Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987 47 J6n Sigurðarson forstjóri. MorgunbiaÆið/Bjami stjóm nýja Álafoss hf. á fyrsta fundi sínum. Frá vinstri Sigurður Helgason stjómarformaður, Jón Sigurðarson forstjóri, Gestur Jónsson varamaður i stjóm, Valur Amþórsson, Guðjón B. Ólafsson og Bryiyólfur Bjarnason. Á myndina vantar dr. Gylfa Þ. Gíslason. Nýr Álafoss tekur til starfa í dag: Markmiðið er hærra verð fyrir betri og eftirsóknarverðari vöru ALAF0S3 H.F, Jón Siguróarson forstjóri Aóalsteinn Helgason aöstoóarforstjórl SKIPURIT PR. 1.12.1987 Ingl Bjömsson, frkvstj. f jármála markaösmál Áml Ámason, forstööum.banddeildar Jón H. Guömundsson, forsf.m. vefnaóar Ánnann Sverrlsson forstöóum. fatadelldar ■ i i i Guðjón KrisÖnsson veitem.stj. Þórir Jóharmesson verksm.stj. sölum. Einar Jón Eyland Haraldsson sftlum. voritsavstj. verfcsm.stj. Kristinn Amþórsson, delldarstjóri ullarþvotti Steinar Jónasson, verst.stj. Álafossbúóar dótturfyrírtæki 30. nóvember 1987 Skipurit hins nýja fyrirtækis 1. 12. 1987. - segirJón Sigurðarson forstjóri NÝTT ullariðnaðarfyrirtæki, sem orðið er til við sammna Ála- foss hf. í Mosfellsbæ og Ullariðn- aðardeildar Sambandsins á Akureyri, tekur til starfa í dag. Fyrirtækið heitir Álafoss hf. og verða aðalstððvar þess á Akur- eyri. Forstjóri fyrirtækisins er Jón Sigurðarson, sem verið hefur foratjóri Iðnaðardeildar Sam- bandsins siðan 1985 og aðstoðar- forstjóri er Aðalsteinn Helgason, en hann hefur verið aðstoðar- framkvæmdastjóri Ullariðnaðar- deildar Sambandsins undanfarin tvö ár. Hlutafé nýja Álafoss hf. verður 700 miltjónir krona og á Framk væmdasj óður helming þess, en Samband islenskra sam- vinnufélaga hinn helminginn. Starfsmenn hins nýja fyrirtækis verða um 550 manns, en um 140 manns í gömlu fyrirtækjunum tveimur, á Akureyri og í Mos- fellsbæ, hefur verið sagt upp störfum vegna samrunans. Jón Sigurðarson forstjóri sagði á fundi með fréttamönnum, þar sem starfsemi hins nýja fyrirtækis var kynnt, að forgangsverkefni yrði markviss uppbygging og skipulag markaðsmála í helstu viðskiptal- öndunum. „í því felst meðal annars að ná hærra verði erlendis og við höfum trú á að það sé hægt með sameiginlegu átaki og samstilltum vinnubrögðum," sagði Jón. Hann sagði að ein af meginástæðum fyr- ir slæmri afkomu ullariðnaðarins undanfarin ár hefði verið óeðlileg innbyrðissamkeppni fslenskra fram- leiðenda, sem leitt hefðu af sér verðstríð og undirboð. Við samrun- an verða engar breytingar á markaðssvæðum en mikilvægustu svæðin eru Bandaríkin, Sovétríkin, Vestur-Evrópa og Japan. Til að mæta vaxandi kröfum neytenda og viðskiptavina verður lögð mikil áhersla á hönnun og vöruþróun, samhliða markvissum markaðsað- gerðum erlendis. Jón sagði að stefna hins nýja fyrirtækis væri í stuttu máli að hafa á að skipa hæfara og jákvæð- ara starfsfólki en keppinautamir, að bjóða sérstæða vöru sem gefur hátt verð, að veita betri þjónustu og meiri vörugæði en keppinautam- ir, að hafa lægstan mögulega kostnað og að vera gott íslenskt iðnfyrirtæki, virkur þáttakandi í þjóðarframleiðslunni og góður vinnuveitandi. Yfirlýstur tilgangur fyrirtækisins er m.a. að bæta hag eigenda með öflugri markaðsfræðslu og fram- leiðslu á vönduðum fatnaði og öðmm vömm úr ull og öðmm trefja- efnum, jafnt gerfiefnum sem náttúmlegum. Hagnaðarsjónarmið munu ráða ríkjum frá upphafi, en hagnaðurinn mun fyrst og fremst ráðast af markaðsstarfi en ekki framleiðslumagni. Höfuðstöðvarnar á Ak- ureyri Höfuðstöðvar hins nýja Alafoss verða á Akureyri og fyrst um sinn verða aðalskrifstofumar til húsa hjá Iðnaðardeild Sambandsins í Glerár- götu 28, en ætlunin er að aðalskrif- stofan flytjist fljótlega í verksmiðj- una á Gleráreymm. Banddeild fyrirtaekisins verður í verksmiðjunni að Álafossi í Mos- fellsbæ. Þar verður öll framleiðsla og sala á bandi og að auki lítil skrif- stofa því tengd. Prjón og sníðsla verður einnig til húsa á Álafossi eins og verið hefur hingað til. í verksmiðjunni á Gleráreymm á Akureyri verður vefnaðarfram- leiðsla fyrirtækisins, auk fatafram- leiðslu. Ullarþvottastöðin verður að Dynskógum í Hveragerði þar sem Ullarþvottastöð SÍS hefur verið til húsa. Ullarverlsun Álafoss verður áfram að Vesturgötu 2 í Reykjavík. Ákveðið var að halda nafni Ála- foss á fyrirtækinu og sagði Jón að fyrir því liggju haldgóð rök. Nafnið væri vel þekkt í helstu viðskiptal- öndunum sem tákn fyrir gott ullarvömfyrirtæki. Auk þess myndu sparast milljónir, ef ekki milljóna tugir við að þurfa ekki að auglýsa og kynna nýtt fyrirtækisheiti á mikilvægum erlendum ullarvöra- mörkuðum. Þá væri auðvelt að bera nafnið fram á erlendum tungum. Sérfróðir erlendir markaðsráðgjaf- ar hefðu talið Álafoss-nafnið vænsta kostinn í þessum efnum, bæði hvað varðar spamað í auglýs- EKKI samdist um kaup Sovét- manna á ullarvörum frá íslandi i viðræðum fulltrúa ullariðnað- ardeildar Sambandsins og Álafoss við væntanlega kaup- endur i Moskvu. Sovésku aðil- arnir biða eftir fjárveitingum til kaupanna, sem munu vera væntanlegar um miðjan de- sember. Nauðsynlegt er fyrir íslenska ullarframleiðendur að fá fram töluverðar verðhækk- anir hjá Sovétmönnum, að sögn inga- og kynningarkostnaði og einföldun í markaðs- og sölumálum. Jón sagði ennfremur að auk þess yrðu önnur vöraheiti notuð áfram, eins og til dæmis Icewool, Hekla og Lopi og færi notkun þeirra eftir markaðsþörfum og svæðum. Stórfyrirtæki með um 550 manns í vinnu Fyrirtækið verður stærsta ullar- vinnslufyrirtæki landsins með um Aðalsteins Helgasonar, aðstoð- arforstjóra Álafoss h.f. Sovétmenn lýstu yfir áhuga sínum á kaupum á ákveðnum gerð- um af fatnaði í viðræðunum, að sögn Aðalsteins, en sögðust ekki geta ákveðið magn eða rætt verð fyrr en íjárveitingar liggja fyrir en það ætti að geta orðið um miðjan desember. Ekkert hefur verið ákveðið um frekari viðræður, og bíða íslensku fulltrúamir nú eftir að heyra frá Sovétmönnum. 550 manns í vinnu. Jón sagði að hins vegar hefði verið óhjákvæmi- legt að segja upp um 140 starfs- mönnum vegna samranans, um 60 manns á Álafossi og um 80 manns á Akureyri. Úr Alafosshlutanum væri um að ræða marga úr stjóm- unarstörfum, en á Akureyri vom fleiri úr hópi iðnverkafólks. „Það var sárt, en þó óhjákvæmi- legt, að þurfa að afþakka þjónustu stórs hóps af góðu fólki, sem vann hjá hinum gömlu fyrirtækjum," sagði Jón. „Vandinn var hins vegar sá, að bæði fyrirtækin hafa verið rekin með vemlegum halla að und- anfömu og valkosturinn var því sá að sameina og skera um leið niður yfirstjómarkostnað eða að annað tveggja eða bæði fyrirtækin hefðu þurft að leggja niður starfsemi, með hörmulegum afleiðingum fyrir alla þá sem starfa að ullariðnaði hér á • landi." Helstu stjómendur hins nýja Ála- foss hf. era, auk Jóns og Aðalsteins þeir Ingi Bjömsson framkvæmda- stjóri fjármála, Ámi Ámason forstöðumaður banddeildar, Jón Heiðar Guðmundsson forstöðumað- ur vefnaðardeildar, Ármann Sverr- isson forstöðumaður fatadeildar, Guðjón Kristinsson verksmiðjustjóri banddeildar, Þórir Jóhannesson verksmiðjustjóri vefnaðardeildar, Jón Haraldsson verksmiðjustjóri fatadeildar, Einar Eyland verksmið- justjóri fatadeildar, Kristinn Amþórsson forstöðumaður Ullar- þvottastöðvar og Steinar Jónasson verslunarstjóri Álafsossbúðarinnar. í stjóm hins nýja fyrirtækis eiga sæti Sigurður Helgason, stjómar- formaður, sem jafnframt er stjóm- arformaður Flugleiða hf., Valur Amþórsson, varaformaður, sem er kaupfélagsstjóri KEA og stjómar- formaður SÍS. Meðstjómendur em Bryi\jólfur Bjamason fram- kvæmdastjóri Granda hf., Guðjjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins og dr. Gylfi Þ. Gíslason fyrrverandi ráðherra. Aðalsteinn kvaðst vera nokkuð bjartsýnn á að Sovétmenn vildu kaupa ullarvömr héðan, en sagði að töluverð verðhækkun yrði að nást fram: „Miðað við verðið sem er núna á þessu ári í þessum við- skiptum skiptir eiginlega engu máli hvort við emm þama eða ekki.“ Ef samið er upp í rammasamning þjóðanna gæti verið um viðskipti að verðmæti um 190-220 milljónir íslenskra króna að rasða, að sögn Aðalsteins. Viðræður um ullarkaup Sovétmanna: Enn óvíst hvort samningar munu nást um viðunandi verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.