Morgunblaðið - 22.11.1987, Page 33

Morgunblaðið - 22.11.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 B 33 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson SporÖdrekinn Ég ætla í dag að fjalla lítillega um nokkur atriði sem varða Sporðdrekann (23. okt,—23. nóv.). Þegar við tölum um „merkið" okkar þá erum við fyrst og fremst að tala um Sólina, eða lífsorkuna, grunn- eðlið og viljann. Aðrir þættir, eins og tilfinningar og hugsun ákvarðast síðan af öðrum plá- netum i merkjunum. Þegar ég hef áður skrifað um Sporðdre- kann hef ég gjaman sagt að hann þurfi að dvelja í tilfínn- ingalegu lifandi umhverfí til að viðhalda lífsorku sinni og sfðan að hann þurfí annað slagið að draga sig í hlé til að endumýja orku sína. Það sem átt er við þegar talað er um tilfínningalega lifandi um- hverfí eru aðstæður sem gefa kost á nánu tilfínningalegu samstarfi við annað fólk. Sporðdrekinn getur ekki unnið í líflausu og dauðu stálum- hverfí og hann getur ekki dvalið við yfirborðslegt skvald- ur. Einbeiting Ég hef einnig tekið eftir þriðja atriðinu sem skiptir máli. Það er að drekinn þarf að geta ein- beitt sér óskipur að einu ákveðnu starfí eða sérsviði. Hann á ekki auðvelt með að fara úr einu í annað og fást við of fjölbreytileg málefni. Umhverfí sem er án truflana og gefur kost á einbeitni er því mikilvægt fyrir Sporðdre- kann. Dulur Eins og flestir vita er gjaman sagt að Sporðdrekinn sé dult merki. Það sem skiptir máli f þessu sambandi er að gera sér grein fyrir því að Sporðdrekinn þarf ekki alltaf að vera dulur í hegðun eða framkomu. Einn- ig er til í dæminu að hegðun hans sé opin, en viðfangfsefnin falli undir það sem telst vera dularfullt eða órætt í mann- legu eðli. Dularfull viðfangsefni Sporðdrekinn á til að vera op- inn í hegðun þegar Sólin er f fyrsta húsi eða á Miðhimni eða þegar Ljón eða Bogmaður em einnig sterk í korti hans. Þeg- ar slíkt gerist má fullt eins búast við þvf að Sporðdrekinn fari að segja þér frá kynlífi sínu, eða hann fari að róta upp f skuggahliðum mannlífsins. Hið leynda er opinberað. Rannsóknar- blaÖamennska Hin svokallaða rannsóknar- blaðamennska fellur t.d. undir Sporðdrekann eða Plútó. Þeg- ar taka á á kýlum þjóðfélagsins er Sporðdrekinn oftar en ekki skammt undan. Við verðum því að gæta þess að láta útlit- ið eða ytri hegðun ekki blekkja okkur (Sporðdreka-Plútó-leg setning). Hið dulda birtist nefnilega ýmist f ytri hegðun, eða sem ekki er sfður algengt, f áhugamálum, sem Sporð- drekinn er ekki alltaf að sýna óinnvfgðum. Sterkt merki Við megum aldrei gleyma því að Sporðdrekinn er eitt af þessum sterku merkjum. Það eru því til persónuleikar í drek- anum sem eru alls ekkert hlédrægir f framkomu, heldur þvert á móti, krefjandi, ráðrfk- ir og stundum magnaðir. Sporðdrekinn er valdamerki. Stjóm hans byggist hins vegar oftar en ekki á þvf, að hann sér veikleika fólks og spilar á þá. Hið opna getur því snúið fram en bakvið stjómar sjónin á hinn hulda og sálræna vem- leika. GARPUR AIP/& FYRST OG . ALD/R SÍÐAST. FRA GRÍ4SKAI.L AKASTALAÁ KALLA ÉG--/MVA/DI& HLlD T/L FORTÍ0AR- /NNAR, HEFí l'þESSUM SAl! ÞEGAR kAE> B/RTJST lASRÐUR pO AÐ FARA UM t*e> ÞEGAR i STAÐ, ELíA VERÐOR Þöfdötrapur UM E!L IfP ÍFORTÍÐINNI!, GRETTIR TOMMI OG JENNI UOSKA FERDINAND - , \ J .... [ 17 ( -Ní Vs. \ Im. H». u. s r., O*—Al ...... 'ji. S3 Hts St U..,» ... [«, "\ * „ bMAFOLK IN FEBRUARV OUR M0RNIN6 5TAR5 ARE | MERCURV, VENU5 ANP 5ATURN. í febrúar eru morgun- stjömur okkar Merkúr, Venus og Satúmus_____ Ertu viss? Ég hélt að ég væri morg- unstjarnan þín ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Pimm af liðsmönnum banda.- rísku sveitarinnar sem sigraði á heimsmeistaramótinu á Jamaika í haust eru þeir sömu og unnu mótið fyrir tveimur árum í Sao Paulo í Brasilfu. Þeir eru Chip Martel, Lew Stansby, Hugh Ross, Bob Wolff og Bob Ham- man. Sjötti liðsmaðurinn nú, Mike Lawrence, var tekinn inn í sveitina vegna veikinda spilafé- laga Ross, Peters Penders. Lawrence hefur skrifað margar vinsælar bækur um brids, og heimsmeistaratitillinn nú var ekki sá fyrsti í safni hans. I spili dagsins heldur Lawrence um stjómvölinn í sex spöðum: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ G93 V 864 ♦ ÁD + G10985 2 Austur D9 ♦ 865 KG9864f K107 K642 ♦ 10752 ♦ D73 Suður ♦ ÁKD1074 V ÁG532 ♦ 3 ♦ Á Vestur Norður Austur Suður Pass Pass Pass 1 spaði 3 tíglar 3 spaðar 5 tíglar 6 spaðar Pass Pass Pass Vestur spilaði út smáum tígli og félagi Lawrence í norður baðst afsökunnar á því að ctyrk- ur hans væri mestur í lrt móthetjanna. Víst hefði það ver- ið betra að flytja tíguldrottning- una yfir í hjarta, en þá hefði spilið líklega aldrei verið skráð á bók. Lawrence átti auðvitað lcost á því að spila austur upp á hjarta- hjónin, en hann sá aðra leið, sem hann taldi vænlegri til árangurs. Hann svinaði tíguldrottningunni í fyrsta slag — sem var lítil áhætta eftir sagnir — tók svo tígulás og henti laufásnum í heima!! Rúllaði svo laufgosanum yfir á kóng vesturs. Innkomur blinds á spaða notaði Lawrence síðan til að trompsvína fyrir laufdrottninguna og taka frislagina á lauf. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson f keppni landsliða Suður- Ameríku og Kúbu í haust kom þessi staða upp 1 skák Abarca, Chile, sem hafði hvftt og átti leik, og Santa Cruz, Paraguay. ~m—~öu,—rm.—"ts m, ■ wm \.. igg wm, A wm m 36. Bxc5! - dxc5, 37. Dg6+ - Kh8, 38. Bf5 - De7 og svartur gafst upp um leið, þar sem hvftur leikur auðvitað 39. d6! Kúbumenn sigruðu örugglega á mótinu sem haldið var í Arg- entínu. Þeir tryggðu sér þar með sæti f næstu heimsmeistarakeppni landsliða sem fram fer f Luzem árið 1989. Sú keppni var fyrst haldin 1985. Það stóð til að halda hana annaðhvert ár á móti Ólympluskákmótunum og sam- kvæmt þvf hefðu íslendingar átt sæti í keppninni í ár. Sú ákvörðun var hins vegar tekin að hafa keppnina á fjögurra ára fresti, svo til að fá sæti á meðal þeirra 10 þjóða sem fá að taka þátt í henni verður íslenska sveitin á næsta Ólympíumóti í Grikklandi 1988 að ná einu af sex efstu sætunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.