Morgunblaðið - 22.11.1987, Page 1

Morgunblaðið - 22.11.1987, Page 1
3W$ripwM&M§> PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 BLAÐ Morgunblaðið/Rax Vel fer á meÖ tjarnarbúum og Davíö Oddssyni borgarstjóra. DAVÍÐ ODDSSON SVARAR SPURNINGUM MORGUNBLAÐSINS Ráðhús Reykjavíkur verður að vera í gamla miðbænum í tilefni umræðna um byggingu ráðhúss við Tjörnina I Reykjavík, hefur Morgunblaðið beðið Davfð Oddsson borgarstjóra um að svara nokkrum spurningum og fara svör hans hér á eftir. ER NAUDSYNLEQT AÐ BYQGJA RÁÐHÚS? ÞAÐ er metnaðarmál hverrar borgar — ég tala ekki um höf- uðborgar — að eiga sér ráðhús. Fagurt hús í hjarta borgarinn- ar, sem er eins konar andlit borgarinnar út á við. Lítum til frænda okkar á Norðurlönd- um. Höfuðborgir þeirra hafa haft reisn til að byggja fagrar ráðhúsbyggingar, sem íbúar þeirra líta á sem gersemi og eru ákaflega stoltir af. í ráðhúsi Reykvíkinga verð- ur yfirstjóm þeirri, sem nú er til húsa í Pósthússtræti 9 og í leiguhúsnæði í Austurstræti 16 komið fyrir, ásamt fundar- sölum borgarstjómar og borgarráðs. Starfsaðstaða þessara aðila er vægast sagt ófullnægjandi í dag. KOMA KAUP Á ELDRA HÚS- NÆÐIEKKITIL QREINA? RÁÐHÚS Reykjavíkur verður að vera í gamla miðbænum. Ekki verður séð, að þar sé nokkurt það hús á lausu, sem hentað gæti þörfum borgar- innar, eða fullnægt þeim kröfum um reisn ráðhússins, sem gera verður. Ráðhúslóðin er aðeins nokkmm tugum metra frá þeim stað, sem mestar líkur benda til, að Ing- ólfur og Hallveig hafi valið forðum. Þegar þau ein höfðu úr landinu öllu að moða, völdu þau með sinna guða hjálp Reykjavík. Og innan Reykja- víkur einmitt þennan stað. Þetta vom smekkhjón. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.