Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
O
B
Afi
„Eg var sofandi og börnin mín
hjámér. . .Ailtíeinuvartára-
gassprengju skotið inn í herbergið
SJÁ: „Andlitslyfing"
ÆRISVEINARNIRj
Skuggi
Stalíns
hvílir enn
yfir Austur-
Evrópu
Um fyrri helgi fagnaði sovéski
kommúnistaflokkurinn 70 ára
afmæli byltingarinnar og Mikhail
Gorbachev flutti ræðu um glæpa-
verk Stalínismans. A mánudag tóku
leiðtogar Austur-Evrópuríkjanna
saman pjönkur sínar og héldu heim
í þrúgandi þögn.
Allir verma þeir stólana vegna
starfa sinna fyrir flokkinn á valda-
dögum þess manns, sem Gorbachev
sagði sekan um „óskaplega og ófyr-
irgefanlega glæpi“. Nú verða þeir
að gera hvortveggja í senn, að
kyngja þessari staðreynd og telja
samstarfsmönnum sínum og öðrum
trú um, að þeir hafi sloppið frá
henni ókalnir á hjarta.
Þetta eru ekki einu afarkostimir,
sem Gorbachev hefur sett þeim.
Annað hvort skulu þeir fallast á
útleggingu hans á „perestroika",
endurskipulagningunni, og á Stalín-
ismanum eða, eins og Gorbachev
orðar það, gerast sekir um „undan-
slátt og eiginhagsmuni".
Þessi boðskapur brennur nú að
minnsta kosti á ráðmönnum í Búk-
arest, Prag og Austur-Berlín, í
borgunum sem Gorbachev hefur
heimsótt á árinu.
Svo kynlegt sem það er þá virð-
ist ferill Jaruzelskis, ráðamanns
Póllands, unglingsins meðal aust-
ur-evrópskra leiðtoga, hvað ná-
tengdastur Stalínismanum en hann
fór frá Póllandi þegar árið 1943 og
barðist síðan með Rauða hemum í
stríðinu.
í Ungveijalandi komst Janos
Kadar skjótt til metorða. Hann varð
innanríkisráðherra árið 1948 og
gegndi því starfi í þijú ár eða þar
til hann lenti sjálfur í fangelsi eins
og algengt var á þessum árum.
í Tékkóslóvaíku var Gustav Hus-
ak efnilegur og ötull embættismað-
ur áður en honum var stungið inn
fyrir „slóvakíska þjóðrembu" árið
1951.
Engir þröskuldar af þessu tagi
urðu á vegi þeirra Nicolae Ceau-
sescu í Rúmeníu, Erich Honeckers
í Austur-Þýskalandi og Todor
Zhivkovs í Búlgaríu. Þeir vom allir
komnir í miðstjóm kommúnista-
flokksins þegar hann tók völdin á
áranum 1945 til ’46. Zhivkov, sem
er 76 ára og elstur austur-evrópsku
valdamannanna, þótti árið 1951,
þá á fertugsaldri, lofa svo góðu,
að hann fékk sæti í stjómmálaráð-
inu.
-MICHAEL SIMMONS
Félag Borgara-
flokks stofnað
í Kópavogi
STOFNFUNDUR félags Borg-
araflokksins í Kópavogi var
haldinn þann 12. þ.m.
A fundinum töluðu formaður
flokksins, Albert Guðmundsson, og
þingmenn kjördæmisins, Júlíus Sól-
nes og Hreggviður Jónsson, og
ræddu þeir stjómmálahorfumar.
Þá tóku til máls Þórir Lárasson,
formaður lqördæmisfélags Reykja-
víkur, og Halldór Pálsson, formaður
kjördæmisfélags Reykjaness. Fund-
arstjóri var Einar Þórsteinsson.
í stjóm félags Borgaraflokksins
í Kópavogi vora kosnir: Eggert
Steinssen formaður, Heimir Br.
Jóhannsson, Friðrikka Baldvins-
dóttir, Bára Magnúsdóttir og
Benjamín Ólafsson.
Er nú verið að undirbúa stofn-
fundi félaga víða um land í fram-
haldi af stofnun kjördæmasamtaka
Borgaraflokksins um land allt.
(Fréttatilkynning)
Forritun í gagnasafnskerfinu
D-base 111+
40 klst. vandað námskeið í
forritun íD-base 111+
Dagskrá:
★ Uppsetning og gerð skjámynda
★ Helstu aðgerðir í forritun
★ Strengjavinnsla
★ Notkun falla í D-base 111+
Á námskeiðinu er lögð áhersla á gerð gagnlegra forrita sem
þátttakendur geta notað að námskeiði loknu.
VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku á námskeiðinu.
Námskeiðið hefst 30. nóvember.
Innritun og nánari upplýsingar í
símum 687590 og 686790.
Tölvufræðslan
Borgartúni 28
Hvernig væri að heimsækja ættingja og vini
erlendis um hátíðina, kynnast jólahaldi annarra þjóða
og sleppa þessu hefðbundna jólaamstri heima
- svona einu sinni?
Flugleiðir bjóða sérstök
jólafargjöld til eftirtalinna staða
— Plútoníumsending sem fór til
ókunns ákvörðunarstaðar árið
1982.
— Tvö kíló af endurannu úrani,
sem ísraelar keyptu, eitt sem íran-
ir keyptu og tvö sem írakar keyptu
fyrr á þessu ári.
Þessar upplýsingar era að miklu
leyti hafðar eftir belgískum sölu-
manni, sem notar dulnefnið „Eric“.
Segist hann hafa útvegað Arg-
entínumönnum búnað, sem gerði
þeim kleift að smíða „fremur gróf-
gert vopn“.
„ísraelar vora fastir viðskipta-
menn á þessum markaði og einnig
Líbýumenn sem alltaf era á höttun-
um eftir einhveijum tækninýjung-
um,“ sagði Eric, en Suður-Afriku-
menn, Brazilíumenn, írakar, íranir,
Pakistanir og Indveijar vora líka
mjög áhugasamir.
Dr. Sadiq el-Mahdi, forsætisráð-
herra Súdans, segist vita um þessa
ólöglegu verslun: „Við vitum um
mörg lönd, sem vilja ólm komast
yfir kjamakljúf efni,“ sagði hann
og í sama streng tók Assem Kabas-
hi, fyrram foringi í súdönsku
leyniþjónustunni, en hann var rek-
inn þegar hann hélt því fram að
mágur forsætisráðherrans væri
flæktur í þessi viðskipti.
Bandaríkjamenn hafa hætt að
framleiða plútóníum í venjulegum
kjamorkuveram vegna óttans við,
að efnið kæmist í hendur annarra.
Talið er, að árið 1965 hafi 240 kfló
af endurannu úrani verið flutt úr
bandarísku kjamorkuveri og þrem-
ur áram síðar vora ísraelar granað-
ir um að hafa rænt skipi, sem flutti
úranfarm.
- RICHARD NORTON-TAYL-
OR
Kaupmannahafnar
Gautaborgar
Óslóar
Stokkhólms
Glasgow
Lundúna
Ennfremur:
Luxemborgar
New York
Boston
Chicago
Baltimore
Orlando
Jólapex gildir frá 1
kr. 18.790 (jólapex)
kr. 18.630 (jólapex)
kr. 18.490 (jólapex)
kr. 21.440 (jólapex)
kr. 14.040 (jólapex)
kr. 16.150 (jólapex)
kr.l 7.090 (pex)
kr. 23.740 (super-apex)
kr. 23.740 (super-apex)
kr. 26.770 (super-apex)
kr. 25.140 (super-apex)
kr. 30.750 (super-apex)
til 31. desember 1987
Nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða,
Lækjargötu, Hótel Esju og Kringlunni; umboðsmenn
um land allt og ferðaskrifstofurnar.
Upplýsingasími: 25 100.
FLUGLEIDIR
-fyrír þig-