Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987
Kúbönsku fangarnir í Oakdale S Louisiana-fylki í Bandaríkjunum voru sigri hrósandi eftir að sam-
komulag náðist í deilu þeirra við stjómvöld.
Bandaríkin:
Fangarnir í Oakdale
semja við sljómvöld
Oakdale, Reuter.
FANGAR FRÁ Kúbu i Oakdale í Louisiana-fylki í Bandaríkjunum
slepptu á sunnudag 26 gisium eftir að samkomulag tókst með
þeim og yfirvöldum. Afskipti kaþólsks biskups af sáttaumleitunum
höfðu úrslitaáhrif fyrir lausn gislamálsins. Enn hefur ekki tekist
að semja við kúbönsku fangana i Atlanta, sem hafa 90 gísla á
sínu valdi.
Gísiunum var sleppt eftir að
ræðu Augustins Romans, ka-
þólsks biskups í Miami, hafði verið
sjónvarpað til Kúbumannanna í
fangelsinu í Oakdale. Gíslamir
voru vel á sig komnir eftir átta
daga í haldi hjá kúbönsku föngun-
um. í ræðu sinni lagði biskupinn
blessun sína yfír sáttatilboð yfír-
valda. Samkvæmt samkomulag-
inu verður þeim föngum sleppt til
reynslu, sem ákveðið hafði verið
að sleppa vegna góðrar hegðunar,
áður en samningur Bandaríkjanna
og Kúbu kom til sögunnar. Þeir
sem ekki eiga fjölskyldu að ,eða
engan fjárhagslegan bakhjarl og
hafa hegðað sér vel mega eiga
von á náðun. Mál þeirra sem eftir
eru verða tekin fyrir hvert fyrir
sig.
Fangamir sem sleppt verður fá
atvinnuleyfí og öðlast stöðu flótta-
manna. Hinum verður dreift á 45
fangelsi víðs vegar um Banda-
ríkin.
Fangamir í Atlanta krefjast
þess enn að ákvæði í samningi
Kúbumanna og Bandaríkjanna
um að 2.300 kúbanskir fangar
verði sendir heim verði að fullu
numið úr gildi. Búist er við að
leitað verði til Romans biskups
um málamiðlun í gíslamálinu í
Atlanta.
Bretland:
Verkamaiuiaflokk-
urinn endurskoð-
ar stefnumál sín
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
VERKAMANNAFLOKKURINN byijar endurskoðun allra
stefnumála sinna í þessari viku. Þjóðfélagsbreytingar virðast
vinna gegn flokknum. Vinstri armur flokksins og trotskíistar
vinna leynt og ljóst gegn áformum Neils Kinnocks flokksleið-
toga. Félag ungra sósíalista var rekið úr flokknum í síðustu
viku.
En flokkurinn getur nýtt sér,
að mikill meirihluti kjósenda hefur
stöðugar áhyggjur af heilbrigðis-
kerfínu og auknu bili á milli ríkra
og fátækra. Einnig telja 90% kjós-
enda, að ríkið eigi að he§a
byggingarframkvæmdir til að
skapa störf. Svipaðar þjóðfélags-
breytingar og nú em að gerast í
Bretlandi eiga sér einnig stað á
meginlandinu. Sósíalistafíokkar
þar hafa lagað sig að þessum nýju
aðstæðum og haldið miklu fylgi
kjósenda.
En vinstri armur Verkamanna-
flokksins er stöðug ógnun við
forystu Kinnocks. I síðustu viku
ákvað framkvæmdastjóm flokks-
ins að leggja niður æskulýðssam-
tök flokksins, eftir að hún hafði
fengið gögn um, að trotskíistar
hefðu ráðist með ofbeldi á hófsama
félaga í samtökunum á ársþingi
þeirra um síðustu páska. Æsku-
lýðssamtök flokksins hafa verið
forystunni nokkur höfuðverkur,
vegna þess að þau eru undirlögð
af trotskíistum.
Ken Livingstone, einn af leið-
togum vinstri armsins og þing-
maður fyrir Brentkjördæmi í
London, greiddi atkvæði gegn því,
að samtökin yrðu lögð niður,
ásamt þremur öðrum fulltrúum í
framkvæmdastjóminni. Kinnock
ávítaði hann harðlega í síðustu
viku fyrir yfírlýsingar hans um
Norður-írland, og þingflokksform-
aðurinn skipaði honum að eyða
meiri tíma í þinginu og gefa færri
yfírlýsingar í fjölmiðlum. Livings-
tone hefur virt þetta að vettugi.
Kinnock hefur einnig fyrirskip-
að John Prescott þingmanni að
hætta við að hefja baráttu við Roy
Hattersley um embætti varaleið-
toga flokksins. Prescott segist
vera að hugsa málið. Samkvæmt
skoðanakönnun, sem birtist í The
Sunday Times síðastliðinn sunnu-
dag, segjast 50% kjósenda styðja
íhaldsflokkinn, 38% Verkamanna-
flokkinn og 12% Bandalagið. Fylgi
Bandalagsins er rétt um helming-
ur þess, sem það fékk í kosningun-
um í júní síðastliðnum.
Starfsmaður Rauða krossins ber slasaðan mann af kjörstað á sunnu-
Að sögn sjónarvotta fóm hópar
manna með sveðjur og vélbyssur
um höfuðborgina í morgunsárið á
sunnudag og skutu á fólk og
hjuggu til þess af handahófi. Mest
varð mannfallið af þeirra völdum
þegar sex manns héldu uppi stans-
lausri skothríð á blaðamenn og
kjósendur við skóla nokkum. Alls
féllu 15 manns í þeirri árás.
Róstur þessar neyddu bráða-
birgðakjörstjóm Haiti til þess að
fresta kosningunum og skömmu
síðar var kjörstjómin sjálf leyst
upp.
Karíbahafsríkið Haiti var undir
algem einræði þeirra feðga
Francois og Jean-Claude Duvalier
frá árinu 1957 þangað til í fyrra,
en þá var syninum komið frá völd-
um. Til stóð að halda fyrstu
lýðræðislegu kosningamar nú og
átti að kjósa forseta, 27 öldunga-
deildarmenn og 77 fulltúadeildar-
menn. Þeir áttu að taka við
embætti fyrir 7. febrúar. Henry
Namphy, hershöfcingi og leiðtogi
bráðabirgðastjómarinnar, sagði í
sjónvarpsávarpi að kosningamar
myndu fara fram fyrir 7. febrúar.
Að sögn sjónarvotta gerðu her-
sveitir stjómarinnar lítið til þess
að koma í veg fyrir blóðsúthelling-
ar ódæðismannanna. Gekk einn
frambjóðenda til öldungadeildar-
innar svo langt að segja að herinn
bæri ábyrgð á árásunum og frest-
un kosninganna.
í kjölfar fegna þessara sigldi
sú tilkynning Bandaríkjastjómar
að allri hemaðaraðstoð við Haiti
yrði þegar í stað slegið á frest.
Hið sama mun eiga við alla efna-
hagsaðstoð aðra en þá, sem
beinlínis lýtur að mannúðarmál-
um. Að sögn talsmanna banda-
ríska utanríkisráðuneytisins fékk
dag.
Haiti 1,2 milljónir Bandaríkjadala
í hemaðaraðstoð á árinu og um
100 milljónir í efnahagsaðstoð.
Bandaríkjaforseti hafði sent 15
með kosningunum, en eftir að
þryðjuverkin hófust á sunnu.dag
var óttast um öryggi þeirra, svo
að þeim var flogið heim aftur um
manna nefnd til þess að fylgjast borð í bandarískri herþotu.
Sjö nefndir, sem framkvæmda-
stjóm Verkamannaflokksins hefur
valið til að endurskoða stefnu
flokksins í öllum málaflokkum,
munu taka til starfa nú á næstu
dögum. Kinnock og stuðnings-
menn hans hafa séð svo um, að
vinstri armur flokksins fer hvergi
með meirihluta í þessu nefndum,
en slík skipan hefði verið óhugs-
andi fyrir fímm ámm. Hún er til
marks um þau tök, sem Kinnock
hefur nú á flokknum.
Flokkurinn hefur átt á brattann
að sækja. Ýmsar þjóðfélagsbreyt-
ingar virðast vinna gegn fylgi við
hann. Fylgi flokksins meðal verka-
fólks hefur minnkað úr 70% á
sjöunda áratugnum niður í 50%
nú. Meðal skrifstofufólks hefur
fylgið hrapað á sama tíma úr 60%
í u.þ.b. 30%. Meðal iðnaðarmanna
hefur fylgi flokksins minnkað enn
meir, úr u.þ.b. 60% niður i um 20%.
Fólk flyst nú jafnt og þétt úr
fátækrahverfum miðhluta stór-
borganna, sem hafa verið valda-
miðstöðvar Verkamannaflokksins,
í úthverfín, þar sem stuðningur
við íhaldsflokkinn er yfírgnæf-
andi. Næsta endurskipulagning á
kjördæmum í ljósi nýrra íbúatalna
verður eftir febrúar 1993 og mun
að líkindum leiða til þess, að
Verkamannaflokkurinn tapar yfir
tug þingsæta.
Haiti:
Srí Lanka:
27 drepnir í
átökum
milli þjóð-
flokka
Colombo, Reuter.
AÐ MINNSTA kosti 27 voru
drepnir í átökum milii tamfla,
Indveija og öryggislögreglu á
Sri Lanka á sunnudag.
Að sögn yfírvalda á Sri
Lanka kom til átaka þegar
sveitir Indveija fóru um norð-
ur- og austurhluta eyjunnar í
leit að hermönnum tamfla. 27
létu lífíð, þar af voru þrír lög-
regluþjónar.
Junius Jayewardene, forseti
Sri Lanka, tilnefndi í gær þijá
nýja ráðherra í stjórn landsins,
í stað þriggja sem sögðu sig
úr stjóminni eftir að ákveðið
hafði verið að veita tamflum
takmarkað sjálfstæði.
Kosningum frestað vegna
ofbeldisaðgerða óaldarflokka
Bandaríkjastjórn hættir stuðn-
ingi sínum við stjórnina
Port au Prince, Reuter.
VOPNAÐIR óaldarflokkar drápu á sunnudag að minnsta kosti 27
manns á Haiti og var tilkynnt að af þeim sökum hefði fyrstu lýð-
ræðislegu kosningunum á Haiti i 30 ár verið frestað. í framhaldi
af þvi gerði Bandaríkjastjórn það kunnugt að hernaðaraðstoð við
Haiti-stjórn yrði hætt um sinn.