Morgunblaðið - 10.11.1987, Page 49

Morgunblaðið - 10.11.1987, Page 49
Galakvöld í Staðarskála Ingvar Guðmundsson matreiðslumeistan og Eyjólfur Guðmundsson frá Bálkastöðum sem stjórnaði samkomunni af mikilli röggsemi. Morgunblaðið/Bjarni Eigandi Gleymmérei, Sigríður Þorvaldsdóttir, til hægri, og Kolbrún Ólafsdóttir, afgreiðsiustúlka. Brauðstofan Gleymmérei ^ Blönduósi. Á ANNAÐ hundrað manns komu á kynningar- og skemmtikvöld í Staðarskála laugardaginn 31. október. Tilefnið var lokapunkt- ur á kynningu á lambakjöti sem staðið hefur yfir i Staðarskála í Hrútafirði nú i haust. Þeir Staðarmenn kusu að kalla þessa skemmtun Galakvöld og þar sem þetta var kynning á lamba- kjöti var að sjálfsögðu fram borinn lambakjötsréttur. Höfundur þessa matseðils og matreiðslumeistari í Staðarskála, Ingvar Guðmundsson, útbjó fyrir matargesti konunglegt lambakjötsseyði og pálmalamb með kartöflum að hætti malarakonunn- ar og í eftirrétt var ávaxtaterta. Ekki bar á öðru en gestir gerðu sér þessa rétti að góðu og varð einum á orði að uppgangur væri í lamba- kjötinu en niðurgangur í öðru kjöti. í tengslum við þessa kynningu var spumingakeppni sem matar- gestir sem komu við í Staðarskála dagana 25. september til 9. október tóku þátt í. Alls tóku 1.351 þátt í Magnús Gislason eigandi Staðar- skála. þessari spumingakeppni en svör bárust frá 1.209 manns. Vinningar í þessari keppni vom m.a. ferð til Amsterdam sem ferðaskrifstofan Ferðabær gaf. Sá sem ferðina hreppti heitir Helgi Ingason og er frá Siglufírði. Einnig gaf hinn þjóðfrægi kjöt- framleiðandi, Jón Jónsson frá Skarfhóli, 30 kg af nýslátmðu lambakjöti í vinning og sú sem kjöt- ið hreppti var Elísabet Lilja Stefáns- dóttir úr Reykjavík. Þessari samkomu stjómaði Ey- jólfur Gunnarsson frá Bálkastöðum af mikilli röggsemi og tók ýmsa tali og varpaði samtölunum með þráðlausum hljóðnema til veislu- gesta. Hvort það var tilviljun eður ei þá kom Sverrir Hermannsson við í Staðarskála og skemmti fólki með léttum sögum eins og honum einum er lagið og var gerður góður rómur að máli hans. I lokin var stiginn dans við undirleik hljómsveitarinnar Upplyftingar. — Jón Sig. NÝ smurbrauðsstofa hefur verið opnuð í Nóatúni 17 í Reykjavík og nefnist hún Brauðstofan Gleymmérei. Forstöðukona og eigandi er Sigríður Þorvaldsdóttir, en hún hef- ur kynnt sér slíkan rekstur og fengið viðurkenningu frá Idu Davidsen, danskri smurbrauðs- dömu. Lögð er áhersla á fjölbreytni í brauðvali; smurt brauð, snittur, pinnamatur og brauðtertur. Af- grcitt verður eftir pöntunum en^ einnig er hægt að koma á staðinn ^ og neyta veitinganna þar. Opnunartími smurbrauðsstof- unnar er frá kl. 10.00 til 20.00 mánudaga til laugardaga. U HONDA Leiðandi í hönnun og tækninýjungum. A C C O R D Aerodeck 1988 EXS-i Enn einn einstakur frá HONDA. Bjóðum þennan frábæra bíl með öllum fáanlegum aukahlutum. Vél: 122 hestöfl m/beinni innspýtingu (PGMFi) Viðbragð: O-10O km./k: 8,9 sek. ALB bremsukerfi (ANTILOCK BRAKE) tölvustýrt. Rafdrifnar rúður - ra fdrifin sóllúga - rafstýrðir spegl- ar - rafdrifið loftnet - útvarp/segulband, 4 hátalarar - vökvastýri ásamt mörgu öðru. VERÐ AÐEINS KR. 8 55.000.- HONDA GÆÐi - HONDA KJÖR - AÐEINS 25% ÚT H O N D A HONDAPRELUDE 2.0ÍDOHC 16v Bjóðum örfáa PRELUDE 2.0EXSÍ - 16várgerð 1987. Vél: 137 hestöfl, bein innspýting (PGMFI) Viðbragð: O-10O km/k: 7,9 sek. Vökvastýri — rafdrifin sóllúga - rafdrifnar rúður- rafdrifið loftnet — álfelgur — útvarp/segulband — 4 hátalarar -ALB bremsukerfi (ANTI-L OCK-BRA KE) tölvustýrt ásamt mörgu öðru. VERÐ AÐEINS KR. 900.000.- HONDA GÆÐI - HONDA KJÖR - AÐEINS 25% ÚT (H) HONDA Honda á íslandi, Vatnagörðum 24 s. 689900.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.