Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR L DESEMBER 1987 59 Kristín Einarsdóttir fólk var sammála um að ekki megi dragast að sameina helstu þætti umhverfismála í eitt ráðuneyti, málaflokka eins og almenna náttúru- vemd, mengunarmál og skipulags- mál. Öll hin Norðurlöndin hafa stofnað sérstök umhverfisráðuneyti. Við kvennalistakonur lögðum ríka áherslu á umhverfismálin í stjórnar- myndunarviðræðunum í vor. Sú ríkisstjórn sem mynduð var tregðast hins vegar við og það getur orðið afdrifaríkt fyrir umhverfisvernd og skynsamlega nýtingu auðlinda. Undanfarin ár og sérstaklega eft- ir fund leiðtoga risaveldanna í Reykjavík hafa íslendingar fylgst með friðar- og afvopnunarmálum af enn meiri áhuga en áður. Islending- ar vilja að landið verði lýst kjarn- orkuvopnalaust og telja vitfirrt vígbúnaðarkapphlaup ekki leið til friðar. Við kvennalistakonur fögnum því að svo virðist sem utanrrh. hafi verið að átta sig á þessu að undanf- örnu. Hann tekur nú undir ýmislegt af því sem Kvennalistinn og fleiri hafa haldið fram. Þannig er því nú slegið föstu að á íslandi megi ekki staðsetja kjarnorkuvopn, hvorki á friðar- né ófriðartímum, og á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna styður ísland tillögur um stöðvun kjarn- orkuvígbúnaðar. Þessi stefnubreyt- ing er góðra gjalda verð og vonandi bregða samstarfsflokkar í ríkisstjórn ekki fæti fyrir þessi ánægjulegu sinnaskipti. Þótt hugarfarsbreyting hafi orðið hjá utanrrh. kvað við ann- an tón í forsrh. hér áðan þegar hann talaði um kjarnorkuvopnalaus svæði. Hugmyndum þar að lútandi fann hann flest til foráttu. Afstaða íslands á alþjóðavett- vangi skiptir miklu máli, en hitt er þó mikilsverðara að við stöndum þannig að málum á okkar eigin landi að við leggjum lóð á vogarskál frið- ar og afvopnunar. Áframhaldandi hernaðarframkvæmdir víða um land er ekki slíkt framlag. Við bíðum því eftir stefnubreytingu utanrrh. einnig á þessu sviði. Kvennalistakonur tóku þátt í að reyna að mynda ríkisstjórn sl. vor eftir mikinn sigur í kosningum. Það tókst ekki eins og alþjóð er kunn- ugt. Við vildum ekki'starfa í ríkis- stjóm þar sem kvennapólitísk sjónarmið voru ekki virt. Það er ekki nóg að fá fallega stóla til að sitja í og fallega mynd á forsíður dagblaðanna. Kvennalistakonur em komnar til að hafa áhrif. Þær vilja enga sýndarmennsku. Við viljum aðra forgangsröð og aðrar áherslur. Á það hefur ekki verið hlustað. Fög- ur fyrirheit þeirra sem nú fara með völdin hrökkva skammt því að at- hafnirnar stefna I þveröfuga átt. Það er ekki endalaust hægt að fara með fólkið í landinu eins og tölur á blaði. Góðir hlustendur. Þótt Kvenna- listinn ynni góðan sigur í vor nægði hann ekki til að knýja fram þær breytingar sem við stefnum að. En sá tími kemur. Þá mun vora I sam- félaginu fyrir konur og börn og um leið fyrir okkur öll. Ég þakka áheyrnina. — Góða nótt. Þar fást fjarstýrðir bilar af öllum gerðum og ( mörgum verðflokkum. Jeppar — Pickup — Buggi — Rallí — og kappakstursbllar, með til- heyrandi mótorum og fjarstýringu. Bllstjórar frá 3ja til 95 ára, jafnt próflausir og með próf aka bílum frá Tómstundahúsinu. Póstsendum — Góð aðkeyrsla, næg bilastæði. avegi 164 simi 21901 ÞVOTTEKTA GÆÐI é í heimilistækjunum frá AEG fara saman afköst, ending og gæði. Þvottavélarnar frá AEG bera því glöggt vitni. Vestur-þýsk gæði á þessu verði, engin spurning! AEGheimilistæki - þvi þúhleypirekkihverjusem er íhúsverkin! AEG Lavamat 980 ★ Telur 5 kg af þvotti ★ Allt að 1200 snúninga vindu- hraði pr. mín. ★ Hægt að stjórna vinduhraða 1200/950/850/650 ★ Variomatic vinding sem tryggir jafna vindingu. ★ Sérstaktullarþvottakerfi. ★ Sparnaðarrofi fyrir 2,5 kg eða minna. ★ Stutt-kerfi (35-45 mín.) fyrir lítið óhreinan þvott. ★ Stiglaust hitaval ★ Belgurogtromlaúrryðfríustáli. ★ „ÖKO kerfi“ sparar 20% þvotta- efni. IMý þvottavél frá AEG! Verðkr. 47»440f staðgr. Þessi þvottavél hefur alla þá eiginleika sem góð þvottavél þarf að hafa. ALVEG EJNSTÖK GÆDI Umboðsmenn um land allt. BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 9, sími: 38820
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.