Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
h
'+
ANDLITSLYFTING hjartasjúkdómarH
Ef það hypjar
sig ekki,
brenna þeir
ofanaf því
Klukkan fimm á sunnudags-
morgni í september vaknaði
fólk í fátækrahverfínu Chang Shin
Dong í Seoul við hvellina í táragas-
sprengjunum, sem var skotið inn á
heimili þess. Greip um sig mikil
skelfing og flýðu mæðumar út úr
húsunum með bömin sín í fanginu.
Þegar út var komið hlupu þær í
fangið á 200 kraftakörlum, málalið-
um lögreglunnar og 500 lögreglu-
mönnum. Margar kvennanna voru
barðar illa og 40 hús vom jöfnuð
við jörðu.
Þeir, sem urðu fyrir barðinu á
lögreglunni að þessu sinni, höfðu
verið sérstaklega valdir úr þeim 600
Qölskyldum, sem ákafast höfðu
mótmælt áætlunum stjómarinnar
um „andlitslyftingu" borgarinnar
og útrýmingu fátæktarhverfanna.
Komið hafði verið í veg fyrir, að
eiginmenn kvennanna kæmust
heim til sín.
Þessi aðgerð er dæmigerð fyrir
mddaskap borgaryfirvalda í Seoul,
en vegna Ólympíuleikanna á næsta
ári vilja þau koma íbúum fátækra-
hverfanna sem Iengst burt úr
augsýn. Þetta gerist líka á því ári,
sem Sameinuðu þjóðimar hafa
helgað heimilislausu fólki.
„Ég var sofandi og bömin mín
hjá mér. Maðurinn minn hafði ekki
komið heim vegna hótana, sem
hann ha* fengið. Allt í einu var
táragasspi iu skotið inn í her-
bergið, en . fyrstu vissi ég ekki
hvað þetta var,“ sagði ein mæðr-
anna, Cho Kum Sang. „Þegar ég
kom bömunum út ríkti þar alls-
herjarringulreið og skelfing. Það
var úrhellisrigning og lögreglumenn
á hveiju strái. A þessum morgni
var allt eyðilagt. Húsið okkar var
brotið niður og einn vina okkar
meiddist á hrygg við barsmíðamar.
Við vildum þó bara fá að vera kyrr.
Við vomm ekki fyrir neinum."
Opinberlega gerðist að sjálfsögðu
ekki neitt. í ríkisflölmiðlunum kom
ekkert um þennan atburð. Afleiðing
endurbyggingarstefnunnar er sú,
að fátækrahverfín, sem vissulega
em þröngbýl en hafa þó bæði vatn
og rafmagn, em rifin í stómm stíl
og í staðinn byggð háhýsi fyrir
millistéttarfólkið, sem fjölgar óðum.
Gífurleg útþensla borgarinnar á tíu
ámm, þar búa nú rúmlega 10 millj-
ónir manna, hefur einnig valdið
því, að lóðaverð hefur margfaldast.
Borgarbúar virðast allir vera
vissir um, að einhvers staðar séu
einhveijir að maka krókinn en það
er erfítt að benda á þá. Hugsanlegt
er að íjölskylda Chun Doo-Hwans
forseta sé þar innstur koppur í búri
og sumir segja, að auðsöfnunin sé
svo mikil, að Ferdinand Marcos,
fyrrum Filippseyjaforseti, sé hrein-
asti fátæklingur í þeim samanburði.
Vitað er þó, að sum fyrirtæki
hafa greitt stórar upphæðir í
Ólympíusjóðinn fyrir að fá lóða-
samningana.
Þeir, sem harðast gagnrýna
„andlitslyftinguna", benda einnig á
þátt embættismanna og lögregl-
unnar, sem hafa augljóslega tekið
höndum saman við byggingarfyrir-
tækin um „að koma fólkinu burt“.
• 0. '
J" * -V
' s; ; ;
Bölvaldur
Bretans
er blóð-
fitan
EFTIR HEIMSÓKNINA — „Við vorum ekki fyrir neinum."
Fjölskyldumar 600 í Chang Shin
Dong neituðu að láta undan þótt
reynt væri að koma þeim burt með
hótunum, mútum og öðrum að-
ferðum, til dæmis með því að loka
fyrir vatn og rafmagn. Margir
vissu, að þeir höfðu lagalegan rétt
til að vera um kyrrt og sáu enga
ástæðu til að fara. Húsnæðið, sem
stjómvöld buðu í staðinn, var annað
hvort of dýrt eða allt of langt í
burtu frá vinnustaðnum.
Yfirgangurinn gagnvart fólkinu
hefur valdið því, að fólkið í fátækra-
hverfunum hefur misst alla trú á
yfirvöld almennt. Áður fyrr höfðu
konfúsíanskar hefðir ræktað með
því þolinmæði og undirgefni en nú
er það farið að leita vemdar hjá
hinni kristnu kirkju.
Kirkjan hefur gengist fyrir stofn-
un hverfasamtaka og hjálpað fólk-
inu til að beijast gegn nauðungar-
flutningunum og hefur það
óhjákvæmilega leitt til beinna
árekstra milli kirkju og ríkis.
Margir Suður-Kóreumenn em
búnir að fá sig fullsadda á stjóm,
sem sækir vald sitt í óréttlæti,
grimmd, kúgun og njósnir. Þeim
er orðið sama þótt þeir séu stimpl-
aðir njósnarar Norður-Kóreumanna
fyrir það eitt að andmæla yfirvöld-
unum og þeir trúa því, að yfirlýsing
Sameinuðu þjóðanna, um að allir
eigi rétt á þaki yfir höfuðið, eigi
einnig við um þá.
- PAUL REDFERN
FILIPPSEYJAR
Frétta-
mönnum
hótað
lífláti
Héraðsráð kommúnistahreyf-
ingarinnar NPA á Filipps-
eyjum hefur sent út aðvömn til
tveggja fréttamanna, Melindu
Lui, sem starfar fyrir Newsweek,
og Albert Garica, sér um fréttir
fyrir Reuter og hefur bækistöð í
Manila. Segir þar að ráðgert sé
að beita ýmsa fjölmiðlamenn refs-
iaðgerðum svo og ýmsa ónefnda
bandaríska embættismenn. Hátt-
settur embættismaður kommúni-
staflokksins í Manila sagði þó
fyrir skömmu, að líklega myndu
morðsveitir NPA ekki ráðast gegn
erlendum fréttamönnum. Til-
gangurinn með þessari viðvömn
væri hins vegar sá, að leggja
áherzlu á að styijaldarástand ríkti
í landinu og menn þyrftu að fara
varlega.
Eftir að Marcosi forseta var
steypt af stóli í febrúar á síðast-
liðnu ári vom ritskoðarar og
dauðasveitir, sem sett höfðu mark
sitt á þjóðfélagið, skyndilega úr
sögunni. Mikill Qörkippur hljóp
þá sem vænta mátti í starfsemi
fjölmiðla. Tuttugu ogþijú dagblöð
EINN af mörgum — Aðgát skal
höfð í nærveru byssu.
hófu göngu sína og hundmð út-
varpsstöðva dældu jöfnum
höndum út fréttum og kviksögum
til að tryggja stöðu sína á markað-
inum. Þótt mikið hafi gengið á í
landinu síðustu 19 mánuði hafa
bæði erlendir og innlendir frétta-
menn haft vinnufrið og frelsi enda
er talið að prentfrelsi sé óvíða
meira en á Filippseyjum.
En á síðustu vikum hefur rit-
skoðun verið komið á aftur og er
það mikið tilfinninga- og hitamál.
Á valdatímum Marcosar vom að
minnsta kosti 20 blaðamenn
pyndaðir og drepnir vegna skrifa
sinna og allir fréttamenn sem
dirfðust að ögra stjómvöldum áttu
von á einhvers konar ofbeldisað-
gerðum. Þessir tímar em enda
síður en svo gleymdir meðal fjöl-
miðlafólks á þessum slóðum.
Og nú er sem sé verið að reyna
að koma ritskoðun á „óvini al-
þýðunnar" með ógnunum um
ofbeldisaðgerðir vinstri sinna og
stjóm Aquino ætlar fyrir sitt leyti
að hefta skoðanafrelsi „óvina
ríkisins" og beita til þess lögum
sem heimila meðal annars lokun
„óþjóðhollra“ útvarpsstöðva.
I síðasta mánuði birtist yfirlýs-
ing frá blaðamannafélagi Filipps-
eyja, þar sem lýst er áhyggjum
blaðamanna yfir því að þeir verði
enn á ný hafðir að skotspæni jafnt
í bókstaflegri merkingu sem laga-
legri.
Reuters-fréttastofan hefur
staðfest að starfsmanni hennar
hafi verið ógnað, en segir að ekki
sé nein rökrétt skýring á þessum
hótunum, að því er séð verði.
Fréttastjóri á Filippseyjum var
spurður að því hvaða áhrif hann
teldi að fyrmefndar ógnanir
kommúnista mundu hafa. Hann
svaraði: „Þessar ógnanir em
kannski langsóttar og bjóða
naumast hættunni heim í bráð,
en þær munu hins vegar valda
því að blaðamenn hugsa sig tvi-
svar um áður en þeir stinga niður
penna og gagnrýna.
En ef fólk vill fá góða umfjöllun
í blöðum þegar til lengri tíma er
litið er öllu gáfulegra að bjóða
blaðamönnum upp á glas eða út
að borða, heldur en að skjóta þá.
- LOUISE WILLIAMS
Ffyrir skömmu var haldin ráð-
stefna í London, þar sem fram
kom að Bretar hafa almennt mjög
mikla blóðfitu. Tveir af hveijum
þremur, sem komnir eru á fullorð-
insár, eiga á hættu að veikjast af
hjartasjúkdómi vegna þessa. Barry
Lewis, prófessor við St. Thomas-
sjúkrahúsið í London, sagði að
fjórðungur þessara manna hefði
nægilega mikið kólesterólmagn í
blóði til þes að tvöfalda hættuna á
því að þeir létust af hjartaáfalli eða
slagi, en hjá einum af hveijum 20
væri hættan fjórföld.
Þessar upplýsingar skýra hvers
vegna meira er um hjartasjúkdóma
í Bretlandi en í nokkru öðru vest-
rænu ríki, en þar látast árlega
meira en 160.000 manns af völdum
hjartasjúkdóma.
Hæsta dánartala af völdum
hjartasjúkdóma er á Norður-ír-
landi, þvínæst í Skotlandi og þá í
Englandi, en Wales er í fimmta
sæti.
Tveir Bretar af hveijum þremur
hafa blóðfitumagn, sem er yfir
hættumörkum. Samt er lítið gert
til þess að hvetja fólk til að fylgj-
ast með blóðfítu sinni og reyna að
hemja hana. Ríkisstjómin hefur
efnt til herferðar gegn hjartasjúk-
dómum og til hennar hefur verið
varið um 120 miiljónum króna, en
sú herferð virðist lítið skeyta um
blóðfituna og fáir heimilislæknar
bjóða fólki að taka blóðsýni.
í Bandaríkjunum er blóðfítu-
magnið snöggtum lægra en í
Bretlandi og að sama skapi deyja
hlutfallslega færri af völdum
hjartasjúkdóma. Þar hafa samtök
lækna hmndið af stað herferð, þar
sem fólk er hvatt til þess að kynna
sér hversu mikið blóðfitumagn það
hefur.
Dr. James Cleeman, sem starfar
á vegum bandarísku heilbrigðis-
þjónustunnar, hefur samræmt ýmsa
þætti í þessari herferð. Hann segir:
„Fólk á að biðja heimilislækna sína
að kanna blóðfitumagn sitt. Ef það
er of mikið er nauðsynlegt að grípa
til viðeigandi ráðstafana."
í langflestum tilvikum felst lækn-
ingin í breyttu mataræði, svo sem
í takmarkaðri neyslu mettaðrar fitu.
Þeim sjúklingum, sem eru í mestri
hættu, hafa þó verið gefín sérstök
Iyf til að draga úr fítumagninu.
Dr. Cleeman er ekki í vafa um
að þessi herferð hafí borið árangur.
Hann segir að hún hafí sannað „svo
að ekki verður um villst“, að tengsl
séu á milli blóðfitu og hjartasjúk-
dóma.
ANDREW VEITCH
SÖLUMENN DAUÐANS
Braska
með hel-
sprengjuna
Alþjóðlegir smyglarar og sölu-
menn hafa komið upp svörtum
markaði með plútoníum og endur-
unnið úran, sem eru undirstöðuefn-
in í kjamorkusprengjur. Er þetta
haft eftir sölumönnum og fyrrum
leyniþjónustumönnum.
í nýlegum, breskum sjónvarps-
þætti var því haldið fram, að verslun
með þessi kjamakljúfu efni ætti sér
meðal annars stað í Miðausturlönd-
um, Argenínu og Suður-Afríku og
frá því skýrt, að í ágúst síðastliðn-
um hefði verið gengið frá slíkum
sölusamningi í Khartoum, höfuð-
borg Súdans. Sjálfstætt sjónvarps-
fyrirtæki, „20—20 Vision", hefur
upplýst að frá 1980 hafi sex send-
ingar af þessu tagi farið um Súdan.
Meðal þeirra eru:
— Tólf kíló af plútóníum sem suð-
ur-afrískir sérfræðingar höfðu
prófað og sent til íraks.