Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987
17
aðeins fyrir hluta áhvílanndi skulda.
Ekki er þó sama frá hvorri Keflaví-
kinni róið er. Öðru máli hefði e.t.v.
gegnt um djúprækju og ýmsar aðr-
ar físktegundir, sem eru léttvægari
í Þjóðarbúskap íslendinga.
Milton Friedman, Nobelsverð-
launahafí í hagfræði er þeirrar
skoðunar að í stað þess að ríkissjóð-
ur greiði kostnað skóla, ætti að
senda nemendum heim ávísanir á
skólagjöld. Þeim væri síðan í sjálfs-
vald sett hvar þeir keyptu sér
skólavist. Á sama hátt væri hægt
að hugsa sér að skattborgarar þessa
lands fengju sendar heim ávísannir
á ákveðinn afla sem þeir gætu síðan
ráðstafað að eigin vild. Þar með
væri úr sögunni deilan um það hvort
þessi landshluti eða hinn ætti fisk-
inn í sjónum, útgerðin eða fisk-
vinnslan. Því er líklegt að sala
veiðileyfa sé vænlegri kostur við
stjóm fískveiða enn auðlindaskattur
þó um sé að ræða greinar af sama
meiði. Sala veiðileyfa býður upp á
ýmsa möguleika. Lejrfínn gætu ver-
ið vertíðarbundin og jafnvel háð
löndun í ákveðnu umdæmi svo öllu
réttlæti væri fullnægt. Þá væri
reyndar farið að skipta afla eftir
landshlutum en um það hefur deilan
um stjóm fískveiða snúizt. Niður-
staðann verður ávallt sú sama.
Togstreita ríkir á milli hagrænna
og félagslegra sjónarmiða. Ákvarð-
anir hafa verið teknar um að fóma
þeim hagrænu á altari þeirra fé-
lagslegu. Sú spurning hlýtur því að
vakna, hversu langt sé hægt að
ganga í þeim efnum. íslenzkum
landbúnaði er líkt við vemdaðan
vinnustað. Sjávarútvegur lendir
væntanlega aldrei í þeirri stöðu
enbáðir þessir atvinnuvegir bú avið
dulið atvinnuleysi, þar eð takmark-
andi aðgerðir koma í veg fyrir að
þeir séu reknir með fullum afköst-
um. Dulið atvinnuleysi er eflaust
víðar enn sízt til eftirbreytni.
Samkvæmt tölum um stærð
þorskstofnsins og aldursdreifíngu
afla er íslenzkur sjávarútvegur í
alvarlegri úlfakreppu. Ástandinu
mætti líkja við bónda, sem væri að
hokra með 300 ær en hefði alla
burði, vélakost, haga, hús og tún
til að vera með 600 fjár á fóðrum.
Afkoma verður ekki bætt nema með
því að setja á fleiri líflömb sem
þýðir skerta neyzlu í nokkur ár en
hann sér sér það ekki fært vega
þess hversu bágur efnahagurinn er.
Greint er á milli tvenns konar
ofveiði, hagrænnar og lífrænnar.
Lífræn ofveiði veldur viðkomu-
bresti. Enn hefur ekki komið fram
samband á milli stærðar hrygning-
arstofns þorsks og nýliðunar þannig
að í þeim skilningi er þorskstofninn
væntanlega langt frá því að vera
ofveittur en vetrarvertíð sunnan-
lands og vestan byggist eingöngu
á veiðum á kynþroska hluta stofns-
ins þannig að stærð hrygningar-
stofnsins hefur veruleg áhrif á
afkomu Suðumesjamanna þó svo
hún snerti Seyðfírðinga e.t.v. ekki
neitt. Suðurnesjamenn gætu því
haldið fram með réttu að þorsk-
stofninn væri hagrænt ofveittur
þótt hann væri það ekki frá bæjar-
dyrum Seyðfírðinga. íselndingar
telja norsk-íslenzka síldarstofninn
ofveiddan út frá hagrænu sjónar-
miði en sjálfsagt álíta Norðmenn
að með tilliti til félagslegra sjónar-
miða sé hann það ekki. Norskur
sjávarútvegur er reyndar í
ógöngum, ríkisstyrktur í miklu
mæli og til þess ráðs hefur verið
gripið hreinlega að sökkva hluta
flotans vegna verkefnaskorts. Vart
getur skírari dæmi um óstjórn. Víti
eru til varnaðar.
Æskilegast væri að ekki þyrfti
að takmarka sókn í neinn fískstofn
en því miður er því ekki til að
dreifa. Reynslan hefur sýnt að eng-
inn nytjastofn þolir gegndarlausa
veiði árum saman. Bjarni Sæ-
mundsson, fískifræðingur, taldi
ástæðulaust að óttast að síldin yrði
ofveidd en samt er íslenzki vor-
gotssíldarstofninn nú því sem næst
algerlega horfínn vegna linnulausr-
ar rányrkju á tímabili. Ekki hefur
fundizt nema sfld og síld úr honum
á stangli í mörg undanfarin ár.
mast
sem
ar-tem-
BJÓRINN EYKUR HEILDARNEYSLU ÁFENGIS!
. 1111.111 •.
ARTIUM AMANS SKIPHOLTI 50B REYKJAVÍK SÍMI 687353
ARTIUM AMANS - VEISLA FYRIR AUGU FAGURKERANS
Þórarinn Tyrfingsson yfiriæknir:
„ . . . enda þótt dragi úr neyslu á
sterku áfengi fyrst í staö þá mun
heildarneyslan aukast."
(HP. 31/1 1985).
AUKA ÞAU NEYSLUNA?
Minnkum
áfengisneysluna um
fjórðung fram
til aldamóta og bætum
heilbrigði
(Alþjóöaheilbrigðisstofnunin)
Dr. Þorkell Jóhannesson
prófessor í lyfjafræði:
„Óskhyggja að draga megi úrneyslu
annars áfengis með áfengum bjór."
(Lyfjafræði miðtaugakerfisins 1984).
Guðrún Agnarsdóttir
læknir og alþingismaður:
„Reynsla annarra þjóða bendir til
að áfengur bjór muni auka
heildarneyslu áfengis. Tilmæli
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eru
skýr: Draga þarf úr áfengisneyslu."
(Rúv. 29/10 1987).
Dr. Tómas Helgason
prófessor í geðlæknisfræði:
„f stað þess að minnka um
fjórðung, eins og Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin telur nauðsyn-
legt, mun áfengisneysla aukast um
þriðjung verði bjórstefnan ofan á."
(Mbl. 9/4 1986).
Pétur Pétursson læknir:
„Það er sannfæring mín að með
tilkomu áfengs öls muni áfengis-
neysla ungmenna og dagdrykkja
þjóðarinnar aukast að miklum mun."
(Um daginn og veginn, Rúv. 29/4 1985).
Jósep Ó. Blöndal læknir:
„Möguleíkar mannsins á að halda
sér þurrum þegar hann hverfur
undan verndarvæng meðferðar-
stofnunarinnar eru hverfandi, því
bjórinn er alls staðar." (Mbl. 25/5 1985).
Jóhannes Bergsveinsson
yfirlæknir:
„Reynsla annarra þjóða af því að
leyfa sölu áfengs öls hefur hvar-
vetna orðið sú að það hefur leitt til
meiri neyslu vínanda og aukins skaða
af hans völdum." (Mbl. 26/2 1985).
Guðsteinn Þengilsson yfiriæknir:
„ ... ekki hefur enn verið unnt að
benda á það land í veröldinni þar
sem sterkt öl hefur dregið úr
áfengisneyslu heldur virðist það
bætast við." (DV. 24/4 1985).
Stórslúka íslands». Bindindisfélag ökumanna • Islenskir ungtemplarar
Höfundur er viðskiptafræðingur.