Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 11
f.n/»» .-irrrrirrnrAT* r it)i rvt rrtn/t»-trr> <-nn ». ti-tiít MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 B 11 Fjöldskyldan íÁsi. Gíslierá matrósafötum Sigurbjöra Á. Gíslasoa, faðir Gisla ogfélagarbaasaem stofnuðu ásamthonum EUiheimilið Grund. F. v. FIosi Sigurðsson, Haraldur Sigurðsson, Júlíus Árnason, PálIJónsson ogSigurbjörnÁ. Gíslason ásamt móður okkar í Tungufljótsá. Þær mæðgur voru ásamt föður mínum á leið 'að Gullfossi þegar þetta hræðilega slys varð. Ég var þá rétt rúmlega þrítugur og nýlega giftur Helgu Björnsdóttur Arnórs- sonar stórkaupmanns og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Við Helga eigum saman fjórar dætur Sigrúnu, Nínu, sem er elst, Guðrúnu og Helgu, en þær þrjár síðastnefndu starfa hér við elliheimilið og eru smátt og smátt að taka við af mér. Ég hef þó enn þá fjármálin að mestu á minni könnu. Hef alltaf haft áhuga á fjármálum Ég hef alltaf haft áhuga á fjár- málum. Það er hægt að græða aðeins ef menn vilja. Einu sinni kom til mín maður og vildi verða ríkur og spurði mig hvernig hann ætti að fara að því. Ég sagði við hann: „Ef þú verður ríkur og deyrð svo þá verður peningunum skipt á milli erfingja, konan þín verður gift öðr- um eftir árið og þú öllum gleymdur. Gerðu frekar eitthvað annað sem skilur meira eftir." En vissulega er nauðsynlegt að hafa peninga ef menn ætla að framkvæma eitthvað. Ég hef verið fjáraflamaður og látið mér detta ýmislegt í hug í því sam- bandi, safnað frímerkjum, gefið út bækur og svo mætti lengi telja. Hins vegar hafa margir sett fótinn fyrir mig og það er geymt en ekki gleymt." Að sögn Gísla er Grund sjálfs- eignarstofnun sem hefur gengið mjög vel seinni árin en átti mjög erfitt uppdráttar fyrstu árin. Glsli hefur að mati flestra stjórnað mál- efnum Grundar af miklum skör- ungsskap og verið gamla fólkinu betri en enginn. Það hefur farið orð af honum sem slyngum fjármála- manni sem jafnframt hafi sýnt líkarnmálum óvenjulegan rausnar- EUmeimiIiðísmíðum árið 1929 skap. Hann hefur, fyrir hönd Grundar, gefið mikið fé til líknar- mála og til kirkna hér og þar um landið. Þess má geta að Grund rek- ur vísindastofnun í Hveragerði, jafnframt því sem rekin er þar umfangsmikil heimilisstarfsemi fyr- ir gamalt fólk. Það fer ekki hjá því að maður finni fljótlega þann kraft sem stafar frá Gísla og hrffist af ákafa hans og eldmóði. Það kemur líka á dag- inn að ýmislegt hefur Gísli lagt fyrir sig um daganna annað en að reka Elliheimilið Grund, þó það fyndist eflaust ýmsum ærinn starfi. Hann segir mér að hann hafi ungur stofnað Sendisveinafélagið. Þá unnu sendisveinar langan vinnudag og höfðu léleg laun og lítið frí. Einn- ig stofnaði Gísli Krabbameinsfélag- ið, „Það geta sumir ekki fyrirgefið mér," segir hann og hlær. „Ég stofnaði líka bflstjórafélagið sem seinna fékk nafnið Hreyfíll," heldur Gísli áfram. „Ég varð að kalla karl- anna saman á fund niðri í Varðar- húsi á nóttunni til þess að ná þeim saman, þeir unnu svo lengi. Ég var líka einu sinni í fótboltanum. Var formaður knattspyrnufélagsins Víkings. Ég hef einnig staðið fyrir stofnun kvennadeilda í félögum og stofhað kvöldskóla, svo eitthvað sé nefnt af því sem ég hef tekið mér fyrir hendur, en ég gerði þetta af því að það þurfti að gera það. Stofnaði Þjóðernis- hreyfingu Þegar ég spyr Gísla' hvort hann hafi tekið þátt í pólitík verður hann mjög sposkur á svip og segir: „Ég stofnaði einu sinni Þjóðernishreyf- ingu og það eru sumir menn ekki búnir að fyrirgefa mér enn. Það er mikið búið að skrifa um þessa hreyfíngu, ég hef lesið sumt af því. Ég var þó lengst af í Sjálfstæð- isflokknum en þar má enginn sjálfstæður maður vera, ég hef því lengi lítið skipt mér af málum þar. Aftur á móti sakna ég þess stundum að geta ekki skammað skarfana þar við og við. Einu sinni sagði einn Litla Grund - Arkitekt Þórir Baldvinsson ágætur framámaður í flokk,num við mig eftir eina slíka ræðu: „Heyrið þér Gísli, þetta var allt rétt hjá yður en það má bara ekki segja það." Það eru margir ágætir menn í Sjálfstæðisflokknum og góðir vin- ir mínir. Ég hef skipt mér af öllu, kannski alltof mikið. Ég er forvitnari en sá vondi sjálfur og hef gaman af öllu mögulegu en þó aðallega að einu, því að sjá árangur. Ég er einnig ógurlega „krítiskur" og er eins og fyrr sagði mjög erfíður í samvinnu nema að ég fái að ráða, það er gott á vissan hátt. Ég er líka frekar lang- rækinn, ég gleymi aldrei. Einu sinni sat ég í nefnd með nokkrum „skörf- um", það kalla ég þá menn sem mér finnast geta verið vafasamir. Ég vildi fara aðrar leiðir en þeir, og þeir spurðu hvernig ég ætlaði að fara að. Ég var orðinn leiður á þessu þrefi og sagði: „Sá sem sigr- ar hefur alltaf rétt fyrir sér. Við getum unnið allar orrustur með einu ráði. Við gefum út blað þar sem í einum. dálki er sagt frá öllu sem aflaga fer en í öðrum hvernig allt á að vera. Til þess að gera þetta þurfum við peningaskáp til þess að geyma allt sem lýtur að sannleikan- um og svo tvo ritstjóra, en annar þeirra þarf að vera ógiftur. „Nú", sögðu skarfarnir. „Af hverju", spurðu þeir. „Til þess að geta setið af sér allarsektirnar," svaraði ég." Ég þoli ekki fúsk Eitt þoli ég ekki og það er fúsk. Það á að gera hlutina vel. íslending- ar eru afleitir í þeim efnum og geta af þeim sökum seint orðið góðir vísindamenn, að ég tel. Þeir bera virðingu fyrir mjög fáu en tvennu þó, peningum og útlendingum. Minnimáttarkenndin er að drepa þá og blankheitin sömuleiðis. Þó spila þeir alltaf greifa þó þeir hafi ekki ráð á því.Eg starfaði einnig mikið að áfengismálum þó ég hafi aldrei notað áfengi sjálfur. Ég barð- ist eins og ljón á móti áfenginu og gaf í því skyni, ásamt fleirum, út blað í mörg ár sem hét Einingin. Líknarmálin lét ég mig líka miklu varða. Þar stóð ég ekki einn, sérs- taklega vil ég nefna þá Pétur Halldórsson og Jón Þorláksson borgarstjóra, þeir voru báðir önd- vegismenn. Einnig vil ég geta Knuds Zimsen sem hjálpaði föður mínum meira en flestir aðrir." Það kemur í ljós að margt fleira hefur Gísli lagt gjörva hönd á hann hefur t.d. líka staðið fyrir hafnar- byggingu á. Akranesi. Ég spurði hvernig það hefði komið til. „Ég fór bara til vitamálastjóra, Emils Jóns- sonar, og bauðst til að standa að bryggjubyggingu á Akranesi og hann tók því boði og svo var bryggj- an byggð og tókst vel." Gísli er kímileitur þegar hann segir mér þessa byggingarsögu. „Ég var líka { byggingarnefnd Borgarspítalans en það stóð stutt," heldur hann áfram. „Ég vildi byggja allan spítal- annn í einum rykk og taka strax lán til framkvæmdanna. Það vildu hinir ekki og þegar skipað var í annað sinn í nefndina var ég ekki meðal nefndarmanna. Mér hefur hins vegar heppnast flest allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur í sam- bandi við elliheimilið. Ég byrja alltaf á smámununum, reyna að hafa þá í lagi, svo kemur hitt á eftir. Þjóð- verjar segj'a „Ef þú vilt eitthvað nógu mikið þá verður það". Þetta er eitt af því sem ég hef gert að mínum einkunnarorðum. Einn kunningi minn, séra Gunnar Bened- iktsson orðaði það svo:„Veistu Gísli af hverju gengur svona vel hjá þér, af því það gengur svona illa." Þetta er þversögn. Það sem hann átti við er að ég gefst ekki upp og má ekki lofa neinu því þá verð ég að standa við það. Eg sagði einu sinni við séra Gunnar Benediktsson: „Ef þú vilt selja húsið þitt þá láttu mig vita, ég er ekki að ágirnast það, því slíkt geri ég aldrei, en ef þú vilt selja þá láttu mig vita. Mörgum árum seinna þegar ég var að koma frá útlöndum þá stóðu á seðii þau skilaboð til mín að séra Gunnar vildi tala við mig. Ég hringi í séra Gunnar og hann segin „Nú vil ég selja húsið." „Alright", segi ég. „Þá skal ég láta húsakauparann tala við þig." Dr. Gunnlaugur Þórðarson sér um öll húsakaup fyrir mig. Svo keypti ég húsið og fðr aldrei inn í það fyrr en búið var að breyta þvf. Þá hringdi ég í séra Gunnar og sagði: „Séra Gunnar, getið þér og frúin ekki komið og verið fyrstu gestir í ykkar fyrra húsi." Síðan faðir minn og fjórir aðrir menn stofnuð Grund þá hefur margt breyst. Fyrir það fyrsta hef- ur íbúum á þessu svæði hér fjölgað gífurlega og kjör manna hafa líka breyst. Menn gera sér enga grein fyrir hvernig fólk hafði það um og í kringum kreppuna miklu. f dag er okkur sagt að allir hafi það gott en engu að síður er fátækt hér. íslendingar eru svo stoltir að þeir vilja ekki láta hjálpa sér. í öllu hjálp- arstarfi ættum við að hafa að leiðarljósi að gera mikið fyrir lftið en ekki lítið fyrir mikið eins og stundum vill brenna við. Það er til dæmis ekki hægt að byggja fyrir gamalt fólk í dag, byggingarlögin eru þannig að það er næstum óvinri- andi vegur. Það þarf helst að vera klósett á hvern mann, þetta er svo dýrt bæði í byggingu og rekstri að það nær engu tali. Það er hins veg- ar slæmt ástand meðal aldraðs fólks f dag. Þeir eru margir sem hvergi fá inni og verða að hírast einir og oft umhirðulitlir í misjafnlega góð- um íbúðum. • Fólk verður æ skeyting- arlausara um gamalt fólk Það þarf að breyta hugsunar- hættinum hvað snertir gamalt fólk. Verði ekki hugarfarsbreyting þá vill ekki nokkur maður hugsa um gamalt fólk. Mér fínns fólk verða æ skeytingarlausara um sína nán- ustu og eigingjarnara. Núna segir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.