Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 Rætt við Gísla Signrbj örnsson í Ási, forsljóra Elliheimilisins Grundar Gísli Sigurbjörasson forstjóri Elli og hjúkrunarhcimHisins Grundar Efmenn gleyim fortíðinni; þá eiga þeir enga framtíð Þær eru orðnar slitnar gólfflísarnar í hátíðasalnum á EUiheímil- inu Grund í Reykjavík. Þeir eru líka orðnir æði rnargir sem hafa gengið þar um þá áratugi sem heimilið hefur verið við lýði. Það er fundur í salnum og forstjórinn Gísli Sigurbjömsson talar þar við sitt fólk. Ég var heldur sein á fundinn sem hófst klukkan sex sl. mánudagskvöld, stundvislega eins og Gisli hafði sagt við mig að hann myndi gera, nokkuð hvössum rómi, þann sama dag. Þegar ég kem inn er Gísli að þakka fólkinu stuðning þess við framkvæmdir sem hann stendur í þessa dagana. Nokkuð ábúðarmikill hallar hann sér fram á ræðupúltið og hefur glas af vatni milli handanna. Hann endurtekur þakkir sínar og fer svo að segja sögur nm fyrstu ár Elliheimilisins og viðskipti sín við bankastjóra einn, sem fyrir mörg- um árum neitaði að veita honum lán til framkvæmda vegna þess að elliheimilið skuldaði í bankanum. „En vitið þið hveraig ég fór með bankastjórann.“ segir GIsli og leggur þunga áherslu á orð sín. „Eftir þetta sendi ég bankanum alltaf reikninga heimilisins þar til það var orðið skuldlaust þá sendi ég honum einnig útfylltan víxil með hárri upphæð. „Þess vegna senduð þér reikningana," sagði bankastjórinn við mig.“ Ég jánkaði þvi og fékk lánið síðan umyrða- laust.“ Fólkið í salnum hlustar þögult og það er á einhvem hátt tilkom- umikið að horfa aftan á öll þessi hvíthærðu höfuð, konumar flestar með stutt hár og permanett- liði, gamlar konur í dag em ekki með fléttur vafðar um höfuðið eins og algengast var hér á ámm áður. karlamir sumir hárprúðir en aðrir hafa þó misst mest allan makkann í sviptivindum lífsins , svo nú geta ljósin speglað sig í gljáandi höfuð- leðrinu. Þetta fólk hefur margt hvert kómið upp stómm hópi bama. Ég get ekki að mér gert að velta fyrir mér hvar þessi böm séu nú. Aldrei í gjörvallri íslandssögunni hafa böm fengið skjól og athvarf á heimili foreldra sinna eins langt fram á fullorðinsárin og í dag og aldrei hafa færri endurgoldið for- eldmm sínum greiðann. Lífið er stundum þversagnakennt. Flestir í hátíðasalnum á Gmnd virðast vel rólfærir en fáeinir em í hjólastólum. Þegar Gísli hefur lokið ráeðu sinni, sem var fremur stutt en skelegg, þá kemst mtl á mann- skapinn og fólkið fer að standa upp og þoka sér áleiðs til dyranna. Allt í einu er kona komin að hljóðneman- um og tekur til hárri röddu að þakka Gísla fyrir sig og alla hina og biður síðan guð að geyma hann og fjöld- skyldu hans. Gísli stendur við dymar og þakkar öllum fyrir kom- una með handabandi en ég bíð álengdar eftir að salurinn tæmist. Fólkið fer framhjá mér að leið sinni út og er sumt eins og lifandi minnis- merki um þann forgengileika sem mannkynið er ofurselt, og þess umkomuleysis, sem er fylgifiskur æsku og elli. Nokkrir horfa á mig með spumarsvip og ein kona f ^öngugrind víkur sér að mér og spyr; „Á maður að fara núna?“ Ég kinka kolli og svara.„Já, það held ég? Hún brosir til mín svo lúnir andlitsdrættimir fá yfir sig nokkurn ljóma og silast til dyranna. Síðastir fara þeir sem eru í hjólastólunum. Þeirra á meðal er Qörgömul kona í bleikum slopp með hár svo þykkt og mikið að helst líkist hárkollu. Hún horfir dapureyg fram til dyra og hrekkur við þegar allt í einu víkur sér að henni kona sem um- Gísli ogkona hans Helga Bjömsdóttir faðmar hana svo sem hægt er og segin„Manstu eftir mér, við unnum saman í fiski í gamla daga." Gamla konan er svolítinn tíma að átta sig en svo breiðist smám saman órætt bros yfir hrukkótt andlitið. En einn- ig gamla konan í bleika sloppnum hverfur út um dymar og loks er Gísli búinn að kveðja alla og snýr sér að því að ræða við mig. Ég er óttalega ráðríkur Við Gísli tölum saman á skrif- stofu hans á Litlu Grund. Þetta er fallegt hús og um margt nýtísku- legt. Gísli segir mér að allar leiðslur séu t.d. utan á veggjunum til þess að auðvelda viðgerðir. Hver trappa í húsinu er lág en breið svo auðveid- ara sé fyrir lúna fætur að feta sig á milli hæða. Milliveggimir em að sögn Gísla úr gipsi svo enginn raki er í húsinu og gigtin nær sér því síður á strik í gömlum beinum og taugum. Gmnd við Hringbraut var byggð á ámnum 1928 til 1930 en heimilið sem slíkt var stofnað árið 1925 og rekið í Gmnd við Kaplaskjólsveg fram til ársins 1930, þá flutti gamla fólkið inn í nýja húsið eftir alþingis- hátíðina. Fyrstu beinu afskipti Gísla Sigurbjömssonar af Gmnd vom þau að koma þar fyrir húsgögnum svo Vestur-íslendingar sem sóttu al- þingishátíðina gætu gist þar. Það var vinnuveitandi Gísla, Haraldur Ámason sem þá fékk leyfi til að reka einslags hótel í húsinu stuttan tíma. „Haraldur var mikill öndveg- ismaður," segir Gísli og horfir hvasst á mig brúnum augum undan gráum augabrúnum. Andlitssvipur hans ber þess vott að þar fari mað- ur sem vilji ráða og hafí lengst af fengið að ráða. „Eg er óttalega ráðríkur og erfiður í samstarfí ef ég fæ ekki að ráða," segir Gísli og hlær út í annað munnvikið. „En til þess að geta stjómað verða menn að kunna að hlýða. Það var mér góður skóli að vinna hjá Haraldi, en hjá honum var ég í mörg ár í vinnu. Ég gekk í Verslunarskólann og átti fyrir skömmu 60 ára útskrif- arafmæli. Eftir að þeirri skóla- göngu lauk fór ég út til Þýskalands og var þar í Verslunarskóla veturinn 1928 til 1929. Ég er fæddur 29 október árið 1907 að Ási við Sólval- lagötu, sonur hjónanna Guðrúnar Lámsdóttur sem m.a. var fram- færslufulltrúi í Reykjávík og átti einnig sæti í fátækrastjóm og var um tíma alþingismaður og séra Sig- urbjöms Astvalds Gíslasonar sem lengi kenndi stærðfræði við Vél- stjóraskólann og Kvennaskólann. Ég var flórði sonur í röð sjö systk- ina sem upp komust. Tvær systur mínar dmkknuðu ungar að aldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.