Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 14

Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 Æ s k u 1 ý ð s starf og frístundir unglinga á landsbyggðinni Segnlbandið, frískir hljómsveitarstrákar á Sauðárkróki: Fjölnir Ásbjömsson, söngur. Kristinn Kristjáns- son, bassi, Kristján Kristjánsson, trommur, Óskar Öm Óskarsson, gitar, Ambjöm Ólafsson, hljómborð, Björgvin Reynisson, gitar. Morgunblaðið/Bjöm Bjðmsson Skátamir Ema Matthíasdóttir og Helga Hrönn Þorbjörasdóttir i félagsaðstöðunni i Gúttó. „Héma er meira að segja (iraugag-angu r ‘ ‘ - spjallað við unglinga á Sauðárkróki Sauðárkróki. UNGLINGAR á Sauðárkróki hafa margt fyrir stafni þessa dagana, þegar tóm gefst frá skólagöngu og öðrum þeim störfum sem til falla. Fréttaritari Morgunblaðsins kom að máli við nokkra unglinga og fékk fréttir af þvi, sem framundan er hjá þeim. Hestamennska í hávegxim Júlíus Jóhannsson er nemandi f 7. bekk grunnskólans. Hann sagði að mestan hluta ársins færu allar sínar tómstundir í hestamennsku og snúninga við hross. Að vísu væru hrossin núna í hagagöngu fram undir áramót og því gæfist í haust góður tími til að vera í körfu- bolta, en í janúar yrði jámað og þá færi allur frítími í útreiðar og tamningu. Júlfus á einn 6 vetra hest, sem hann kvað ekki fulltaminn ennþá en ætlunin væri að ljúka tamningu f vor og keppa svo á hon- um næsta sumar. Júlfus er ekki óvanur keppni. Hann hefur síðastliðin þrjú sumur tekið þátt í hestariiannamótum víðs vegar um landið og náð ágætum árangri. Meðal annars sigraði hann í yngri flokki unghnga á Hestamóti Skagfirðinga á Vindheimamelum sumarið ’86 og sfðastliðið sumar lék hann sama leikinn í sama flokki á Fjórðungsmóti norðlenskra hesta- manna á Melgerðismelum. „En nú verður þetta allt erfiðara, þegar komið er upp í eldri flokkinn næsta sumar,“ saði Júlíus en bætti þvf við að krakkamir sem væru í hestamennskunni fengju mikla að- stoð og hvatningu frá þeim full- orðnu og sérstaklega þegar komið væri út í keppni. „Eg hef verið mjög heppinn. Ég hef alltaf getað verið með Ingimar Pálssyni og feng- ið að keppa á hestum sem hann á,“ sagði Júlfus, en Ingimar hefur rek- ið reiðskóla og hestaleigu á Sauðárkróki undanfarin ár. Júlíus sagði allof fáa krakka og unglinga stunda hestamennsku, þó væru all- margir sem ættu og væru með hesta að staðaldri. „En þau ættu að vera miklu fleiri, hestamennskan er al- veg meiriháttar," sagði Júlfus að lokum. Skátar í elsta samkomuhúsinu Næst voru heimsóttar í „Gúttó" þær Helga Hrönn Þorbjömsdóttir og Ema Matthíasdóttir, en þær eru báðar dróttskátar og Ema flokks- foringi f Skátafélaginu Eilffsbúar. „Héma í Gúttó er okkar aðset- ur,“ sögðu þær Ema og Helga. „Þetta er elsta samkomuhúsið hér í bænum. Hér er allt eins og við viljum hafa það. Héma er meira að segja draugagangur." Ekki vildu þær ræða frekar um þennan draugagang en sögðu að hann hressti heilmikið upp á tilver- una. Þetta gamla samkomuhús Góð- templara á Sauðárkróki sem um langan aldur var eina samkomuhús staðarins, þjónar nú skátum. Hafa þeir lagt mikið í að lagfæra og bæta húsið sem var í hinni mestu niðumíðslu, og einnig hefur bærinn komið þar til aðstoðar. „Þetta er að verða gott, hætt að leka og kominn góður hiti svo að héma emm við og héma viljum við vera," sögðu þær stöllur. „Að vísu vantar ýmislegt til þess að allt sé eins og það verður best á kosið, en það gerir ekkert til.“ Skátafélagið Eilífsbúar var stofnað árið 1929, og núna em um það bil 100 skátar starfandi í félag- inu. Starfið skiptist í tvo megin- þætti, fundi og almennt flokksstarf yfir veturinn en útilegur og mót á sumrin. í vetur verður eins og und- anfarin ár unnið með léskátum, sem em yngstu krakkamir, og unnið að undirbúningi áfanga sem kallast „vörður" í skátastarfinu. Ljúka þarf ákveðnum Qölda gmnnámsverk- efria og síðan starfsverkefria til þess að ná „vörðunni" og þegar flokkurinn lýkur sameiginlegum verkefiium vinnst „flokksvarðan". Annars sögðu þær Helga og Ema að nú þegar væri hafinn undirbún- ingur fyrir stórt skátamót sem haldið verður í Koge f Danmörku næsta sumar, en Koge er vinabær Sauðárkróks og heldur á næsta ári upp á 700 ára afmæli sitt. Stefnt er að því að frá Sauðárkróki fari á mót þetta 20—25 skátar, og hafa þeir sem að undirbúningi standa hafið ýmiss konar íjársöfnun til þess að standa straum af kostnaðin- um sem fylgir ferðalögum sem þessum. Frá starfínu síðastliðið sumar sögðu þær Ema og Helga eftir- minnilegast ágætt mót í Vagla- skógi, svo og norrænt skátamót sem haldið var í Setnesmoen í Ándals- nes í Noregi þar sem hittust skátar frá Noregi, Danmörku og íslandi. Bæði þessi mót voru mjög skemmtileg og til fyrirmyndar um allt skipulag og undirbúning. Þá var einnig ágætt foringjanámskeið í haust að Löngumýri þar sem sam- Júlíus Jóhannsson með hluta af verðlaunagripum sfnum. an komu skátar frá Blönduósi og Sauðárkróki. Að lokum sögðu Ema og Helga að ekki mætti gleyma félagsmóti Eilífsbúa, sem alltaf er haldið í Lambárbotnum, í vesturhlíðum Tindastóls, en það mót er alltaf vel sótt og skemmtilegt. Þar koma allir, allt frá yngstu léskátunum og upp til þeirra elstu, sem jafiivel eru hættir reglulegu skátastarfí. „Það þarf ekki að taka það fram að þetta er skemmtilegt, annars væmm við ekki að þessu," sögðu Ema og Helga hinar hress- ustu um leið og þær kvöddu. Samhentir liðsmenn í Segulbandinu Loks var heimsótt ein af mörgum bílskúrshljómsveitum Sauðárkróks sem nefriist Segulbandið, og tveir meðlimir hennar, þeir Kristinn Kristjánsson og Björgvin Reynis- son, teknir tali. Þeir Björgvin og Kristinn sögðu nánast allan sólarhringinn ásetinn og nóg að gera. Þeir em báðir starf- andi f Ungmennafélaginu Tindastól og léku með 4. flokki í knattspymu síðastliðið sumar. Að vísu sögðu þeir að íslandsmótið hefði mátt ganga betur en þeir hefðu fengið nýjan þjálfara f sumar, Þórarin Thorlacius, sem væri hreint frábær þannig að þetta væri allt á uppleið fyrir næsta sumar. En núna er það körfuboltinn sem tekinn er við og framundan miklar æfingar, og síðan íslandsmót í 4. flokki síðar í vetur. Því næst barst talið að Segulbandinu en þessi hljómsveit hefur starfað nú um nokkurra mánaða skeið og manna- breytingar verið litlar að sögn þeirra félaga, enda hópurinn sam- hentur og leggur gjörva hönd á ýmislegt annað en að spila á hljóð- færi. Til dæmis stofnuðu þeir félagamir kvikmyndafyrirtækið Króksfilm sem ráðist hefur í all- mörg verkefni. Festu þeir þemaviku skólans á filmu vorið '86 og einnig gerðu þeir heimildamynd um Sauð- árkrók, en sú mynd hefur ekki enn verið sýnd utan 8. beklq'ar og á ef til vill ekkert erindi lengra, að minnsta kosti enn sem komið er, sögðu þeir Kristinn og Björgvin. Nýjasta verkefnið er að vinna að og taka upp enskukennsluþátt sem unninn er með samþykki ensku- kennara bekkjarins. Auk svo tímafrekra hljómsveitar- æfinga stundar Kristinn útreiðar og hestamennsku, og segist hafa gert fjölmargar tilraunir til að kenna Björgvin að meta þetta göf- uga sport með því að teyma undir honum langtímum saman, en þetta hafí ekki orðið til annars en að kenna Björgvin notkun ístaða, enda hafí hann aldrei dottið af baki svo vitað sé. Með það voru þeir félagar þotnir og teknir til við tónlistina. Ýmislegt annað starf Ýmislegt fleira er á döfinni til tómstundaiðkunar fyrir ungt fólk á Sauðárkróki. Hjálmar Jónsson upp- lýsti að unglingastarf á vegum kirkjunnar, sem hófst í október, byggðist að mestu á fermingarböm- um svo og góðum kjama úr 8. og 9. bekk grunnskólans sem alltaf tekur virkan þátt í kirkju- og safn- aðarstarfi. Æskulýðsfundir verða vikulega þar sem skiptist á fræðsla og skemmtun. Þá verður fræðslu- mót haldið að Löngumýri í septem- ber en það mót er sérstaklega ætlað fermingarbömum. Sú nýlunda verður í vetur í unglingastarfi kirkj- unnar að fenginn hefur verið sérstakur umsjónarmaður með starfinu og er það Bryndís Símonar- dóttir. Fjöldi unglinga og fullorðinna eyðir sínum tómstundum við tónlist- amám og em nú um það bil 160 nemendur í Tónlistarskóla Sauðár- króks að sögn Evu Snæbjamardótt- ur, skólastjóra. Kennt er á flest hljóðfæri og í tengslum við skólann em starfræktar bæði blásara- og strengjasveitir. Sagði Eva að marg- ir nemendur leggðu mikla vinnu í þetta tómstundastarf sitt. Páll Ragnarsson er formaður Ungmennafélagsins Tindastóls sem 26. október varð 80 ára og í tilefni þessara tímamóta ákveðið að þetta ár yrði ár yngri flokka og unglinga- starfs. Þannig var í sumar haldið pollamót í knattspymu, þar sem hópar frá Borgamesi, Ólafsfírði, Dalvík og Siglufirði kepptu við heimamenn. Þá vom einnig fjöl- menn mót í fijárlsum íþróttum og sundi. Síðar í vetur em svo fyrir- huguð stór mót í körfubolta fyrir yngri flokkana. Páll sagði að í UMF Tindastóli væm nú um það bil 500 virkir félag- ar og þróttmikil starfsemi í öllum deildum. Af framansögðu er ljóst að nóg er við að vera hjá unglingum á Sauðárkróki þrátt fyrir að dag stytti nú óðum og fyrsta norðan- áhlaupið hafí gengið yfir fyrir nokkm með fönn og ófærð. - BB Neskaupstaður: 115 unglingar stunda blakið Mikil skíðamennska seinni hluta vetrar Neskaupstað. TÖLUVERT æskulýðsstarf fer fram hér á vetuma og er það að miklu leyti á vegum íþróttafélagsins Þróttar þó önnur félög svo og bæjarfélagið séu einnig með slíkt starf. A vegum Þrótt- ar er aðallega um að ræða íþróttir og ber þar blakið hæst en um 115 manns, aðallega unglingar, stunda það yfir vetrartí- mann. Skíðaíþróttin er svo og mikið stunduð seinnipart vetrar. Innanhússknattspyrna og handknattleikur era líka á dagskrá vetrarstarfsins hjá félaginu. Skátar halda hér uppi starfsemi svo sem námskeiðahaldi og funda öðm hvom. Einnig efndu þeir til bíóferðar á Eskifjörð fyrir skömmu þar sem ekkert kvikmyndahús er starfrækt hér sem stendur. Innan Gerpis, björgunarsveitar Slysavamafélagsins, starfar ung- liðasveit, starf hennar er aðallega fólgið í ferðalögum bæði á sjó og landi sem ætlaðar em sem æfínga- ferðir en verða þá um leið skemmtiferðir. í Félagsmiðstöð- inni sem rekin er af bæjarfélaginu og opin er fjögur kvöld í viku er allfjölbreytt starfsemi og má þar nefiia diskótek, myndbandasýn- ingar, leikinn er borðtennis, spilað á allskonar spil, hlustað á tónlist og ýmislegt fleira. Félagsmiðstöð- in er sæmilega sótt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.