Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 25

Morgunblaðið - 22.11.1987, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 B 25 ur, og höfðu reimamar, sem Jóhannes festi á hann treyjuna með, heft afturlappimar, en treyjan dróst allsvot á eftir, því hann hafði orðið niðri milli ísabrota, en getað þó bjargað sér. Tók eg nú vin minn og lagði á færasleðann og keyrðum nú sem mest upp að nesi einu. Þar vom lausir jakar til lands, en næsta smáir og ókyrrir af brimsjóum við landið. En af því veður herti og nótt var komin, leituðumst við til að hætta að fara yfír ísabrotin. Dró Jóhannes sleðann og fór á undan, en eg ýtti á að aftan, og varð það nú tíðenda á miðju jakahlaupinu, að sleðinn með mér og hundinum hvarf niður á milli ísa, því jakinn sporðreistist. Mér skaut bráðum upp aftur milli jakanna, og sá eg félaga minn þar standa, sem rétti mér enda á stafí sínum, og dróst þar með upp úr kafínu; en þar Jó- hannes hafði sleppt taug sleðans í fumi og hræðslu, höfðu straumar dregið hann með öllum veiðarfær- um og langvini mínum, Pandóri — svo hét hundur minn — niður undir ísana, og mátti eg nú ekki að gera, því mér var ærið þungt og örðugt að ná landi, svo votur sem eg var, og mátti eg þá þakka lífíð fímni og góðfysi félaga míns, sem kvað, að annaðhvört skyldum við báðir eða hvorugur landi ná — og bundum við milli okkar beggja hálsklúta vora. Tvisvar datt eg niður milli jakanna, en náði þó með aðstoð vinar míns landinu, en saknaði sár- an rakka míns, sem lengi hafði orðið mér samferða. Margir núlifandi menn á íslandi þekktu mig og hund þennan forðum; og það óska eg sé afsökun fyrir því, að eg hefí hér getið afdrifa hans, sem ekki annars mætti heyra til hér á að minnast. Við náðum heim með þrautum á miðri nóttu og var eg næsta kalinn á fótum, og lá eg viku við rúmið eftir ferðina og þóttist hafa beðið mikinn skaða á veiðarfærum og einkanlega á hundinum, sem lengi sakna. Margur hefur þótzt þess um kom- inn að fjölyrða án miskunnar um bresti Sigurðar Breiðfjörðs á kostn- að þess sem vel var. Olkær var Sigurður, og til þess veikleika má vafalaust rekja þau skakkaföll er drógu einkahagi hans á sakabekk. Misnotkun brennivíns var almenn með þjóðinni, landlæg mara, og áður en yfír lauk varð Sigurður áfengissýkinni beinlínis að bráð. En hann var góður þegn í sinu sam- félagi; hvar sem Sigurður drepur niður fæti meðan hann heldur heilsu er hann að rækja hagnýt störf og þykir fyrirtaks verkmaður á hveiju sem hann tekur, laghentur og út- sjónarsamur, að ekki sé minnzt þeirrar ánægju og skemmtunar sem ungir og gamlir nutu af návist hans í hugmyndaskóginum. Fróðlegt er að virða fyrir sér vitnisburði sem honum eru gefnir af samferða- mönnum. Samkvæmt lýsingu Jóns Borgfírðings var hann „örlyndur, léttlyndur, gamansamur og óreiði- gjam“. Séra Jón Austmann í Vestmannaeyjum kallar hann flug- gáfaðan, ijölhæfan og vel upplýstan og bætir við: „Hans glaðiyndis, þén- ustusemi og selskaps sakna ég mikillega." Helgi Thordersen bisk- up segir að hann hafí engan viljað móðga eða gera á hluta nokkurs manns, hafi virzt gæflyndur, en ístöðulaus. Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja í Hvallátrum lét svo um mælt: „Þegar Sigurður kom til Flat- eyjar, var hann tíður gestur á heimili bróður míns og öllum mesti aufúsugestur og ekki síður unga fólkinu, því að fjör og gleði fylgdu honum. Mér eru minnisstæð mörg kvöldin,_ er Breiðfjörð var gestur okkar. Ég hlakkaði allan daginn til þeirra kvölda." Svo fullur starfsábyrgðar sem Sigurður er í kaflanum hér að fram- an, er hann ræðir um loforð sinna háu konunglegu yfírboðara og mis- skipta umbun, er fróðlegt að geta þess að þegar til Kaupmannahafnar kom frá Grænlandi sótti hann um styrk til heimferðar og þóknun fyr- ir kennsluna í hákarlaveiðum, en var synjað um hvorttveggja. Viðkvæm skrif Sigurðar um volk þeirra félaga og afdrif Pandórs bera hug hans og hjartalagi gott vitni, og hefðu að réttu lagi átt að vera endapunktur þessara sögu- brota um mann og dýr. Ég minnist þess þó í leiðinni að í Sögum og sögnum Oscars Clausens eru ádrep- ur um hundinn Pandór, sem hafa að nokkru leyti sömu sögu að geyma og frásögnin frá Þorláks- höfn, en auk þess fleira smávegis: Halldóri höfðu verið kenndar ýmsar listir; þannig gekk hann til dæmis uppréttur með tóbakspípu í trantinum. Hann lagði framlappim- ar upp á borð, og ef bók var sett fyrir hann horfði hann á línumar og hallaði höfðinu eftir þeim, líkt og hann væri að lesa. Ef Breiðflörð lagði lykil á borðið og ruglaði innan um fleiri lykla, leitaði hann alltaf uppi hans lykil og fékk honum. Ef Breiðfjörð týndi snýtuklút sínum eða öðru á milli bæja, gat hann sent Halldór eftir því. Þetta væri allt gott og blessað, ef eftirfarandi gælum væri ekki hnýtt við: Það er sagt, að þegar Sigurður Breiðflörð var kominn í mestan ræfíldóm sinn í Reykjavík og hann svalt þar heilu hungrinu, þá hafi hann látið Halldór stela fyrir sig vistum og lifað á þeim þegar hann átti ekki annað til þess að éta. Svo er lika sagt, þó reyndar ótrúlegt sé, að hann hafí að lokum selt þenn- an ágæta hund sinn, jafnvel til þess að geta fengið brennivín, en það var víst satt, að svo var Breiðfjörð ofurseldur vínnautn,- að hann seldi af sér fötin til þess að geta veitt sér vínið. Ekki getur Clausen heimildar fyrir þessum fróðleik né heldur virð- ist hann hafa heyrt eða lesið um afdrif hundsins á Grænlandi áratug fyrr en hungurganga Sigurðar hófst í Reykjavík. Hviksögunni nægir ekki skrýtlan um skipti Sigurðar á konu og hundi, heldur hnykkir hún á með skiptum á hundi og brennivíni ásmt dylgjum um þjófnað. Ekki svo að skilja að hugstola drykkjumaður geti ekki álpazt til að selja hundinn sinn fyrir stundargrið óminnisins, en hér er það tóntegundin sem úr sker ásamt vitleysunni. Það er drjúgur kostamunur á hlýjum vitn- isburði vina skáldsins og rætnum athugasemdum um ræfíldóm, sem að vanda bregða hulu yfir heimatún sín. SoruMakíppnL INNLEND CAGSKRÁRGERÐARDEILD (!DD) VB RlKISUIVARPIÐ-SJÓNVARPAUGLÝS/R HÉR MEÐ EFTIR SÖNGLAGI VL ÞÁTTÖKUI SÖNGVAKEPPNISJÓNVARPSSTÖÐVA IEVRÓPU1988. ' ^'**'*''LAGIÐ MÁ EKK/ TAKA NEMA ÞRJÁR MÍNÚTUR íFLUTN/NG/ FRUMSAM/NN TEXT/Á ÍSLENSKU SKAL FYLGJA LAG/Ð MÁ HVORK/HAFA KOM/Ð ÚTÁ NÓTUM. HUÓMPLÖTUM. SNÆLD- UMNÉ MYNDBÖNDUM OG ÞAÐ MÁ EKK! HAFA VER/Ð LE/K- /Ð íÚTVARPIEÐA SJÓNVARPl LAG/NU SKAL SK/LAÐÁ HUÓÐ- SNÆLDU. ÞAR SKAL ÞAÐ FLUTT^ SEM LlKAST ÞVÍ SEM HÖFUN- DUR ÆTLAR ÞVlAÐ VERA I ^ ENDANIEGRIGERÐ. SNÆLDA OG TEXTl SKULU æ/ MERKTHEITILAGS/NS OG DUL- NEFN/ HÖFUNDAR. RÉTT ^ NAFN HÖFUNDAR. HE/M/USFANG OG SÍMANÚMER SKULU FYLGJA MEÐ i LOKUÐU UMSLAG/ MERKTU SAMA DULNEFNi SEND/ HÖFUNDUR FLEIRIEN E/TT LAG SKULU ÞAU SEND /NN HVERTISÍNUIAGIOG HVERT UNDIR SÍNU DULNEFNi SKHAFRESTUR ER VL 5. JANÚAR 1988 KL 12 Á HÁDEGi UTANÁSKR/FT: RÍKISÚTVARPIÐ. .SÖNGVAKEPPNI'. LAUGAVEG/176. 105 REYKJAVÍKDÓMNEFND, SKLPUÐ FUUTRÚUM FRÁ FÉLAG/ TÓNSKÁLOA OG TEXTA MM HÖFUNDA FÉLAG/ ÍSLENSKRA HUÓMUSTARMANNA FÉIAGI Æ / HUÓMPLÖTUÚTGEFENDA Á ÍSLAND/ OG RÍKISÚTVARPINU, VELUR W W10 LÖG VLÁFRAMHALDAND/ ÞÁTTTÖKU. " 'ÆTLUNINERAÐLAG OGFLUTN/NGURFYLG/STAÐ. ^ W HÉRERÞVÍEKK/ f E/NUNG/S LEITAÐ EFVR LAGIHELDUR FULLBÚNU TÓNUSTARATRIÐI. SJÓNVARP/Ð MUN HVORK/ ANNAST ÚTSETN/NGAR ÍAGANNA NÉ VAL FLYTJENDA EÐA SJÁ UM HUÓÐRTTUN. ÞAÐ ERÍHÖNDUM HÖFUNDA OG SAMSTARFSAÐ/LA ÞE/RRA AÐ BÚA LÖGIN T/L FLUTN/NGS OG KEPPN/ í ENDANLEGR/ GERÐ.Mm í JANÚAR1988 VERÐA ÞE/R10 HÖFUNDAR. SEM VALDIRHAFA VER/Ð VLÁFRAMHALDAND/KEPPNL KYNNVRI SÉRSTÖKUM SJÓN W VARPSÞÆTTi ÞAR MUN SJÓNVARP/Ð VEVA HVERJU ÍAG/STYRKAÐ UPP HÆÐ KR. 175.000,- VL AÐ VIÐKOMANDIGEV FUUUNN/Ð LAG/Ð, RÁÐ/D FL YTJENDUR OG HUÓÐRTTAÐ ÞAÐ íENDAN- /EGR/GERÐ i SAMViNNU V/Ð HUÓMPLÖTUÚTGEFENDUR. SK/LAFRESTUR Á FUUUNNUM LÖGUM ER VL 10. FEBRÚAR 1988.FYR/R STYRKUPPHÆÐ/NA SKAL VIÐKOMANDISK/LA EFVRFARAND/: HUÓÐR/TUN LAGS/NS f ENDANLEGR/ GERÐ. ÚTSETN/NGU Á NÓTUM. TEXTA Á ÍSLENSKU. ENSKU OG FRÖNSKU ÁSAMTGRE/NARGÓÐUM UPPLÝS/NGUM UM HÓFUNDA LAGS OG TEXTA OG FLYTJENDUR. SEM EKK/ MEGA VERA FLEIRIEN SEX LAG/Ð SKAL VERA FULÍÆFT OG T/LBÚ/Ð TIL MYNDATÖKU í SJÓNVARPL ENGAR SÉRSTAKAR GRE/ÐSLUR KOMA T/L FLYTJENDA V/Ð MYNDV/NNSLU LAGS/NS EDA FLUTN/NG /KYNN/NGU OG KEPPNI. ENDA GRE/ÐSLA FYR/R ÞAÐ /NN/FAUNISTYRKNUM. RÍKISÚTVARPIÐ ÁSK/LUR SÉR EINKARÉTT VL FLUTN/NGS LAGANNA IÚTVARPIOG SJÓNVARP/ MEDANÁ KEPPN/ STENDUR. ^ LÖG/N10 VERDA KYNNTIF/MM SJÓNVARPSÞÁTTUM í LOK FEBRÚAR1988. ÚRSUT RÁETAST i BE/NN/ ÚTSEND/NGU MÁNUDAG/NN 7. MARS1988. ÞÁ MUNU COMNEFND/R SK/PADAR FUUTRUUM /LLMENNINGS Á ÁTTA STÖÐUM Á LAND/NU GRE/DA ATKVÆÐ/ UM LÓG/N. ÞAÐ LAG OG ÞE/R FLYTJENDUR SEM HUÓTA FLESTSVG FÁ í VERÐÍAUN KR. 450.000- OG VERDA FUUTRÚAR ÍSLENSKA SJÓNVARPS/NSI SÖNGVAKEPPN/ SJÓNVARPSSTÖÐVA í EVRÓPU1988'. ÞESS/ VERÐLAUNÁ MA AB NOTA T/LAÐ GANGA FRÁ ÍAG/NUÍ ÞE/RR/ENDANLEGU ÚTFÆRSLU, SEM VERÐLAUNAHAF/ VTUAÐ ÞAÐ VERÐ/ FLUTTILOKAÚRSUTUNUM Á /RLAND/. OG VLAÐ STANDA STRAUM AF KOSTNAÐJ VERÐLAUNAHAFANS í LOKAK- EPPN/ VEGNA ÞÁTTÖKU. LOKAURSUTKEPPN/NNARFARA FRAMÁ ÍRLAND/1BYRJUN MAl 1988. UPPL ÝS/NGAR UM T/LHÖGUN KFPPN/NNAR UGGJA FRAMM/ HJÁ SÍMAVERÐ/ SJÓNVARPS/NS. LAUGAVEG/176. REYKJAVÍK RIKISUTVARPIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.