Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 12

Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 Það var mikil stemmning í leikhúsinu Aicane í 11. hverfi í París, þegar sýning hófst þar á Galdra Lofti eftir Jóhann Sigurjónsson undir nafninu „Le Voeu“, Óskin, föstudagskvöldið 13. nóv. sl. Tvær islenskar stúlkur, Ragnheiður (Raka) Ásgeirsdóttir og Sigriður Erla Gunnarsdóttir höfðu afrekað það að koma á eigin spýtur upp sýn- ingu á þessu leikriti, sem áformað er að sýna 18 sinnum, á hveiju kvöldi fram i desember nema fimmtudögum. Leikhúsið er lítið, tek- ur 60 manns í sæti á þijá vegu við sviðið. Á frumsýningu var eðlilega mikið af íslenskum boðsgestum, þar á meðal sendiherra íslands Haraldur Kröyer og frú Unnur Kröyer. Og í tilefni þessa viðburðar höfðu foreldrar Sigríðar, Gunnar Bjarnason og Rósa Tómasdóttir, komið til Parísar, svo og Oddný móðir Ragnheiðar, sem er dóttir Ásgeirs Hjartarssonar, leiklistargagnrýnanda um árabil, en bróðir hennar Halldór Ásgeirsson listmálari, hafði komið upp sýningu á málverkum tengdum efni Galdra Lofts i anddyri leikhússins. Þótt ekki hafi margir komist að á frumsýningunni utan boðsgesta, hefur leikritið þegar fengið góða kynningu fyrirfram í „7 á Paris“, sem tíundar það helsta sem er að gerast í Paris þessa vikuna, þar sem efni leikritsins er rakið og þess getið á 3 stöðum. Svo það fer ekki fram hjá þeim sem fylgjast með. En í ofgnótt alls í París er afrek út af fyrir sig að ná til gesta, hvað þá blaða eða gagnrýnenda með óþekkt efni. og í galdra og uppvakningarsen- unni. Þetta er nútímatónlist, sem er mögnuð í flutningi. Raunar verður meira um tónlist- arflutning í sambandi við sýning- amar, því 20. og 21. nóv. verður efnt til tónleika í anddyri leikhúss- ins. Verður Lárus þar með elektr- ónísk verk. Á tónleikunum flytja Guðni Fransson, klarinettleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanó- leikari íslenska nútímatónlist. Þá mun þýðandinn Gerard Lemarquis flytja íslensk ljóð í eigin þýðingu á eftir sýningunni 29. nóvember. En á sunnudögum eru síðdegissýning- ar. Galdra Loftur í París 1920 Fyrir þessa uppfærslu vann Ger- ard Lemarquis nýja franska þýð- ingu á Galdra Lofti. En Galdra Loftur er ekki í fyrsta sinn á sviði í Parísarborg. 1920 var leikrit Jó- hanns Siguijónssonar sett upp í „Comedie des Champs Elysées“ undir nafninu „Le Desir" eða Þráin og þá óstytt. Þýðandi var Ragna Guldahl, sem sennilega hefur þýtt úr dönsku eða norsku. Albert Durec, sem lék Loft, segir í viðtali að hann hafí lesið og orðið hrifínn af tveimur leikritum Jóhanns Sigur- jónssonar, Fjalla Eyvindi og Galdra Lofti, er hann var á ferð á Norður- löndum og varð svo hrifínn að hann gekk í að fá það þýtt og sett upp í einu af stærstu leikhúsum París- ar. Gréta Prozer lék Steinunni og Magdaleine Daniloff Dísu. Fékk sýningin mikla umfjöllun í blöðum Parísar. Fá leikarar góða dóma í þeim nær tveimur tugum blaða- dóma sem ég hefí séð, en leikritið sjálft hefur ekki að sama skapi náð til leikhúsgesta, hveiju sem um má kenna. Dramatískt efni leikritsins er þar rakið og höfundur og leikrit vel kynnt. En kuklið og átökin við hið óþekkta virðist ekki hafa haft skírskotun, enda ekki eins mikil nýjung þama sem á Norðurlöndum og nefndur skyldleiki við Faust- Goetes, Hamlet Sheakspears og jafnvel Pétur Gaut Ibsens. Heim- speki Jóhanns fellur heldur ekki svo í kramið. En það er einmitt þetta sem þær Ragnheiður og Sigríður leggja, að því er virðist réttilega, minni áherslu á nú. Jóhann Sigur- jónsson var nýlátinn 1920 og sýningin í París var mikil kynning á verkum hans. Sú staðreynd að til var frönsk þýðing á leikritinu varð í rauninni kveikjan að því að Galdra Loftur kom fýrst í hugann þegar hópur íslensks námsfólks og áhugafólks í Frakklandi fór að hugleiða mikla og fjölbreytta kynningu á íslenskri menningu. En þegar til kom var að sögn Ragnheiðar ekki leituð uppi sú þýðing, enda var hún aldrei gefín út. Var leiksýningin unnin upp á nýtt og í nýju formi og þýdd sem slík. Kvaðst Ragnheiður hafa hrifíst af lestri leikritsins og skildi Loft þá frekar sem mann með of stórar hugmyndir fyrir þröngt umhverfí. Þegar menningarkynningin dróst á langinn, beið hún ekki boðanna. Hún komst í samband við konu sem í 4 ár hefur rekið Arcana-leikhúsið, sem er það sem stundum er kallað „kjallaraleikhús". Leikhússtjórinn las leikritið og ákvað að veðja á það, og ákvað 18 sýningar. Síðast- liðið vor fór fram samlestur og í haust hefur verið æft stíft í sex vikur. Þetta hefur verið harðsótt hjá leikhópnum, sem hefur orðið að vinna alit sjálfur, smátt og stórt. Ekki þó hjálparlaust, þær Ragn- heiður og Sigríður leggja áherslu á það að margir íslendingar í París hafí komið til hjálpar og lagt fram ómælda sjálfboðavinnu. Er þar sér- staklega til nefnd „hægri hönd“ þeirra, Guðrún Bima Eiríksdóttir. Einnig vildu þær þakka öllum þeim aðilum á íslandi, sem studdu sýninguna á einhvem hátt og þeir voru margir, borg og ríki, fyrirtæki og einstaklingar, sem þakkað er í leikskrá, þar sem Einar Már Jóns- son skrifar um Jóhann Siguijóns- son, Gerard Lemarquis um leikritið og listgagnrýnandinn Adelin Brut- ara um málverk Halldórs Ásgeirs- sonar í anddyrinu. Undirritaður blaðamaður fór úr borginni degi síðar og hefur ekki haft spumir af undirtektum. Ragnheiður Ásgeirs- dóttir, sem lauk í fyrra 4ra ára námi í leikhús- fræðum við Sorbonne háskóla, hefur ekki valið Galdra Lofti hefðbundinn bún- ing í uppsetningunni í París. Þar hefur öll áhersla verið lögð á sam- skipti aðalpersónanna flögurra í þröngu umhverfí, þar sem hver er ofan í öðrum með ástríður sínar og þrár. Og þarmeð fært það nær nútí- manum, á kostnað dulmagnaða þáttarins og heimspeki Jóhanns. í raun hafa allir aðrir en aðalpersón- umar — Loftur, Steinunn, Dísa og Ólafur verið þurrkaðir út í leikgerð Ragnheiðar. Fyrstu senumar í 1. og 2. þætti horfnar, og þar með 8 persónur, heimilisfólkið á bænum. Eftir stendur Loftur, sem leikinn er af Christophe Pinon, Steinunn leikin af Sigríði Gunnarsdóttur, Dísa í meðforum Clarisse Lemout og Ólafur, sem Gilles Nicolas leik- ur. Öll frönsk nema Sigríður, sem hefur í nokkur ár verið við nám í leikhúsfræðum og talar fallega frönsku. Féll eins og svo margir íslenskir leikarar fyrir Thalíu er hún lék í Herranótt Menntaskólans. Pin- on hefur mjög gott útlit í hlutverk Lofts og skilar vel þessum mikla, magnaða texta. Sigríður leikur Steinunni nokkuð á öðrum nótum en ýmsir aðrir leikarar hafa gert, af minni ofsa og skaphita, en frem- ur sterkri sorg og gerir það sann- færandi. Nicolas sýnir vel þennan einlæga og svolítið búralega Ólaf. Ekki var ég alveg í upphafi sátt við Dísu í meðförum Clarisse Lemo- ut, enda erfítt hlutverk í svo mikilli nálægð við áhorfendur, en hún átti góða spretti, einkum er á leið. Með því að losa textann við allar aukapersónur og svipta sviðið með þungbúnum skýjahimni í bakgrunni öllum aðskotahlutum, utan bóka- hrúgu á gólfi, hefur Ragnheiður sett þungamiðjuna á þessar fjórar ungu manneskjur, því „ég Iegg áherslu á æsku þeirra allra, Loftur er ungur piltur", segir hún. „Loftur lifir í of þröngum heimi sem gefur ekkert svigrúm. Mig langar til að gefa hugmynd um þessa víðáttu og tröllauknu náttúm Islands, þar sem fólkið varð á 19. öld að þjappa sér saman og lifa í svo mikilli nálægð. Þama verður á bænum lítið samfélag, þar sem em íjórar manneskjur, og gætu allt eins verið 4 nútímamanneskjur sem verða að lifa og láta í heimi sem þrengir að þeim af einhveijum öðr- um ástæðum. Þama er sama temað Leikarar og hluti aðstandenda sýningarinnar. Efri röð frá vinstri: GUles Nicolas, Clarisse Lernout, Sigriður Gunnarsdóttir og Christopher Pinon. Neðri röð f.v.: Lárus Grímsson, Guðrún Birna Eiríksdóttir, Elva María Káradóttir og Ragnheiður Ás- geirsdóttir. sem gengur á hvaða öld sem er. Við leggjum ekki svo mikla áherslu á þetta djöfullega í Galdra Lofti, sem er fjær nútímanum, þótt allt sé það þama. En Galdra Loftur er ákaflega vel skrifaður sem leikrit, ég varð strax hrifín af texta Jó- hanns Siguijónssonar." Búningana sá Sigrún Úlfars- dóttir fatahönnuður um og em þeir meðvitað þannig að þeir em tíma- lausir, en viss skírskotun til nútímans. Loftur í rauðum skóm keyptum í búð og Dísa alhvítklædd eins og falleg brúða. Sauma önnuð- ust þær Elva María Káradóttir og Tóta Jónsdóttir. Frumsamin tónlist Tónlistin er mikilvæg og áhrifa- rík í þessari sýningu á Galdra Lofti í París. En þær stöllur fengu Láms Grímsson, tónskáld til að semja tón- list við verkið, sem vekur hughrif í upphafi, í lokin, undir draumórum Lofts og Dísu á fljúgandi teppinu FRUM- SÝNDURÍ ARCANE- LEIKHÚSINU 13. NÓVEMBER mm o o* o

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.