Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
B 5
fundið bréf frá konu að nafni Skip-
with. í símaskránni fann hann
einhvem Skipwith sem fræddi hann
á því að konan sem hann væri að
leita að væri „hálfmágkona" hans
og ætti heima uppi í afdal á Com-
wall, og þangað lagði Oppenheim
leið sína. Meðferðis hafði hann ljós-
rit af nöfnunum á vindlingabréfun-
um.
Hvaða árangur bar framtakssemi
hennar, spurði ég Oppenheim?
„Hvað varðar þennan hóp gyðinga
er hugsanlegt að þetta hafí orðið
einhveijum til bjargar, en sannar-
lega hafði hún áhrif á brezku
ríkisstjómina._ Það er mín túlkun á
skjölunum. Ég hef komið nafni
hennar á framfæri (við ísraels-
stjóm) í því skyni að hún hljóti
einhveija viðurkenningu þótt seint
sé. Þetta er stórkostleg kona.“
Eftir stríð varð Sofka ritari í Old
Vic-leikhúsinu sem þá var nýstofn-
að og átti þar aftur samstarf við
Olivier og einnig varð hún ritari
Chelsea-deildar kommúnistaflokks-
ins. Síðan stofnaði hún og rak
ferðaskrifstofuna Progressive
Tours sem annaðist fyrirgreiðslu
ferðamanna til Rússlands og Aust-
ur-Evrópu. Hún skrifaði ferðahand-
bók um Albaníu og stofnaði
Albaníufélagið sem enn er við lýði.
Svo kjmntist hún Jack King,
kommúnista sem um þijátíu ára
skeið hafði smíðað verkfæri í vél-
smiðju í Chiswick. Innrásin í
Ungveijaland hafði mglað hann í
ríminu svo hann ákvað árið 1957
að fara í ferð með Progressive Tours
til að kynnast ástandinu af eigin
raun. Síðan fór hann að vinna á
ferðaskrifstofunni. Fyrir 25 árum
keyptu þau Sofka kotið í mýrinni —
„það eina sem við höfðum ráð á“.
Síðan hafa þau varla rótað sér.
Þau hafa ekkert samgöngutæki.
Sofka les af áfergju. 81 bók úr
farandbókasafninu á ári er metið
og það sló hún í fyrra. „Ég hef
miklar mætur á Valkyijunum." Hún
fóðrar tvo villiketti og dúfumar.
Hún fer sjaldan af bæ, en í tilefni
áttræðisafmælisins fór hún til
Lundúna í veizlu sem íjöldinn allur
af vinum og vandamönnum sat, þar
á meðal konumar þijár sem einn
sona hennar hefur verið kvæntur
og tvö langömmuböm. Margir
koma í heimsókn. Rússi einn leit inn
ekki alls fyrir löngu. Hann kom
með vodka. Það var Gerasimov sem
nú er talsmaður Gorbatsjovs.
En hvað fínnst henni um þetta
allt, svona eftir á að hyggja? Þau
Jack borga flokksgjöldin sín (aldr-
aðir fá afslátt), en þau segjast ekki
hafa gert nokkum skapaðan hlut í
25 ár og það er ekki á þeim að
heyra að þau séu neitt harðlínufólk
í flokknum.
„Ég held enn í grundvallaratrið-
in,“ segir Sofka. „Ég er andstæð-
ingur arðráns og forréttinda vegna
erfða. Það sem fæstir muna er það,
að á tímum byltingarinnar var
Rússland 200 eða 300 ámm á eftir
tímanum." Sofka ætti að vita það
manna bezt. „Fólk heldur að þetta
hafí verið eins og vestrænt þjóð-
félag.“ Hún minnist þess að hafa
heyrt ömmu sína segja um eignir
fjölskyldunnar í Kákasus, „Já, alveg
rétt, ég held ég eigi eitthvað þar.“
Sú kynslóð hafði lítil afskipti af
eignum sínum. Umsjónarmenn önn-
uðust allt slíkt.
Fyrstu byltingarmennimir tóku
bara upp þráðinn þar sem keisarinn
missti lykkjuna. Trotskí, þótt ekki
megi á hann minnast, sagði þau
vísdómsorð að enginn væri íhalds-
samarí en byltingarmaður sem hefði
náð tilgangi sínum." Gorbatsjov
þurfti að fara varlega af því að
gamli vörðurinn var enn við lýði.
Enn á Sofka í fómm sínum fá-
eina dýrgripi. Keisaraekkjan
skenkti henni keisaralegt páskaegg
árið 1918. Hún á fáeinar bækur
með skjaldarmarki Dolgúrúkís og
dálítið af ljósmyndum. Hún gaf mér
nýjasta tölublað af riti Albaníufé-
lagsins þar sem sagt er frá aðstoð
Albana við uppreisnarmenn í Afg-
anistan.
„Okkur líður ágætlega héma,“
sagði Jack.
4
POLLÝANNA
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Höfundur: Eleanor H. Porter.
Þýðing: Freysteinn Gunnarsson.
Kápa: Brian Pilkington.
Prentverk: Norhaven bogtrykk-
eri a/s, Viborg.
Útgefandi: Mál og menning.
Fáar sögur ná því að verða sígild-
ar, það er eiga erindi við fleiri
kynslóðir en eina. Aðeins örsjaldan
skeður það, en hér er ein þeirra.
Allt frá því hún kom fyrst út í
Bandaríkjunum 1913, og náði því
að verða metsölubók, hefír hún
glatt lesendur sína um víða veröld.
Og það er engin furða, því hún tjá-
ir lífssannleik, sem er lykill að
hamingjunni, er við þráum öll,
þeirri, að fínna sátt við eigið líf.
Lítil telpa, Pollýanna Whittier, situr
vonsvikin í trúboðsstöð yfír jólagjöf
sinni. Hún hafði þráð svo heitt
brúðu, en úr umbúðunum komu
hækjur. Faðir hennar, presturinn,
tekur hana í fangið og kennir henni
að leita að gleðinni í þessari gjöf,
þeirri að þurfa ekki að styðjast við
hækjumar. Á þessari stundu breytt-
ist hún úr telpuhnokka í ylgeisla
vorsins sjálfs, og þannig kynnumst
við henni, er hún, foreldralaus, 11
ára, gengur inná sviðið hjá móður-
systur sinni, jómfrú Pollý Harring-
ton. Því verður varla haldið fram,
að hún sé þar velkomin, heldur er
henni, af skyldurækni, holað niður
upp á háalofti. En fagnandi sezt
hún þar að, og bylting vorsins skeð-
ur í umhverfí hennar öllu. Fyrst
verða aðdáendúr hennar Nanna,
þjónustan á bænum, og Timoteus,
sonur Tuma garðyrkjumanns. Þau
læra leikinn að leita hamingjunnar
í hverri stund, en það gera líka
fleiri. Fiðrildið flögrar í nálægð
Johns Pendleton, granna, og að
rúmi frú White, mágkonu frúarinn-
ar, flögrar á veg læknisins og
prestsins, og öll læra þau leikinn
að leita sólstafa í stað skugga. Telp-
an heldur inná fund kvenfélagsins,
þar sem metnaður og sýndar-
mennska réðu ríkjum, býður þeim
að styðja 10 ára munaðarleysingja,
Jimma Beans, sem þjáist við þeirra
hlið, í stað þess að hljóta lof fyrir
háar tölur í söfnun fýrir einhvem
er þær vissu ekkert um. Já, vorið
lét engan í friði í nálægð hennar,
jafnvel flækingsköttur tók aftur að
mala, og svangur hundur að stynja
af vellíðan.
Svo hendir slys. Tvísýnt er um,
að Pollýanna geti gengið á ný. Þá
kom nokkuð í ljós það sumar er hún
hafði vakið; meira að segja Pollý
frænka og Chilton læknir hættu að
fylupokast og urðu ástfangin á ný.
Litla telpan hlaut lækning, tókst
með bjartsýni og hjálp sérfræðings
að lengja göngu sína úr tveim skref-
um á dag í dansspor móti fyrir-
heitum æskunnar.
Frábærlega vel skrifuð saga,
hjartnæm og hlý, svo að öldungi
féllu tár um vanga af gleði.
Þýðing Freysteins, sem birtist
fyrst 1945, er meistaraleg. Hér
hélt á penna íslenzkukennari og
skáld, vinur tungu og bams. Bókin
er kilja, ljósprentuð eftir útgáfunni
1966, unnin í Danmörku. „Komdu
og stígðu við mig leikinn minn,“
segir káputeikning Brians. Hafí
útgáfan þökk fyrir afburðabók, bók
sem ætti að vera í höndum sem
flestra.
Lazer tag er íþrótt ársins 3010,
þegar stríð og ofbeldi heyra
til.Lazer tag er leikur með
Ijóshraðanum, sem þjálfar hug og
hönd í æsispennandi leik. Lazer
tag byggist á innrauðum Ijósgeisla,
sem er sendur með geislaranum
í geislanemann, sem skráir 6
Hjálmur
19
SKIPHOLTl
SÍMI 29800
Geislanemi fylgir
Innifaliö í verði er:
Geislasendir, geislanemi og belti með slíðri.
mótteknar sendingar, þannig að
nú fer ekki á milli mála hvort hitt
var eða ekki. Ljósgeislinn dregur
30 - 50 metra.
Innifalið í verði er geislarinn,
geislaneminn, og beltið ásamt
slíðri. Auk þess er hægt að fá
húfu, hjálm og vesti aukalega.