Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987 m *Venjulegirofnar * Handklæðaslár KF.OFNASMIflJAN MJJ/ SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7 S: 21220 fyfif þía( w KOREANISCHER • 1 (jKoteróCiYyáeng Kapseln Við mikla áreynslu, - rýmun líkamlegrar- og andlegrarorku, -þreytu, -öldrunareinkenni. Rauður Ginseng er samþykktur af Lyfjaeftirliti ríkisins. Biðjið um Rauðan Ginseng með rauðu gæðainnsigli kóreönsku ríkiseinkasölunnar. Upplýsingabæklingur fæst sendurókeypis. Einkaumboð: AGNAR K. HREINSSON HF. Stmi: 16382, Hafnarhús, pósthólf 654,121 Rvk. SHARP REIKNIVÉLAR Hugleiðingar um málefui ungra bama Myndirnar eru frá starfi barna í Hlíðaborg. eftir Berg Felixson Málefni sem varða dagvistir bama hafa verið í sviðsljósi undan- famar vikur. Erfíðleikar í manna- haldi dagvistarheimilanna hafa eflaust ekki farið framhjá neinum né sú umfjöllun sem málið hefur fengið bæði hjá hagsmunasamtök- um og borgaryfirvöldum. Þá hélt Kvenréttindafélag íslands íjölsótt málþing nýlega undir yfirskriftinni: „Nýjar leiðir í dagvistarmálum". Undirritaður vill í framhaldi af því leggja sitt af mörkum í nauðsyn- legar umræður um þessi mál og telur að skeytasendingar í klipptum íjölmiðlafregnum séu ekki nógu upplýsandi fyrir landsmenn og allir sem hafa þekkingu og skoðun á málefninu eigi að koma þeim á framfæri því mikið er í húfi. Dagvistir barna þjóna ijölþættu hlutverki, sem ég skilgreini svo: — Umönnun bama meðan for- eldrar stunda vinnu eða nám. — Þjónusta við atvinnuvegi og þjóðarbú svo foreldrar geti lagt til nauðsynlegt vinnuframlag, sem skilar þjóðarbúinu verðmætum og skatttekjum. — Uppeldishlutverk, viðbót við það sem heimili veitir börnum. Nám, starf og leikir með öðrum börnum i barnvinsamlegu um- hverfi. í umræðum finnst mér málið oft einfaldað og rætt út frá ein- um þessara þátta. En forsenda fyrir farsælli lausn á vandamál- um tengdum dagvistum er að málið sé skoðað í heild, menn sætti sig við orðnar staðreyndir og geri sér grein fyrir hversu mikiivægt þetta mál er fyrir alla, þ.e. þjóðfélag — foreldra — börn. Dagvistarmál eru ekki bara mál foreldra Ég hef oft undrast hve menn gera skýran greinarmun á skóla og leikskóla. Það hefur verið tekin upp kennsla 5 ára bama í fáeinum skólum hér á landi og nokkuð sótt á um að fá slíká kennslu í fleiri skóla enda vilja foreldrar hið besta fyrir bömin sín. Mönnum þykir það sjálfgefíð að kostnaður við kennsluna sé greidd- ur úr hinum sameiginlegu sjóðum og ríkið greiði sem sagt kennara- launin. Sú skoðun er ríkjandi að fræðsla fimm ára bama í skóla sé eitthvað annað en sú sem fram fer á dagvist- arheimili og víst er einhver áherslu- munur á starfl kennara 5 ára bama og fóstra, þó tilgangur starfsins hljóti að vera sá sami, þ.e. þýðing leiksins fyrir þroska og nám og samspil við fullorðna og jafnaldra. í dag dvelja 75—80% 4 og 5 ára barna í Reykjavík og víðar í þétt- býli annað hvort í leikskóla hluta úr degi eða þá á dagheimili allan daginn og kemur sá bamaijöldi e.t.v. á óvart. Og á dagvistarheimilinum fer fram mikil og sumstaðar frábær fræðsla í hentugum húsakjmnum og góðu umhverfi, sem sveitar- stjómir víðs vegar um landið hafa reist af myndarskap, mest undan- farin 10 ár. Mikilvægi fyrstu mótunaráhrifa dregur enginn í efa og má í því sambandi benda á nýlega skýrslu OECD útgefna af menntamálaráðu- neyti sem undirstrikar að við íslenskar aðstæður nútímans sé áríðandi að vanda vel til forskóla- fræðslu. Þá vil ég einnig leyfa mér að benda á merkt viðtal, sem blaða- maður Alþýðublaðsins átti við Sigurbjöm Éinarsson fyrmrn bisk- up. Hans skoðun undirstrikar ræki- lega mikilvægi þess að þjóðin gerir sér grein fyrir stöðu uppeldismála og mikilvægi stofnana, sem í nútím- anum hafa tekið að sér hlutverk stórfjölskyldu fyrri tíma. Aðvörunarorð okkar vitra leið- toga ættu að vekja alla til um- hugsunar sem bera hag bama fyrir bijósti og ætti reyndar að vera skyldulesning fyrir fjölmiðlafólk. Umræður um þessi mál hafa ver- ið ofarlega á baugi í nágrannalönd- um okkar og á flestum stöðum sem ég þekki til hefur ríkisvaldið haft afskipti af þróun mála og lagt fram fjármuni til eflingar forskóla. Hér á landi hafa ekki farið fram alvöru- umræður á Alþingi um þennan málaflokk svo tekið verði eftir. í eldhúsdagsumræðum er vikið að málinu í upphrópunarstíl vanaleg- ast til vansa þegar dregið hefur verið úr framlögum til dagvista, en Alþingi kemur ekki við rekstur sem er á vegum sveitarfélaga eins og menn vita. Ivög um dagvistarheimili fyrir böm eru frá árinu 1976, en þá var gerð breyting á kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Að öðru leyti eru lögin frá árinu 1973 og þarfn- ast endurskoðunar. ... Fjölskyldustefna er á stefnuskrá allra flokka, og er víðast sett fram með þeim almennu orðum sem við öll getum tekið undir, því hver vill ekki vemda fjölskylduna og bömin, sem em homsteinar þjóðfélagsins. En hvemig? Ríkisstjómin hefur skipað nefnd til að gera tillögur til úrbóta í mál- efnum Qölskyldna og er nefndinni óskað velfamaðar í sínu starfí því mörgum spumingum þarf að svara. Er lakari fræðsla í dagvist en í skóla? Hvers vegna hafa ekki risið fleiri dagvistir á vegum foreldra eða ann- arra aðila, þó sveitarfélög styrki slíkt vemlega? Hver á að hafa fmmkvæði í þess- um málum? Hvaða aðili á að hafa með rekst- ur dagvista að gera? Eiga greiðslur kostnaðar að skiptast öðmvísi en nú? Ém þessar stofnanir að sliga ijárhag hins opinbera? Em til einhveijar nýjar leiðir í dagvistarmálum, sem leysa allan vanda? Hvemig á að standa að starfs- mannahaldi dagvista og hvemig menntun eiga starfsmenn að hafa hlotið? Öllum þessum og fleiri spuming- um tel ég nauðsynlegt að velta upp og reyna að svara. Mér er ekki kunnugt um rann- sóknir hér á landi um áhrif dagvist- ardvalar á böm til góðs eða ills enda mun vera mjög erfltt að sanna eða afsanna gæði dagvista. Ein málfarsrannsókn hefur þó verið gerð af HÍ og KHÍ, sem bend- ir til þess að dagvistardvöl hafl hvetjandi áhrif á málþroska bam- anna. Þegar boðið var upp á sérþjón- ustu, þ.e. talkennslu og ráðgjöf frá sálfræðingum og talkennurum, á dagvistarheimilum í Reykjavík kom í ljós að mikil þörf var fyrir slíka þjónustu og að líkindum vaxandi. Þau störf og störf fóstra út á dag- vistarheimilunum eru öll unnin í þeim anda, að veita foreldrum mik- „Hér á landi hafa ekki farið fram alvöruum- ræður á Alþingi um þennan málaflokk svo tekið verði eftir. í eld- húsdagsumræðum er vikið að málinu í upp- hrópunarstíl vanaleg- ast til vansa þegar dregið hefur verið úr framlögum til dag- vista.“ ilsverða hjálp við uppeldi bama í borgarsamfélagi, en það kemur ekki í stað heimila bamanna, hlut- verk foreldranna er og verður grandvöllurinn. En hvenær er æskilegt að bömin byiji í dagvist? Frá almennu sjónarmiði má álykta, að þegar þörf fyrir félags- skap eykst veralega og þroski bama gefur möguleika á fræðslu, sé skyn- samlegt að hlúð sé að félagsþroska svo og vitrænum eiginleikum og bamið hefji dagvistargöngu undir handleiðslu velmenntaðs starfs- fólks. Á leikskólum á íslandi er reiknað með bömum frá 2ja ára aldri, en raunvist á leikskólum hér í Reykjavík er við 2'/2 árs aldur og þá 4 stundir mest 5 stundir á dag. Yngri böm fá almennt ekki vist á dagvist, en á dagheimilum era nær eingöngu böm úr svokölluðum forgangshópum, þ.e. böm náms- manna og einstæðra foreldra. Böm einstakra starfsstétta kom- ast og á dagheimili, flest á dag- heimili sjúkrahúsa landsins, sem reka nokkuð umfangsmikla starf- semi í þeim tilgangi einum að fá fólk til starfa. Innritunarreglur á dagheimili hafa verið gagnrýndar harðlega. Þá era leikskólar sagðir úreltir og þjóni ekki raunveraleikanum, sem er útivinna yflr 80% beggja foreldra forskólabama nú í dag. Langt er frá að „patent“ lausn sé í sjónmáli Það þarf sameiginlegt átak til að koma málum í betra horf. Ríkis- valdið á að gera foreldram betur kleift að annast böm sín, meðan þau era í mestri þörf fyrir einstakl- ingsumönnun, þ.e. yngri en tveggja ára. Þetta má gera með lengingu fæðingarorlofs og betri bamabótum fyrir yngstu bömin. Það er grand- vallaratriði. Leikskólakerfíð er ekki úrelt. Það þarf að vísu iagfæringar, en nýtist bæði heimavinnandi foreldram og þeim sem vinna hlutastarf. Ef vel er að uppbyggingu staðið má breyta hluta leikskóla og bjóða upp á lengri dagvist fyrir þá sem þess óska. Það þarf að hlúa að þessum stofnunum, en það er míh trú að nú þegar höf- um við grann til að byggja á og með skynsamlegri útfærslu er hér leið sem ekki myndi sliga fjárhag hins opinbera. Þá ættu atvinnufyrirtæki að koma inn í myndina á skipulegan hátt, bæði með framlögum og einn- ig með sveigjanlegum vinnutíma fyrir starfsmenn, sem gæti stytt vistunartíma bama á dagvist, ef slíkt fyrirkomulag gengi upp hjá foreldram. Það er engin ástæða til að færa starfsemi leikskóla til skólanna. Skólinn hlýtur og verður að hafa það að markmiði að þjóna betur þeim aldurshópum, sem þar era nú, og bregðast betur við breyttum tímum. Samfelldur skóladagur og möguleiki á lengri viðvera skóla- bama á sínum vinnustað er nauðsyn og ætti að vera forgangsverkefni skóla í dag. Eins og áður er sagt hafa á und- anfömum árum verið reist mörg góð dagvistarheimili með hentugri leik- og starfsaðstöðu bæði innan- húss og utan. Fyrir yngstu börnin er slík aðstaða almennt ekki til í grannskólum. Starfsmannahald Það mikilvægasta fyrir farsælu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.