Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 84
NÝTT
. SÉHéElÍ5^SE!II
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987
VERÐ I LAUSASOLU 55 KR.
Morgunblaðið/BAR
Aðventan hafin
Fyrsti sunnudagur í aðventu var á sunnudaginn og var dagurinn haldinn hátíðlegur í kirkjum um allt land. í mörgum kirkjum er sá
siður við hafður að allir kirkjugestir tendra kertaljós í myrkvaðri kirkjunni og þykir það ævinlega mjög hátiðleg stund. Þessi unga
stúlka var í hópi fjölmargra sem komu til hátiðarsamkomu í Bústaðakirkju á sunnudagskvöldið.
Lausafjarstaða bank-
anna versnar verulega
Þrír viðskiptabankar uppfylltu ekki lausafj’árskylduna í lok október
Kvótinn af-
greiddur í
ríkisstjórn
í síðasta lagi
áfinuntudag
ÞORSTEINN Pálsson forsætis-
ráðherra segir að ganga verði
frá frumvarpi um stjórnun fisk-
veiða í rikisstjórninni í síðasta
lagi á ríkisstjórnarfundi á
fimmtudag. Hann segir það úti-
lokað að leggja núna til að
grundvallarbreytingar verði
gerðar á þeim frumvarpsdrögum
sem sjávarútvegsráðherra hefur
lagt fram. Alþýðuflokkurinn,
sem lýst hefur sig andsnúinn
frumvarpsdrögunum sem fyrir
liggja, mun leggja fram tillögur
að breytingum á frumvarpinu á
ríkisstjórnarfundi í dag.
Þorsteinn Pálsson sagðist í sam-
tali við Morgunblaðið líta á það sem
mikinn ábyrgðarhluta ef hindra
ætti framgang þessa máls, þvf setja
yrði nýja löggjöf sem fyrst. Hann
sagði að hugmyndir Alþýðuflokks-
manna um breytingar hefðu fyrst
komið inn í ríkisstjómina í síðustu
viku. Svipaðar hugmyndir hefðu að
vísu verið reifaðar í stjómarmynd-
unarviðræðunum en ekki náð fram
að ganga.
Þorsteinn sagðist ekki óttast að
deilumar um fiskveiðistjómun yrðu
að stjómarslitamáli og flokkamir
hlytu að ná samkomulagi um lausn
á málinu. Þingmenn Alþýðuflokks-
ins ræddu tillögur til breytinga á
frumvarpinu á þingflokksfundum í
gærkvöldi og er gert ráð fyrir að
þær verði lagðar fyrir ríkisstjómar-
fund í dag.
LAUSAFJÁRSTAÐA við-
skiptabankanna hefur versnað
Tveimur
byssum
stolið
TVEIMUR byssum var stolið úr
bifreið í Seljahverfi í Breiðholti
aðfaranótt mánudagsins.
Brotist var inn í bifreiðina um
nóttina og byssunum tveimur stolið,
ásamt töluverðu magni skotfæra.
Byssumar eru riffíll af gerðinni
Saco caliber 22-250 og Browning
' haglabyssa, caliber 12 automat.
Rannsóknarlögregla ríkisins
rannsakar mál þetta. Starfsmenn
hennar segja að byssumar séu mjög
hættulegar í höndum þeirra sem
ekki kunna með þær að fara. Því
eru allir, sem einhveijar upplýsing-
ar gætu veitt um hvarf þeirra,
beðnir um að snúa sér til rannsókn-
'"•arlögreglunnar hið fyrsta.
að undanförnu og þrír bankar
uppfylltu ekki lausafjárskyld-
una í lok október, samtals
vantaði þá milli 800 og 900
milljónir króna. Eiríkur
Guðnason, aðstoðarseðla-
bankastjóri, segir að ekki liggi
fyrir upplýsingar um stöðuna
í lok nóvember én búast megi
við að hún sé verri en í október.
Lausafé bankanna verður að
vera 8% af ráðstöfunarfé. í lok
október var þetta hlutfall
misjafnt hjá bönkunum en var
hjá umræddum þremur bönkum
5,3%, 6,5% og 7,1%. Alls vantaði
umrædda banka 800 til 900 millj-
ónir króna til að uppfylla skilyrði
um lausafé. Á móti kemur að
aðrir bankar eru yfir nauðsynlegu
lágmarki. Þeir sem ekki eru með
tilskilið lausafé sæta viðurlögum
sem eru jafnhá dráttarvöxtum,
sem eru nú 4,1% á mánuði.
Ástæður versnandi lausafjár-
stöðu eru margar. Eiríkur
Guðnason benti á að vextir á
spariskírteinum ríkissjóðs hefðu
hækkað í september og þau því
selst betur. Þá hefði breiðari sölu-
skattsgrunnur, kaup lífeyrissjóða
á skuldabréfum húsnæðisstofn-
unar, auk annarrar verðbréfasölu
haft áhrif á lausafjárstöðuna, auk
árstíðabundinna aðstæðna s.s
vegna afurðalána.
DAGAR
TIL JÓLA
Höfuðborgarsvæðið:
Hugmyndir kynntar til
úrbóta í vegakerfinu
MATTHÍAS Á. Mathiesen sam-
gönguráðherra mun í dag ræða
við Davíð Oddsson borgarstjóra
um umferðarmál á höfuðborg-
arsvæðinu og mun samgöngu-
ráðherra í framhaldi af þvi
kynna hugmyndir og miklar
umbætur í vegamálum höfuð-
borgarsvæðisins.
Matthías sagði við Morgun-
blaðið í gærkvöldi að þama væri
um að ræða ýmsar framkvæmdir
í öryggisskyni og aðrar sem hægt
væri að gera með tiltölulega litlum
kostnaði en yrðu þó til þess að
lagfæra mjög umferðina út úr
þéttbýlinu.
Sem dæmi um slíkar hugmynd-
ir nefndi Matthías tillögu sem
hann hefði áður komið með um
nýjan veg úr Reykjavík við Elliða-
vog yfír í Geldinganes, gegnum
Álfsnes og í Kollafjörð sem myndi
stytta þá leið um 10 kílómetra.
Þessi hugmynd væri til skoðunar
ásamt fleirum, svo sem um breyt-
ingu á Vesturlandsvegi gegnum
Mosfellssveit til að auka öryggið
þar, breikkun Reykjanesbrautar-
innar nýju í 4 akreinar og
endurbætur á Keflavíkurvegi, sem
fælist m.a. í því aðjeggja á veg-
inn nýtt yfírlag. Á vegaáætlun
væri síðan komin endurbygging
vegarins við Eyrarkot í Kjós, end-
anleg lagning slitlags á Vestur-
landsveg fyrir 1989 og nýr
niðurgrafínn vegur gegnum Am-
ameshæð.