Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 B 17 Hið íslenska bók- menntafélag minnist 200 ára afmælis Rasks Aðalfundur og kaffísamsæti Morgunblaðið/Ámi Sæberg Signrður Líndal prófessor er forseti Hins íslenska bókmenntafé- lags. Tvö hundruð ár eru liðin frá fæðingu Rasmusar Kristjáns Rasks sunnudaginn 22. nóvember og minnist Hið íslenska bókmenntaf élag þessara tímamóta með sérstakri samkomu á Hótel Borg í Reykjavík á afmælisdaginn. Jaf nframt fer þá fram aðalfundur félagsins. En hvers vegna er verið að minnast Rasks með þessum hætti? Því svarar Sigurður Líndal prófessor en hann er forseti Hins íslenska bókmenntafélags: „Það er vegna þess að Rask var meðal helstu forgöngumanna um að vekja íslendinga til bar- áttu fyrir viðreisn íslenskrar tungu þegar hann dvaldist hér á árunum 1813 til 1815, en þá var málfar manna farið að spillast vegna ðhóflegra áhrifa frá dönsku. Hann sá flestum öðrum betur að nú yrði að snúast til vamar. Rask var einstakur mað- ur,“ heldur Sigurður áfram. „Þegar í menntaskóla byijar hann að læra íslensku, að mestu af lestri bóka á eigin spýtur. Hann býr um leið til málfræðina, athugar beygingamar og mótar þannig málfræði- og beygingar- kerfí. íslenskan verður honum síðan lykill að frekari rannsókn- um á indóevrópskum málum en Rask var afburðamaður á sviði tungumála og gerði margar merkar uppgötvanir í saman- burðarmálfræði." * Islenskan að líða undir lok „Þegar Rask kom til íslands árið 1813 virtist honum fleiri tala dönsku en íslensku í Reykjavík. Hann áleit að íslensk- an hlyti að líða undir lok ef ekkert yrði að gert. Látið hafði hér verið gefíð út af lesefni á íslensku og í Reykjavfk gætti yfírþyrmandi danskra áhrifa. Þetta átti hins vegar ekki við um sveitimar. Rask var annt um íslenskuna og hvatti menn til að snúast til vamar. Þijú atriði má nefna sérstak- lega sem verða til þess að snúa þessari þróun við og em þau öll Rask að þakka: Hann opnar augu manna fyrir því að Reykjavík eigi að vera íslensk höfuðborg. Hann vekur menn til vitundar um viðreisn tungunnar og hefur forgöngu um að stofna Hið íslenska bókmenntafélag. í þriðja lagi ýtir hann undir fræði- á Hótel Borg störf meðal íslendinga á íslandi." Hvemig tóku menn hvatn- ingu hans? „Þeim var yfírleitt vel tekið. Rask átti marga vini meðal íslenskra ráðamanna og þeir beittu áhrifum sínum. Allt þetta verður til þess að viðhorfsbreyt- ing verður meðal forystumanna í landinu. Mestu meinsemdina taldi Rask vera þá að varla væri til sú menntagrein sem menn gætu kynnt sér af íslenskum bókum og því væri vænlegast til viðnáms að stofna til samtaka um útgáfu bóka á íslensku um öll helstu fræði og vísindi. Fyrir þessu beitti hann sér á árunum 1814-1815 og þegar hann yfírg- af ísland í ágústmánuði 1815 hafði hann gengið frá stofnun félags á íslandi í þessu skyni sem hlaut nafnið Hið íslenska bók- menntafélag. Snemma árs 1816 var annað félag stofnað á lofti Þrenningar- kirkju í Kaupmannahöfn sem bar sama nafn og þessi tvö félög síðan sameinuð í eitt í ágústmán- uði 1816 og telst Bókmenntafé- lagið þá formlega stofnað. Það starfaði í tveimur deildum, í Reykjavík og Höfn. Ákveðið var strax að Reykjavíkurdeildin yrði aðaldeild félagsins en deildin í Höfn var síðan lögð niður árið 1911 og eignir hennar fluttar til Reykjavíkur. Félagið varð strax baráttu- tæki til varðveislu tungunnar og þama tókst að opna glugga til umheimsins með fréttaflutningi í ritum þess, efla sögulegt sjáif- straust þjóðarinnar með útgáfu sagnarita og almenna upplýs- ingu með öðrum fræðiritum. Þessu starfí hefur félagið haldið áfram óslitið frá upphafí. Stofn- un þess markar tímamót í þrennum skilningi: Gagngera viðhorfsbreytingu til íslenskrar tungu og bókmennta síðari alda, eins og fyrr er vikið að, til allrar fræðaiðkunar og menntalífs í landinu sjálfu og til Reykjavíkur sem íslensks höfuðstaðar og mið- stöðvar vísinda og fræða." Kaffisamsæti Sem fyrr segir verður efnt til afmælisfagnaðar á sunnudaginn á Hótel Borg. Þangað er boðið öllum félagsmönnum og gestum þeirra; böm eru einnig velkomin. Hafa þegar verið send út boð- skort til félagsmanna og stendur húsið opið meðan rúm leyfír. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti, Sigurður flytur stutt ávarp um Rask og sýnd verða ýmis gögn sem tengjast stofnun Hins íslenska bókmenntafélags, m.a. bréf Rasks, ritað eigin hendi, þar sem hann boðar til stofnunar þess. Þetta kaffisam- sæti stendur milli kl. 15 og 17 en kl. 14 verður haldinn aðal- fundur félagsins. Én hvemig er þá staðan í dag - þurfum við ekki annan Rask tU að minna okkur á að gæta tungunnar? „Jú, og ég tel að það sem gerðist á árunum 1813 til 1815 þegar Rask dvaldist á íslandi hafí sérstaka skírskotun til okkar nú. Aðstaðan er að ýmsu leyti áþekk, jafnvel háskalegri. Fjöl- miðlunartækninni fleygir fram með öllum sínum áhrifum. Kannski stöndum við þó betur að vígi nú til að bregðast rétt við. Mikil rækt hefur verið lögð við íslenska tungu allt frá stofri- un Bókmenntafélagsins og margir hafa þar unnið þarft verk. Það er þess vegna sérstök ástæða til að riíja þetta upp nú - íslendingar voru andvaradausir þegar Rask kom hingað og ég held að nú sé ekki minni ástæða til að ýta duglega við þeim,“ sagði Sigurður Líndal að lokum. O xy SJONVARPIÐ -Pinn miðill eign okknrallm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.