Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 43
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987
43
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö.
1918 - 1944 - 1975
Meðalævilíkur meybama,
sem fæðast inn í
íslenzkt samfélag í dag, eru
um 80 ár; sveinbama um 75
ár. Um miðja síðustu öld vóru
meðalævilíkur kvenna 38 ár
og karla 32 ár. Þessar tölur,
einar og sér, tíunda merkileg-
an kafla í íslandssögu um
framvindu menningar, þekk-
ingar og lífskjara í landinu.
Mannsævin er hinsvegar
ekki langur kapítuli í þjóðar-
sögu. Engu að síður skortir
íslenzkt fullveldi, sem vannst
1918, nokkur ár i meðalævi
íslendings. íslenzka lýðveldið
er aðeins liðlega fertugt. Lög-
saga okkar yfír 200 sjómílna
fískveiðilandhelgi aðeins tólf
ára. Við eigum að vísu að
baki ellefu hundmð ára
byggðarsögu í landinu, en
síðari tíma fullveldi okkar er
ungt - og samfélag okkar ber
þess vott á ýmsan veg.
Heimastjóm 1904, fullveldi
1918, lýðveldi 1944 og 200
sjómílna fískveiðilandhelgi
1975. Þetta eru söguleg ár-
töl, sem varða veg þjóðarinn-
ar til stjómarfarslegs og
efnalegs sjálfstæðis. Fullveldi
er hinsvegar hvorki sjálfgefíð
né viðvarandi ástand, ef þjóð-
imar kunna ekki fótum sínum
forráð. Það er til dæmis íhug-
unarefni á fullveldisdegi
íslendinga, að minnihluti
mannkyns og þjóða heims býr
í dag við lýðræði, þingræði
og almenn þegnréttindi - í
þeirri merkingu, sem við
leggjum í þessi hugtök. Það
var heldur engin tilviljun að
þrjú Norðurlanda, Danmörk,
Island og Noregur, sem öll
vóm hermumin í heimsstyij-
öldinni síðari, vóm stofnaðilar
að Atlantshafsbandalaginu,
vamarsamtökum vestrænna
ríkja.
Stofndagur lýðveldisins,
17. júní, hefur yfírtekið hlut-
verk þjóðhátíðardags, en
fullveldisdagurinn, fyrsti des-
ember, hefur færzt yfir á
hendur stúdenta. Fer vel á
því.
Háskóli Islands er æðsta
menntastofnun þjóðarinnar.
Hann gegnir veigamiklu og
vaxandi hlutverki mótun
íslenzks samfélags. I fyrsta
lagi er þess vænst að hann
hafí forystu um menntun og
rannsóknir, meðal annars í
þágu íslenzkra atvinnuvega,
sem vísa eiga veg til betri
tíðar, bæði fyrir þjóð og
þegna. í annan stað er ríkari
ástæða til þess nú en nokkm
sinni fyrr, að standa vörð um
um íslenzka tungu, bók-
menntir okkar, sögu og
menningararfleifð; hvaðeina
sem gerir þjóð að þjóð og
nærir rætur þjóðemis okkar,
fullveldis og sjálfstæðis.
Ljósvakatæknin hefur opn-
að flóðgáttir utanaðkomandi
áhrifa. Þessi áhrif em að
hluta til vaxin af hollum meiði
þekkingar, lista og mennta.
Annað - og of margt - þrýst-
ir til gagnstæðrar áttar,
jafnvel ofan í göturæsið.
Menningu og sérkennum fá-
mennra þjóða stafar hætta
af utanaðkomandi ljósvaka-
flæði, ef þær halda ekki vöku
sinni. Þannig er mjög mikil
svert að öllu erlendu sjón-
varpsefni fylgi góður íslenzk-
ur texti og öllu erlendu
bamaefni íslenzkt tal, þar
sem vandaður framburður er
í heiðri haldinn.
Nútíma tækni hefur fært
þjóðir heims í nábýli. Það er
hægt að skreppa heimshoma
á milli á fáeinum klukkutím-
um. Það er hægt að hringja
til fjarlægustu hluta jarðar
án teljandi fyrirhafnar. Það
er hægt að horfa á atburði -
á sjónvarpsskjá - hvort held-
ur er í Asíu, Ástralíu eða
Suður-Ameríku, samtímis og
þeir gerást. Þetta nábýli hefur
margar góðar hliðar. Það fel-
ur einnig í sér hættur. Ekki
sízt fyrir fámenna þjóð, sem
varðveita vill tungu sína og
menningararfleifð; menning-
arlegt, stjórnarfarslegt og
efnahagslegt fullveldi sitt.
Sjálfstæðisbarátta
íslenzkrar þjóðar, sem leiddi
til fullveldis hennar fyrir tæp-
um mannsaldri og lýðveldis-
stofnunar fyrir 43 árum, var
fyrst og síðast byggð á þjóð-
tungu, þjóðmenningu og
þjóðarsögu. Við verðum að
varðveita þessa menningar-
arfleifð, færa hana óskemmda
frá kynslóð til kynslóðar. Hún
er moldin sem rætur full-
veldis og lýðveldis sækja
næringu til.
Orsakir þenslunnar
eftirJóhann Rúnar
Björgvinsson
Markmið greinarinnar er að varpa
ljósi á orsakir þenslunnar og á hugs-
anleg áhrif fjárlagafrumvarpsins
1988. En fyrst er vikið að nokkrum
hagfræðilegum atriðum sem vert er
að hafa í huga við þá athugun.
I. Peningamagn/
kaupmáttur —
landsframieiðsla
Þegar fjailað er um orsakir þenslu
er mikilvægt að gera sér grein fyrir
samspilinu á milli peninga (ávísana
á verðmæti) annars vegar og fram-
leiðslunnar (verðmætana) hins
vegar. í þessum hluta verður því
gerð tilraun til að varpa ljósi á þetta
samspil. Gerum ráð fyrir
— að peningamagn í umferð spegli
kaupmátt þjóðfélagsins.
— að sá kaupmáttur samsvari nokk-
um veginn landsframleiðslunni1,
alla vega í jafnvægisstöðu.
Meginhlutverk peningastjómunar
er að stilla peningamagnið í umferð
eða kaupmátt þjóðfélagsins þannig
að hann sé í takt við (mögulega)
landsframleiðslu eða framleiðslu-
getu, þ.e.a.s. að hann vaxi með
svipuðum hraða. Ef kaupmáttur
þjóðféiagsins vex hraðar en lands-
framleiðslan em líkur á þenslu (við
fulla nýtingu framleiðsluþátta) og
viðskiptahalla. Ef hann hins vegar
vex hægar má búast við samdrætti
og ónotaðri framleiðslugetu.
Þetta er meginregla. En ísland
hefur nokkra sérstöðu meðal annarra
OECD-landa sem gerir peninga-
stjómun mun mikilvægari og
vandasamari hér á landi en þar.
Ástæðumar eru einkum tvær:
(a) í flestum þessara landa á aukn-
ing í landsframleiðslu aðallega rætur
að rekja til tækninýjunga og mennt-
unar vinnuaflsins, ef litið er framhjá
áhrifum hinnar alþjóðlegu hag-
sveiflu. Ákveðinn stígandi í tækninýj-
ungum og menntun vinnuafls veldur
því nokkuð jafnri aukningu f lands-
framleiðslunni. Hér á landi á aukning
í landsframleiðslu hins vegar aðal-
lega rætur að rekja til aukningar á
hráefnisöflun úr sjó, þ.e.a.s. í sjávar-
útvegi; en tækninýjungar og mennt-
un gegna minna hlutverki. Þessi
aðalatvinnugrein okkar er mjög háð
sveiflum. Eitt árið fiskast vel, annað
árið illa o.s.frv. Þessi staðreynd
hefur í för með sér að vöxtur
landsframleiðslunnar er mjög
háður ytri aðstæðum og sveiflast
þvi mikið.
(b) Þá em flestar þessar þjóðir í
mun ríkara mæli en við sjálfiim sér
nógar, þ.e.a.s. þær framleiða sjálfar
í ríkara mæli þær vömr sem þær
nota. Hér á landi er atvinnuÚfið
einhæfara. Aukin sjávarafurða-
framleiðsla hefur ekki f för með sér
aukna innlenda eftirspum eftir þeim
afurðum. Viðskipti við útlönd em því
hlutfallslega mikilvægari hér á landi
en erlendis.
Afleiðing þessara aðstæðna er sú,
eins og minnst var á, að peninga-
stjóminn er mun vandasamari hér
en í öðmm OECD-löndum. Til að
varpa Ijósi á þessa vandasömu stjóm-
un skal tekið eftirfarandi dæmi:
Gemm ráð fyrir
— að baki landsframleiðslunnar
standi annars vegar sjávarútveg-
ur og hins vegar „önnur fram-
leiðsla".
— að landsframleiðsla vaxi vegna
aukins afla.
— að framleiðsluþættir „annarrar
framleiðslu" séu fullnýttir og
framleiðslan aukist ekki nema
með tækninýjungum og mennt-
aðra vinnuafli svipað og atvinnu-
greinar erlendis.
Án peningastjómunar hefði þessi
aukni afli í för með sér aukinn kaup-
mátt þjóðarbúsins, þ.e.a.s. útflutn-
ingstekjur vaxa og erlendur
gjaldeyrir streymir inn ílandið og er
keyptur með innlendum gjaldeyri2.
Peningamagnið og kaupmátturinn
eykst. Þessi aukni kaupmáttur brýt-
ur sér leiðir í gegnum hagkerfið og
endar annars vegar í auknum inn-
flutningi og hins vegar í hærra verði
á innlendri framleiðslu og fram-
leiðsluþáttum, þar sem þeir vom
fullnýttir fyrir. Ef hins vegar ónýtt
framleiðslugeta er fyrir hendi má
búast við framleiðsluaukningu í við-
komandi atvinnugrein.
Peningastjómun felst í því að stilla
kaupmátt, þjóðarbúsins í takt við
framleiðslugetuna, þannig að ekki
myndist þensluástand og mikill við-
skiptahalli. í ofangreindu dæmi ætti
peningastjómun að miða að því að
draga úr þessum aukna kaupmætti
þjóðarbúsins með tilheyrandi pen-
ingamálaaðgerðum og leggja hann
til hliðar til betri tíma. Ef hið gagn-
stæða á sér stað, þ.e.a.s.
ef landsframleiðsla dregst saman
vegna minni aflabragða, og ef pen-
ingastjómun er engin, leiðir slíkt til
minnkandi kaupmáttar þjóðarbúsins
vegna minni útflutningstekna og
minna innstreymis af erlendum
gjaldeyri. Peningamagnið og kaup-
mátturinn minnkar. Sú staðreynd
hefur í för með sér minni eftirspum
eftir innlendri sem erlendri fram-
leiðslu. Framleiðslugetan er ekki
nýtt til fulls og atvinnuleysi getur
skapast. Peningastjómun fæli hér í
sér að koma í veg fyrir hastarlegan
samdrátt í „annarri framleiðslu" með
því að draga ekki eins mikið úr kaup-
mætti þjóðarinnar og minnkandi
aflabrögð gefa tilefríi til.
Það er því afar brýnt hér á landi
að peningastjómun komi í veg fyrir
að sveiflur í sjávarútvegi virki með
fullum krafti i auknum eða minnk-
andi kaupmætti þjóðarbúsins með
tilheyrandi þenslu- eða samdráttar-
áhrifum.
II. Orsakir þenslunnar
í eftirfarandi umíjöllun er gerð
gróf tilraun til að meta orsakir þensl-
unar, en slík tilraun ætti að gefa
haldgóða vísbendingu um hvemig
þróunin hefur verið. Efnistök eru
þannig að fyrst er fjallað um stöðu
þjóðarbúsins við árslok 1986. Þá er
fjallað um áform fjárlaga 1987.
Siðan framvindu ársins 1987 og að
lokum stöðu þjóðarbúsins við árslok
1987. En fyrst tvær forsendur:
(a) Gert er ráð fyrir að peninga-
stjórnun sé engin3, sem þýðir m.ö.o.
að Seðlabanki hefur engin bein áhrif
á hversu mikið peningamagn er í
umferð eða hversu mikill kaupmáttur
þjóðarbúsins sé.
(b) Breytingar á peningamagni
eða kaupmætti þjóðarinnar ráðast
af eftirtöldum fjórum þáttum.
1. Verðmætisaukningu í útflutningi.
2. Hreinni erlendri lántöku og vaxta-
greiðslum.
3. Yfirdrætti eða lántöku við Seðla-
banka.
4. Breytingu á mismun inn- og út-
,lána bankakerfisins.
Árslok 1986
í árslok 1986 var þjóðarbúið í til-
tölulega góðu jafnvægi. Verðbólgan
var rétt um 13% á mælikvarða fram-
færsluvisitölu frá upphafi til loka
þess árs, sem er sú minnsta hér á
landi í fimmtán ár. Þá var atvinnu-
leysi innan við 1% af mannafla, sem
bendir til að framleiðsluþættimir séu
vel nýttir og að þensluáhrifa sé nokk-
uð farið að gæta. Viðskiptin við
útlönd voru hagstæð í fyrsta sinn
síðan 1978. Þróun peningamála á
árinu 1986 benda einnig til betra
jafnvægis í þjóðarbúinu en oft áður.
Heildarinnlán jukust verulega um-
fram heildarútlán, eða um nálægt 5
milljarða. Hreinar erlendar lántökur
voru á svipuðu róli og árið á undan.
Það má því fullyrða að í lok þessa
árs hafí kaupmáttur þjóðarinnar ver-
ið í nokkuð góðum takti við fram-
leiðslugetu hennar.
Fjárlög 1987
Úr þjóðhagsáætlun og fjárlögum
1987 má lesa eftirfarandi:
(a) Áætlað er að sjávarafurðafram-
leiðslan aukist um 4—5% á árinu
1987 og heildarútflutningur um 4%.
Sömuleiðis að viðskiptakjörin batni
um 2V4%. Lauslega þýðir þetta um
3,1 milljarða króna aukningu á verð-
mæti útflutnings frá fyrra ári.
(b) Varðandi ríkisfjármálin A-hluta
er áætlað að hið opinbera dragi út
úr þjóðarbúinu 2,6 milljarða króna,
sem nota skal annars vegar til 2,1
milljarða króna greiðslu til erlendra
aðila nettó og hins vegar til 0,5 millj-
arða sjóðsaukningar.
(c) Þá gera lánsfjárlög ráð fyrir að
hreinar erlendar lántökur verði 1,9
milljarðar króna eða 1,3 milljarðar
að teknu tilliti til hreinna erlendra
skammtímahreyfinga. Inni í þeirri
lántöku er um 0,1 milljarður vegna
A-hluta. Sömuleiðis er gert ráð fyrir
að erlendar vaxtagreiðslur annarra
en A-hluta verði um 3,4 milljarðar
króna.
(d) Og að lokum hvað bankakerfið
varðar er fyrirfram gert ráð fyrir að
„peningamagn og sparifé" muni auk-
ast um 5,8 milljarða króna á árinu
1987.
Af ofangreindu má ráða að fyrir-
huguð aukning í peningamagni eða
kaupmætti þjóðarbúsins sé líklega
vel í samræmi við mögulega aukn-
ingu í framleiðslugetu þess. í töflu
1 hér að neðan má lesa áætlaða
breytingu á þessum kaupmætti (-1,1
milljarður), en þá er ekki tekið tillit
til hugsanlegrar breytingar á mis-
mun inn- og útlána bankakerfisins.
Framvindan 1987
Úr þjóðhagsáætlun og Qárlaga-
frumvarpi 1988 má lesa eftirfarandi
um framvinduna á árinu 1987:
(a) Sjávarafurðaframleiðslan mun
líklega aukast um 7% á árinu 1987,
en heildarútflutningur aftur á móti
um aðeins 2% vegna mikillar
birgðasölu á síðasta ári. Þá má
reikna með að viðskiptakjörin muni
batna um 6%. Lauslega þýðir þetta
um 4,4 milljarða króna aukningu á
verðmæti útflutnings frá fyrra ári.
(b) Ríkissjóður A-hluti, sem hafði
í hyggju að draga út úr þjóðarbúinu
2,6 milljarða króna, hefur nú hins
vegar verið með um 1,2 milljarða
króna innspýtingu inn í hagkerfið
að meðaltali það sem af er árinu.
(c) Þá bendir allt til að hreinar er-
lendar lántökur verði mun meiri en
áætlað var eða 6,7 milljarðar króna,
og áætlaðar erlendar vaxtagreiðslur
annarra en A-hluta verði óbreyttar
eða 3,4 milljarðar króna.
(d) Að lokum er nú talið að „pen-
ingamagn og sparifé" hafi aukist
um 12,4 milljarða króna það sem
af er árinu. Að heildarútlán innlána-
stofnana hafi aukist um 37,3% á
sama tíma, og heildarinnlán um
aðeins 23,7%. Mismunurinn er
13„6% eða 5,3 milljarðar króna.
Framvindan virðist benda til að
peningamagn í umferð eða kaup-
máttur þjóðarinnar hafí vaxið
verulega hraðar en æskilegt er mið-
að við mögulega aukningu í fram-
leiðslugetu þjóðarbúsins; sjá töflu
1. Að því gefnu að í árslok 1986
hafi þjóðarbúið verið í nokkuð góðu
jafnvægi og framleiðslugeta þess
vel nýtt eru miklar líkur á að þessi
aukni kaupmáttur hafí brotið sér
leiðir í gegnum hagkerfið og skilað
sér annars vegar í hærra verði á
innlendri framleiðslu og fram-
leiðsluþáttum (og þá aðallega þeim
Jóhann Rúnar Björgvinsson
„Meginhlutverk pen-
ingastjórnunar er að
stilla peningamagnið í
umferð eða kaupmátt
þjóðfélagsins þannig að
hann sé í takt við
(mögulegfa) landsfram-
leiðslu eða framleiðslu-
getu, þ.e.a.s. að hann
vaxi með svipuðum
hraða. Ef kaupmáttur
þjóðfélagsins vex hrað-
ar en landsframleiðslan
eru líkur á þenslu (við
fulla nýtingu fram-
leiðsluþátta) og við-
skiptahalla. Ef hann
hins vegar vex hægar
má búast við samdrætti
og ónotaðri fram-
leiðslugetu. Þetta er
meginregla. En Island
hefur nokkra sérstöðu
meðal annarra OECD-
landa sem gerir pen-
ingastjórnun mun
mikilvægari og vanda-
samari hér á landi en
þar.“
sem takmarkað framboð er af eins
og vinnuafli), og sömuleiðis í nokk-
urri framleiðsluaukningu. Og svo
hins vegar í auknum innflutningi.
Þá eru líkur á að þessar innlendu
verðhækkanir hafi með stuðningi
fastgengisstefnunar ýtt enn frekar
undir innflutning, þar sem hann
hefur orðið hlutfallslega ódýrari en
áður.
Árslok 1987
í árslok 1987 er þjóðarbúið ekki
í eins góðu jafnvægi og 1986. Verð-
bólgan er nú talin verða um 24% á
mælikvarða framfærsluvísitölu frá
upphafi til loka árs, en hún var 13%
í fyrra. Þá er verulegur skortur á
vinnuafli sem bendir til mikillar
þenslu. Viðskiptin við útlönd eru
talin verða óhagstæð um 2,4 millj-
arða króna á árinu. Og þróun
peninngamála sýnir að ójafnvægi
ríkir í þjóðarbúinu, en heildarútlán
hafa vaxið verulega umfram heild-
arinnlán; eða um rúmlega 5 millj-
arða.
Líklegt er að þessi mikla eftir-
spum í þjóðarbúinu ásamt upp-
sveiflu síðustu ára hafi skapað
miklar væntingar hjá framleiðend-
um. Væntingar sem þeir hafa lagt
til grundvallar við ákvarðanatöku
varðandi fiárfestingu og fram-
leiðslugetu. Afleiðing þess er líklega
m.a. að nú um áramótin hafi fram-
leiðslugeirinn meiri skuldbindingar
á herðum sínum en oft áður vegna
fjárfestinga er miða að aukinni
framleiðslugetu til að mæta vænt-
ingum hans um eftirspum eftir
vöm og þjónustu í náinni framtíð.
Það er því að sjá hvort þessar vænt-
ingar reynast réttar eða rangar.
Verður kaupmáttur þjóðarinnar á
næsta ári svipaður og í ár eða
meiri? Eða verður hann ef til vill
minni? Hvað segir þjóðhagsáætlun
og fjárlagafrumvarpið 1988?
III. Fjárlaga-
frumvarpið 1988
Eftirfarandi má lesa úr þjóð-
hagsáætlun og fiárlagaframvarpi
1988:
(a) Útflutningsframleiðslan í heild
gæti aukist um 1% að raungildi
milli áranna 1987 og 1988, ca. 0,5
milljarða, miðað við óbreytta sjávar-
afurðaframleiðslu. Nú bendir hins
vegar margt til að sjávarafurða-
framleiðslan verði eitthvað minni.
Geram ráð fyrir að þorskaflinn verði
345 þús. tonn, en það hefði í för
með sér að útflutningsframleiðslan
í heild mundi minnka að raungildi
um ca. 1,5 milljarða frá fyrra ári.
Spáð er að viðskiptakjörin í heild
verði því sem næst óbreytt. Ef þau
hins vegar versna um 2% eins og
haldið hefur verið fram þýðir það
til viðbótar 2,4 milljarða króna.
(b) Varðandi ríkisfjármálin,
A-hluta, er áætlað að hann dragi
út úr þjóðarbúinu 4,8 milljarða
króna, sem notast skal annars veg-
ar til 3,3 milljarða króna greiðslu
til erlendra aðila nettó og hins veg-
ar til 1,5 milljarða króna greiðslu
til Seðlabanka íslands.
(c) Þá gera lánsfjárlög ráð fyrir að
hreinar erlendar lántökur annarra
en A-hluta verði 2,9 milljarðar
króna og erlendar vaxtagreiðslur
annarra en A-hluta verði rúmlega
3,9 milljarðar króna.
(d) Og að lokum hvað bankakerfið
varðar er fyrirfram gert ráð fyrir
að „peningamagn og sparifé" muni
aukast um 14,8 milljarða króna á
árinu 1988, hvað svo sem það þýðir.
Af þessu má ráða að kaupmáttur
þjóðarbúsins verður veralega minni
á næsta ári miðað við árið sem er
að líða ef þetta gengur eftir; sjá
töflu 1. Bein rýmun á kaupmætti
er um 10 milljarðar króna, og er
þá ekki tekið tillit til hugsanlegra
margföldunaráhrifa.4 Þessi niður-
staða gefur til kynna að stjóm-
völdum er vandasamt verk á
höndum. Allir vita að þenslan hefur
verið mikil undanfarið, því er nauð-
synlegt að draga úr kaupmætti
þjóðarbúsins. En spumingin er
hversu mikið? Heyrst hafa raddir
sem segja að ríkisvaldið hafi ekki
gengið nógu langt í sínum sam-
dráttaraðgerðum. En staðreyndin
er sú að þetta er mjög vandmeð-
farið. Ríkisvaldið má ekki bremsa
of hastarlega þannig að það auki á
samdráttinn, þ.e.a.s. að það geri
ekki niðursveifluna dýpri en ella; á
sama hátt og það jók á uppsveifl-
una með ýmsum aðgerðum, s.s.
lækkun beinna skatta og tolla og
með mikilli aukningu á fjármagni
til húsnæðisgeirans (sjá aðra
þensluvalda hér að neðan).
Framkvæmdagleðin á þessu ári
ber því vitni að framleiðslugeirinn
væntir áframhaldandi góðæris.
Snögg breyting niður á við gerir
ýmsar skuldbindingar hans þung-
bærar. Verri afkomu verður líklega
Tafla 1.
Breytingar á kaupmætti þjóðarbúsins
Fjárlaga
Fjárlðg Framvinda frumvarp
Miújarðar króna 1987 1987 1988
(a) Verðmætaaukn. i útfl. 3,1 4,4 -3,9
(b) Rikissjóður A-hluti -2,6 1,2 -4,8
(c) Erlend lántaka 1,8 6,7 2,9
(d) Erlendar vaxtagreiðslur -3,4 -3,4 -3,9
(e) Mism. inn- og útlána 7 5,3 7
Breyting á kaupmætti -i.i 14,2 -9,7
(f) Bankakerfið 5,8 12,4 14,8
fyrst mætt með ráðstöfunum á
tekjuhlið, þ.e.a.s. framleiðendur
hækka einfaldlega verð framleiðslu
sinnar. Síðar verður gripið til að-
gerða á kostnaðarhlið er miða að
því að draga úr kostnaði við fram-
leiðslu. I uppsveiflunni höfðum við
eftirspumarverðbólgu sem aðallega
kom fram í verði vara eða fram-
leiðsluþátta sem takmarkaðir vora
í framboði eins og vinnuafli. En í
niðursveiflunni má hins vegar búast
við að minnkandi kaupmáttur þjóð-
arbúsins og þar af leiðandi minnk-
andi eftirspum eftir vöra og
þjónustu leiði til verðbólgu, þar sem
framleiðendur bregðast við tekju-
tapi sínu með verðhækkunum; þ.e.
tekjur nægja ekki fyrir kostnaði og
því hlýtur varan að vera seld á of
lágu verði!
IV. Aðrir þensluvaldar
Hér að ofan er gerð tilraun til
að varpa ljósi á heildarþensluáhrifin
í þjóðarbúinu. En þensluáhrif geta
einnig verið með öðram hætti.
Þannig geta t.d. kerfisbreytingar í
þjóðarbúinu verið á þá vegu að
umfram eftirspum myndist á einum
markaði en umfram framboð á öðr-
um, með þeim afleiðingum að
þensla er ríkjandi á hinum fyrri en
samdráttur á þeim seinni. Eftir-
spumarmynstur þjóðarbúsins getur
m.ö.o. breyst að gerð þótt það
breytist ekki að umfangi6.
Gott dæmi um slíka kerfisbreyt-
ingu er nýja húsnæðislöggjöfin og
þau áform að lána mun meira fé
til húsnæðismála. Slíkt hafði í för
með sér aukna eftirspum eftir íbúð-
arhúsnæði með þeim afleiðingum
að verð þess rauk upp og sömuleið-
is framleiðsla. Afleiðing þess getur
orðið m.a. launaskrið í viðkomandi
framleiðslu, sem aftur yfirfærist
yfir í aðrar atvinnugreinar jafnvel
þott þær séu í samdrætti. Annað
gott dæmi um kerfisbreytingu er
breyting á óbeinum sköttum sem
getur haft í för með sér að eftir-
spum vex eftir vissum vöram, en
minnkar eftir öðram, með tilheyr-
andi þenslu- og samdráttaráhrifum.
Eru t.d. líkur á að tollalækkun á
bílum og sú mikla eftirspum eftir
þeim hafi dregið úr spamaði þjóðar-
búsins?
Afar mikilvægt er því að kerfís-
breytingar séu ekki gerðar með
þeim hætti að mikil röskun verði á
eftirspumar- og/eða framleiðslu-
mynstri þjóðarbúsins.
V. Niðurstöður
Meginniðurstaða þessarar grein-
ar er sú, að skortur á peningastjóm-
un sé aðalorsök þeirrar þenslu sem
hér hefur ríkt. Mikilvægt er því að
skerpa til muna getu Seðlabankans,
með tilheyrandi stjórntækjum, til
að sinna þessu meginhlutverki sínu.
Vert er að leiða hugann að því
að Seðlabanki er einn af homstein-
um lýðræðisins og á að mörgu leyti
að hafa svipaða réttarstöðu og
dómskerfið. Ríkisvaldið á ekki á
neinn hátt að geta misnotað sér
tengsl sín við Seðlabanka á sama
' hátt og það getur ekki misnotað
sér tengsl sín við dómskerfíð. Meg-
inmarkmið Seðlabanka er að reyna
að varðveita verðgildi krónunnar.
Skjólstæðingar hans era hið opin-
bera, atvinnulífið og heimilin. Og
eiga þeir allir jafnan rétt á að Seðla-
banki hafí sem besta möguleika á
að ná þessu meginmarkmiði sínu.
I tímans rás hefur vald verið flutt
frá þessum aðilum yfir til hins opin-
bera og þá til sérstakrar stofnunar,
þ.e. Seðlabanka, þar sem talið var
að þar með yrði best tryggt verð-
gildi og traust gjaldmiðilsins.
1) í þessari grein er algjörlega litið fram-
hjá margföldunarstuðlum, þar sem þeir
gefa umrœðunni lttið.
2) Peningar verða til þar sem Seðlabanki
kaupir gjaldeyririnn á endanum.
3) Greiðsluvenjur þjóðarbúsins eru óbreytt-
ar.
4) Ekki hefur verið tekið tillit til hugsan-
legra breytinga á mismun inn- og útlána
bankakerfísins.
5) Sjá grein mtna um fjármál hins opin-
bera frá því f júnt.
Höfundur er hagfræðingur &
Þjóðhagsstofnun.
Póstur og sími;
Hefur ekki undan
að bæta við rásum
í farsímakerfinu
FARSÍMAKERFIÐ verður
komið í gott horf á næsta ári en
nú hefur Póstur og Sími ekki
undan að bæta við rásum, að
sögn Þorvarðar Jónsonar, fram-
kvæmdastjóra Tæknideildar
Pósts og síma.
„Við höfum,“ sagði Þorvarður,
„verið að bæta við rásum undan-
fama mánuði en höfum ekki undan.
íslendingar era komnir með 18,8
rásir á hveija þúsund íbúa, enda
þótt við höfum ekki byijað að nota
farsíma fyrr en í júlí á síðasta ári.
Ég held að einungis Norðmenn séu
með fleiri rásir, ef miðað er við
höfðatölu. Þetta er svo langt fyrir
ofan okkar áætlanir að það er alveg
furðulegt hvað við höfum þó getað
bjargað málunum vel. 1. október
sl. voram við búnir að setja upp 31
móðurstöð og voram þá með 156
afgreiðslurásir samtals. Þá var not-
endafjöldinn kominn upp í 4.580
en nú er hann um 4.800.
Vinnan við að setja upp nýjar
stöðvar hefur tafist vegna þess að
við höfum tekið efni, sem setja átti
í nýjar stöðvar, í að stækka þær
stöðvar sem fyrir vora til að auka
afgreiðslugetu þeirra. Við höfum
talið það mikilvægara heldur en að
þenja út netið, þannig að það næði
til alls aðalvegakerfisins. En far-
símakerfið verður komið í gott horf
á næsta ári. Um næstu áramót
verðum við búnir að koma upp 36
móðurstöðvum og 180 rásum en
fyrir árslok 1988 yfir 50 móður-
stöðvum og a. m.k. 300 rásum.
Dreifíngin nær þá til nær alls aðal-
vegakerfis landsins og til allra
miðanna í kringum landið.
Um 20% notendanna era sjó-
menn, aðallega á fiskiskipum, og
þeir nota um 60% af þeim tíma sem
farsímakerfíð er notað. Þess vegna
leggjum við áherslu á þær stöðvar
sem sinna skipunum og að fylla upp
í göt sem era á milli þeirra. Það
var orðið alltof mikið álag á
strandastöðvunum. Nú geta skip,
sem era í töluverðri fíarlægð frá
landinu, náð sambandi við stranda-
stöðvamar sem oft var erfitt fyrir
þau vegna skipa sem vora nær
landinu en þau nota nú farsíma en
ekki strandastöðvarnar.
Það háir okkur að það er langur
afgreiðslutími á öllum búnaði í far-
símakerfið og einnig eram við með
takmarkaðan mannskap til að setja
upp þennan búnað,“ sagði Þorvarð-
ur.
Hótel Örk:
Vilja fram-
lengingu á
greiðslu-
stöðvun
Hjá skiptaráðandanum í
Reykjavík_ liggur fyrir beiðni
frá Hótel Örk í Hveragerði um
framlengingu á greiðslustöðv-
un.
Þriggja mánaða greiðslu-
stöðvun hótelsins rennur út 2.
desember en að sögn Ragnars
Hall skiptaráðanda, getur fram-
lengingin mest orðið tveir
mánuðir.
Flugleiðir:
Þyrftum að fylgja
baráttunni gegn ensku-
notkun betur eftir
- segir Leifur Magnússon fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs
LEIFUR Magnússon, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs
Flugleiða, sagði í samtali við
Morgunblaðið að Flugleiðum
hefði orðið nokkuð ágengt i bar-
áttunni gegn innbyrðis ensku-
notkun starfsmannanna en því
miður hefði henni ekki verið
fylgt nægilega vel eftir.
„Því miður,“ sagði Leifur, „hefur
þetta legið niðri hjá okkur núna.
Þó var það nú þannig að margir
tóku sig á þegar við voram að vekja
athygli á þessu fyrir u.þ.b. ári síðan.
Þeir sem era leiðandi í þjálfunar-
málum og í daglegum rekstri hafa
margir hveijir tekið sig á en ég
veit ekki hvað hægt er að segja um
starfsliðið almennt. Því miður hefur
þessu ekki verið fylgt nægilega vel
eftir hjá okkur. Það stóð til að vera
með áróður í málgögnum okkar,
innanhússblöðum og öðru slíku, en
það hefur ekki farið í gang. Óform-
lega var sett í þetta nefnd á sínum
tíma en hún hefur ekki starfað
undanfarið, þannig að við þyrftum
að endurlífga þetta mál,“ sagði
Leifur.
Fullveldisfagnað-
ur stúdenta í dag
FULLVELDISFAGNAÐÚR stúd-
enta verður haldinn að venju í
dag, 1. desember, undir yfir-
skriftinni „Nám nútíðar - nauð-
syn framtíðar". Heiðursgestur
hátíðarinnar er Þorsteinn Páls-
son, forsætisráðherra.
Hátíðin hefst í Háskólabíó kl. 14
með setningarávarpi Ómars Geirs-
sonar, formanns hátíðarnefndar, en
síðan er dagskráin í Háskólabíó sem
hér segir: Ávarp heiðursgests, Þor-
steins Pálssonar, forsætisráðherra,
Háskólakórinn syngur nokkur ætt-
jarðarlög, Margrét Guðnadóttir,
prófessor, flytur ávarp, Einar Kára-
son, skáld, flytur erindi um þema
dagsins og Bjöm Thoroddsen og
félagar spila.
Eftir hlé flytur Hans Beck lækna-
nemi ávarp, Magnús Þór Jónsson
kemur fram og að lokum spila Bjöm
Thoroddsen og félagar léttan jass.
Stúdentakjallarinn verður opinn frá
kl. 16 til 23, en hátíðinni lýkur með
dansleik á Hótel Borg, sem stendur
til kl. 3.
JL