Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1, DESEMBER 1987
65
lækkun vaxta.
Mikil ábyrgð hvílir á samtökum
vinnumarkaðar að semja um kaup
og kjör svo að samrýmist ytri skil-
yrðum þjóðarbúsins og þeim
markmiðum að draga úr verðbólgu
og viðskiptahalla.
Enda þótt á móti blási í efna-
hagsmálum og fyrirsjáanleg sé
kröpp sigling í átt að nýju jafn-
vægi í þjóðarbúskapnum er ekki
tilefni til að leggja árar í bát.
Þvert á móti er brýnt að snúa
vöm í sókn. Koma verður á jafn-
vægi í ríkisljármálum og peninga-
málum. Hrinda þarf í framkvæmd
kerfisbreytingum í skattamálum í
því skyni að gera skattakerfíð ein-
faldara og réttlátara og færa það
í nútímalegt horf. Halda ber áfram
á þeirri braut að auka fijálsræði
í efnahagslífínu og leysa úr læð-
ingi atorku og sköpunarkraft
einstaklinga. Ennfremur þarf lög
og reglur gegn hringamyndun,
samkeppnishömlum og óeðlilegum
viðskiptaháttum. Bæta þarf skil-
yrði fyrirtækja til að breyta
fjárhagslegri uppbyggingu sinni
og styrkja með auknu eigin fé.
Greiða þarf fyrir því að hlutabréfa-
markaður komist á legg og tengja
verður innlendan ijármagnsmark-
að erlendum markaði traustari
um og tímaritum.
Flestar eru bækumar um ætt-
fræði eða sögulegan fróðleik. Þó
var fyrsta verkið, sem frá hendi
Ara birtist, drengjasaga, sem Högni
heitir. Hún kom út árið 1939. Næst
kom út íslenskt prentaratal 1954,
Vestfirskar ættir, geysimikið verk
í §órum bindum 1959—1968, Ætt-
arskrá Bjama Hermannssonar
1965, Bæjarættin 1972, kaflinn um
prentara í Bókagerðarmenn 1976,
Borgfírskar æviskrár í 6 bindum
1959—1979, Deildartunguætt í 2
bindum 1978, Niðjatal Páls Breck-
manns 1982, þijú niðjatöl frá
Snæfellsnesi 1986, Æviskrár Akur-
nesinga, 4. bindi 1982—1987. Þá
var Ari í útgáfunefnd Þjóðhátíðar-
rits Akraness 1974 og 100 ára
afmælisrits Góðtemplarareglunnar
á Akranesi 1987. Þá má að lokum
geta þess, að Ari hefír fjórum sinn-
um haft umsjón með útgáfu íbúa-
tals Borgarfjarðar- og Mýrasýslna
og Akraneskaupstaðar.
Og enn er tekist á við stórverk-
efni. Um þessar mundir er Ari langt
kominn með það verk, sem ég vil
kalla kórónuna á lífsstarfí hans sem
ættfræðings. Það er Niðjatal sr.
Hallgríms Péturssonar og verður
það tveggja binda verk. Ýmislegt
fleira á hann í handraðanum, þótt
það verði ekki tíundað hér.
En svo mikill er hugurinn og
starfsáhuginn ennþá, að sjálfum
finnst honum allt tilstand í sam-
bandi við áttræðisafmælið algjör
tímasóun.
í 25 sumur, árin 1940—1965
vann Ari var ömefnasöfnun, enda
er hann stórfróður á þeim vett-
vangi. Um áratuga skeið var hann
leiðsögumaður ferðamanna, rómað-
ur mjög fyrir lifandi, fróðlegar og
skemmtilegar frásagnir um allt
mögulegt, sem tengdist þeim slóð-
böndum. Með markvissum aðgerð-
um má skapa færi á nýrri sókn
til bættra lífskjara.
2. Kjaramál
I kjarasamningum í des. 1986
var haldið áfram á sömu braut og
gengin var í febrúarsamningum
sama ár. Ríkisstjómin lagði sitt
af mörkum til þess að gera aðilum
vinnumarkaðarins kleift að hækka
lægstu launin vemlega jafnframt
því sem stefnt var að enn frekari
lækkun verðbólgunnar en tókst
að ná fram á árinu 1986, en þá
var hún um 10%. Því miður hefur
þetta ekki tekist. í efnahagsþenslu
síðustu missera hefur orðið launa-
skrið og kapphlaup um vinnuafl.
Enda þótt meðaltalskaupmáttur
launa hafí batnað umfram það sem
desembersamningarnir gerðu ráð
fyrir, em þeir til sem una verða
við umsamda lágmarkstaxta. Því
er nú aðkallandi að framangreind-
ir aðilar taki á ný höndum saman
og fínni áreiðanlegar leiðir til að
hemja verðbólguna, tryggja kaup-
mátt og draga úr launamun sem
nú er orðinn alltof mikill, og í
ríkum mæli kynbundinn. Þó að
vandamál blasi við ber að fagna
því að hér bjóðast öllum störf.
um, sem farið var um og þeim
stöðum sem heimsóttir vom hveiju
sínni. í slíkum ferðum fór Ari oft
á kostum. Um langt skeið vann Ari
við skjalasöfnun fyrir Héraðsskjala-
safn Borgarfjarðar og fram-
kvæmdastjóri Sögufélags Borgar-
flarðar var hann á ámnum
1967—1974. Þar eins og annars
staðar sem hann kom við sögu,
reyndist hann þarfur maður í sveit.
Stundum kemur það fyrir, þegar
leið mín liggur framhjá heimili Ara
á Vesturgötunni á Akranesi, að ég
bregð á það ráð að líta inn til hans
án þess að eiga nokkurt erindi.
Ætíð er mér tekið fagnandi, og næg
em umræðuefnin, þegar inn er
komið. Reyndar er ég nú oftast
þiggjandinn en húsráðandi veitand-
inn, enda hjá honum af mörgum
nægtabmnnum að taka. Enn sem
fyrr leiftrar af orðum hans, blikið
í augum hans er alltaf bjart, en það
getur bæði verið hvasst og kalt eða
milt og hlýtt, eftir þvf hvaða hug-
hrif stjóma viðræðunni í það og það
skiptið. Engum gæti dottið í hug,
að þama hefði orðið öldungur með
áttatíu ár að baki sér.
Eitt er víst: Slíkar stundir em
þeim, sem þeirra njóta, náðargjöf,
sem aldrei verður þökkuð svo sem
vert væri.
Ari var lengi ókvæntur. Hvort
það var af því að hann mátti ekki
vera að því að standa í kvonbænum
og sinna hjúskaparskyldum eða þá
að sú útvalda var svo vandfundin,
skal ósagt látið. En hitt vita þeir,
sem til þekkja, að Ari var mikill
lánsmaður þegar hann loksins lét
af því verða að staðfesta ráð sitt.
Kona hans er Helga Hólm Helga-
dóttir, kennari, ættuð frá Geitagili
í Orlygshöfn. Þau giftu sig 6. sept-
ember 1952. Helga er stórvel gefin
og miklum mannkostum búin. Hún
hefír reynst manni sínum hin
trausta heilladís á samleið þeirra.
Þau eiga tvær dætur, Salvöru, sem
er leikhúsfræðingur og dvelur í
Danmörku og Ingu Guðmundu, sem
stundar nám í bókasafnsfræðum
við Háskóla íslands.
Ennþá minnir Ari mig stundum
á Bólu-Hjálmar, eins og hann gerði
þegar hann heimsótti mig í fyrsta
sinn. En nú veit ég, að hann er
einn þeirra, sem íslenska þjóðin á
eftir að minnast og þakka um ókom-
in ár og aldir. Því verkin hans miklu
og góðu, þau munu lifa.
Eg óska vini mínum Ara Gísla-
syni til hamingju á merkum
tímamótum í lífí hans. Megi hann
enn um hríð fá að njóta hæfileika
sinna og starfskrafta óskertra í
gifturíkri þjónustu eldhugans og
hugsjónamannsins fyrir samtíð og
framtíð.
Blessi þig Guð, minn góði vinur
— þig og þína á ókomnum dögum
og árum.
Björn Jónsson, Akranesi.
Stefán Júlíusson
Sjöunda út-
gáfa Ástu
lipurtáar
ÆSKAN hefur gefið út bókina
Ásta litla lipurtá eftir Stefán
Júlíusson. Sagan birtist fyrst sem
framhaldssaga í barnablaðinu
Æskunni 1940 og var gefin út i
bók um haustið.
Höfundurinn, sem þá þegar var
landsþekktur fyrir bækur sínar um
Kára litla, samdi söguna um Astu,
systur Kára, að beiðni Margrétar
Jónsdóttur ritstjóra. Sagan er nú
gefín út í sjöunda sinn.
Bókin er 61 bls. og unnin í Prent-
smiðjunni Odda hf. Tryggvi
Magnússon teiknaði myndir en
Þórdís dóttir hans litaði mynd á
kápu. Almenna auglýsingastofan
hf. sá um útlit kápu.
(fih Metabo
Hausttilboð!
RAFHLOÐUBORVEL Verð: Tilboðsverð:
100 wött, í tösku 13.541
HÖGGBORVÉLAR
480 wött, í tösku
7.270
500 wott, 12^Ö8£) 9.068
1000 wött, í tösku 16.529
STINGSÖG
450 wött, í tösku
9.221
SLIPIROKKAR
ÍIXD 8.482
25°mm skíta 1 10.486
B.B. BYGGINGARVORUR
SUÐURLANDSBRAUT4