Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 52
52 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 6^ Með morgunkaffiiiu Ég veit ekki betur en þetta sé tannbursti? HÖGNIHREKKVÍSI £ |i öl • l f j. • o * ^ „EINWveR BTOK PLONTURNAR. mÍNAK .BEST AP ÖW Bömin og friðarkeðjan í Kópaseli Til Velvakanda. Eitthvað óvenjulegt lá í loftinu, en var hulið leyndardómi sem ekki mátti ijúfa. Afastelpa var að æfa og æfa á bamaheimilinu Kópaseli, og það mátti ekkert úr missa, jafnvel þótt annar fótur væri í gifsi — þá mátti bara hoppa á hinum. Loks var hulunni létt af, þegar hún kom til mín og bauð afa, ömmu og frænku að koma á hátíðarsam- komu i Kópaseli, þar sem bömin sæu um skemmtiatriðin. Og líka afí, „að sjá teikningar og friðarkeðju sem við bjuggum til“. Hátíðardagurinn var fyrsti vetrar- dagur sem einnig var dagur Samein- uðu þjóðanna og við sem vomm gestir, pabbamir, mömmumar, afar, ömmur, frændur, frænkur og systk- ini, flölmenntum í Kópasel, og þar bar margt að líta. Fóstmmar höfðu tekið við áskomn frá bamaheimilinu að Marbakka, friðarkeðju sem verkefni til útfærslu og ffæðslu. í flórar vikur samfleytt var teiknað, lesið og sungið um fíið og bræðralag og stefnt að því að sýna árangurinn vandamönnum bamanna. Og nú var stóra stundin mnnin upp og gestir leiddir um húsakynnin, af mismunandi upplitsdjörfum en stoltum erfíngjum landsins sem sýndu teikningar sínar og lífssýn. Hápunkturinn var síðan, er hóp- amir kanínur og fílar mynduðu tvo kóra og sungu með sínum skæm bamsröddum nokkra vel æfða söngva. Einnig sýndu þau brúðuleik- hús og buðu kaffí með piparkökum. Hin bamslega einlægni, efni völu- vísu og skærar söngraddimar köll- uðu fram hughrif, sem flæddu um mig og ég óskaði þess að þessir tón- ar næðu til allra, sem gætu haft áhrif á friðarmál heimsins, því þessi er hinn eini sanni tónn, sem bræðir hjörtun — þótt steinmnnin séu. Fóstmnum þakka ég framtak þeirra og vona, að keðjan berist áfram sem lengst og árangursríkast. Við afastelpu og öll hin bömin vil ég segja „takk fyrir að afí fékk að vera með í friðarkeðjunni ykkar". Hreinn Bergsveinsson Bjórfrumvarpið: „Samviskuna get ég grætt og gefið henni sitthvað inn“ Til Velvakanda. Enn á ný er bjórfmmvarpið komið fram á Alþingi og þetta á að verða jólaglaðningurinn í ár að boði flutn- ingsmanna, tveggja lögfræðinga, kvenvemdara smælingja og svo úr íþróttastarfínu. Allir sjálfsagt sann- færðir um að þetta sé það eina og sanna í uppbyggingu vímulausrar æsku og á réttri leið til að gera ein- staklinginn hamingjusamari og leiða hann þannig í átt til afvötnunar- stöðva og geðdeilda framtíðarinnar. Glæsilegt takmark þeim sem eið hafa unnið að stjómarskránni og lof- að að láta samviskuna vísa veginn í átt til uppbyggingar að heilbrigðu þjóðfélagi. Já, það er margt skrýti- legt í kýrhausnum, stendur þar. Um leið og þeir sömu hafa á lands- fundum rétt höndina hátt á loft til samþykkis um að vemda þjóðina fýrir afleiðingum áfengis og annarra skaðlegra vímugjafa. Stórfínt. Og svona hlýtur að vekja meira traust á helgustu stofnun þjóðarinnar. Og flutningsmennimir eru vissir um að fólkið hafí ekkert annað við pening- ana að gera en eyða þeim í bjór og brennivín og svo sé langfínast þegar á að greiða aðrar þarfír að gera sig bara gjaldþrota og eru þá öll þessi óskaplegu gjaldþrot í dag skiljanleg? Þeir vita einnig að besta framtíð þjóðarinnar liggur um afvötnunar- stöðvar, heilsuhæli og geðdeildir og þeim má að skaðlausu fjölga sem sagt menn eiga að vera frjálsir að öllu nema haga sér skikkanlega. Þetta eru út af fyrir sig stórkostleg tíðindi og merkilegt að þetta hafí ekki verið athugað fyrr. Já, vissulega skín það í gegn að með þessu fmm- varpi er verið að auka á réttlæti og fíjálsræði í þjóðfélaginu þegar full- trúar Alþingis sjá ekkert athugavert við aukningu á þeirri vímu sem alls staðar er blóð og tárum lituð dags- daglega í lífinu. Þeim finnst ekkert athugavert við að fjölga fréttum af allskonar skemmdarverkum, nauðg- unum, innbrotum, slagsmálum, misþyrmingum og jafnvel morðum sem hljóta að aukast með meiri vímu. Páll Ólafsson sagði: Samviskuna get ég grætt og gefið henni sitthvað inn. Og það geta flutningsmenn einn- ig og allt má afsaka. Svona einfalt er þetta. Og vissulega er það álit, sem verið er að útbreiða f landinu, að það sé hreinasta heimska að lifa í bjór og brennivínslausu samfélagi táknrænt. Og hvaða vit er að hlúa að manndómi f brennivínsþjóðfélagi? Þetta sjá háttvirtir flutningsmenn. Og rétt er það hjá þeim að þegar aðrar þjóðir stynja undan áhrifum bjórs og brennivíns, þá er það ekki samboðið ftjálshyggjunni að íslend- ingar skuli ekki fá að stynja líka. En vantar ekki eitt í frumvarpið svo það sé sjálfu sér samkvæmt? Og rétt að bæta við: „Enda sjái ríkisstjómin til þess að byggðar verði á næstu árum nægilega margar afvötnunar- stöðvar meðan bjórinn er að geijast f sálarfylgsnum neytenda, því framtí- ðarþjóðfélag verður að hafa nægileg- ar afvötnunarstöðvar meðan sveitimar fara í eyði og enginn fæst í fískvinnsiuna." Punktur komma strik. Ljómandi. Þannig á hugsjónin að vaxa og hugsjónamennimir vita hvað landi og þjóð er fyrir bestu. Og svo væri tilvalið að drekka upp í fjárlagagatið, jafnvel þótt eftir- stöðvamar nagi það í gegn aftur. Þessi vísindi gæti svo Þjóðhagsstofn- un notað sem lið f verðbólguspá. Arni Helgason Víkveiji skrifar Endur fyrir löngu var vikið að því hér í dálkunum hvað það væri bagalegt og jafnvel kaldrana- legt hve tannlæknar væru nískir á tíma sinn um helgar hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu sem svo er kallað. Viðbrögðin voru svo sem ekkert til að státa af: Engum tannlækninum, fannst þetta nöldur semsagt svara- vert. Þó hermir símaskráin að þeir séu ekki færri en nokkuð á annað hundraðið á umræddu svæði, þar sem nær helmingur þjóðarinnar er búsett- ur, og þyrfti því hver og einn þessara ágætu manna ekki að spandéra nema svosem eins og einni helgi annað- hvort ár til þess að linna þrautir sárkvalinna tannpínusjúklinga, hvað sýnist nú engin ofrausn. XXX Að þessu er ekki vikið hér aftur af tilefni afmælis tannlæknafé- lagsins, sem kvað vera sextugt um þessar mundir, heldur vegna þess að svokölluð neyðarvakt tannlækn- anna, það litla hún var, sýnist nú dottin upp fyrir með öllu. Þó að hljótt hafí farið mun hún meira að segja hafa gefið upp andann í apríl síðast- liðnum. Málið er auk þess komið í einn af þessum hnútum sem við íslending- ar erum svo lagnir að hnýta, einn af þessum sláturhúsahnútum eins og nú mætti líkast til orða það og sem meinfysinn starfsbróðir okkar kallaði Bíldudalsbölið nú fyrir skemmstu. Fram kemur hjá DV, sem kannaði rembihnútinn, að tannlæknar krefj- ast ókeypis húsnæðis til þessara líknarstarfa, en Skúli borgarlæknir hefur aftur á móti þegar lýst yfír og snúðugt nokkuð: „Við höfum ta- lið að ef tannlæknar teldu þetta nauðsynlega þjónustu mundu þeir geta skipt vöktum á stofur sínar rétt eins og apótekin skipta með sér neyð- arvöktum." XXX Og óneitanlega sýnist maðurinn hafa nokkuð til síns máls. Sem fyrr segir er þarna múgur manns sem gæti skipt þessu bróðurlega á sig og varla mundi það leggja stofur þessara meðbræðra okkar í rúst þó að menn fengju að tylla sér í þær í fáeinar mínútur svo sem einu sinni tvisvar á ári þó að um helgi væri; og gegn sanngjamri þóknun vitan- lega. Aftur á móti finnst Víkveija borg- arlæknir sjálfur vera óþarflega harðbijósta (nema kokhraustur sé betra orð) þegar hann segir að lokum í umfjöllun sinni: „Það stafar engin stór heilsufars- leg hætta af því að komast ekki til tannlæknis á stundinni. Tannpína á ekki að geta komið upp ef fólk hugs- ar vel um tennurnar, þannig að ef hún kemur upp og fólk þarf að bíða eftir að komast til tannlæknis þá lærir það kannski af því og fer reglu- lega til tannlæknis." Við skulum vona að Skúli sé vel tenntur. XXX Víkvetji greip fyrir skemmstu ofan í grein um nýjustu morðtól og morðtólaáætlanir stórveldanna og rakst þar á einhveijar verstu fréttim- ar sem hann hefur fengið af þessum vígstöðvum síðan fyrsta kjarnorku- sprengjan sprakk framan í okkur. Þar sagði frá einskonar vélmenni sem nú er á teikniborði Vesturveld- anna og sem fræðingamir fullyrða að geti allt í senn: Hannað drápstæk- in, smíðað þau og stjómað þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.