Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.11.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1987 B 33 þar risu upp stórhýsi lista og vísinda. Hann vann einnig að auk- inni menntun, og stóð meðal annars að stofnun Vísindaakademíunnar, Akademie der Wissenschaften. Friðrik mikli lét ekki sitt eftir liggja og vann ötullega að uppbyggingu borgarinnar. Meðal húsa sem byggð voru á hans vegum ber helzt að nefna Ríkisóperuna við breiðgötuna Unter den Linden, sem borgaryfir- völd í Austur Berlín luku við að endurreisa í fyrra. Á þessum árum fjölgaði íbúum Berlínar ört. Um miðja 17. öld var íbúafjöldinn um 10.000, en þegar Friðrik mikli féll frá árið 1786 bjuggu þar um 170.000 manns. Ekkert virtist geta stöðvað vöxt borgarinnar, jafnvel ekki tímabund- in herseta Austurríkismanna og Rússa í Sjö ára stríðinu (1756-63). Upphaf 19. aldar boðaði ekki gott. Hersveitir Napóleons báru sig- urorð af Prússum í orrustunni um Jena í október 1806 og Frakkar hertóku Berlín. Neyddist Friðrik Vilhjálmur 3. Prússakonungur því að flytja aðalstöðvar sínar frá Berlín til Königsberg um tíma. En eftir fall Napóleons hófust nýir upp- gangstímar fyrir Berlín. Háskóli kenndur við Friðrik Vilhjálm kon- ung var stofnaður í borginni auk fleiri mennta og lista stofnana. Og nöfn Berlínarbúa á borð við Wilhelm von Humbolt stjómmála og fræði- mann, heimspekingana Johann Gottlieb Fichte og Georg Hegel, og Barthold Niebuhr sagnfræðing m.m., báru frægðarorð staðarins víða um heim. Eftir að Otto von Bismarck hafði náð að sameina þýzku ríkin og Vil- hjálmur 1. konungur Prússlands hafði verið útnefndur keisari Þýzka- lands varð Berlín höfuðborg þýzka keisaradæmisins, síðar höfuðborg Weimar-lýðveldisins eftir ósigur Þjóðveija í fyrri heimsstyijöldinni, og loks höfuðborg Þriðja ríkis Hitl- ers þar til Þjóðveijar gáfust upp í síðari heimsstyijöldinni, í maí 1945. Vöxtur Berlínar var stöðugur öll þessi ár. Eins og fyrr segir voru íbúamir um 170 þúsund við fráfall Friðriks mikla árið 1786. Við upp- haf síðari heimsstyijaldarinnar 1939 voru þeir orðnir rúmlega 4,3 milljónir. Eins og svo margar borgir í austri og vestri varð Berlín illa úti í styijöldinni. Bretar gerðu fyrstu loftárásina á borgina í ágúst 1940, og fram að styijaldarlokum er talið að flugvélar hafí varpað rúmlega 75.000 tonnum af sprengjum á Berlín og útborgir hennar. Við þetta magn bætast svo um 40.000 tonn af fallbyssukúlum sem sovézku her- sveitimar skutu á borgina á loka- dögum stríðsins. Eðlilega olli þetta gífurlega sprengjumagn óhemju skemmdum. Margar af þekktustu byggingum Berlínar voru ýmist rústir einar eða vart þekkjanlegar vegna skemmda. Að styijöldinni lokinni var Þýzk- alandi skipt í hemámssvæði, og fengu sigurvegaramir flórir, Sov- étríkm, Bandaríkin, Bretland og Frakkland, hver sitt umráðasvæði, að frátöldum austustu hémðum landsins, sem ýmist voru innlimuð í Sovétríkin eða Pólland. Berlín lenti þá inni á miðju hemámssvæði Sov- étríkjanna, og var borginni því einnig skipt í sérstök umráðasvæði sigurvegamanna fjögurra. Staða Berlínar breyttist á ný eft- ir að hemámsaðilar afléttu því styijaldarástandi sem ríkt hafði frá stríðslokum, og fólu heimamönnum stjóm Iandanna tveggja, hemá- mssvæðis Sovétríkjanna annars- vegar, sem varð Alþýðulýðveldið (Austur) Þýzkaland, og hemá- mssvæða Vesturveldanna, sem varð Sambandslýðveldið (Vestur) Þýzka- land. Jafnframt varð umráðasvæði Sovétríkjanna í Berlín að Austur Berlín, höfuðborg Alþýðulýðveldis- ins, en umráðasvæði Vesturveld- anna í borginni urðu sérstakt land í Sambandslýðveldinu, Vestur Berlín. Berlínarborg hefur nú verið klof- in í tvennt í 42 ár. Hvort hún verður nokkumtíma sameinuð á ný, eins og Berlín-Kölln forðum, verður tíminn einna að skera úr um. í Cherokee Chief árgerð 1984 ekinn 42 þús. mílur, ásamt öðrum bifreiðum, er varða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 3. nóvember kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. SALA VARNARLIÐSEIGNA. WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og geröir jfeirDSMKJKn) <& Vesturgötu 16, sími 13280 Þú átt aðeins eftir nokkra kilómetra. Það er næstum engin umferð og hann er nýhættur að snjóa. Þú ekur greitt! Allt í einu! Hindrun framundan, — vegurinn lokaður! — athyglin snarvakin! — nauðhemlun! Bíllinn stöðvast, þú skynjar muninn, Goodyear Ultra Grip 2 dekkin svlkja ekki. Nú er að styttast heim, þú finnur til öryggiskenndar á Goodyear Ultra Grip 2. Það verður gott að koma heim. AGOODYEAR KEMST ÉG HEIM f| || m GOODYEAR ULTRAGRIP2 Á Goodyear Ultra Grip 2 dekkjunum verður bíllinn allur annar, hvort sem er vetur eða sumar. OOODfVEAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.