Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 84
NÝTT . SÉHéElÍ5^SE!II ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987 VERÐ I LAUSASOLU 55 KR. Morgunblaðið/BAR Aðventan hafin Fyrsti sunnudagur í aðventu var á sunnudaginn og var dagurinn haldinn hátíðlegur í kirkjum um allt land. í mörgum kirkjum er sá siður við hafður að allir kirkjugestir tendra kertaljós í myrkvaðri kirkjunni og þykir það ævinlega mjög hátiðleg stund. Þessi unga stúlka var í hópi fjölmargra sem komu til hátiðarsamkomu í Bústaðakirkju á sunnudagskvöldið. Lausafjarstaða bank- anna versnar verulega Þrír viðskiptabankar uppfylltu ekki lausafj’árskylduna í lok október Kvótinn af- greiddur í ríkisstjórn í síðasta lagi áfinuntudag ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra segir að ganga verði frá frumvarpi um stjórnun fisk- veiða í rikisstjórninni í síðasta lagi á ríkisstjórnarfundi á fimmtudag. Hann segir það úti- lokað að leggja núna til að grundvallarbreytingar verði gerðar á þeim frumvarpsdrögum sem sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram. Alþýðuflokkurinn, sem lýst hefur sig andsnúinn frumvarpsdrögunum sem fyrir liggja, mun leggja fram tillögur að breytingum á frumvarpinu á ríkisstjórnarfundi í dag. Þorsteinn Pálsson sagðist í sam- tali við Morgunblaðið líta á það sem mikinn ábyrgðarhluta ef hindra ætti framgang þessa máls, þvf setja yrði nýja löggjöf sem fyrst. Hann sagði að hugmyndir Alþýðuflokks- manna um breytingar hefðu fyrst komið inn í ríkisstjómina í síðustu viku. Svipaðar hugmyndir hefðu að vísu verið reifaðar í stjómarmynd- unarviðræðunum en ekki náð fram að ganga. Þorsteinn sagðist ekki óttast að deilumar um fiskveiðistjómun yrðu að stjómarslitamáli og flokkamir hlytu að ná samkomulagi um lausn á málinu. Þingmenn Alþýðuflokks- ins ræddu tillögur til breytinga á frumvarpinu á þingflokksfundum í gærkvöldi og er gert ráð fyrir að þær verði lagðar fyrir ríkisstjómar- fund í dag. LAUSAFJÁRSTAÐA við- skiptabankanna hefur versnað Tveimur byssum stolið TVEIMUR byssum var stolið úr bifreið í Seljahverfi í Breiðholti aðfaranótt mánudagsins. Brotist var inn í bifreiðina um nóttina og byssunum tveimur stolið, ásamt töluverðu magni skotfæra. Byssumar eru riffíll af gerðinni Saco caliber 22-250 og Browning ' haglabyssa, caliber 12 automat. Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar mál þetta. Starfsmenn hennar segja að byssumar séu mjög hættulegar í höndum þeirra sem ekki kunna með þær að fara. Því eru allir, sem einhveijar upplýsing- ar gætu veitt um hvarf þeirra, beðnir um að snúa sér til rannsókn- '"•arlögreglunnar hið fyrsta. að undanförnu og þrír bankar uppfylltu ekki lausafjárskyld- una í lok október, samtals vantaði þá milli 800 og 900 milljónir króna. Eiríkur Guðnason, aðstoðarseðla- bankastjóri, segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um stöðuna í lok nóvember én búast megi við að hún sé verri en í október. Lausafé bankanna verður að vera 8% af ráðstöfunarfé. í lok október var þetta hlutfall misjafnt hjá bönkunum en var hjá umræddum þremur bönkum 5,3%, 6,5% og 7,1%. Alls vantaði umrædda banka 800 til 900 millj- ónir króna til að uppfylla skilyrði um lausafé. Á móti kemur að aðrir bankar eru yfir nauðsynlegu lágmarki. Þeir sem ekki eru með tilskilið lausafé sæta viðurlögum sem eru jafnhá dráttarvöxtum, sem eru nú 4,1% á mánuði. Ástæður versnandi lausafjár- stöðu eru margar. Eiríkur Guðnason benti á að vextir á spariskírteinum ríkissjóðs hefðu hækkað í september og þau því selst betur. Þá hefði breiðari sölu- skattsgrunnur, kaup lífeyrissjóða á skuldabréfum húsnæðisstofn- unar, auk annarrar verðbréfasölu haft áhrif á lausafjárstöðuna, auk árstíðabundinna aðstæðna s.s vegna afurðalána. DAGAR TIL JÓLA Höfuðborgarsvæðið: Hugmyndir kynntar til úrbóta í vegakerfinu MATTHÍAS Á. Mathiesen sam- gönguráðherra mun í dag ræða við Davíð Oddsson borgarstjóra um umferðarmál á höfuðborg- arsvæðinu og mun samgöngu- ráðherra í framhaldi af þvi kynna hugmyndir og miklar umbætur í vegamálum höfuð- borgarsvæðisins. Matthías sagði við Morgun- blaðið í gærkvöldi að þama væri um að ræða ýmsar framkvæmdir í öryggisskyni og aðrar sem hægt væri að gera með tiltölulega litlum kostnaði en yrðu þó til þess að lagfæra mjög umferðina út úr þéttbýlinu. Sem dæmi um slíkar hugmynd- ir nefndi Matthías tillögu sem hann hefði áður komið með um nýjan veg úr Reykjavík við Elliða- vog yfír í Geldinganes, gegnum Álfsnes og í Kollafjörð sem myndi stytta þá leið um 10 kílómetra. Þessi hugmynd væri til skoðunar ásamt fleirum, svo sem um breyt- ingu á Vesturlandsvegi gegnum Mosfellssveit til að auka öryggið þar, breikkun Reykjanesbrautar- innar nýju í 4 akreinar og endurbætur á Keflavíkurvegi, sem fælist m.a. í því aðjeggja á veg- inn nýtt yfírlag. Á vegaáætlun væri síðan komin endurbygging vegarins við Eyrarkot í Kjós, end- anleg lagning slitlags á Vestur- landsveg fyrir 1989 og nýr niðurgrafínn vegur gegnum Am- ameshæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.