Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 Ráðhús Reykjavíkur verður að vera í gamla miðbænum Morg-unblaðið/ÓI.K.M. Líkan af væntanlegri ráðhúsbyggingu við Tjörnina. HVAÐA RÖK LÁGU AÐ BAKI, ÞEGAR ÁKVEÐIÐ VAR AÐ FRESTA BYQQINGU RÁDHÚSS ÁRK> 1970? SNEMMA á árinu 1964 sam- þykkti borg-arstjóm og bygg- inganefnd uppdrætti að ráðhúsi, sem staðsett var í Tjamarkrikanum milli Iðnó og Bárulóðarinnar. Hér var um 7 hæða byggingu að ræða og stærð hússins tæpl. 37 þús. rúmm., eða um 50% stærra hús ofanjarðar en nú er fyrir- hugað. Síðar kom fram hugmynd um að sameina leikhúsbygg- ingu og ráðhús á þessum stað í norðurenda Tjamarinnar. Við úrvinnslu á þeirri hugmynd, sem unnið var að allt fram á árið 1969, stækkaði byggingin vemlega, en í lok þess árs samþykkti borgarráð að gera um óákveðinn tíma hlé á undir- búningsstörfum. Eflaust hefur mönnum ekki hugnast að reisa svo stóra byggingu á þessum stað. Og það segir sína sögu, að ekki þarf sífellt að byggja yfír stjómsýsluna stærri og stærri hús, að nú tæplega 20 áram síðar, þegar bæði borg- arbúum og borgarstarfsmönn- um hefur flölgað veralega, vilja menn byggja helmingi minna hús, sem bætir upp umhverfí sitt, en lætur því ekki blæða. KOMA GAGNRÝNISRADDIR, SEM NÚ HEYRAST, ÞÉR Á ÓVART7 Á ÞAÐ verður að líta, að inn- an borgarstjómar er ekki samstaða um byggingu ráð- hússins. Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn og Kvenna- listinn era mótfallin byggingu ráðhússins. Andófíð nú er tvímælalaust að hluta til af pólitískum toga og kemur ekki á óvart. Áróður- inn gegn ráðhúsinu snertir viðkvæma strengi í hjörtum Reykvíkinga og ég skil vel, að þeir láti sig varða umhverfí Tjamarinnar. Þessa miklu vel- vild reyna pólitískir andstæð- ingar að notfæra sér. Þeir gefa til kynna að ganga eigi stórlega á tjamarsvæðið — segja jafnvel í þingsálykt- unartiliögu að þurrka eigi Ijömina að veralegu leyti upp. Læða inn efasemdum um, að fuglalíf fái þrifíst. En þegar menn fá tóm til að kynnast tillögunni og sjá, að blekking- um hefur verið haldið að þeim, snúast flestir til stuðnings við bygginguna og fagna þessum fegurðarauka á tjamarsvæð- inu. SVO VIRÐIST SEM ÓTTIVIÐ AÐ BYGGJA Á VIÐKVÆMUM STAÐ UGGIMEÐAL ANNARS AÐ BAKI MÓTMÆLUNUM. ERT ÞÚ SANNFÆROUR UM, AÐ ÞARNA SÉ RÉTT HÚS Á RÉTTUM STAÐ? ÉG er sannfærður um að svo sé. Ráðhúsið er ávöxtur af samkeppni, þar sem þátt tóku m.a. nær helmingur af starf- andi arkitektum landsins. 38 tillögur bárast, eða fleiri en í nokkurri annarri samkeppni, sem haldin hefur verið. Þátt- takan ein er vissulega vísbend- ing um, að fagmenn hafa talið staðinn góðan. Úrslitin vora afdráttarlaus og ótvíræð. Ráð- húsið verður borginni til sóma og byggingin er svo samofín Tjöminni, að hvoragt verður frá hinu aðskilið. í almenningi neðstu hæðar verður hátt til lofts og vítt til veggja og borg- arbúar munu þar njóta Tjam- arinnar og ráðhúss síns á nýjan og ferskan máta. Húsið hefur vakið upp um- ræðu í þekktum erlendum tímaritum um húsagerðarlist og hlotið mjög jákvæð um- mæli. ÞVÍ ER HALDIÐ FRAM, AD FLAU8TURSLEQA SE STAÐIÐ AÐ VERKIOG EKKIHUGSAÐ UM AFLEIÐINQARNAR. ÖÐRU nær. Menn hafa verið að huga að og undirbúa ráð- húsbyggingu þama í áratugi. Eins og áður er sagt var vel vandað til samkeppni um ráðhúsbyggingu og þátttaka í henni mikil. Hönnun hússins og önnur undirbúningsvinna er í fullum gangi og sérstök verkefnis- stjóm hefur verið skipuð til að hafa yfíramsjón með hönn- un og annast alla samnings- gerð um framkvæmdir. í samþykkt borgarstjómar um ráðhúsbyggingu var tekið fram, að þar sem byggingin er staðsett á viðkvæmum stað skuli hraða framkvæmdum eins og frekast er kostur til að stytta þann tíma sem allra mest, sem byggingarfram- kvæmdir skapa erfíðleika á þessu homi miðbæjarins. ER BÚK> AD SAMÞYKKJA VÆNTANLEQA RÁÐHÚSBYGG- INGU í ÖLLUM RÁÐUM OG NEFNDUM BORQARINNAR? BORGARSTJÓRN hefur sam- þykkt ráðhúsbygginguna eins og kunnugt er, en væntanlega verður fyrsta kynning í bygg- ingamefnd á næsta frindi hennar, og er sú tímasetning eðlileg miðað við það, hvenær áætlað er að framkvæmdir hefjist. HVENÆR ERÁÆTLAÐ AÐ HÖNNUN HÚSSINS UÚKI? ÁÆTLAÐ er, að byggingar- nefndarteikningar verði endanlega fullbúnar næsta haust, en jarðvinna getur farið fram af fullum krafti samtímis þessari hönnun, svo og upp- steypa á bílageymslum, en teikningar af þeim hluta verða fullbúnar vorið 1988. Þetta er í samræmi við það sem gerist með stærri byggingar. HAFA FRAMKVÆMDIR VERIÐ TÍMASETTAR? ÞEGAR hafa verið gerðar tímaáætlanir fyrir hönnun á öllu verkinu og allar verklegar framkvæmdir, en meðan unnið er að undirbúningi og hönnun verða þessar tímaáætlanir í sífelldri endurskoðun. Tíma- áætlanir framkvæmda allt næsta ár era samt þegar nokk- uð haldbærar og fyrstu verksamningar í undirbúningi. ER TÍMASETNINGIN MIÐUÐ VK> BORGARSTJÓRNARKOSNING- AR1990? NEI. Á hinn bóginn er eðli- legt, að sá meirihluti sem að byggingunni stendur, sem er 2/s hluti borgarstjómarinnar, komi málinu í höfn, en ætli ekki nýjum aðilum það verk. Það er talað um mikinn bygg- ingarhraða. Satt best að segja sárnar mér, að hraðinn skuli ekki geta verið meiri. Menn byggðu Alþingishúsið á einu ári fyrir rúmum 100 áram og Skúli Magnússon byggði veg- legasta hús landsins úti í Viðey á tveimur áram. Þá var tækn- in engin, fátækt mikil og byggingarefni af skomum skammti. Nútímamenn með allri sinni tækni og sfnum góðu efnum era ótrúlega lengi að byggja. HVERS VEGNA VARÐ ÞESSILÓÐ VK> TJÖRNINA FYRIR VALINU? KOMA EKKIÖNNUR OQ EKKI EINS VKHCVÆM SVÆÐIFYRIR FJÖLDA FÓLKS TIL QREINA? T.D. í GRENND VK> HÓFÐA, í LAUQARNESIEÐA VK> KJAR- VALSSTAÐI? EÐLI máls samkvæmt er að- setur æðstu stjómar jafnan staðsett sem næst hjarta borg- arinnar og þar sem hún er fegurst. í okkar tilfelli erum við svo hamingjusöm að geta sameinað þetta tvennt. Tengslin við tjamarsvæðið gefa húsinu rýmd, sem ekki næst annars staðar f mið- bænum án mikillar röskunar og um leið staðsetningu í hjarta borgarinnar, nærri þeim stað, þar sem Ingólfur Amar- son reisti bæ sinn fyrir rúmum 1100 árum. Niðurstaða sam- keppninnar sýndi einnig svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.