Morgunblaðið - 22.11.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.11.1987, Qupperneq 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 Æskulýðsstarf og frístundir unglinga á landsby g g ð i n n i Morgunblaðið/Ragnhildur Jónasdóttir Stúlkumar að koma af dansæfingu, Halldóra er önnur frá hægri á myndinni. „Löbbiim um bæinn eða Benedikt Páll Jónsson orgelleikari Bíldudalshljómsveitarinnar Flipp. siljum inni á hóteli“ - segir Halldóra Skúladóttir á Bíldudal Bfldudai Á BÍLDUDAL em viðfangsefni unglinga misjöfn eftir árstíma. Á sumrin era allir í vinnu, flestir í fiski og sumir í unglingavinnunni eða við bamapössun. í frístundum er margt hægt að gera, stunda íþróttir og útivist og auðveldlega hægt að komast til næstu kaupt- úna. Á vetuma horfir öðmvísi við. Þá er oft ófært vegna snjóa og ekki hægt að komast milli staða nema með flugi. 'Sólin hverfur í 3 mánuði og skammdegið verður þyngra en ella. Þess vegna er aug- \jóst hve mikilvægt er að unglingamir á Bíldudal hafi nóg við að vera i fristundum sínum á veturaa. Fréttaritari Morgunblaðsins á Bfldudal leit við uppi í skóla dag einn í vetrarbyijun. Þar voru nokkr- ar stelpur í 7. og 8. bekk að byija að æfa dans og tók fréttaritari eina þeirra tali, Halldóru Skúladóttur. Hvað gerir þú i tómstundum þínum? „Eftir skólann fer ég og læri, síðan hitti ég krakkana oftast niðri í bæ og á kvöldin hittumst við aft- ur, löbbum um bæinn eða sitjum inni á hóteli og spjöllum. Oft erum við líka inni hjá einhveiju okkar að horfa á video eða eitthvað svoleið- is.“ Er eitthvert skipulegt tóm- stundastarf fyrir ykkur ungling- ana hér á Bildudai? „Já, annan hvem föstudag skipt- ast á videokvöld, diskótek eða skemmtikvöld hér í skólanum og höfum við til dæmis haft furðufata- ball og náttfataball. í fyrravetur var hér opin félagsmiðstöð á vegum æskulýðsnefndar á hveiju fímmtu- dagskvöldi. Þá var spilað og við vorum í ýmsum boltaleikjum og höfðum spumingakeppni og fleira. Þetta verður aftur í vetur og kannski eitthvað meira. Svo héldum við sameiginleg böll með unglingum frá Patreksfírði, Tálknafírði, Barða- strönd og Örlygshöfn. Böllin vom haldin til skiptis á stöðunum og var farið á milli í rútu og það var æðis- lega gaman.“ Er eitthvað nýtt sem þið ætlið að gera í vetur? „Já, við emm héma nokkrar stelpur byijaðar með danshóp og ætlum að æfa í vetur og kannski sýna á árshátíðinni og jafnvel fá danskennara til að koma og æfa okkur svolítið. í skólanum er svo nýbúið að stofna kór og svo verður líka taflkennsla í vetur." Benedikt Páll Jónsson er í 8. bekk Bfldudalsskóla. Fréttaritari Morgunblaðsins hitti hann líka uppi í skóla þennan dag. Hvað geturðu sagt mér um hljómsveitina ykkar? „Það byijaði nú fyrir 2 ámm að við nokkrir félagar í skólanum stofnuðum hljómsveit. Við kunnum lítið og áttum lítið af græjum svo þetta gekk ekkert vel í byijun. En þó spiluðum við á árshátíð skólans í fyrra. En í sumar stofnuðum við hljómsveitina Flipp og það gekk bara mjög vel.“ Hvað geturðu sagt okkur meira um hljómsveitina Flipp? „Ifyrst spiluðum við á 17. júní- hátíðahöldunum hér á Bfldudal. Það var alveg rosalega gaman. Svo datt okkur í hug að fara í hljómsveitar- keppni og drifum okkur á Skeljavík ’87 um verslunarmannahelgina síðustu." Hvemig gekk það? „Við lentum í 2. sæti í keppninni í Skeljavík og þar var rosaleg stemmning, margir Bflddælingar á staðnum sem hvöttu okkur. Svo héldum við líka tónleika í samkomu- húsinu hér.“ Svo framtíðin er björt? „Nei, ekki í vetur. Ég er einn eftir hér á Bfldudal, hinir fóru burt í skóla. Hér er bara hægt að vera upp í 8. bekk en við höldum áfram á fiillu næsta sumar. Þá koma þeir aftur. Ég æfí mig að spila á hljóm- borðið í vetur og kannsi reyni ég að semja eitthvað." - RJ Við sem vinnum verkin Bækur Sigurður Haukur Guðjónsson Texti: Anne Civardi. Myndir: Stephen Cartwright. Þýðing: Bjami Fr. Karlsson. Prentverk unnið f Englandi. Útgefandi: Forlagið. Sú var tíð, að böm fylgdu foreldr- um sínum til vinnu, lærðu af þeim handtök úr reynslusjóði kynslóð- anna. Umhverfí sitt þekktu þau líka betur, vissu hvað Pétur eða Páll voru að bjástra við, fengu að sjá, þreifa á og læra. Sérhæfing nútím- ans leyfir þetta ekki lengur. Böm kunna jafnvel engin skil á störfum foreldra sinna, milli bams og vinnu er reistur múr, því hærri og meiri sem þéttbýlið kringum bamið er. Úr þessu er myndabókinni ætlað að bæta. Sviðið er Borghólmur og okkur er boðið inn til 15 fyrirtækja, fáum að kynnast amstri og önn fólksins þar. Texti er stuttur, en hnitmiðað- ur, studdur bráðsnjöllum myndum, því ætti bókin að vera spurulu bami kærkomið umræðuefni í fangi pabba eða mömmu, afa eða ömmu, eða þá við kennara í skólastofu. Það telst bókinni líka til gildis, að mjmdskýringar eru með skrifletri, frábærlega vel gerðu, æfir því böm í lestri bæði prentaðs og skrifaðs máls. Þýðing gerir ekki kröfu til mik- illa átaka, en er mjög vel unnin, og ekki get ég annað en dáðst að nafngiftum þeirra er bókin segir frá, þær vöktu mér margsinnis hlát- ur. Líknveig Spítalín er læknir, Logi Reykdal slökkviliðsstjóri og Fluggeir Loftsson er flugstjóri, svo að dæmi séu nefnd. Lítið kann ég í brauðgerð, en kann samt illa við að hleifar og bollur lyfti sér, vildi heldur sjá deig hefa sig, veit þó að orðin þýða hið sama og man vel eftir lyftidufti f búri konunnar. Próf- örk er ekki nógu vel lesin, villur em á síðum 17, 18 og 28, auk þess að ekki er gætt samræmis í ritun happdrættis á síðu 37. Ég get held- ur aldrei fellt mig við skiptingu orða milli lína hjá blessuðum tölvun- um, allra sízt í bamabók, gróð- ursetur (9) stingur illa í augu. En þetta er líka undantekning í bók- inni, sem betur fer. PTentverk vel unnið. Hafí Forlagið þökk fyrir góða bók handa ungum, spurulum bömum. Fjörið verður á skimini! Við hjá Sjónvarpinu ætlum að sjá til þess að brúnin lyftist á landsmönnum í vetur - tveir nýir þættir eru nú farnir af stað: Skemmtiþættir Hemma Gunn annan hvern miðvikudag, spjallþættir þar sem Hemmi fer á kostum og tekur á móti gestum með tilheyrandi skemmtiatriðum. Ómar Ragnarsson fer víðs vegar um landið í nýjum spurningaþætti, Hvað heldurðu! Þessir þættir eru alia sunnudaga og þar keppa fulltrúar hinna ýmsu byggðarlagá. Semsagt: skemmtun á landsvísu, fyrir alla aldurshópa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.