Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987 Auðlindaskattur og- slj órn fiskveiða eftir Kristjón Kolbeins í þeirri umræðu, sem farið hefir fram undanfarið um fiskveiðistefnu og stjóm fískveiða hafa ýmsar að- gerðir borið á góma. Fá ár eru síðan farið var að ræða um að stjóma þyrfti sókn í botnfísk. Slíkt var reyndar ekki raunhæf hugmynd fyrr en íslendingar réðu einir mið- um við landið án afskipta annarra þjóða. Stjómtæki eins og aflakvótar, sala veiðileyfa, auðlindaskattur o.fl. hafa þótt fáráðnleg draumsýn. Ætíð var litið þannig á að fískurinn í sjónum kostaði ekki neitt, því væri §arri lagi að ætla að verð- leggja hann þó slíkt hafí e.t.v. verið gert annars staðar. íslendingar eru einhver sérstæð- asta þjóð veraldar. Að þeirri mati á ekkert við hér vegna aðstæðna þó svo það henti erlendis. Þjóðin er einnig með þeim ósköpum gerð að bera litla virðingu fýrir vísindum fræðimanna. Bitnar það álit ekki sízt á fískifræðingum. Þegar rætt er um endumýjanleg- ar auðlindir er stór hópur manna ekki á viðræðugrundvelli, telur þekkingu á þeim ekki vera fyrir hendi þótt byggt sé á áratuga reynslu. Sé minnst á auðlindaskatt er oft litið þannig á að um nýjan skatt sé að ræða sem muni íþyngja út- gerð er geiði yfrin gjöld fýrir. hér gætir mikils misskilnings. Undrun sætir hversu útbreidd þessi skoðun er, jafnvel á meðal framámanna í útgerð og fískvinnslu. Auðlinda- skatti er ekki ætlað a hafa áhrif á hag útgerðar heldur að koma í veg fyrir að arði auðlindar sé sóað með óþarfa útgerðarkostnaði. Til þess að auðlindaskattur geti verið virkt stjómtæki verða ákveðnar forsend- ur að vera fyrir hendi. Sú mikilvæg- asta er ekki verði haldið áfram veiðum til lengdar ef um taprekstur er að ræða. Þessi forsenda á reynd- ar einnig við um sölu veiðileyfa þegar ákveða á verð leyfanna ef koma á í veg fyrir endursölu þeirra. Hvorki má vera um van- né offram- boð á leyfum að ræða m.v. verð þeirra og það magn sem æskilgt er talið að veiða. Kenningin um auðlindaskattinn byggist á að samband sé á milli sóknar, stofnstærðar og afla á sóknareiningu þannig að aukin sókn umfram ákveðið mark hafi í för með sér minnkandi stofn og afla á sóknareiningu. Heildarafli gæti jafnvel minnkað. Hugmyndin um að það verði að veiða físk þegar hann gefst því annars sé hann glat- aður að eilífu, fellur ekki að þessari kenningu enda er hún nægilega vitlaus til að réttlta hvað sem er. Samkvæt hénni hafa laxveiðar í sjó engin áhrif á göngur í ár eða heimt- ur í hafbeitarstöðvar. Hér fyrir neðan er sýnt ímyndað dæmi um samband sóknar, afla, stærðar einhvers fískstofns og ágóða. Um gæti verið að ræða lýs- ing í sunnanverðu Atlantshafi. Sókn er mæld í milljónum tonnogtíma. Þ.e. margfeldi skipafjölda — stærð- ar og þess tíma sem skipin eru á veiðum. Til einföldunar er aðeins gert ráð fyrir togskipum. Stofn- stærð og afli eru í þúsundum tonna og ágóði í milljónum maluta, mynt þeirra Le'sothomanna. Sókn 200 mt 300 rat Fjöldi skipa 133 200 Stofnstærð 500 þt 350 þt Afli 200 þt 210 þt Ágóði 100 mm 0 Þegar sóknin er 200 mt eru veið- amar reknar með ágóða og því líklegt að sóknin mur.i aukast en slíkt hefur í för með sér minnkandi stofnstærð. Fiskveiðidánarstuðul- inn hækkar úr 40% af stofnstærð í 63%, afli eykst lítið, ágóðinn hverf- ur, eyðist vegna aukins útgerðar- kostnaðar. Hlutverk auðlindaskatts er að hafa þau áhrif á rekstrarskil- yrði að ekki sé tilhneiging í þá átt að sóknin fari fram úr því marki sem hagkvæmast er. I dæminu hér fyrir framan hefur 50% aukning á Kristjón Kolbeins „ Auðlindaskatti er ekki ætlað a hafa áhrif á hag útgerðar heldur að koma í veg fyrir að arði auðlindar sé sóað með óþarfa útgerðarkostn- aði.“ sókn aðeins í för með sér 5% aukn- ingu á afla. Þegar til lengdar læti væri því hægt að draga úr sókn um 33% án þess að afli minnkaði um meira en 5% m.v. að sóknin væri 300 mt er bezta sókn 200 mt. Á einn eða annan hátt væri því hægt að innheimta 100 mm í auð- lindaskatt hvort sem það yrði gert með sölu veiðileyfa eða gjöldum á útfluttar sjávarafurðir. Utgerðar- menn 133 skipa ættu að vera tilbúnir að geiða allt að 100 mm gegn því að þeir sætu einir að veið- unum. Andstaða við auðlindaskatt hefur fyrst og fremst byggst á misskiln- ingi á hlutverki hans, þekkingar- leysi á sambandi sóknar, stofn- stærðar og afla eða þeirri allt of útbreiddu skoðun að ekkert sé að marka fiskifræðinga, sem telji físk- ana í sjónum eins og sandkorn á sjávarströnd. Þar eð fiskveiðar byggjast á nýt- ingu sameiginlegrar auðlindar er talið nauðsynlegt að stjórna sókn með kvótum, banndögum, lokun veiðisvæða, banni vi notkun ákveð- inna veiðarfæra, skrapdagakerfi, veiðileyfum o.fl. Þessu væri ekki til að dreifa ef allar veiðar væru stund- aðar af fyrirtæki, sem hefði til þess einkarétt og það að leiðarljósi að hámarka ágóða til langs tíma þó e.t.v. með vissum skilyrðum. Dæmi um slíkt í reynd eru stórhvelaveiðar Islendinga undanfarin 40 ár enda hafa þær verið taldar til fyrirmynd- ar um skynsamlega nýtingu auð- linda hafsins. Miðað við þær aðstæður sem nú ríkja í íslenzkum sjávarútvegi þar sem eftirspum eftir fiskiskipum er að litlu leyti háð afkomu greinarinn- ar er ólíklegt að auðlindaskattur einn sér geti temprað sókn í botn- fisk við æskilegt mark, því það viðhorf hefur verið allt of ríkjandi að öflun hráefnis hafi algjöran for- gang og að pennastriksaðferðin muni sjá til þess að allt bjargist, viðkomandi byggðarlag eigi rétt- mæta kröfu á ákveðnum afla, enda ástæðulaust að hafa áhyggjur af rekstrarafkomu þegar heimamenn geta keypt eigin skip á nauðungar- uppboðum á verði sem hrekkur UMÖNNUNAR- OG HJÚKRUNARHEIMILID SKJOL VERÐUR VIGTIDAG Heimilinu er ætlað að verða skjól fyrirþá aldraða, sem afeinhverjum ástœðum þarfnast sérstakrar umönnunar. Þar eiga allir landsmenn jafnan aðgang. Húsið er alls 6 hœðir og verða tvœr þeirra teknar í notkun í fyrsta áfanga. Stefnt er að því að nœstu tvœr verði tilbúnar í mars 1988 og að byggingin verði fullbúin í desember 1988. SKJÓL er sjálfseignarstofnun og stofnendur hennar eru: ÁIAKTILSKJÓLS Hafin er fjársöfnun til styrktar áfram- haldandi framkvœmdum og verða gíróseðlar sendir öllum heimilum á landinu. Einnig er tekið við framlögum á gíróreikning nr. 46226 í Landsbanka íslands. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS ■ REYKJAVÍKURBORG ■ SJÓMANNADAGSRÁÐ ■ STÉTTARSAMBAND BÆNDA SAMBAND LÍFEYRISÞEGA RÍKIS OG BÆJA ■ ÞJÓÐKIRKJAN VIÐ, SEM ÁTT HÖFUM ÞÁTT í VERKINU, HVETJUM FÓLK TIL AÐ LEGGJA GÓÐU MÁLEFNI LIÐ. VERKFRÆÐISTOFA STEFÁNS ÓLAFSSONAR HF. TEIKNISTOFAN HF„ ÁRMÚIA 6 TRÉSMIEXJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF. TRÉSMIEXJA ÚLFARS. AUÐBREKKU 19 SVERRIR SIGURÐSSON, PÍPULAGNINGAMEISTARI SIGFÚS OG KRISTJÁN SF. MÚRARAMEISTARAR LOFTORKA HF. KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. HEILDVERSLUNIN EDDA HF. FJARÐARMÓT HF. EPAL HF. BRÆÐURNIR ORMSSON HF. BRAGI KRISTIANSEN, RAFVIRKJAMEISTARI BLIKKSMIBUAN VÍK HF. ALMÁLUN SF. Framkvœmdanefnd þakkar öllum þeim sem stutt hafa verkið með framlögum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.