Morgunblaðið - 22.11.1987, Page 21

Morgunblaðið - 22.11.1987, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 B 21 Boris Yeltsin: fallið tákn glasnost-stefnunnar. Nikonov (efst til vinstri), Yakolev, Zaikov og Sliunkov: umbótamenn halda stöðum sínum. sem hrukku skammt, án þess að spyrja kóng eða prest. Hann var ósamvinnuþýður og átti erfítt með að sætta sig við málamiðlanir. Óþol- inmæði hans eða einhver tilfínn- ingasljóleiki kom í veg fyrir að hann gæti gert flokkinn í Moskvu að valdamiðstöð og styrkt stöðu Gorbachevs. Enginn veit hvers vegna Yeltsin tók upp á því að flytja ádeiluræð- una á miðstjómarfundinum 21. okt. Hann hlýtur að hafa vitað að eng- inn gat tekið undir gagnrýni hans og flestir sjá eftir honum." „Hann var að sjálfsögðu fómarlamb Ligac- hev-klíkunnar.“ Sovézk blöð létu eins og ekkert hefði í skorizt og birtu opnugreinar með hörðum árásum á Yeltsin, sem var sakaður um að „kunna það eitt að gagnrýna og setja eigin metnað ofar hagsmunum flokksins." Sjald- an hefur verið eytt eins miklu púðri til að ráðast á fallinn valdamann og þó var hann aðeins aukafulltrúi í stjómmálaráðinu (einum mánuði áður var engin athugasemd gerð eftir fall Geidars Aliyev, sem var „fullgildur fulltrúi"). Að svo búnu beindi Pravda spjótum sínum að „óvinum perestroika (endurreisn- arstefnu), sem hlakka yfír erfíðleik- um og mistökum." „Réttsýnn maður einskorðar sig ekki við munnlega gagnrýni og lætur verkin tala,“ sagði blaðið. Gorbachev þraukar Að sumu leyti var það sigur fyr- ir glasnost að ítarlega var fjallað um lokaðan fund Moskvudeildarinn- ar. Rússum hafði ekki verið sagt eins rækilega frá sviptingum ráða- manna frá því fyrir 1930 og þeir fengu fyrstu staðfestinguna á frétt- um um alvarlega misklíð í núver- andi valdaforystu. Forystan vildi gera ítarlega grein fyrir ástæðunum fyrir brottvikningu Yeltsins, svo að hann fengi ekki of mikla samúð, þótt það kunni að hafa borið tak- markaðan árangur. Það vakti t.d. athygli Moskvubúa að margir þeir sem gagnrýndu Yeltsin á fundi flokksdeildarinnar höfðu sætt sig við stefnu hans í tvö ár áður en þeir sáu ástæðu til að atyrða hann. Hvað sem öllu líður virðist Yelts- in hafí misst völdin af því að hann gekk of langt. Gorbachev var það áfall að missa duggan og ötulan stuðningsmann, en hann átti líklega ekki annarra kosta völ en að fóma honum. Annars hefði hann lent í árekstrum og öll glasnost-stefnan komizt í hættu. Með því að leggjast á sveif með íhaldsmönnum Legac- hevs tryggði hann sér áframhald- andi völd. Völd hans virðist ekki í bráðri hættu og tíminn leiðir í ljós hvort honum tekst að breyta aftur valdahlutföllunum sér í vil með því að reka einn eða fleiri fulltrúa úr stjómmálaráðinu til að mynda nýtt jafnvægi". Líklega verður Gorbachev að hægja á umbótastefnunni til að varðveita einingu í flokknum . Hér eftir verður trúlega lögð meiri áherzla á „samvirkar ákvarðanir“ og stefnt að því að hvers konar breytingar gangi hægt og rólega fyrir sig, en fari ekki fram með gauragangi og óútreiknanlegum hætti. En jafnvel áður en Yeltsin féll var ljóst að Gorbachev hafði mildað nokkuð róttæka stefnu sína. Fall Yeltsins styrkir þá skoðun að hann sé ekki eins eindreginn um- bótasinni og vestræn blöð vilja vera láta. Gorbachev hefur viðurkennt mik- il áhrif andstæðinga glasnost og fleiri stuðningsmenn hans geta komizt í hættu, t.d. Nikolai Ryzh- kov forsætisráðherra. En sumir telja að Gorbachev hafí styrkt stöðu sína, þótt erfítt sé að meta það. Hvað sem því líður virðast helztu stuðningsmenn hans og ráðgjafar traustir í sessi: hugsjónafræðingur- inn Alexander Yakolev, Lev Zaikov, sem fer með efnahags- og iðnaðar- mál, Nikolai Sliunkov, sem fer með skipulagsmál, Viktor Nikonov, sem fer með landbúnaðarmál, og Edvard Shevardnadze utanríkisráðherra. Þeir eru allir fullgildir fulltrúar í stjómmálaráðinu nema Nikonov, sem er miðstjómarritari. Zaikov, sem var áður flokksleið- togi í Leníngrad, tekur við starfí Yeltsins í Moskvu og á erfítt starf fyrir höndum. En fljótt á litið hefur hann verið lækkaður í tign, því að það hlutverk hans í miðstjóminni að hafa umsjón með heraflanum og þungaiðnaðinum er einhver valdamesta staða Sovétríkjanna. Gorbachev fól honum það verkefni til að draga úr áhrifum úr þeirri átt og bæta þar með efnahags- ástandið um leið. Hver verður eftirmaður Zaikovs? Val hans kann að ráða úrslitum um hve langt Gorbachev telur óhætt að ganga í viðræðunum við Bandaríkjamenn og leitt í ljós hvort hann hefur að- eins orðið fyrir tímabundnu áfalli eða beðið meiriháttar ósigur. GH á alla valdamestu menn Sovétríkj- anna. Brezka blaðið Sunday Times segir: „Ef til vill hafði hann fengið sig fullsaddan á því að fá ekki vilja sínum framgengt. Ef til vill er hann svo mikill einfari að hann ákvað að ijúfa samstöðu flokksins á þessu viðkvæma stigi, þar eð hann taldi það einu leiðina til að beina athygl- inni að tilraunum íhaldsmanna til að kæfa umbætumar í fæðingu. Og vissulega tókst honum það.“ Sárt saknað Yeltsin naut mikilla vinsælda og fall hans vakti vonbrigði og reiði í Moskvu og Sverdlovsk. Stuðnings- menn hans fóru út á götumar til að mótmæla og reyndu jafnvel að safna undirskriftum til stuðnings honum. Nokkrir Moskvubúar, sem spurð- ir vom álits, sögðu: „Allt í einu reyndist sá, sem við öll dáðum, óvinur alþýðunnar" og „hann var einn okkar, en honum tókst ekki að öllu leyti að standa við loforð um aukið vöruframboð." En yfír- leitt vom viðbrögð borgarbúa á þessa leið: „Við þurfum fleiri menn eins og hann, menn sem em ekki hræddir við að segja satt.“ „Hann reyndi vissulega að gera borgina okkar viðkunnanlegri og þægilegri að búa í.“ „Auðvitað taía allir um þetta í vinnunni og í strætisvögnum mVHÆGT m. * \ X m % WR P* WÞEYTAk „ 9C+'%EG1 miLEGT TÆ EIGKRÓm UR FYLGJA. Qá+\.c x-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.