Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987 Afganistan: Ellefu látast í skothríð á á þjóðþingínu Kim Dae-jung, leiðtogi stjóraarandstæðinga í Suður-Kóreu, hughreystir ættingja að hafi farizt með kóresku þotunni, sem hrapaði i Thailandi. Kóresk þota fórst í Thailandi: Kabúl, Reuter. Á SUNNUDAG skutu skæruliðar múslima flugskeytum að háskólanum í Kabúl þar sem þjóðþing Afganistan kom saman til að greiða atkvæði um nýja stjóraarskrá og til að kjósa forseta. Átök urðu einnig í gær, er afganskur hershöfðingi, sem áður var á bandi islamskra skæruliða, hóf skothríð á öryggisverði í þjóðþinginu, að sögn talsmanns stjóraar- flokks Afganistans. Vélbyssuskothríð og sprengingar stóðu yfir í borginni i hálfa klukkustund í gær á meðan á þingfundi stóð. Talið er að ellefu menn hafi látist. Reuter sem talið er Talsmaður afgönsku stjómarinnar sagði að átökin i gær hefðu hafist þegar Esmat Muslim, meðlimur bylt- ingarráðs landsins, ruddist inn á þingfundinn ásamt hópi vopnaðra varða og hóf skothríð. Hashami Kai- hani, talsmaður stjómarinnar sagði Muslim vera fyrmrn skæmliða sem hefði gengið stjóminni á hönd fyrir tveim ámm. Hann sagði hann hers- höfðingja sem ætti sæti á þjóðþing- inu, sem í gær samþykkti samhljóða nýja stjómarskrá landsins. Talið er að 11 hafi látið lífið í átökunum. Tass-fréttastofan í Moskvu sagði að Mustim stjómaði landamærasveit í suðurhluta Kandahar-héraðs við Logandí vígahnöttur steyptist til jarðar Bangkok, Reuter. landamæri Pakistan. Muslim er einn af rúmlega 100 meðlimum byltingar- ráðsins, æðstu valdastofnunar landsins, en yfirmaður þess er Naji- bullah, sem kjörinn var forseti landsins á þinginu í gær. Talsmaður afgönsku stjómarinnar vildi ekki láta uppi hvort Muslim hefði verið skotinn I átökunum, en sovéskar heimildir segja hann hafa komist af. Kaihani sagði að um 100 afgan- skir öryggisverðir hefðu tekið þátt í átökunum, en hann tók sérstaklega fram að engir sovéskir hermenn hefðu komið þar nálægt. Hann neit- aði að gefa erlendum blaðamönnum, sem vom staddir í Kabúl til að fylgj- ast með þinghaldinu sem hófst á sunnudag, upp mannfall. Vestrænir sjónarvottar segjast hafa séð tvo menn látna á götum úti og einn særðan. Að sögn erlendra sendi- manna í borginni létu ellefu manns lífið í átökunum í gær. Um leið og skothrfðin hófst á þing- inu bjuggu sovéskar skriðdrekasveit- ir sem staddir vom utan við húsið sig til áhlaups. Blaðamönnum var meinaður aðgangur að þinginu þar til átökin höfðu verið stöðvuð. Örygg- isgæsla hafði verið hert í Kabúl fyrir þingið, herstyrkur í borginni hafði verið tvöfaldaður, eftir átökin i gær og fyrradag vom enn kallaðar til sovéskir hersveitir sem em nú á götum úti í borginni og allt í kringum hana. FLAK kóresku farþegaþotunnar, sem brotlenti i skógi vöxnu fjall- lendi í vesturhluta Thailands í fyrradag, var ófundið í gær- kvöldi, að sögn talsmanns flug- hers landsins. Sjónarvottar kveðast hafa séð logandi víga- hnött á lofti og síðan hafi flugvél steypzt til jarðar. Þota kóreska flugfélagsins, Korean Airlines (KAL), fórst skammt frá landamærum Burma, í héraðinu Kanchanaburi. Sjónar- vottar á svæðinu segjast hafa heyrt sprengingu, séð logandi vígahnött á lofti og síðan hefði flugvél hrapað til jarðar. Þotan var af gerðinni Boeing- 707. Um borð vom 95 farþegar og 20 manna áhöfn. Var þotan á leið ffá Baghdað í írak til Seoul í Suð- ur-Kóreu með kóreska verkamenn, sem unnu hjá kóreskum verktökum í Miðausturlöndudm. Ætlaði þotan að millilenda í Bangkok í Thailandi til eldsneytistöku. Umfangsmikil leit stendur fyrir dymm en ekki hefur tekizt að fljúga björgunarsveitum á vettvang vegna þess að þétt mistur grúfir yfir því svæði, sem talið er að fínna megi þotuna á. Slysstaðurinn er afvikinn og torsótt aS komast þangað á landi. Það sfðasta sem heyrðist frá þo- tunni var er flugstjórinn tilkynnti flugtuminum í Rangoon í Burma að flugvélin ætti eftir 22 mínútna flug að baðstrandarborginni Tawai á leið sinni til Bangkok. Um 300 ættingjar þeirra sem um borð vom héldu til á flugvellinum í Seoul og biðu fregna af leitinni að flugvélinni. Ekkert er vitað um afdrif farþega og áhafnar þotunnar. Cho Choong-Hoon, forseti KAL, kom í gær til Bangkok ásamt 19 kóreskum embættismönnum til þess að fylgjast með björgunarað- gerðum og rannsókn flugslyssins. Þotan, sem saknað er, nauðlenti í september síðastliðnum vegna bil- unar í nefhjóli, en þá var frá því skýrt, að þotan, sem er 16 ára göm- ul, hafi ekki laskast í lendingunni. Flugmaður þotunnar var 59 ára og með 5.000 flugstundir í far- þegaflugi að baki. Hann er fyrrum herflugmaður og tók þátt í bardög- um í Kóreustríðinu. Hann fór á eftirlaun í fyrra en var nýlega beð- inn að koma aftur til starfa svo hægt yrði að standa við skammtímaverkefni. Najibullah, sem kosinn var forseti Afganistan á þinginu í gær, hélt ræðu í útvarpinu í Kabúl þar sem hann hét því að sovéskar hersveitir myndu hverfa úr landi innan árs. Einnig sagði hann að 5.000 fangar yrðu látnir lausir. Ekki er ljóst hvort hann átti við pólitíska fanga eða venjulega fanga. Líbanon: Telur að Waite hafí verið í næsta herbergi við sig Paris, Reuter. FRAKKI, sem var í gíslingu í Líbanon, sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag að hann héldi að Terry Waite, sérlegur sendimaður erkibiskupsins af Kantaraborg, hefði verið haldið föngnum í næsta herbvergi við sig. „Terry Waite var í haldi hjá sömu mönnum og ég; sömu mannræningjunum," sagði (jósmyndarinn Roger Auque. Honum var sleppt úr haldi ásamt öðrum Frakka sl. föstudag. Auque var rænt hinn 8. janúar sl. þegar hann var í för með Wa- ite, sem freistaði þess að fá vestræna gísla í Beirút leysta úr haldi. Tólf dögum síðar hvarf Waite. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð sinni á hvarfí prelátans — ekki frekar en ráninu á Auque — og hefur ekkert til sendimannsins heyrst síðan. Samtök, sem nefna sig Byltingarsinnuðu réttlætis- samtökin, sögðust bera ábyrgð á ráni hins Frakkans sem sleppt var á föstudag, Jean-Louis Norm- andin. í sjónvarpsviðtalinu, sem La Cinq (Stöð fimm) sendi út á sunnu- dag, lýsti Auque högum sínum í gíslingunni, en skýrði m.a. frá því að hann hefði heyrt samræður á ensku í næsta herbergi við sig. Sagðist hann þess fullviss að sömu menn hefðu rænt sér og Terry Waite. „Það sém meira er — ég held að Waite hafí verið í næsta herbergi við mig,“ sagði Auquen. Sagði Auquen einnig að hann hefði eytt tveimur mánuðum í klefa með suður-kóreska stjórnar- erindrekanum Do Chae Sung, en hann var leystur úr haldi í október sl. Með því að ræða við Kóreu- manninn og fleiri sagðist hann hafa komist að ýmislegu um ræn- ingja sína. „Ég vissi að hópurinn, sem hafði mig í haldi, héit fleiri mönnum í gíslingu, aðallega Bret- um og Bandaríkjamönnum, en einnig Frökkum, og ég [komst líka að því] að Bandaríkjamaðurinn kvaldist rnikið." Normandin sagði í viðtali á laugardag að hann hefði m.a. dval- ið um skeið með tveimur Banda- ríkjamönnum, þeim Joseph Cipiccio og Edward Tracy. Hann sagði þó ekki frekar af Banda- ríkjamönnunum eða hvar þeir kjmnu að vera nú. Normandin bar mannræningjunum frekar vel sög- una. „Ég veit að gíslar segja alltaf að ræningjar þeirra hafí hagað sér vel, en í mínu tilfelli var það satt. Ég get í raun ekki kvartað undan vörðunum. Þeir höfðu verk að vinna og leystu það sómasamlega af hendi.“ í Frakklandi hafa verið nokkrar vangaveltur um hvers vegna Frökkunum tveimur hefði verið sleppt. Fullyrtu sumir að Frakk- landsstjóm hefði greitt lausnar- gjald fyrir þá, en hún vísaði þvl á bug. FVönsk blöð sögðu að sendi- maður stjómarinnar, sem nefndur er Alexandre Stephani, hafi verið í Beirút og leiddu að því getum að hann hafí samið beint við mann- ræningjana. Talið er að Stephani sé dulnefni manns að nafni Jean- Charles Marchiani, en hann er fyrrverandi starfsmaður frönsku leyniþjónustunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.