Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987 150 þúsund íslensk loðskinn flutt út í vetur: Spáð lækkirn á niink en hækkun á bláref RÚMLEGA 80 þúsund islensk refaskinn fara til sölu á uppboðum í Danmörku og Bretlandi á sölutímabilinu, sem nú er að hefjast og 70—80 þúsund minkaskinn. Jón Ragnar Björnsson, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra loðdýraræktenda, segir að markaðssérfræðingar spái hækkun á verði blá- og skuggarefaskinna en lækkun á öðrum afbrigð- um. Þá væri spáð lækkun á verði minkaskinna. Feldun loðdýra stendur nú sem hæst og fyrstu uppboð sölutímabilsins verða í desember. Þórður Bogason látinn ÞÓRÐUR Bogason fyrrver- andi oddviti á Hellu lést sl. sunnudag, 85 ára að aldri. Þórður var fæddur 31. mars 1902. Foreldrar hans voru Bogi Þórðarson, bóndi í Varmadal á Rangárvöllum og kona hans Vigdís Þorvarðardóttir. Þórður var gagnfræðingur frá Flensborg 1923. Kennari á Rang- árvöllum 1924-29. Bóndi í Varmadal 1931-41, Brekkum í Holtum 1941-43 og Kirkjubæ á Rangárvöllum 1943-44. Hann flutti að Hellu 1944 og var afgreiðslumaður hjá Kaup- félaginu Þór 1944-46 og gjaldkeri þess 1946-1966. Sat í hreppsnefnd Rangárvallahrepps 1946-66 og var oddviti 1950-1966. Auk þess gegndi hann fjölda annarra trún- Þórður Bogason aðarstarfa. Eiginkona Þórðar var Kristín Sigfúsdóttir, Thorarensen frá Hró- arsholti og áttu þau fímm böm. Jón Ragnar segir að heimsfram- leiðsla á minkaskinnum í ár sé áætluð um 34,5 milljónir skinna, sem er tæplega 1,3 milljónum skinna meira en framleitt var á síðasta ári. Þar af er framleiðslan á Norðurlöndunum 16,2 milljónir skinna og hefur aukist á milli ára um 500 þúsund skinn. Aætlað er að um 100 þúsund minka- hvolpar hafi fæðst hér á landi í vor. Mikið verður sett á og er búist við að 70—80 þúsund skinn verði flutt út. Er það nærri því helmingi meira en á síðasta sölutímabili. Jón Ragnar segir að spáð sé al- mennri lækkun á verði minkaskinna. Telja menn að verðið hafi farið of hátt í fyrravetur, auk þess sem léleg staða dollarans og óvissa í efnahags- málum í Bandaríkjunum geti komið niður á eftirspuminni. Áætlað framboð refaskinna á heimsmarkaði í ár er 5,2 milljónir skinna, sem er tæplega 200 þúsund skinnum minna en í fyrra. Samdrátt- urinn er allur í blá- og skuggarefa- skinnum, en veruleg aukning er í framboði annarra skinna. Framboð blá- og skuggarefaskinnanna minnk- ar um 25—30% á meðan framboð silfurrefaskinna eykst um 45% og bláfrostskinna um 60%, að sögn Jóns Ragnars. Talið er að um 80 þúsund refahvolpar hafí fæðst hér á landi í vor og fari skinn af nær öllum á markað þar sem lítið er sett á vegna hallareksturs á blárefabúunum. Er það heldur meira en árið áður, þegar um 70 þúsund íslensk skinn fóru á uppboðin að því að talið er. Markaðssérfræðingar spá því að breytingar á framboði, meðal ann- ars, hafí þau áhrif að blá- og skuggarefaskinnin hækki í verði en skinn af silfurref og blendingum lækki. Munurinn á verði þessara skinna hefur verið mikill, óeðlilega mikill að mati sumra, og virðist hann ætla að minnka. Íslenskir bændur hafa aðallega framleitt blá- og skuggarefaskinn og fóru þeir illa út úr rekstrinum á þessu ári vegna þess hvað verðið var lágt, en hafa verið að auka blendingsræktun til að auka tekjumar. VEÐURHORFUR í DAG, 1.12.87 YFIRLIT á hádegi í gœr. Víðáttumikil 968 mb lægð um 1.100 km suðsuöaustur af Hvarfi þokast norður en 1.036 mb hæð skammt vestur af Skotlandi á leið norðaustur. Hlýtt verður áfram. SPÁ: Suölæg átt, stinningskaldi eða allhvasst og dálítil rigning eða súld öðru hverju um sunnan- og vestanvert landið, en kaldi og þurrt að mestu á Austur- og Norðausturlandi. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA MIÐVIKUDAGUR: Suðvestan strekkingur með skúrum um sunnan- og vestanvert landið en þurrt norðaustanlands. Hiti 3—8 stig. FIMMTUDAGUR: Minnkandi norðvestanátt og skúrir eða slydduél norðaustanlands, en vestlæg átt annars staöar með r.<úrum á víð og dreif vestanlands en þurrt á Suöausturlandi. Hiti 0—4 stig. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- A stefnu og fjaðrirnar Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. <£ Léttskýjað / / / / / / / Rigning Hálfskýjað / / / * / * Skýjað / * / * Slydda / * / Alskýjað * * * * * * * Snjókoma * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Suld OO Mistur —J. Skafrenningur Þrumuveður xm VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl tíma hitl vaður Akureyri B skýjað Reykiavfk 7 akýjað Bergen 2 rignlng Hetslnki 3 rignlng Jan Mayen +3 alakýjað Kaupmannah. 4 skýjað Narssarssuaq +17 léttskýjað Nuuk +11 haiðskfrt Osló +« léttskýjað Stokkhólmur +1 snjók. á s. klst. Þórshöfn 6 skýjað Algarve 11 skúrés.klst. Amsterdam 7 mlstur Aþena 17 léttskýjað Barcelona 10 hslðskfrt Beritn 6 þokumóða Chlcago 4 súld Feneyjar 8 rign.ás.klst. Frankfurt 4 skýjað Glasgow 2 reykur Hamborg 4 þokumóða Las Palmss 24 skýjað London 6 þoka á s. klst. LosAngeles 10 þokumóða Lúxemborg 2 mlstur Madrfd 6 hétfskýjað Malaga 14 alakýjað Mallorca 12 skýjað Montreal 2 rignlng NewYork 14 akúr Parfa 6 hálfskýjað Róm 10 skúrés. klst. Vín 4 rign. é 8. klst. Washlngton 8 skýjað Wlnnlpeg Valencia +4 frostúði léttskýjað Mikil aukning* í osta og smjörsölu Samsvarar tæplega 1,1 milljón mjólkurlítrum TÖLUVERÐ aukning hefur orðið í sölu á osti og smjöri á þessu ári. Fyrstu níu mánuði ársins jókst ostasalan um 9% og sala á smjöri, smjörva og Létt og laggott um 21%. Aukn- ingin samsvarar tæpiega 1,1 milljón mjólkuriítrum. Fyrstu níu mánuði ársins seldi Osta- og smjörsalan 1.911 tonn af osti á móti 1.753 tonnum á sama tíma á síðasta ári. Aukning- in er 158 tonn eða 9%. Á sama tíma seldust 1.165 tonn af smjöri, smjörva og Létt og laggott á móti 962 tonnum sömu mánuði árið 1986. Aukningin er 203 tonn eða 21%. Aukningin í ostaneyslunni samsvarar framleiðslu úr rúmlega 200 þúsund lítrum mjólkur og smjöraukningin samsvarar 887 þúsund lítrum. Þorskveikin úr Norð- ursjó er óþekkt hér Einu vandamálin hér eru sníkjudýr ÍSLENSKIR fiskifræðingar segjast ekki hafa orðið varir við sjúkdóminn sem hetjar á þorsk og fleiri fisktegundir í Norðursjó. Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að einu vandamálin hér séu sníkjudýr, eins og til dæmis hringormur í þorski. Breskir vísindamenn standa ráð- þrota frammi fyrir umræddum sjúkdómi sem hingað til hefur ver- ið óþekktur. Hann veldur sárum á roði fískanna. Helst er sjúkdómur- inn settur í samband við mengun- ina í Norðursjó, sem er talið eitt mengaðasta haf í veröldinni. Arnarflug; Hámarksbætur flug- farþega hækkaðar í fimm milljónir kr. FLUGFÉLAGIÐ Arnarflug hefur ákveðið að hækka þær hámarksbætur sem flugfar- þegar félagsins geta fengið úr 830 þúsund krónum í 5 milljónir króna, frá og með deginum í dag, að sögn Þórðar Jónssonar, fjármálasljóra Amarflugs. „Hámarksbætumar hækka frá og með 1. desember úr 36.500 gullkrónum í 100 SDR. Hækkun á hámarksbótum flugfarþega Amar- flugs innanlands er nú í athugun," sagði Þórður. Flugleiðir hafa einnig ákveðið að hækka hámarksbætumar úr 36.500 gullkrónum í 100 SDR frá og með deginum í dag, l. desemb- er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.