Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 Þann 1. apríl sl. birtust frétt- ir í frönskum blöðum, af sex starfsmönnum sovéska sendiráðsins í París, sem gerðir voru brottrækir frá Frakk- landi, og var gefin þessi venjulega ástæða, þ.e. vegna athæfis sem ekki samræmdist diplómatískri stöðu þeirra. í stað þess að taka þeim dómi sem hverju öðru hundsbiti, eins og venjan er, höfðu Sovétmenn uppi kröftug mótmæli og kváðust hafa verið leiddir í gildru með vestrænum vélabrögðum. En þegar þættir þessa máls höfðu verið raktir kom í ljós að við sögu komu ástir, afbrýðisemi og smíði Evrópu-eldflaugarinnar Ariane. Henni var einmitt skotið á loft nú um miðjan september, frá frönsku Guiena í Afríku, og tókst giftusamlega samkvæmt fréttum. Sagan á bak við blaðafregnina 1. apríl gæti því með góðu móti orð- ið efni í meðal reyfara, stundum tekur raunveruleikinn sjálfur fram líflegum hugarsmíðum sæmilegustu rithöfunda. Ást við fyrstu sýn í Rúðuborg (Rouen) í Norður- Frakklandi bjó og starfaði franskur verkfræðingur, Pierre Verdier að nafni, 36 ára gamall og einhleypur. í jólaleyfinu árið 1985 fór hann til Rússlands og í gleðskap á hóteli í Moskvu á gamlárskvöld kynntist hann ljóshærðri, rússneskri konu, Ludmilu Varyguine, 36 árs að aldri. Af hans hálfu varð þar ást við fyrstu sýn en hjónaleysin áttu aðeins nokkra daga saman þar sem hann þurfti að mæta aftur til vinnu sinnar í Rúðuborg af afloknu leyfinu. Heima fyrir hafði Verdier lengi átt í ástarsambandi við gifta konu, samstarfskonu á vinnustað, Anto- upplýsinga, mönnum var ljóst að í hlut átti afbrýðisöm kona og því ef til vill ekki alveg áreiðanlegt vitni. En engu að síður voru gerðar ráð- stafanir til að fylgjast grannt með öllum viðkomandi og sérstaklega tengslum þeirra við sovéska sendi- ráðið, ef einhver væru. Árangurinn kemur í ljós Árangur þessarar rannsóknar kom svo í Ijós 18. mars sl. þegar Verdier-hjónin, vinurinnn og svara- maðurinn Michel Fleury og blaða- maðurinn Philippe Maillard (sem einnig var viðstaddur brúðkaupið) voru öll handtekin og sett í gæslu- varðhald. Auk þeirra Nina Manole og franskur tækniteiknari á miðjum aldri, að nafni Jean-Marie Haury, en hann hafði unnið við Ariane- eldflaugina í Vemon. En Verdier, Fleury og Nina höfðu öll starfað við deild opinberu stöðlunarstofhunar- innar í Rúðuborg. Þeim var öllum gefið að sök að starfa fyrir KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. því myndi hún sjálf dragast inn í málið. Hann gaf Ludmilu því ekki upp á bátinn heldur bað hennar og hjóna- band þeirra var innsiglað í borginni Jaroslav við Volgu í júlí 1986. Með honum fóru til Rússlands, til að vera viðstödd brúðkaupið, faðir hans, Je- an Verdier, fyrrverandi skólastjóri á eftirlaunum, besti vinur hans og samstarfsmaður, Michel Fleury, og var hann svaramaður, og franskur blaðamaður, Philippe Maillard að nafni. Brúðhjónin voru' bæði hvítklædd við hina borgaralegu at- höfn, kvennakvartett spilaði á fíðlu og brúðhjónin virtust ljóma af ham- ingju. Á eftir var tekin mynd af brúðhjónum og gestum. Þar með voru þau orðin hjón hin rússneska Ludmila og Fransmaðurinn Pierre Verdier, en þó að hann hafi fljótlega haldið aftur til síns heima varð bið á því að eiginkonan kæmi til 'hans. Það leið nær hálft ár þar til Lud- mila fékk að yfirgefa ættland sitt, það var ekki fyrr en í janúar á þessu ári sem hún kom til Frakklands, með vegabréfsáritun sem gilda átti í aðeins þrjá mánuði eða fram í apríl. Nina tekur til sinna ráða Ef Nina Manole hefur gert sér vonir um, að í það minnsta hótanir um afhjúpun myndu fæla Verdier frá því að ganga í hjónaband, hefur hún orðið fyrir sárum vonbrigðum. En hvað um það, um leið og hjóna- bandinu hafði verið komið í kring, í júlímánuði 1986, tók hún til sinna ráða. Hún byijaði á því að hafa sam- band við aðstoðarflugmálaráðgjafa sovéska sendiráðsins í París, Valery Konerev, og tilkýnnti honum að Verdier léki tveim skjöldum, hann njósnaði fyrir ættland sitt um leið og Sovétríkin. Talið er að Konorev hafi tekið þeim upplýsingum með varúð, enda verið vel kunnugt um alla málavöxtu. Þegar Nina hafði beðið þangað til í september án þess að nokkuð sýnilegt gerðist, sneri hún sér til franskra yfírvalda, meira .að segja beint til Jacques Chirac forsætisráð- herra, og tilkjmnti að Verdier væri sovéskur njósnari. í ráðuneytinu, þar sem slík mál eru afgreidd, mun í fyrstu hafa ver- ið efast um sannleiksgildi þeirra nettu Ninu Manole, sem er fimm árum eldri en hann. Nina er skáld- kona, rúmensk að þjóðemi og hafði þótt hin föngulegasta kona þegar hún var upp á sitt besta. Eigin- maður hennar, Serge Notheaux, er atvinnulaus, fyrrverandi verkstjóri í verksmiðju í Rúðuborg. Það varð fyrsta verk Verdiers við heimkonuna að gera tilraun til að losa sig út úr því sambandi, en ást- kona hans tók því illa, hafði meira að segja í hótunum við hann ef hann hætti ekki við þá rússnesku. Nina gat reyndar leyft sér að hafa í hótunum. Hún hafði sjálf fengið hann til að ganga til liðs við sovéskan iðnaðamjósnahring, sem starfað hafði í Norður-Frakklandi um árabil. Samband þeirra var því annað og meira en ástarsambandið eitt. En Verdier tók ekki þessum hót- unum alvarlega, hann var sannfærð- ur um að hún myndi aldrei afhjúpa hann sem sovéskan njósnara, með Brúðhjón og gestir í júli 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.