Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987
Verslunarráð-
stefna á Vestfjörðum
Bolungarvík.
Kaupmannafélag Vestfjarða
hélt upp á 10 ára afmæli sitt
fyrir nokkru. Félagið var stofnað
24. september 1977 og i tilefni
af því var efnt til ráðstefnu um
stöðu verslunar á Vestfjörðum.
Framsögu á ráðstefnunni höfðu
þeir Vilhjálmur Egilsson hagfræð-
ingur, Bjami Finnsson varaformað-
ur Kaupmannasamtaka íslands,
Magnús Finnson framkvæmdastjóri
samtakanna og Úlfar Ágústsson
formaður Kaupmannafélags Vest-
fjarða.
Vilhjálmur sagði í ræðu sinni að
lítið hefði verið gert til að spoma
við fólksfækkun á landsbyggðinni,
þar væri um að kenna viljaleysi
bæði stjómvalda og ekki síst heima-
manna. Hann gerði grein fyrir því
hvaða þjónustu og stofnanir hins
opinbera mætti flytja út á land ef
stjómvöld hefðu á því áhuga. Hann
sagði að landsbyggðin réði yfír
tveimur stærstu atvinnuþáttum Is-
lands, landbúnaði og sjávarútvegi.
Þá nefndi hann dæmi um andvara-
leysi landsbyggðarinnar að SÍS
væri að fara að byggja stórhýsi
fyrir um 4 milljarða króna í Kópa-
vogi, þ.e. á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu, á sama tíma væm kaupfélögin
út um allt land að fara á hausinn
hvert af öðm. Þó em það kaup-
félögin sem eiga Sambandið. Annað
dæmi um þetta nefndi hann að
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
væri í eigu fískvinnslufyrirtækja
m.a. úti á landsbyggðinni. Nú væri
mikill uppgangur í allskonar hönn-
unar-, þjónustu- og auglýsingagerð,
sem væri hægt að vinna hvar sem
er á landinu.
Þá ræddi Vilhjálmur um nauðsyn
þess að skrá gengi rétt á hveijum
tíma. Hann benti á að röng gengis-
skráning í formi fastgengisstefnu
þýddi í raun verðstöðvun á útflutn-
ingsafurðir.
Bjami Finnsson varaformaður
Kaupmannasamtakanna ræddi um
stórmarkaði, þó sérstaklega mark-
aði á borð við Kringluna. Hann
sagði að aldrei hefði verið fjárfest
eins mikið f smásöluversluninni.
Húsið sem býður upp á 3 hektara
verslunarsvæðis kostaði 2,5 millj-
arða. Hann sagði að upphaflega
hefði verið áætlað að 50-60 þúsund
manns kæmu í Kringluna að versla
í viku hverri. Það sem af er hafa
þessar áætlanir staðist og það því
ljóst að Kringlan tekur allnokkuð
af viðskiptavinum sínum frá lands-
Morgunblaðið/BAR
Eigendur efnalaugarinnar Tilþrif sf., Jón Ingólfsson, Bjamfríður
Guðjónsdóttir, Þorvarður Helgason og Jóna B. Gunnarsdóttir.
Ný efnalaug í Seljahverfi
OPNUÐ hefur verið ný efnalaug
í Seljahverfi í Reykjavík. Efna-
laugin nefnist Tilþrif sf. og er í
Hólmaseli 4.
Tilþrif sf. býður upp á alla al-
menna hreinsun á fatnaði, glugga-
tjöldum ofl. Efnalaugin er búin
nýrri hreinsivél og öðrum tækjum
frá Vestur-Þýskalandi.
Eigendur efnalaugarinnar eru
Jón Ingólfsson, Bjamfríður Guð-
jónsdóttir, Þorvarður Helgason og
Jóna B. Gunnarsdóttir.
Efnalaugin er opin virka daga
kl. 7.30-18.30 og á laugardögum
kl. 9.00-12.00.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Frá ráðstefnu Kaupmannafélags Vestfjarða um stöðu verslunar á Vestfjörðum. Úlfar Ágústsson formað-
ur Kaupmannafélags Vestfjarða er í ræðustól.
byggðinni. Hann sagði að fólk á
Suðurlandi, jafnvel frá Vík í Mýrd-
al, væri farið að skreppa til
Reykjavíkur í Kringluna til að gera
helgarinnkaupin. Bjami sagði að
Kringlan væri hrein viðbót við versl-
unina, ákveðin þáttur í þróuninni.
Vissulega staðreynd að hún veitir
samkeppni ekki bara á Reykjavík-
ursvæðinu heldur líka við lands-
byggðina og sér kæmi ekki á óvart
þó að innan 5-10 ára yrðu 3-5
Kringlur á Reykjavíkursvæðinu.
Magnús Finnsson framkvæmda-
stjóri Kaupmannasamtakanna
ræddi um lengri opnunartíma og
greindi frá athugunum sem gerðar
hafa verið á heimiliðum opnun-
artíma í nokkrum borgum í Evrópu.
Þar kom fram að heimilaður opnun-
artími í Reykjavík er 90 tímar á
viku, 54 tímar í London, 64'/2 í
Miinchen, 49 í Ósló, 63V2 í Kaup-
mannahöfn og 49 í Amsterdam.
Magnús greindi frá því að Kaup-
mannasamtök íslands eiga í viðræð-
um við samtök verslunarfólks um
einhverskonar vaktafyrirkomulag.
Úlfar Ágústsson formaður Kaup-
mannafélags Vestfjarða sagði það
alveg ljóst að ef ekki yrði gripið til
einhverra úrræða þá héldi áfram
sú fólksfækkun sem verið hefði
undanfarin ár.
Úlfar sagði í því sambandi að
íbúar landsbyggðarinnar yrðu líka
að hafa trú á byggðinni og tilgangs-
laust væri að bíða eftir því að fá
allt upp í hendumar. Þá taldi Úlfar
það koma að vissu leyti í veg fyrir
árangur hversu illa sveitarfélögin
standa saman. Hann taldi það vel
koma til greina að sameina sveitar-
félögin, t.d. í ísaijarðarsýslu í eitt
sveitarfélag, en núna eru 16 sveita-
stjómir að þjóna 7.000 manna
byggð á þessu svæði. Að lokum
nefndi Úlfar tvo möguleika til þess
að efla byggð á Vestfjörðum. Hann
vildi að fískikvótanum yrði deilt
niður á kjördæmin og kjördæma-
samtök ráðstöfuðu öllum þeim afla
sem veiddist fyrir ströndum þess.
í annan stað nefndi hann þá
hugmynd sem komið hefði upp, þ.e.
sá kostur að heíja skipaflutninga
sjóleiðina um Pólshafíð. Ef af þess-
um skipaferðum verður þá em
Vestfírðir eina landsvæðið sem ligg-
ur við þessa siglingaleið og Vest-
fírðingar em fyllilega menn til að
þjónusta þessar siglingar.
Að loknum þessum erindum
framsögumannanna ræddu fundar-
menn þessi mál og bar margt á
góma.
En það var ljóst að fundarmenn
höfðu þungar áhyggjur af þróuninni
í byggðarmálum, ekki aðeins Vest-
fjarða heldur líka annarra kjör-
dæma á landinu.
Ráðstefnu þessa sátu um 60
manns.
"Hjá okkur ná
gæðin í gegn"
Gefur hlýlegt,
glæsilegt og
sígilt gólf.
Margar gerðir
marty
rOb
Kahns
cítyjood h?
VILDARK/OR
V/SA
Dúkaland
Grensásvegi 13
sími 91-83577 og 91-83430
Við styðjum
þátttöku íslands
í Olympíuleikunum
í Seoul 1988
Gæðaparkett á góðu verði