir dóu einn af öðrum og þegar sá síðasti var allur 1586 stofnsetti Friðrik annar, sem þá var orðinn konungur Danmerkur, heimavistarskóla fyrir 30 aðalboma og 30 borgaralega nemendur og færði skólanum að gjöf eignir klaustursins til að tryggja að gjöm- ingnum yrði ekki rift, en þeim konungi er það gerði hótaði hann ævarandi reiði guðs. Sjálfsagt hefiir ætlan konungs verið að eignir klaustursins myndu duga til að gera skólann efnahags- lega sjálfstæðan um alla framtíð. Það gekk líka eftir og skólinn var sjálfum sér nógur til 1958 að laga- setning færði alla skóla undir sjóm ríkisins. Upp frá því hefur ríkis- sjóður Dana kostað alla nemendur í skólanum en 1973 var Sorehá- skóli gerður að sjálfseignarstofnun og hefur stjóm stofhunarinnar nú rétt til að yfirtaka rekstur skólans á ný, ef og þegar henni sýnist svo. Eignir Soroskóla em metnar á um 7—800 milljónir ísl. króna. Eðlilega em mörg merk hús á lóð skólans og þar á meðal gamla klausturhliðið sem reist var 1160—70 og telst vera elsta hús Danmerkur sem enn er búið í. Þar stendur enn frá klausturtímanum bmnnur mikill sem kallaður er bræðrabmnnurinn. Hann er talinn hafa verið gerður 1162. Af öðmm merkum húsum á staðnum má nefna tvö sem bera nöfn tveggja þjóðskálda Dana, Bemard Severin Ingemann og Christian Molbech. Húsin em reist á ámnum 1775 til 1800 og gerð upp 1963. Sorokirkja Eins og fram hefur komið er kirkjan stofnsett 1162 af Absalon, sem þá var biskup í Hróarskeldu. Kirkjan er gerð úr tígulsteini, sem þá þekktist ekki í Danmörku, og þakið var blýþak. Á kirkjunni er enginn tum og mun það vera í sam- ræmi við byggingarsiði reglu cist- ercína. Þegar inn í kirkjuna er komið vekur athygli feikna kross sem hangir þar yfir altari, en á krossinum er mynd af Kristi. í bæklingi um það sem í kirkjunni er, sem hægt var að kaupa í inn- Grafhvelfing Holbergs. Myndin er tekin úr útgáfu á Peter Párs frá 1855. Sorokirkja ganginum, kom fram að kross þessi er stærsti kross í Danmörku. Fyrir neðan krossinn má sjá kórinn sem er frá því um 1660, en hann er lokaður af á þrjá vegu af tréþiljum sem á eru dyr og sæti á tvo vegu. Þar hefur margur rist nafn sitt, enginn þó eftir 1750, og á einum stað mátti lesa Et scribi mea Mattevs 1654, sem útleggst á íslensku: þetta reit Matthías 1654. Aftan við altarið er gröf Absal- ons í hérbergi undir svokölluðum munkatröppum, til hliðar við alt- arið, hvar munkamir hafa gengið út úr kirkjunni að messu lokinni. I herberginu er búið að koma fyrir því sem bjargað hefur verið úr gröf- inni og þar á meðal eru innsiglis- hringur Absalons, kaleikur hans og pjáturdiskur. Einnig má sjá leifar að hökli þeim er hann var grafinn í. Margt merkra manna og kvenna er grafið í kirkjunni, þ. á m. mikið af kóngafólki og aðalsmönnum, en það sem höfiindi þessarar frásagnar þótti merkast að sjá var gröf Lud- vigs Holbergs sem er í norðurhluta kirkjunnar. Holberg hvílir í miklu grafhýsi sem gert er af listamannin- um kunna Wiederwelt um 1780, en Holberg lést 1754. Holberg í Soro Ludvig Holberg, sem kallaður hefur verið faðir leikritunar á Norð- urlöndum (reyndar má einnig halda því fram að hann hafi lagt sitt af mörkum til leikritunar í Rússlandi, því Jean De France, sem er eitt af kunnari verkum hans, má telja upp- sprettu leiksins Herforinginn eftir fyrsta leikskáld Rússa, Denís Ivánovich Fonvízin (1745—1762)), fæddist í Bergen 1684. Hann dvaldi þar fram yfir stúdentspróf að hann hélt til Kaupmannahafnar í guð- fræðinám. Hann fékkst við kesslu fyrst eftir námslok, en hóf síðan að rita Evrópusögu, sem út kom 1711. Þremur árum síðar var Hol- berg gerður að prófessor í heim- speki, en þeirri upphefð fylgdu hvorki embætti né laun. Enn lagði hann lagði land undir fót og fór þá um Frakkland og Ítalíu. Við heim- komuna hlaut hann aftur prófess- orsnafnbót, nú í metafysík, með launum. 1719 skrifaði hann sitt fyrsta skáldverk, ljóðabálkinn um Pétur Pors og hrakfarir hans. í kjölfar Péturs fylgdu síðan þrjátíu og tveir gamanleikir sem ritaðir voru á Grafhvelfing Holbergs. Beykitrén í Lange Allé eru feikn hávaxin. ti&“>nynd/Arm Mattbbuaon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.