Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 Verslunarráð- stefna á Vestfjörðum Bolungarvík. Kaupmannafélag Vestfjarða hélt upp á 10 ára afmæli sitt fyrir nokkru. Félagið var stofnað 24. september 1977 og i tilefni af því var efnt til ráðstefnu um stöðu verslunar á Vestfjörðum. Framsögu á ráðstefnunni höfðu þeir Vilhjálmur Egilsson hagfræð- ingur, Bjami Finnsson varaformað- ur Kaupmannasamtaka íslands, Magnús Finnson framkvæmdastjóri samtakanna og Úlfar Ágústsson formaður Kaupmannafélags Vest- fjarða. Vilhjálmur sagði í ræðu sinni að lítið hefði verið gert til að spoma við fólksfækkun á landsbyggðinni, þar væri um að kenna viljaleysi bæði stjómvalda og ekki síst heima- manna. Hann gerði grein fyrir því hvaða þjónustu og stofnanir hins opinbera mætti flytja út á land ef stjómvöld hefðu á því áhuga. Hann sagði að landsbyggðin réði yfír tveimur stærstu atvinnuþáttum Is- lands, landbúnaði og sjávarútvegi. Þá nefndi hann dæmi um andvara- leysi landsbyggðarinnar að SÍS væri að fara að byggja stórhýsi fyrir um 4 milljarða króna í Kópa- vogi, þ.e. á Stór-Reykjavíkursvæð- inu, á sama tíma væm kaupfélögin út um allt land að fara á hausinn hvert af öðm. Þó em það kaup- félögin sem eiga Sambandið. Annað dæmi um þetta nefndi hann að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna væri í eigu fískvinnslufyrirtækja m.a. úti á landsbyggðinni. Nú væri mikill uppgangur í allskonar hönn- unar-, þjónustu- og auglýsingagerð, sem væri hægt að vinna hvar sem er á landinu. Þá ræddi Vilhjálmur um nauðsyn þess að skrá gengi rétt á hveijum tíma. Hann benti á að röng gengis- skráning í formi fastgengisstefnu þýddi í raun verðstöðvun á útflutn- ingsafurðir. Bjami Finnsson varaformaður Kaupmannasamtakanna ræddi um stórmarkaði, þó sérstaklega mark- aði á borð við Kringluna. Hann sagði að aldrei hefði verið fjárfest eins mikið f smásöluversluninni. Húsið sem býður upp á 3 hektara verslunarsvæðis kostaði 2,5 millj- arða. Hann sagði að upphaflega hefði verið áætlað að 50-60 þúsund manns kæmu í Kringluna að versla í viku hverri. Það sem af er hafa þessar áætlanir staðist og það því ljóst að Kringlan tekur allnokkuð af viðskiptavinum sínum frá lands- Morgunblaðið/BAR Eigendur efnalaugarinnar Tilþrif sf., Jón Ingólfsson, Bjamfríður Guðjónsdóttir, Þorvarður Helgason og Jóna B. Gunnarsdóttir. Ný efnalaug í Seljahverfi OPNUÐ hefur verið ný efnalaug í Seljahverfi í Reykjavík. Efna- laugin nefnist Tilþrif sf. og er í Hólmaseli 4. Tilþrif sf. býður upp á alla al- menna hreinsun á fatnaði, glugga- tjöldum ofl. Efnalaugin er búin nýrri hreinsivél og öðrum tækjum frá Vestur-Þýskalandi. Eigendur efnalaugarinnar eru Jón Ingólfsson, Bjamfríður Guð- jónsdóttir, Þorvarður Helgason og Jóna B. Gunnarsdóttir. Efnalaugin er opin virka daga kl. 7.30-18.30 og á laugardögum kl. 9.00-12.00. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Frá ráðstefnu Kaupmannafélags Vestfjarða um stöðu verslunar á Vestfjörðum. Úlfar Ágústsson formað- ur Kaupmannafélags Vestfjarða er í ræðustól. byggðinni. Hann sagði að fólk á Suðurlandi, jafnvel frá Vík í Mýrd- al, væri farið að skreppa til Reykjavíkur í Kringluna til að gera helgarinnkaupin. Bjami sagði að Kringlan væri hrein viðbót við versl- unina, ákveðin þáttur í þróuninni. Vissulega staðreynd að hún veitir samkeppni ekki bara á Reykjavík- ursvæðinu heldur líka við lands- byggðina og sér kæmi ekki á óvart þó að innan 5-10 ára yrðu 3-5 Kringlur á Reykjavíkursvæðinu. Magnús Finnsson framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna ræddi um lengri opnunartíma og greindi frá athugunum sem gerðar hafa verið á heimiliðum opnun- artíma í nokkrum borgum í Evrópu. Þar kom fram að heimilaður opnun- artími í Reykjavík er 90 tímar á viku, 54 tímar í London, 64'/2 í Miinchen, 49 í Ósló, 63V2 í Kaup- mannahöfn og 49 í Amsterdam. Magnús greindi frá því að Kaup- mannasamtök íslands eiga í viðræð- um við samtök verslunarfólks um einhverskonar vaktafyrirkomulag. Úlfar Ágústsson formaður Kaup- mannafélags Vestfjarða sagði það alveg ljóst að ef ekki yrði gripið til einhverra úrræða þá héldi áfram sú fólksfækkun sem verið hefði undanfarin ár. Úlfar sagði í því sambandi að íbúar landsbyggðarinnar yrðu líka að hafa trú á byggðinni og tilgangs- laust væri að bíða eftir því að fá allt upp í hendumar. Þá taldi Úlfar það koma að vissu leyti í veg fyrir árangur hversu illa sveitarfélögin standa saman. Hann taldi það vel koma til greina að sameina sveitar- félögin, t.d. í ísaijarðarsýslu í eitt sveitarfélag, en núna eru 16 sveita- stjómir að þjóna 7.000 manna byggð á þessu svæði. Að lokum nefndi Úlfar tvo möguleika til þess að efla byggð á Vestfjörðum. Hann vildi að fískikvótanum yrði deilt niður á kjördæmin og kjördæma- samtök ráðstöfuðu öllum þeim afla sem veiddist fyrir ströndum þess. í annan stað nefndi hann þá hugmynd sem komið hefði upp, þ.e. sá kostur að heíja skipaflutninga sjóleiðina um Pólshafíð. Ef af þess- um skipaferðum verður þá em Vestfírðir eina landsvæðið sem ligg- ur við þessa siglingaleið og Vest- fírðingar em fyllilega menn til að þjónusta þessar siglingar. Að loknum þessum erindum framsögumannanna ræddu fundar- menn þessi mál og bar margt á góma. En það var ljóst að fundarmenn höfðu þungar áhyggjur af þróuninni í byggðarmálum, ekki aðeins Vest- fjarða heldur líka annarra kjör- dæma á landinu. Ráðstefnu þessa sátu um 60 manns. "Hjá okkur ná gæðin í gegn" Gefur hlýlegt, glæsilegt og sígilt gólf. Margar gerðir marty rOb Kahns cítyjood h? VILDARK/OR V/SA Dúkaland Grensásvegi 13 sími 91-83577 og 91-83430 Við styðjum þátttöku íslands í Olympíuleikunum í Seoul 1988 Gæðaparkett á góðu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.