Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 38
i/ M O 38 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna JX JMÖl Barónsstíg 2. Starfsfólk vantar Við auglýsum eftir fólki í almenn verksmiðju- störf. Upplýsingar aðeins veittar á staðnum milli kl. 9-16. 2-3 kvöld í viku Tímaritið Vinnan getur bætt við 3-4 starfs- mönnum í áskriftarherferð blaðsins. Unnið er 2-4 kvöld í viku hverri. Við greiðum ákveðna kauptryggingu auk þóknunar fyrir hvern áskrifanda. Upplýsingar gefur ritstjóri í síma 83044. VELSMIÐJAN STEINAR O 20790 Vantar strax vélvirkja, rennismiði, plötusmiði og aðstoðar- menn. Upplýsingar í símum 20790 á vinnutíma og 42723 utan vinnutíma. Hrafnista, Hafnarfirði Lausar stöður Staða deildarstjóra á hjúkrunardeild er laus til umsóknar frá 1. janúar 1988 eða fyrr. Ennfremur eru lausar aðrar stöður hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða á hjúkrunardeildum. Starfsfólk óskast í aðhlynningu og ræstingu. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 54288. Einnig vantar leiðbeinanda í föndursal, 50% starf, eftir hádegi. Upplýsingar gefur Arna í síma 54288. Erlend viðskipti Fjármálafyrirtæki á alþjóðasviði vill ráða fulltrúa í erlendum viðskiptum. Starfið er laust um áramót en beðið verður eftir hæfum umsækjanda lengur. Viðkomandi þarf að hafa: ★ Verslunarmenntun ★ mikla enskukunnáttu ★ tölvukunnáttu Reynsla í bankastörfum æskileg. Starfsþjálfun fer að hluta til fram erlendis. Góð laun og góð vinnuaðstaða í boði. Farið verður með allar fyrirspurnir og um- sóknir sem trúnaðarmál. Eigin umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 12. nóv. nk. Guðnt íónsson RAÐCJÖF &RAÐN1NCARMPNUSTA TÚNGÖTU 5, 101 RHYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322 Járniðnaðarmenn Óskum að ráða járniðnaðarmenn eða menn vana járniðnaði. Harka hf., Kársnesbraut 102, Kópavogi, s. 43353. Sjúkraþjálfun Sjálfstæður rekstur. Mjóg góð aðstaða fyrir sjúkraþjálfara er til leigu í Grindavík. Góðir tekjumöguleikar. Upplýsingar í símum 92-68407 og 92-68611. Sérfræðingar - röntgendeild Tveir sérfræðingar óskast til starfa við rönt- g-engreiningu á Röntgendeild Landspítalans. Auk staðgóðrar alhliða sérmenntunar í geisla- greiningu er æskilegt að umsækjendur hafi sérhæfingu á undirsviðum og hafi þekkingu á stýrikerfum stafrænnar myndgreiningar (Digi- tal Medical Imaging). Ætlast er til að sérfræðingarnir taki þátt í kennslu- og vísindastörfum á deildinni. Nánari upplýsingar veitir forstöðulæknir röntgendeildar í síma 29000-429. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun, fyrri störf og rannsóknir skal senda Stjórnarnefnd Ríkisspítala fyrir 31. desember 1987. RÍKISSPÍTAIAR STARFSMANNAHALD S. 29000 REYKJKSJÍKURBORG Acui&w Stödun Félagsráðgjafar Félagsmálastofnun Reykjavíkur auglýsir lausa stöðu sérfulltrúa við fjölskyldudeild. Fulltrúinn fer með ýmis sérverkefni einkum á sviði barnaverndar, t.d. vistanir barna á vistheimilum, ráðgjöf við Mæðraheimilið og fjölskylduheimili. Askilin er starfsreynsla á sviði barna- og fjölskylduverndar. Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember nk. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Starfsfólk ítæknideild Vegna aukinna verkefna óskum við að ráða starfsfólk í tæknideild okkar. Um er að ræða vinnu við verkefni á sviði skrifstofu- og tölvubúnaðar. Við leitum að fólki með rafeindavirkja- og/eða tæknifræðimenntun. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að skila umsóknum sínum til afgreiðslu Mbl. merktum: „E - 6131“ fyrir mánudaginn 9. nóvember nk. Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími686933. Kerfisfræðingur IBM á íslandi vill ráða starfsmann til starfa á markaðssviði. Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst. Leitað er að kerfisfræðingi eða aðila með menntun og reynslu á tölvusviði. Reynsla í IBM S / 36 umhverfi æskileg. Viðkomandi þarf að vera duglegur, samvinnuþýður og geta unnið sjálfstætt, hafa góða framkomu, vera stundvís og reglusamur. Áhugi og þekk- ing á tölvum þarf að vera fyrir hendi. Farið verður með allar umsóknir í algjörum trúnaði. Eigin umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu okkar fyrir 7. nóv. nk. Skaftahlíð 24, sími 27700. FLUGMÁLASTJ ÓRN Rafeindavirkjar óskast Flugmálastjórn óskar eftir að ráða tvo raf- eindavirkja eða starfskrafta með sambæri- lega menntun í tvær stöður eftirlitsmanna flugöryggistækja hjá radíódeild. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur mega gera ráð fyrir að sækja námskeið erlendis í meðferð flugleiðsögu- og fjarskiptatækja. Allar nánari upplýsingar um starfið má fá hjá deildarstjóra radíódeildar. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgöngu- ráðuneytinu fyrir 13. nóvember 1987. Bókari (574) Fyrirtækið er verslunarfyrirtæki í Reykjavík. Starfsmannafjöldi er 30 manns. Starfssvið: Viðskiptamannabókhald, merk- ing fylgiskjala, afstemmingar, móttaka uppgjöra, aðstoð við innheimtu, umsjón með tölvukeyslu o.fl. Við leitum að: Manni með góða verslunar- menntun og/eða reynslu af bókhaldsstörf- um. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt og skipulega. Laust um áramótin 87/88 Sölumaður (561) Fyrirtækið er verslunarfyrirtæki í Kópavogi. Starfssvið: Sal.a og þjónusta við viðskiptavini fyrirtækisins og almenn skrifstofustörf. Við ieitum að manni með verslunarmenntun, góða reynslu af sölustörfum, aðlaðandi fram- komu og hæfileika til að starfa sjálfstætt. Góð laun. Nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir Katrín Óladóttir. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðning- arþjónustu Hagvangs hf. á umsóknareyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfs. Hagvangurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Bókhaldsþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.