Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987 vinnu í undirbúning síðustu tvær vikumar á hvorum stað, kapplið valin og æfð, og sýningarflokkar samið og æft prógrömm fyrir kvöldvöku. Eftir léttan snæðing í mötuneyt- inu og móttökuræðu formanns Gróanda, Jóhannesar B. Jónssonar, var gengið til dagskrár. í keppni bamaskólanna sigraði Núpur í snóker, borðtennis, lang- stökki og boðhiaupi, Reykjanes í knattspymu, sundi, félagsvist og skák. Núpsveijar byijuðu af hörku í keppni héraðsskólanna og sigruðu í körfubolta pilta og stúlkna auk knattspymu pilta, Reyknesingar svöruðu eftir kaffíhlé með sigri í knattspymu stúlkna, en urðu síðan að játa sig sigraða í heildarkeppn- inni eftir 3:l-tap í skákinni. Eftir ljúfan kvöldverð settu gest- gjafamir upp kvöldvöku með frumsömdum Íeikþáttum, bröndur- Dansað af innlifun, Helga Jónina. Nemendur og starfsfólk beggja skólanna. um og dansatriðum sem vöktu mikla kátínu og hrifning við- staddra. Í lokin var stiginn dans og verðlaunabikar afhentur sigur- liðinu. Var það mál allra að slík sam- skipti héraðsskólanna væru mikil tilbreyting í skólastarfínu og gegndi auk þess mikilvægu hlut- verki í félagsþroska nemenda. Ekki var laust við að nokkur saknaðartár hryndu á kveðjustund- inni þó kynnin hefðu verið stutt þennan fagra nóvemberdag í vest- asta hluta Evrópu. Hvort sem hlutskiptið var tap eða sigur í keppni voru það ánægðir unglingar sem gengu til náða þetta kvöld enda höfuðmarkmiði heimsóknar- inar náð. „Sjáumst í vor,“ var það síðasta sem til ferðalanganna heyrðist, „þá vinnum við, ekki gleyma að skrifa." - KJ Morgunbladið/Kári Jónsson Líf og fjör Það var eftirvænting og spenna í loftinu þegar nemendur héraðs- og bamaskólans í Reykjanesi renndu í hlaðið að Núpi um hádeg- isbilið, í tveim litlum rútum og tveim einkabílum. Sól gægðist yfir kjöl Mýrafellsins á heiðum himni og heilsaði komufólki blíðlega. Nemendur höfðu lagt mikla áNúpi Núpi, Dýrafirði. UNGMENNAFÉLAGIÐ Gró- andi, sem er félag nemenda í Héraðsskólanum að Núpi, bauð kollegum sínum i Reykjanesi við ísafjarðardjúp i heimsókn. Keppt var í iþróttum margskon- ar, s.s. körfuknattleik, knatt- spyrnu, sundi, þrautum o.fl. Söngfuglarnir með sitt lítið af hveiju. Línuveiðar hafnar frá Stykkishólmi Stykkishólmi. NÚ ERU hafnar lfnuveiðar frá Stykkishólmi. Mótorbáturinn An- dey er þegar kominn á veiðar. Báturinn er gerður út af fyrirtæk- inu Rækjunes, en aðrir bátar fyrirtækisins stunda skelveiðar og vinnur fyrirtækið skelfiskinn. Skipstjóri á Andey er Gfsli HaUgrímsson. Þórsnes hf. hefír að undanfömu gert út báta sína, Þórsnes I og Þórs- nes II, á síldveiðar og eru þeir báðir komnir heim. Skipstjórar bátanna eru þeir Kristinn Ó. Jónsson og Jón- as Sigurðsson. Bæði Þórsnesin voru þijár vikur í túmum og fengu hvert um sig um 1.400 tonn en þá var leyfíð búið. Landað var fyrir austan, enda síldarinnar aflað þar, nema komið var með um 100 tonn af hvor- um bátnum og af því var landað um 140 tonnum á útnesinu og um 60 tonnum í Stykkishólmi. Afli þessi á að vera til beitu á línuvertíðinni, enda settur strax í fyrstingu. Þórs- nes á nú eitthvað eftir af skelveiði- kvótanum og notar hann fyrir ára- mót, að sögn Kristins. Þá var einnig á síld héðan mótor- báturinn Sif, eigandi Hólmur hf., og var hann eitthvað lengur við veiðar en hinir. Skipstjóri var Víðir Frið- geirsson. Veiði þeirra var um 1.600 lestir. Hann er einnig kominn heim í Hólminn. Skelfískur hefír verið undanfarið fallandi á erlendum markaði og því ekki eins eftirsóknarverð veiði og áður. Sumir, sem fréttaritari hefír átt tal við, telja jafnvel tímabært að minnka sóknina í þá veiði og bíða þess að sveifla markaðarins fari upp á við, en hafí sinn aðlögunartíma. Hér eru starfandi þijár skelfísk- vinnslur og því mikið í húfí að ástandið batni að nýju. nréineeming Jólin nálgast, leufdu okkur aö létta pérjólanreingeminguna. \ Við bjóóum gœöavörur á x.X góöu verói... -. DOFRI ^ÞVOL^ RODUOÐI ^^2= FLJÓTANDI BIAUTSÁPA^ SJÁLFGLJÁIÁRÆSTIKREM RÆSTIDUFT^MOPPUR^L /-'fi/JA, Handbók um Ijösmyndatækni, búnaó, aðferóir og val myndefnis.Yfir 1250 myndir John Hedgecoe Ljósmynda- bókin er kom- in út í nýrri útgáfu BÓKAÚTGÁFAN Setberg hefur sent frá sér aðra útg- áfu Ljósmyndabókarinnar. í kynningu útgefanda segir m.a. um efni bókarinnar sem er 350 blaðsíður: „Hér er að fínna vitneskju um flest það er ljós- myndari — áhugamaður jafnt sem atvinnumaður — þarf að vita um myndavélar, tæknibúnað og film- ur, um myndatökur við hvers kyns aðstæður, um framköllun, frá- gang og varðveislu myndanna, í svart/hvítu eða lit. Með hjálp liðlega 1250 ljósmynda, skýringarteikninga, línurita og taflna eru mörg fræðihugtök skýrð á auðskilinn hátt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.