Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 24

Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 Kafli úr bókinni Ættemisstapi og átján verkamenn eftir Þorstein frá Hamri Þorsteinn frá Hamri. Signrður Breiðfjörð. — Frummynd talin eftir sr. Helga Sigurðsson. Þjms. ýmsu sorgarfylgjur Sigurðar Breið- flörðs; hann átti fleiri fylgjur, og hér er ekki úr vegi að minnast einn- ar. Hún var hundur. Því að þrátt fyrir allt mun það ekki nema satt og rétt, að Sigurði fylgdi danskur hundur úr Vestmannaeyjum, hvort sem hann hefur komið úr eigu Otta verzlunarmanns eða ekki. Þessi hundur vakti mikla athygli hvar sem hann bar að garði í fylgd skáldsins. Skúli Helgason fræði- maður segir svo frá í Sagnaþáttum sínum, að eitt sinn eftir Vestmanna- eyjavistina hafí Sigurður komið til Þorlákshafnar. Heimildarmaður hans er Þórður Sigurðsson á Tanna- stöðum, en honum sagði Hávarður Andrésson, er var sjómaður í Þor- iákshöfn um og eftir 1840. Hluti þeirrar frásagnar hljóðar svo: Var það á allra síðustu árum Magnúsar hreppstjóra Beinteins- sonar. Mælt var, að þeir Gísli, sonur Magnúsar, síðar hinn þekkti latínu- skólakennari og Breiðflörð hefðu þekkzt og verið vel til vina. Hafi Gísli Magnússon, sem þá var í Reykjavík, boðið Breiðfjörð með sér til Þorlákshafnar og dvöldust þeir þar nokkra daga. Eigi höfðu þeir Sigurður Breiðfjörð og Magnús Beinteinsson áður sézt, er hann kom til Þorlákshafnar. Báðir höfðu þó heyrt hvors annars getið, enda var Sigurður þjóðkunnur fyrir skáld- skap sinn, einkum rímumar. Þegar Breiðfjörð heilsaði Magnúsi, kastaði hann fram vísu þessari: Yður þekki af orðspori eðladyggð og sðma, höfðingslund og hjálpfýsi, höldar vítt sem róma. Trúlega hefur þetta lofsamlega ávarp skáldsins snortið Magnús Beinteinsson. Hann fór með gestinn umsvifalaust til stofunnar, tók fram staup og brennivínskút og bauð Breiðfjörð að gera sér gott af. Þá kvað hann þessa vísu: Bregzt ei vani biðjandans breyzkum drottins sauði. Drýpur af krana dánumanns dýrðarvökvinn rauði. í þessari ferð Sigurðar Breið- fjörðs að Þorlákshöfn fylgdi honum danskur hundur, sem hann átti um nokkurt skeið. Þótti fólkinu hundur- inn hin mesta furðuskepna í útliti en þó meir vegna vitsmuna, er einna helzt minntu á mennskan mann [...] Hundurinn hafði þá verið afarvel taminn og hét Pandór, þeg- ar Breiðfjörð eignaðist hann. En hann breytti nafni hundsins og kall- aði hann Halldór. Af hundinum fóru margar sögur, þótti hann mesta gersemi og tryggur sem tröll. Ekki vildi Breiðfjörð láta hundinn falan þó að honum væru boðnar fyrir hann 10 spesíur. Þar sem Breið- fjörð kom á bæi eða var einhvers staðar inn í herbergi, hélt hundur- inn vörð við dymar, stóð á aftur- lappir en setti framlappir upp á hurðina þar sem herra hans sat inni, svo að ekki var þar auðvelt inn að komast. En ef hann hastaði á hundinn hlýddi hann honum strax, sem annars var grimmur og ófrýni- legur, er hann vildi svo við hafa. Í Þorlákshöfn sat Sigurður Breið- fjörð með hundinn Halldór nokkra daga. Svaf Breiðfjörð þá í stofurúm- inu, en hundur hans tók sér legurúm þar inni fram við stofuhurðina. Þegar BreiðQörð klæddist fór hund- urinn út að viðra sig, gelti nokkur bofs en fór svo aftur inn. Þegar þetta gerðist stóðu yfir vorannir í Þorlákshöfn. Húskarlar voru við smölun sauðfjár og rúning. Fjár- réttin var þá og lengi síðar fram í Hafnamesi. Þangað var fénu smal- að, lömbin mörkuð og féð rúið. Henti þá einn smalamanninn það óhapp að tapa tóbakspontu, sem var vænn gripur og þótti honum að vonum tjón að missinum. Leitaði hann mikið að pontunni en án árangurs. Þegar Breiðfjörð heyrði þetta, taldi hann tilraun að láta hundinn Halldór leita pontunnar, en litla trú höfðu menn á því. Skip- aði Breiðfjörð hundinum að fara og leita pontunnar og benti honum á manninn, sem hafði tapað henni. Hundurinn þefaði af honum, lagði síðan á rás snuðrandi ofan í jörðina suður um Hafnames. Að litlum tíma liðnum kom hann aftur og var þá með pontuna í skolti sínum. Fannst fólki þá mikið um eðlisvizku hunds- ins og taldi hann undraskepnu. Sigurður Breiðfjörð dvaldist nú á ýmsum stöðum við Breiðafjörð, unz þar kom, að frændur hans og vinir styrktu hann til utanfarar í því skyni að hann legði stund á laga- nám í Danmörku, og hélt Sigurður Sigurður Breiðfjö og hundurinn Pandór Ættemisstapi og átj- án verkamenn nefnist bók eftir Þorstein frá Hamri, sem Tákn sf. gefur út. í henni em 19 sögu- þættir. Hér á eftir fer kafli úr bókinni, sem Þorsteinn nefnir „Sig- urður Breiðflörð og hundurinn Pandór". Haustið 1824 réðst Sigurður Breiðfjörð skáld til beykisstarfa í Vestmannaeyjum, þá 26 ára að aldri. Þar kvæntist hann tveim árum síðar Sigríði Nikulásdóttur, þjónustukonu Andrésar Petreusar kaupmanns. Festi hann kaup á íbúðarhúsi, og eftir árið stendur svo hagur þeirra hjóna að þau hafa vinnumann og vinnukonu, Sigurður á fimmta hlut í tíæring og stundar sjóróðra jafnframt beykisiðn sinni. Sem kunnugt er var hér þó ekki tjaldað til langrar frambúðar. Sig- urður yfírgaf Vestmannaeyjar haustið 1828 eftir að hafa selt Otta Jónssyni verzlunarmanni hús sitt, og var svo til ætlað að Sigríður kæmi til lands á eftir Sigurði þegar hann hefði útvegað þeim samastað á Snæfellsnesi. Allt er þetta skýrt og skjalfest, en svo nærgætin og hugulsöm var samtíð skáldsins í hans garð, að allt fram undir þenn- an dag hefur það gengið staflaust að Sigurður hafi selt Otta Jónssyni konu sína fyrir danskan hund og síðan horfið úr Vestmannaeyjum með leynd. Hitt er önnur saga að staðfesta Sigurðar var reikul næstu árin; Sigríður varð um kyrrt í Eyj- um, og gerðist síðar bústýra og bamsmóðir Otta Jónssonar. Loks rak lestina tvíkvænismál Sigurðar áratug síðar. En hér er hvorki ætl- unin að rifja upp það mál né hinar utan haustið 1830. Svo virðist sem hann hafi verið orðinn með öllu félaus um næstu jól, og rann laga- námið út í sandinn. Vorið eftir, 1831, réðst hann til konungsverzl- unarinnar á Grænlandi til beykis- starfa og átti einnig að kenna Grænlendingum hákarlaveiðar með lagvað. Hann sigldi frá Kaup- mannahöfn 2. apríl og kom til Sykurtopps 16. maí. Er svo skemmst frá að segja að hann dvaldi á Grænlands grund um þriggja ára skeið, stundaði störf sín af kappi og samvizkusemi, skoðaði fomar tóftir landa sinna, skráði litla reisubók og orti sitt ágætasta verk, Númarímur: „Líð þú niður um ljósa haf...“ En svo þar sé til tekið sem fyrr var frá horfið, verður ekki dregið í efa að með Sigurði og hund- inum Pandóri hafi tekizt hin tryggasta vinátta, því að dýrið virð- ist hafa fylgt Sigurði gegnum þykkt og þunnt í hvaða volki sem var, til sjós og lands, öll þessi ár, siglt með honum frá íslandi til Kaupmanna- hafnar, setið þar við drykkjuborð og þreytt siglingu til Grænlands. Um það vitnar berlega 6. grein Grænlandsbókar Sigurðar sjálfs. Þar greinir hann frá hákarlaveiðum á vetrarísum og minnist jafnframt síns mállausa tiyggðavinar: Þennan vetur æfði eg mjög há- karlaveiðar á ísum, því þá hafði eg vanið mið skammt frá landi, þar sem ísar liggja. Var það kalsa leið- inda vinna, einkum þó þegar ekki vildi veiðast. Líka átt eg þá að þreyta margar lífshættur í kaföld- um, náttmyrkrum og ísabrotum; með mér var daglega, bæði þann vetur og ætíð síðan, fyrmefndur eldamaður, sem Jóhannes heitir. Stundum vorum við úti einir tveir, en stundum fylgdu þrír Grænlend- ingar, sem eg átti að kenna veiði- brögð mín. Eg hætti þrátt lífi og litlum eign- um til þessara veiða í von um endurgjald og frama eftir loforðum minna háu konunglegu yfirboðara, hvörra gæða eg enn hefí að vænta, en hvört verður í þessu lífi eða hinu er ennþá óvissa, þvi engin deili er enn þar á orðin. Hvör þraut það sé að sjá ríkisins peningum og dra- krossum með öllum þess konar stórmerkjum og teiknum útausið til ýmsra óskilmerkilegra manna og fyrirtækja, fyrir þann sem vogað hefur lífi, lamað heilbrigði sína og með öllum vilja og kröftum þjónað að almennilegri hagsæld, en vera þó fyrirlitinn og aldeilis til síðu sett- ur, vil eg ekki hér taka til greina, þvf það tekur fyrir þann, sem reyn- ir, meira en tárunum mínum. Það var nú einhvörju sinni, að eg og áðumefndur Jóhannes vomm úti tveir saman að hákarla. Með mér fylgdi jafnan svartur hundur, sem eg lengi hafði áttan, og var hánn þriðja persóna í ferðinni. Loft var þykkt og hafrót mikið og brimhljóð á útskeijum; ekki varð þennan dag til veiða, og höfðum við ýmsa gamanleiki til að veijast kulda. Jóhannes eldamaður tók treyju stóra og batt yfir hundinn svarta. Þetta hlífði honum við ,því bitra frosti, en við hentum ekki lítið gaman að, að láta hann ferðast um sleipan ísinn á afturlöppunum, hvar til hann var að fomu vanur, eins á aðrar fleiri helztu hundlegar listir. Og þótti okkur hann ekki færa ringa persónu í loðfrakka sínum. En meðan hæst stóð hlátur okkar og kæti yfir þessu, varð eg var, að ísinn allt í einu leystist sundur í spangir og jaka með æmum ósjóum og reif stórar vakir milli vor og meginlandsins; höfðum við nú upp haldvaðina með skunda og lögðum á sleða, og þar sjáanlega ófært var orðið að komast heim venjulega leið, hlupum við upp eftir fírði á einni stærstu spönginni í von um einhvöm stað að ná landi. En nú sló yfir niðsvörtu kafaldi og norðan- veðri allt í senn. Líka var liðinn dagur að kalla; svo var ákafí mikill á ferð okkar, að eg gætti ekki að rakka mínum, unz eg minntist, að hann ekki eftir venju rann við hlið mína. Varð mér illa við, að skilnað- ur okkar skyldi verða þannig, og tók eg að kalla og fékk félaga minn til að stanza um hríð með sleðann og hljóp nokkuð til baka. Sá eg þá, hvar Surtur skreið um ísinn allsvot-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.