Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987
35
Bára Gestsdóttir, verslunarstjóri, I Iðnum höndum.
Þroskahjálp:
Sérverslun með list-
muni fatlaðra opnuð
LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp
hafa opnað verslunina Iðnar
hendur að Laugavegi 20b. Þar
verða á boðstólum listmunir og
ýmsar aðrar vörur sem fram-
leiddar eru á vernduðum vinnu-
stöðum og öðrum stofnunum
fyrir fatlaða. I Iðnum höndum
verður einkum lögð áhersla á
ýmsar handunnar vörur, svo sem
ofin teppi og mottur, skraut-
muni, leirvörur, kerti og þess
háttar, en einnig leikföng úr tré
og trévörur til heimilishalds.
Á vinnustöðum fatlaðra eru
framleiddar ýmsar vörur og nytja-
hlutir sem notaðir eru dags daglega.
Þar má nefna plastmöppur og ann-
an vaming frá Múlalundi, tölvu-
kapla og rafmagnsvörur frá
Órtækni, kústa og aðrar tágavörur
frá Körfugerð Blindrafélagsins,
kerti frá Heimaey og fleira. Einn
tilgangurinn með stofnun verslun-
arinnar er að kynna hvers fatlað
fólk er megnugt.
Með verslunarrekstrinum ér
einnig ætlunin að þróa framleiðslu
á vinnustofum fatlaðra. I verslun-
inni er hægt að koma nýjungum á
framfæri og laga eldri vörur að
óskum kaupenda. Verslanir með
þessu sniði eru reknar víða í ná-
grannalöndunum, en Iðnar hendur
er sú fyrsta sem opnuð er hérlendis.
Verslunarstjóri er Bára Gests-
dóttir. Verslunin verður fyrst um
sinn opin frá klukkan 13 til 18 alla
virka daga, sem og árdegis á laug-
ardögum.
Ríkisspítalar:
Nýtt símkerfi tekið
í notkun næsta vor
Núverandi kerfi þolir ekki álagið
RIKISSPITALARNIR fá innan
tíðar nýtt símkerfi. Áætlað er að
nýja kerfið verði tekið í notkun
næsta vor. Fjárveitingar til
stofnunarinnar vegna símkerfis-
ins nema á þessu ári 12 milljónum
auk heimildar til niðurfellingar
tolla og aðflutningsgjalda. Sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi er
gert ráð fyrir 23 milljóna króna
fjárveitingu vegna símkerfisins
á næsta ári.
Að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar
forstjóra Ríkisspícalanna er núver-
andi símkerfí stofnunarinnar alltof
lítið og hefur ástand þessara mála
verið óviðunandi undanfarin 2-3 ár.
Um númerið 91-29000 er gefið
samband til flestallra sjúkrastofn-
ana Ríkisspítalanna auk skrifstofu
stofnunarinnar. 3-4 konur vinna við
símvörslu á skiptiborði og hefur
kerfíð 53 línur út í bæ og 500 línur
innanhúss. Mörg dæmi eru þess að
fólk þurfi að eyða dijúgum parti
úr degi, einkum á skrifstofutímum,
við að reyna að ná sambandi við
stofnanir eins og Landsspítalann,
Blóðbankann, Rannsóknastofu Há-
skólans og skrifstofur Ríkisspítal-
anna. Að sögn Davíðs er ástandið
jafnan verst frá klukkan 11-14 og
kvaðst hann vilja beina því til fólks
sem á erindi við stofnunina að það
reyni að hringja utan þess tíma.
Akveðið hefur verið að endurtaka danslaga-
keppnina í tengslum við gömlu dansana á
Hótel Borg og verða að þessu sinni veitt
vegleg peningaverðlaun.
KEPPNISFYRIRKOMULAG:
Þátttakendur skuhi senda lögin til keppninnar á nótum, útsett fyrir eitt hljóöÉæri
eöa laghnu meó bóksta&hljómum. Eánrág er gott aó láta hljómsnækhi meö upptöku
lagsins fylgja, til þess aö útsetjari Cái betri hugmynd um hvemig höfúndamir hugsa
sér flutning laganna (hraða, áhershi oiL).
Lögum þeim sem syngja skal þarf aö fylgja sönghæfúr texti á góöu málL Senda má
tíl keppninnar lög, sem harfa við alla heföbundna gamla dansa, vals, tangó, nd,
polka, vienarkrus, skottí o.sirv .
Lögúi skuhi merkt meö dulnefiii tónskálds og textahöfúndar, en fylgja skal rétt nafit
og lieinúlisfang í lokuöu umslagL
Sérstök dóinnefnd skipuö þremur tónlistarmönnum velur lögrn til keppninnar. VaL
in veröa allt að 25 lög til flutnings.
Keppnin fer fiam á Hótel Borg á sunnudagskvökium og veröa leikin 5 lög hvert
kvökL Af þeim komast 2 lög i undanúrslit þar sem valin veröa 5 bestu lögúi sem
keppa síöar til úrslha.
Geátir greiða atkvæöi um lögin og þeirra atkvæöi ráöa aigjörlega vaK laganna, sem
fii verölaun.
Stefiit er aö því aö 10 efstu lögin verði gefin út á hljómplötu.
Lögin sendist í lokuðu umslagi merlctu:
Danslagakeppnin á Hótel Borg,
pdstbox 670, 121 Reykjavík,
c/o Birgir Hrafnsson.
Verðlaun
FYRSTU
ONNUR
30.000,00
ÞRIÐJU
AS E A Cylinda
þvottavélar^sænskar og sérstakar
Fá frábæra dóma í neytendaprófunum fyrir
þvott, skolun, vindingu (fjölhraða lotuvind-
ing upp í 1200 snúninga), taumeðferð, sápu-
og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi ein-
kenna ASEA. Gerðar til að endast.
/FOnix
ábyrgð
í3ár
/FQniX
Hátúni 6A SÍMI (91)24420
SÉRTILBOÐ
ASEA Cylinda 11000
Verðáður kr. 44.990
Afsláttur kr. 7.000
Nústaðgr. kr. 37.990
Ath. tilboðið gildir
aðeins í stuttan tíma.