Morgunblaðið - 20.12.1987, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.12.1987, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987 17 Kristín Lafranzdóttir — Setberg gefur út ritverk Sigrid Undset í 3 bindum BÓKAÍJTGÁFAN Setberg hefur gefið út ritverk Sigrid Undset, „Kristín Lafranzdóttir". Verkið er i þremur bindum, alls 1250 blaðsíður að stærð. í kynningu útgáfunnar á.verkinu segir m.a.: „Þegar Helgi Hjörvar las þetta mikla skáldverk sem útvarps- sögu á árum áður, tæmdust götur bæja og sveita. Slíkar voru móttök- ur Jslenskra hlustenda. í sögunni, sem gerist á íjórtándu öld, flæðir lífið í fang lesandans i allri sinni ijölbreytni. Við fylgjumst með Kristínu, sem ung hittir Er- lend, örlagavaldinn í lífi sínu, ástarsögu þeirra og þeim miklu sviptingum sem eiga sér stað í kringum hana. Kristín háir harða baráttu í sál sinni. Vilji hennar er bundinn eigin- gjamri kröfu holdsins og ástarinnar og synd hennar elur af sér synd, samkvæmt lögmáli guðs. Höfundur skyggnist langt inn í hugskot persónanna af sálfrasðilegu raunsæi og þær verða lifandi og lesandanum kærari en ella af því að síst er dregin dul á að þær hafa flestar sínar veiku hliðar. Kristín Lafranzdóttir er einhver stórbrotnasta ástar- og ættarsaga sem rituð hefur verið á norræna tungu og bókin varð til þess að Sigrid Undset hlaut Nóbelsverð- launin. í engri sögu Sigrid Undset rís list hennar hærra. Hvergi sýnir hún betur ijölþætta hæfileika sína, merkilega samofið raunsæi og ímyndunarafl, heitt, ástríðuþrungið skap og efablandna skynsemis- hyggju. Skáldverkið er þýtt af Helga Hjörvar og Amheiði Sigurð- ardóttur." bE'pFAXVA*> öb1§I°Ær BETRA. ÚTSÝNI Á TILBOÐSVERÐI Gott útsýni ökumanna er einn mikilvægasti þáttur umferðaröryggis. Góð þurrkublöð tryggja gott útsýni og stuðla þannig að öryggi akandi og gangandi vegfarenda. Nýju UNIPART þurrku- blöðin eru úrvals þurrkublöð, sem endast lengi og passa á flestar tegundir bifreiða. Nýju UNIPART þurrkublöðin eru til sölu á sérstöku kynningarverði í varahlutaverslun HEKLU HF. og kosta frá kr. 225,- (3 HEKLAHF UNIRART Laugavegi 170-172 Sími 69 55 00 Um þessar mundir eru fyrstu bankakort- in að falla úr gildi. Athugaðu því strax hvað þitt kort gildir lengi. Ef það er útrunnið bíður þín nýtt kort í bankanum þínum og þú ættir að sækja það við fyrsta tækifæri. Þannig kemstu hjá óþæg- indum sem ógilt bankakort getur valdið. ^ Hér sérðu gildistíma bankakortsins Bankakortið- tákn um traust tékkaviðskipti. Alþýðubankinn, Útvegsbankinn, Búnaðarbankinn, Verzlunarbankinn, Landsbankinn, og Sparisjóðirnir. Samvinnubankinn, £

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.