Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1, NÓVEMBER 1987 16 B Hljóðritun á þingræðum í 35 ár Upptökubönd ná frá Reykjavík til Egilsstaða Viðtal við Magnús Jóhannsson, upptökustjóra Alþingis Magnús Jóhannsson, upptöku- stjóri Alþingis, hefur í 35 ár hljóðritað ræður þingmanna, eða allar götur frá því að hætt var að handskrifa eða hraðrita þing- ræður haustið 1952. Hann hafði hönd í bagga með hinni nýju tækni, hljóðrituninni, þegar hún haslaði sér völl á Alþingi, bæði undirbúningi og framkvæmd, og hefur annast hljóðritunina fram á þennan dag. Á hálfum fjórða áratug, sem raddir þingmanna hafa verið festar á band, hafa þeir talað á hvorki meira né minna en tæplega 700 kílómetra af segulbandi, eða sem svarar hér um bil þjóðvegarlengd frá Reykjavík til Egilsstaða. Morgublaðið sá ástæðu til að spjalla við Magnús Jóhannsson, upptökustjóra Alþingis, um þennan sérstaka þátt í störfum Alþingis, elztu og virðulegustu stofnunar hins íslenzka samfé- lags. Þingræður handskrifaðar Farið var að handskrifa og prenta þingræður (Alþingistíðindi) þegar á fyrsta þingi eftir endurreisn Al- þingis 1845, sagði Magnús Jó- hannsson í spjalli við blaðamann Morgunblaðsins. Það hefur því ver- ið fastur liður í þingstörfum í 142 ár. Framan af var frásögnin oft í ágripi eða óbeinni ræðu, en fljótlega vóru þær ritaðar og prentaðar sem beinar ræður. Hraðritun kunni að vísu enginn þingskrifari á öldinni sem leið. Fyrsti hraðritarinn kom raunar ekki að þinginu fyrr en árið 1917. Til þingskrifarastarfa vóru lengst af ráðnir stúdentar eða menn með kandidatspróf, sem líklegir þóttu til að leysa starfíð vel af hendi. Þeir gáfust að vonum misvel, að því er Jón Sigurðsson frá Kaldaðamesi, skrifstofustjóri þingsins fyrr á tíð, segir í fréttaauka frá Alþingi í Rfkisútvarpinu 1954. Stöku skrifar- ar drógu stundum dögum og vikum saman að vinna úr frumritum sínum og skila ræðunum hreinrituðum. Nokkrir góðir hraðritarar störf- uðu í hópi þingskrifara síðustu 20-25 árin áður en hljóðritun hófst. Hjá hraðriturum, sem ekki höfðu náð fullri leikni og vóru ekki vel að sér í landsmálum, gat hinsvegar ýmislegt slitnað úr samhengi og farið í handaskolum. Þessvegna meðal annars var horft til nýrrar tækni, hljóritunar, fljótlega eftir að hún kom til sögunnar. Stálþráður - segulband Tæknirit skýrðu frá segulvírs- hljóðrita þegar árið 1945, en sú nýjung var þá að koma á markað. Radíó- og raftækjastofan, sem við Sveinbjöm Egilsson rákum saman, pantaði strax einn slíkan frá Gener- al Electric. Hann kom til landsins í maí 1946. Það er máske upphaf segulhljóðritunar á íslandi. Fyrsta mikilvæga upptakan fór fram á 100 ára afmæli Menntaskól- ans í Reykjavík 17. júni það ár. Önnur er Reykjavíkurflugvöllur var afhentur íslendingum 6. júlí sama ár. Sú þriðja var viðtöl við fólk í nágrenni Heklu meðan Heklugosið 1947 stóð yfír, fjögurra til fímm tíma efni. Síðar flutti ég þetta efni yfír á segulband. Þessar upptökur eru enn til. Hekluþátturinn er nú kominn í eigu safnsins í Skógum og afmælisþátturinn í eigu MR. Upptakan við afhendingu Reykjavíkurflugvallar er enn í minni vörzlu. Árið 1948 fékk Ríkisútvarpið fyrst stálvírstæki. Það var prófað í Alþingi með því að hengja hljóð- nema upp í ljósakrónu, en upptakan þótti ekki álitleg til afskriftar. Síðar fréttum við hjá Radíó- og raftækjastofunni um nýtt tækni- skref á þessum vettvangi, segul- bandið. Ég fór til Bandaríkjanna 1947 og aftur 1948 til að kjmna mér þessa nýjung. Við létum Al- þingi þá þegar í té upplýsingar um möguleika á hljóðritun á segulband, sem og um afritunartæki fyrir seg- ulbandið. Árið 1949 fór ég síðan á vegum Radíó- og raftækjastofunnar og Alþingis til New York til að kaupa segulbandstæki til prófana á Ál- þingi áður en lokaákvörðun yrði tekin. Ég valdi „Tvintrax longplay"- tæki, sem gat tekið upp samfellt í þijá klukkutíma. Formlegar upp- tökuprófanir vóru gerðar í efri deild Alþingis 25. apríl 1949. Notaður var einn „Shure“-hljóðnemi, sem fluttur var í snatri milli ræðu- manna. Upptakan tókst prýðisvel og tel ég að hún hafí valdið því að við vórum beðnir að gera fullnaðar- tillögur um upptökukerfí og afritun- arbúnað ásamt útboðslýsingu. Þetta gerðum við í samráði við Gunnlaug Briem, símaverkfræðing, og fengum síðar, með aðstoð Sig- urðar Helgasonar, síðar forstjóra Flugleiða, fyrirtækið „3M“ til að senda útboð til þekktustu framleið- enda, bæði í Bretlandi og Banda- rílq'unum. Við mæltum síðan eindregið með tilboði frá Stancil Hofman í Kalifomíu. Leið svo árið 1951 að engin hreyfing varð á málum, en í marz 1952 erum við beðnir að taka mál- ið upp af krafti. Til að gera langa sögu stutta varð það úr að panta tæki frá þeim aðila, sem við Sveinbjöm Egilsson höfðum mælt með, en þau vóm að nokkm leyti sérsmíðuð. Við settum síðan allan tælq'abúnað upp í þing- inu. Hið nýja fyrirkomulag við hljóðritun á þingræðum kom síðan til framkvæmda á haustþingi 1952. Frá þeim tima hafa þingmenn talað úr sérstökum ræðustól. Fjórir hljóð- nemar em á hvomm ræðustóli í deildum og tveir í hvoram forseta- stóli. Sérstakt símasamband er á milli upptökumanns og forsetanna í þinginu. Ræðuritun, Alþingis- tíðindi, raddasafn Ólafur Siggeirsson, sem verið hafði hraðritari í þinginu, byggði síðan upp þá starfsdeild þingsins, sem kölluð er ræðuritun. Þar em Alþingi 1952: Stancil Hoffmann-h(jóðriti og Magnús Jóhannsson, upptökusfjóri. Gömul mynd úr ræðuritun: Ólafur Siggeirsson, þá umsjónarmaður, fýlgist með vélritun (standandi). Fastráðnir vélritarar skáldin Jón Óskar og Jóhannes Helgi. Lausráðið fólk kvatt til ef þörf krafði. Morgunblaðið/Sverrir Upptökustjórar Úlfar Sveinbjörnsson og Magnús Jóhannsson að störfum fyrir fáum dögum. Þeir hlusta á endurskil segulbandsins til fuUvissu um að hljóðritun sé við hæfi. Morgunblaðið/Sverrir Gamla „hermikrákan“, sem fyrst var notuð 1949, og fannst á háalofti þingsins fyrir skemmstu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.