Morgunblaðið - 01.12.1987, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987
150 þúsund íslensk loðskinn flutt út í vetur:
Spáð lækkirn á niink
en hækkun á bláref
RÚMLEGA 80 þúsund islensk refaskinn fara til sölu á uppboðum í
Danmörku og Bretlandi á sölutímabilinu, sem nú er að hefjast og 70—80
þúsund minkaskinn. Jón Ragnar Björnsson, framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra loðdýraræktenda, segir að markaðssérfræðingar spái
hækkun á verði blá- og skuggarefaskinna en lækkun á öðrum afbrigð-
um. Þá væri spáð lækkun á verði minkaskinna. Feldun loðdýra stendur
nú sem hæst og fyrstu uppboð sölutímabilsins verða í desember.
Þórður
Bogason
látinn
ÞÓRÐUR Bogason fyrrver-
andi oddviti á Hellu lést sl.
sunnudag, 85 ára að aldri.
Þórður var fæddur 31. mars
1902. Foreldrar hans voru Bogi
Þórðarson, bóndi í Varmadal á
Rangárvöllum og kona hans
Vigdís Þorvarðardóttir.
Þórður var gagnfræðingur frá
Flensborg 1923. Kennari á Rang-
árvöllum 1924-29. Bóndi í
Varmadal 1931-41, Brekkum í
Holtum 1941-43 og Kirkjubæ á
Rangárvöllum 1943-44.
Hann flutti að Hellu 1944 og
var afgreiðslumaður hjá Kaup-
félaginu Þór 1944-46 og gjaldkeri
þess 1946-1966. Sat í hreppsnefnd
Rangárvallahrepps 1946-66 og
var oddviti 1950-1966. Auk þess
gegndi hann fjölda annarra trún-
Þórður Bogason
aðarstarfa.
Eiginkona Þórðar var Kristín
Sigfúsdóttir, Thorarensen frá Hró-
arsholti og áttu þau fímm böm.
Jón Ragnar segir að heimsfram-
leiðsla á minkaskinnum í ár sé áætluð
um 34,5 milljónir skinna, sem er
tæplega 1,3 milljónum skinna meira
en framleitt var á síðasta ári. Þar
af er framleiðslan á Norðurlöndunum
16,2 milljónir skinna og hefur aukist
á milli ára um 500 þúsund skinn.
Aætlað er að um 100 þúsund minka-
hvolpar hafi fæðst hér á landi í vor.
Mikið verður sett á og er búist við
að 70—80 þúsund skinn verði flutt
út. Er það nærri því helmingi meira
en á síðasta sölutímabili.
Jón Ragnar segir að spáð sé al-
mennri lækkun á verði minkaskinna.
Telja menn að verðið hafi farið of
hátt í fyrravetur, auk þess sem léleg
staða dollarans og óvissa í efnahags-
málum í Bandaríkjunum geti komið
niður á eftirspuminni.
Áætlað framboð refaskinna á
heimsmarkaði í ár er 5,2 milljónir
skinna, sem er tæplega 200 þúsund
skinnum minna en í fyrra. Samdrátt-
urinn er allur í blá- og skuggarefa-
skinnum, en veruleg aukning er í
framboði annarra skinna. Framboð
blá- og skuggarefaskinnanna minnk-
ar um 25—30% á meðan framboð
silfurrefaskinna eykst um 45% og
bláfrostskinna um 60%, að sögn Jóns
Ragnars. Talið er að um 80 þúsund
refahvolpar hafí fæðst hér á landi í
vor og fari skinn af nær öllum á
markað þar sem lítið er sett á vegna
hallareksturs á blárefabúunum. Er
það heldur meira en árið áður, þegar
um 70 þúsund íslensk skinn fóru á
uppboðin að því að talið er.
Markaðssérfræðingar spá því að
breytingar á framboði, meðal ann-
ars, hafí þau áhrif að blá- og
skuggarefaskinnin hækki í verði en
skinn af silfurref og blendingum
lækki. Munurinn á verði þessara
skinna hefur verið mikill, óeðlilega
mikill að mati sumra, og virðist hann
ætla að minnka. Íslenskir bændur
hafa aðallega framleitt blá- og
skuggarefaskinn og fóru þeir illa út
úr rekstrinum á þessu ári vegna þess
hvað verðið var lágt, en hafa verið
að auka blendingsræktun til að auka
tekjumar.
VEÐURHORFUR í DAG, 1.12.87
YFIRLIT á hádegi í gœr. Víðáttumikil 968 mb lægð um 1.100 km
suðsuöaustur af Hvarfi þokast norður en 1.036 mb hæð skammt
vestur af Skotlandi á leið norðaustur. Hlýtt verður áfram.
SPÁ: Suölæg átt, stinningskaldi eða allhvasst og dálítil rigning eða
súld öðru hverju um sunnan- og vestanvert landið, en kaldi og
þurrt að mestu á Austur- og Norðausturlandi.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA
MIÐVIKUDAGUR: Suðvestan strekkingur með skúrum um sunnan-
og vestanvert landið en þurrt norðaustanlands. Hiti 3—8 stig.
FIMMTUDAGUR: Minnkandi norðvestanátt og skúrir eða slydduél
norðaustanlands, en vestlæg átt annars staöar með r.<úrum á víð
og dreif vestanlands en þurrt á Suöausturlandi. Hiti 0—4 stig.
TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind-
A stefnu og fjaðrirnar
Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.
<£ Léttskýjað / / / / / / / Rigning
Hálfskýjað / / / * / *
Skýjað / * / * Slydda / * /
Alskýjað * * * * * * * Snjókoma * * *
■j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Suld
OO Mistur
—J. Skafrenningur
Þrumuveður
xm VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl tíma hitl vaður Akureyri B skýjað Reykiavfk 7 akýjað
Bergen 2 rignlng
Hetslnki 3 rignlng
Jan Mayen +3 alakýjað
Kaupmannah. 4 skýjað
Narssarssuaq +17 léttskýjað
Nuuk +11 haiðskfrt
Osló +« léttskýjað
Stokkhólmur +1 snjók. á s. klst.
Þórshöfn 6 skýjað
Algarve 11 skúrés.klst.
Amsterdam 7 mlstur
Aþena 17 léttskýjað
Barcelona 10 hslðskfrt
Beritn 6 þokumóða
Chlcago 4 súld
Feneyjar 8 rign.ás.klst.
Frankfurt 4 skýjað
Glasgow 2 reykur
Hamborg 4 þokumóða
Las Palmss 24 skýjað
London 6 þoka á s. klst.
LosAngeles 10 þokumóða
Lúxemborg 2 mlstur
Madrfd 6 hétfskýjað
Malaga 14 alakýjað
Mallorca 12 skýjað
Montreal 2 rignlng
NewYork 14 akúr
Parfa 6 hálfskýjað
Róm 10 skúrés. klst.
Vín 4 rign. é 8. klst.
Washlngton 8 skýjað
Wlnnlpeg Valencia +4 frostúði léttskýjað
Mikil aukning* í
osta og smjörsölu
Samsvarar tæplega 1,1 milljón
mjólkurlítrum
TÖLUVERÐ aukning hefur
orðið í sölu á osti og smjöri á
þessu ári. Fyrstu níu mánuði
ársins jókst ostasalan um 9%
og sala á smjöri, smjörva og
Létt og laggott um 21%. Aukn-
ingin samsvarar tæpiega 1,1
milljón mjólkuriítrum.
Fyrstu níu mánuði ársins seldi
Osta- og smjörsalan 1.911 tonn
af osti á móti 1.753 tonnum á
sama tíma á síðasta ári. Aukning-
in er 158 tonn eða 9%. Á sama
tíma seldust 1.165 tonn af smjöri,
smjörva og Létt og laggott á móti
962 tonnum sömu mánuði árið
1986. Aukningin er 203 tonn eða
21%. Aukningin í ostaneyslunni
samsvarar framleiðslu úr rúmlega
200 þúsund lítrum mjólkur og
smjöraukningin samsvarar 887
þúsund lítrum.
Þorskveikin úr Norð-
ursjó er óþekkt hér
Einu vandamálin hér eru sníkjudýr
ÍSLENSKIR fiskifræðingar
segjast ekki hafa orðið varir
við sjúkdóminn sem hetjar á
þorsk og fleiri fisktegundir í
Norðursjó. Ólafur Karvel
Pálsson fiskifræðingur hjá
Hafrannsóknastofnun segir
að einu vandamálin hér séu
sníkjudýr, eins og til dæmis
hringormur í þorski.
Breskir vísindamenn standa ráð-
þrota frammi fyrir umræddum
sjúkdómi sem hingað til hefur ver-
ið óþekktur. Hann veldur sárum á
roði fískanna. Helst er sjúkdómur-
inn settur í samband við mengun-
ina í Norðursjó, sem er talið eitt
mengaðasta haf í veröldinni.
Arnarflug;
Hámarksbætur flug-
farþega hækkaðar
í fimm milljónir kr.
FLUGFÉLAGIÐ Arnarflug
hefur ákveðið að hækka þær
hámarksbætur sem flugfar-
þegar félagsins geta fengið
úr 830 þúsund krónum í 5
milljónir króna, frá og með
deginum í dag, að sögn Þórðar
Jónssonar, fjármálasljóra
Amarflugs.
„Hámarksbætumar hækka frá
og með 1. desember úr 36.500
gullkrónum í 100 SDR. Hækkun á
hámarksbótum flugfarþega Amar-
flugs innanlands er nú í athugun,"
sagði Þórður.
Flugleiðir hafa einnig ákveðið
að hækka hámarksbætumar úr
36.500 gullkrónum í 100 SDR frá
og með deginum í dag, l. desemb-
er.