Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÖVEMBER 1987 bruðunn . varsend ípóstknmi Það er hægt að kaupa flesta hluti í póstkröfu — og eiginkona er engin undantekning. — Greinin sem hér birtist er úr brezka blaðinu Observer og fjallar um hjónabönd brezkra karlmanna og stúlkna frá Suðaustur-Asíu. Deer og Charles Black. Sum hjónabönd eru sem af himn- um send, en sum eru send í póst- kröfu. Ef þú ert í leit að hinni einu, sönnu eiginkonu og átt frímerki, þá má reyna þetta: „Thailenskar eiginkonur. Við höfum hundruð thailenskra stúlkna sem óska eftir að giftast enskum mönnum. Thai- lensk eiginkona mun koma fram við þig sem höfðingja. Það er auð- vitað hennar ánægja að sinna öllum þínum óskum. Sendið eftir mynd- _,skreyttum pöntunarlista ...“ Það er einnig hægt að hringja: „Umhyggjusamar eiginkonur. Ung- ar, aðlaðandi og ófágaðar kaffílitar konur óska eftir að giftast enskum og evrópskum karlmönnum. Veldu þér sjálfur konu á paradísareyju. Hringið í síma ...“ Þessar litlu auglýsingar eru visbending um smáan, fyrirferðalít- inn en stöðugan alþjóðlegan við- skiptamarkað — sem verslar með konur. Flestar eru þær frá Thai- landi eða Filippseyjum og er hægt að velja þær úr pöntunarlistum rétt eins og hvert annað húsgagn. Filippeyskur umboðsaðili í London áætlar að um 200 „pantaðar eigin- konur" séu keyptar tii Bretlands á ári hveiju eftir aðeins nokkurra mánaða bréfaskipti og snögga „verslunarferð" til Austurlanda §ær. Eftir aðeins nokkurra daga eða jafnvel nokkurra stunda kynni mæta stúlkumar óvissri framtíð sinni í hjónabandi í Bandaríkjunum, Ástralíu, Skandinavíu, Vestur- Þýskalandi eða Bretlandi. Þó engum þvingunum sé beitt, hefur viðskiptum þessum verið lýst sem nútímalegu formi af þrælahaldi. „Filippseyjar og Indónesía em líklega stærstu útflutningsaðilar í heimi sem flytja út fólk,“ segir Alan Whittaker hjá samtökum breskra þrælaandstæðinga. „Þetta eru yfír- leitt konur sem starfa við heimilis- hjálp. En bæði Filippseyjar og Thailand hafa það orð á sér að kynlíf sé þar mjög aðgengilegt fyr- ir erlenda karlmenn. Það er veikt samband milli þess og staðreyndar- innar að hjónabandsrniðlanir em reknar í þessum löndum.“ f Bretlandi em ca. 20 umboðsað- ilar sem versla með konur frá Thailandi og Filippseyjum. í gegn- um þá er hægt að „kaupa“ eigin- konu fyrir 3.000 sterlingspund. Hjónaband er svo að segja tryggt, sama hver aldur mannsins eða útlit er, og skiptir næstum engu máli með líkamlega eða tilfinningalega fötlun. „Flestar stúlknanna hafa ekki áhyggjur af aldri þínum eða útliti..." segir í einum bæklingi. Sumar umboðsskrifstofumar bjóða „endurgreiðslutryggingu". Mörg þessara skyndihjónabanda virðast verða hamingjusöm að öllu leyti. Á snyrtilegum heimilum í úthverfum má finna miðaldra menn sem eitt sinn voru piparsveinar eða ekkju- menn, gleðjast yfir ungu eiginkon- unum sínum og nýfæddum bömum. En heimilislífíð er ekki jafn gott hjá öllum. „Sumar af konunum hafa hræði- legar sögur af þessu að segja,“ segir félagsráðgjafí í London. „Ég held að margir mannanna vilji eiginkonu frá Filippseyjum eða Thailandi vegna þess hve svipaða eiginleika þær eru allar taldar eiga að bera — blíðlegar, elskulegar og undirgefn- ar. Og svo er ætlast til þess að þær þjóni manninum á allan hátt — til borðs og sængur." „Það er farið með sumar þeirra eins og þræla," bætir hún við. „Við höfum vitað þess dæmi að kona fengi ekki að eiga vini frá Filipps- eyjum, mætti ekki elda mat frá sínu heimalandi og jafnvel bannað að fara út úr húsinu. Og eftir að hafa farið illa með hana fyrir það að hafa matinn ekki til á réttum tíma, eða jafnvel það að inniskómir hans voru ekki undir uppáhalds stólnum — krafðist eiginmaðurinn réttar sins í rúminu. I þessum hjóna’bönd- um getur verið mikið um andlegt ofbeldi, skortur á virðingu og jafn- vel kynþáttahatur." Þetta á þó ekki við um öll þau sambönd sem stofnuð em í gegnum hjónabandsmiðlanir. Tökum sem dæmi Charles Black í Kent, Eng- landi. Einn sunnudag sumarið 1985 lenti flugvél hans í Bangkok. Á miðvikudegi hafði hann hitt 73 thai- lensk konuefni. Hann valdi sér eina úr hópnum. Hún hét Deer, eigandi hárgreiðslustofu í Bangkok. Þau kynntust á met-tíma. „Við eyddum fimmtudegi saman. Ég bað hennar í hádeginu á föstudegi og við giftum okkur sama dag,“ segir Black. „Mér fannst eitthvað gott vera á milli okkar." Á milli þeirra vom líka tungumálaörðugleikar og 30 ára aldursmunur. Hún var 26 ára, hann 56 ára. Nú eiga þau saman 3 mánaða gamlan son. Deer situr hljóðlát hjá manni sínum, sker appelsínur í fína bita og býður með reglulegu milli- bili uppá kaffí. „Fólki sem kemur til okkar finnst stundum að ég skipi henni fyrir eins og þjónustustúlku," segir Black. „En ef ég fer sjálfur í eldhúsið til að laga mér kaffi, segir hún mér að setjast niður. Hún verður leið ef ég bið HANA ekki um að gefa mér kaffíð. Fyrst þegar hún kom hingað, þreif hún svo mik- ið að ég hélt að ég yrði vitlaus." Black, sem á gæludýraverslun, hefur nú stofnað sína eigin Thai- lensku hjónabandsmiðlun og hefur skipulagt 15 brúðkaup í samvinnu með viðskiptafélaga sínum Kris Lee. Black viðurkennir að rejmsla sín á Thailandi hafi ýtt honum út í þetta viðskiptaævintýri. „Ég hitti 73 thailenskar stúlkur, sem hringdu svo stanslaust i mig á hótelið á kvöldið. Ég var furðu lostinn yfír því að allar þessar ungu stúlkur vildu giftast mér. Ég sem er feitur og gamall karl! Á Bretlandi LITI ekki 26 ára gömul stúlka á mig, hvað þá giftist mér. Ég gæti ekki ætlast til þess.“ Miðlunin var stofnuð að hluta til vegna samtals milli Black og Lee í Bangkok. „Sem kaupsýslumaður var hann alltaf að leita eftir út- flutningsmöguleikum. Ég sá það að stærsta verslunarvara í Thai- landi voru stúlkur," segir Black blátt áfram. Hann hefur nú 350 þeirra á skrá hjá sér. Pöntunarlist- inn er vel samansettur af ljósmynd- Um, númeri fyrir hveija stúlku og persónulegum upplýsingum um ald- ur, hæð og trúarbrögð. Á áhuga- málalistann hafa sumar þeirra sett orðið „heimilisstörf" til að auka möguleika sína. Verðið hjá Black innifelur flug- miða til og frá Bangkok, kynningar, tveggja vikna gistingu, leyfísbréf og flugmiða fyrir nýju eiginkonuna. Hann fær 15—20 fyrirspumir á viku frá breskum karlmönnum úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Elsti brúð' guminn hingað til var 67 ára og sá yngsti rúmlega tvítugur. Oll hjónabönd sem Black hefur Skipulagt ganga vel, nema eitt þeirra. Hann viðurkennir að þetta hafí ekki allt verið dans á rósum. Tvö hjónabandanna vom hætt kom- in um tíma. En hann segir að ráðgjöfín sem hann og kona. hans veiti hjónum fyrstu tvö árin, hafí komið samböndunum í lag aftur. Hann segir að menn noti þessa hjónabandsmiðlun vegna ýmissa ástæðna. „Sumir einhvem veginn gifti sig aldrei. Sumir eru feimnir persónuleikar sem fínna til van- máttar gagnvart enskum stúlkum. Og svo eru sumir sem hafa misst konuna sína og verða allt í einu mjög einmana. Þeim fínnst erfítt að kynnast konum því það getur verið erfítt eftir gott hjónaband að þurfa að þræða dansstaði og klúbba fyrir makalausa." Á sumum heimilum blómstrar ástin svo sannarlega. En yfírleitt er það nú fjárhagslegt öryggi sem liggur að baki flestra þessara hjóna- banda. Sú staðreynd að stöðugur straumur af konum, bæði á Thai- landi og Filippseyjum, em reiðubún- ar að yfírgefa fölskyldur sínar og vini til þess að setjast að í ókunn- ugu landi með ókunnugum manni er grimmt dæmi fátæktar í þriðja heiminum. Könnun leiddi í ljós að konur frá Filippseyjum skrá sig hjá hjónabandsmiðlunum nær eingöngu í von um að geta stutt ijölskyldur sínar fjárhagslega með því að senda peninga heim frá Vesturlöndum. „Yfír 70% Filippseyjabúa em undir fátæktarmörkunum, og það er næringarskortur og hungur á eyjunum," segir félagsráðgjafínn í London. „Það er grafíð í undirmeð- vitund fólks á Filippseyjum að allur vestrænn heimur sé paradís alls- nægtar. Hagfræði er drifhjólið á bak við þessi hjónabönd. Konumar vilja ekki aðeins bæta sína eigin aðstöðu, heldur líka aðstoða §öl- skyldu sína í heimalandinu. Ábyrgð- artilfínning gagnvart ^ölskyldunni er mjög mikil. Lífsstaða kemur einnig inn í dæmið," segir hún, „sérstaklega ef þú kemur frá litlu þorpi þar sem hvorki em peningar né rafmagn. Það hlýtur að virðast stórkostlegt tækifæri þegar Vesturlandabúi með ljóst hömnd og feitt peningaveski býður þér upp á annað líf.“ Það getur verið mikið áfall fyrir nýbökuðu eiginkonuna að komast svo kannski að þvi að útlendingur- inn með feita seðlaveskið vinni í verksmiðju á nóttunni og búi hjá foreldmm sínum í lélegasta hverfi bæjarins. „Það er alveg ótrúlégt hvað sumar konur geta verið ein- angraðar og óhamingjusamar," segir faðir Aodh O’Halpin, fyrmm trúboði á Filippseyjum og talsmaður farandverkamanna frá Filippseyj- um. „Vegna þess að á Filippseyjum býr öll fjölskyldan yfírleitt undir sama þaki, búa Filippseyingar ALDREI einir. Menningaráfallið getur orðið hrikalegt. Þetta er reyndar nokkurs konar þrælahald. Hversu fijáls getur maður orðið þegar yfírgefa þarf §ölskyldu og ættjörð og búa erlendis bara svo allir geti átt einhvem möguleika í lífínu? Við getum ekki stutt þessar hjónabandsmiðlanir en getum þó ekki fordæmt þær — sum hjóna- bandanna em hamingjusöm, þvi fær enginn neitað — en þetta em viðskipti sem þrífast á fátækt Filippseyja. Það em innantóm lof- orð að gefa í skyn að konumar muni verða hamingjusamar, sama hversu óhæfur makinn getur verið. í sumum tilfellum ríkir mikil þján- ing.“ Þegar hjónaband er stofnað út frá hagfræðilegu sjónarmiði, em
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.