Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 Nýjungar í heyrnarhjálp: Rafeindaeyru og „skyn- ugur“ heyrnarbúnaður Dr. Simon Parisier og Geneen Parker. SKÖMMU eftir að George og Greta Parker komu með eins árs gamla dóttur sína, Geneen, heim af spítalanum, þar sem hún hafði verið til meðferðar vegna heilahimnubólgu, tóku þau eftir, að hún sýndi engin viðbrögð við röddum þeirra eða neinum öðrum hljóðum. Heila- himmibólgan hafði valdið skemmdum á innra eyra henn- ar og gersamlega eyðilagt heyrnina. En íjölskyldan, sem býr í New Jersey, er þakklát fýrir, hvemig úr rættist. í ágústmánuði síðast- liðnum varð Geneen, sem nú er tveggja og hálfs árs, yngsti sjúkl- ingur, sem fengið hefur „rafeinda- eyra“. Fór aðgerðin fram á Manhattan Eye, Ear and Throat- spítalanum. Læknamir biðu í sex vikur með að prófa búnaðinn, sem þeir höfðu komið fyrir í innra eyra Geneen litlu, til þess að hún fengi tækifæri til að jafna sig eftir aðgerðina. Fyrir fimm vikum rann stóra stundin upp. Tækni- maður, sem tengdi búnaðinn, sagði: „Ba, ba ba“, og Geneen endurtók þetta nákvæmlega at- kvæði fyrir atkvæði. Þó að hún þurfi að fá áralanga þjálfun til að rafeindaeyrað komi henni að fullum notum, þá er hún þegar farin að babla heilmikið og fylgist miklu betur en fyrir aðgerðina með því, sem er að gerast í kring- um hana. Fýrmefndur búnaður, sem læknar hafa kallað „cochlear im- plant" (orðrétt: kuðungsá- græðslu), stendur forvemm sínum langtum framar, og ásamt betri hjálpartækjum á sviði rafeinda- búnaðar vekur hann vonir um, að umtalsverðar breytingar séu að verða á meðferð heymarlausra. Má í því sambandi nefna hjálpar- tæki, sem sama og ekkert ber á, og ör-rafrásabúnað, sem dregur úr aukahljóðum. Þörfín fyrir þessi tæki er út- breidd. Talið er, að u.þ.b. 21 milljón Bandaríkjamanna, þar á meðal Ronald Reagan forseti, eigi við heyrnardeyfu að stríða, og nærri tvær milljónir hafa verulega skerta heym eða em algerlega heymarlausir. Er áætlað, að árið 2000 muni um 9,8 milljónir þeirra 35 milljóna manna, sem þá verða komnir yfír sextugt, þurfa á ein- hvers konar heymartækjum að halda. Um 10% heymarskertra hafa svokallað „leiðsluheymartap". Stafar það af spmnginni hljóm- himnu eða skaða á beinunum í miðeyranu. Hvort tveggja veldur því, að hljóð berst ekki á fullnægj- andi hátt frá umheiminum til kuðungsins í innra eyranu. Hin 90% (að jafnaði eldra fólk) eiga við svokallað „taugaheymartap" að stríða, en það á rætur að rekja til erfða eða skemmda í kuðungn- um eða heymartauginni, sem flytur hljóðmerkin til heilans. Or- sakir skemmdanna em venjulega hávaði eða einfaldlega elli. Oft getur skurðaðgerð hjálpað fólki með leiðsluheymartap — og em beinin í miðeyranum þá lag- færð. Margir heymarskertir (bæði af leiðsluheymartapi og tauga- heymartapi) geta haft gagn af venjulegum heymartækjum, sem magna hljóðburðinn til eyrans. Smækkun tækjanna, þ. á m. magnara, hljóðnema og hátalara, hefur gert að verkum, að mögu- legt hefur reynst að koma þeim fyrir í eymagöngunum á lítt áber- andi hátt. Sumir þeirra, sem orðið hafa fyrir leiðsluheymartapi, em með varanlega ígerð í eymm; aðrir hafa gengist undir itrekaðar skurðaðgerðir eða em fæddir án heymarganga. Hingað til hafa einu bjargráð þessa fólks verið fyrirferðarmikil heymartæki, sem þiýst hefur verið að stikilsbeininu með spöng eða komið fyrir í sér- stökum gleraugnaspöngum. Þessi tæki nema hljóðöldur og flytja þær framhjá miðeyranu til kuð- ungsins. Vonir standa nú til þess, að nýtt tæki, sem komið er fyrir með skurðaðgerð, leysi hin eldri af hólmi. Það heitir Xomed og hlaut nýlega samþykki Banda- ríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins. Sérfræðingurinn hefst handa með klukkustundarlangri aðgerð á sjúklingnum á göngudeild, þar sem hann festir lítinn en öflugan segul á gagnaugabeinið. Eftir að skurðurinn er gróinn fær sjúkling- urinn lítinn hljóðgjörva, sem segull heldur í skorðum utan á innbyggða seglinum. Hljóðgjör- vinn nemur hljóð og sendir bylgjur gegnum húðina til innra eyrans. Nilsa Yerkovich, 37 ára gömul kona, sem býr í Chicago, stillti sjónvarpið venjulega svo hátt, að nágrannamir vom hræddir um, að bömin hennar yrðu fyrir heym- arskemmdum. Eftir að hún fékk Xomed.getur hún horft á sjón- varpið í svefnherberginu án þess að tmfla svefnró eiginmanns síns. „Skynug" heymartæki er það sem koma skal. Fyrirtækið Siem- ens-heymartæki í Piscataway í New Jersey kynnti nýlega fjar- stýringu á stærð við bankakort. Gerir hún notandanum kleift að stilla hljóðið í heymartæki sínu og útiloka sum bakgmnnshljóð. Framtíðarheymartækið verður með innbyggðum hljóðgjörva og sér sjálft um hljóðblöndun og still- ingu. Fullkomnasti búnaðurinn nú um stundir er samt sá, sem nefnd- ur var hér í upphafí, „cochlear implant“-rafeindaeyrað — handa þeim, sem em algjörlega heymar- lausir. Frá því að fyrsta cochlear- plant-aðgerðin fór fram árið 1970, hefur næmleiki tækjanna vaxið stöðugt. Eitt alfullkomnasta raf- eindaeyrað, sem heitir Nucleus Mini 22 og er framleitt í Ástralíu, samanstendur af klasa af örs- máum rafskautum. Er hvert rafskaut sérhannað til að bera ákveðna hluta hljóðsviðsins. Hljóðgæðunum er stjómað af hljóðgjörva, sem gengur fyrir litl- um rafhlöðum og hægt er að hafa í belti eða axlaól. A tækinu er sérstakur stillir, sem gerir kleift að draga niður í bakgmnnsháv- aða. Fyrstu árgerðir þessara tækja vom umdeild, vegna þess að þau gátu aðeins framleitt frumstæð brakhljóð, og sumir sérfræðingar höfðu áhyggjur af því, að það gæti haft skaðvænleg áhrif á kuð- unginn og heymartaugina að verða fyrir stöðugu áreiti frá raf- magni. Sumir notendur segja, að jafnvel nýjustu tækin gefí frá sér hljóð, sem einna helst líkist búk- hljóðum Andrésar andar. Sam- kvæmt rannsóknum getur um helmingur notenda Nucleus Mini 22 skilið kunnuglegar raddir og ráðið við einföld samtöl í síma eftir að hafa hlotið þjálfun. Böm- um gengur betur en fullorðnum að laga sig að notkun innbyggðu rafeindaeymanna, að sögn dr. Simon Parisier, sem starfar á Manhattan Eye, Ear and Throat- spítalanum. Fyrir bam er vel heppnuð aðgerð af þessu tagi „næstum eins og endurfæðing," segir hann. (Þýtt úr Newsweek) IHIjóönemi nemur hljóð og sendir það til talgjörva, sem viðkomandi hefurívasanum HI|ó8nr|Í ii) ' Sendir Móttökugjörvi JJltf Heyrnartaug 2Talgjörvinn breytir hljóðinu1 í stafræn tákn og síðansérsendirum aðflytjaþaðtil móttökugjörva, sem komið hefur verið fyririnnan húðarábakvið eyrað. Talgjörvi 3Móttökugjörvinn breytir stafrænu táknunum í rafboð. Rafboðin berast eftir 22 örgrönnum leiðslum og verkaátaugaendana íinnraeyranu. 4Taugaendarnir koma af stað bylgju- hreygingu, sem heilinn skynjarsemhljóð. Nýjasta rafeindaeyrað UÓ|oð^SSAR Bókauppboð verður haldið sunnudaginn 29. nóvember kl. 17.00 í Templarahöllinni, Eiríksgötu 5. Klausturhólar, sími 19250. <r STÓR | Volvosalnum Skeifunni. ídag kl.14.00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.