Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987 23 áfram sem ráðgjafar við alla gerð virkjunarinnar." Þáttur íslendinga í þessu jarð- hitaverkefni í Kenýa hefur ekki verið þróunaraðstoð heldur hrein ráðgjafarvinna og er líklega með stærstu verkefnum íslendinga í ráð- gjafaþjónustu á erlendri grundu. „Við höfum farið margar stuttar ferðir til Kenýa en ekki dvalist þar lengur en fjórar til sex vikur í senn. Astæðan er sú að þessi þjónusta er mjög dýr og því reynt að stytta dvalir á staðnum eins og kostur er.“ Kenýamenn kanna fleiri virkjunarkosti Nú er öllum þremur áföngum virkjunarinnar í Olkaria lokið og Kenýamenn eru þegar famir að huga að næstu virkjunarkostum. Til stendur að reisa aðra 60 MW virkjun á Olkaria svæðinu og einnig eru í gangi rannsóknir á svæði sem kallast Eburru og er skammt frá Olkaria. Vonast er til að á Eburru geti risið 60 MW virkjun á næstu árum. Þá hafa rannsóknir farið fram á þriðja svæðinu sem heitir Bogoria en enn sem komið er þykir það ekki eins fýsilegur kostur og hin tvö. Jarðgnfuvirkjanir hag- kvæmar í Kenýa Að sögn Sveinbjöms er berg á jarðhitasvæðinu í Olkaria fremur þétt og hver borhöla gefur því lítið afl. Tiltölulega margar holur þarf því fyrir hverja virkjun. Jarðgufu- virkjanir em samt hagkvæmar því að þær koma í stað rafstöðva sem brenna olíu. Sveinbjöm segir Kenýamenn nokkuð vel setta í orku- málum, þeir séu búnir að virkja það vatnsafl sem hagkvæmt sé að virkja og því sé jarðgufa hagstæðasti virlgunarkosturinn fyrir þá. „Vatnsföll í Afríku em óáreiðan- legri en á íslandi. Þar koma langir þurrkatímar sem valda lélegum vat.nsámm og þá framleiða vatns- aflsvirkjanir aðeins brot af því sem þær geta framleitt í góðum vatns- ámm.“ Raforkunotkun Kenýamanna er um 500 MW og af því kaupa þeir um 25% frá Uganda. Vegna óstöð- ugs stjómarfars í Uganda Vilja Kenýamenn síður vera háðir Ug- anda í orkumálum og því leggja þeir kapp á að framleiða sem mest af orku sinni sjálfir. Stöðugt stjórnarfar í Kenýa Að sögn Sveinbjöms er Kenýa eitt best stadda landið í Afríku af þeim löndum sem áður vom nýlend- ur. Alþjóða fyrirtæki keppast við að setja upp útibú í Nairobi en þar er jafnframt einn vinsælasti flug- völlurinn í Afríku. Megin ástæðuna fyrir þessari velgengni Kenýa- manna segir Sveinbjöm vera hið stöðuga stjómarfar er þar ríkir. „Á ámnum 1950 til 1960 gerðu Kenýa- menn uppreisn gegn nýlenduherr- um sínum Bretum. Bretar gáfu fljótt eftir og veittu landinu sjálf- 1 fy V 1 fý m s 1 * / 1 n . ■ n Sveinbjöm Bjömsson prófessor. stæði en Kenýamenn ráku Breta ekki úr landi heldur héldu þeim áfram í ýmsum lykilstöðum þjóð- félagsins. Þannig fengu Kenýa- menn nægan tíma til að aðlaga sig og undirbúa að taka alveg við stjór- inni.“ Sveinbjöm telur einnig mikilvægt að mikill fjöldi Indveija sem Bretar fluttu til Kenýa til jám- brautarlagningar á fyrétu ámm aldarínnar var ekki rekinn úr landi er innfæddir tóku við stjóminni eins og í ýmsum öðmm Afríkulöndum. „Indveijar em slungnir í verslun og viðskiptum og verslunin í Kenýá byggist að stómm hluta á þeim. Ef þeir hefðu verið reknir í burtu er hætt við að verslunin hefði orðið fyrir illbætanlegu tjóni.“ íslendingar framarlega í jarðhitaleit Aðalútflutningsvara Kenýa- manna er kaffi. Einnig hafa þeir miklar telg'ur af ferðamönnum því Kenýa er vinsælt ferðamannaland. „Vegna hins stöðuga stjómarfars em möguleikamir í Kenýa mjög miklir og fjármagn sem hefði ann- ars endað í Ródesíu eða Suður Afríku streymir inn í landið. Mögu- leikar ísiendinga í Kenýa felast í því að Kenýamenn vilja virkja jarð- hita. og því hafa þeir áhuga á samvinnu við okkur.“ Að sögn Sveinbjöms em íslendingar mjög framarlega í jarðhitaleit og rann- sóknum á jarðhitakerfum með náttúmlegum aðferðum. Einnig i borunum og vissum þáttum verk- fræðinnar við hönnun jarðgufu- virkjana. Hann segir íslendinga þó hafa litla reynslu í að reisa sjálfar gufurafstöðvamar. „Áhugi Kenýa- manna á samvinnu við Islendinga byggist ekki síst á þvi að þeirjþurfa ekki að tortryggja okkur. Ymsar aðrar þjóðir veita þeim ráðgjafa- þjónustu sem krefst þess á beinan eða óbeinan hátt að vélar og<æki séu keypt í viðkomandi löndum. Við framleiðum engar vélar og því þurfa Kenýamenn ekki að óttast að við séum að pranga einhveijuinn á þá.“ Helstu keppinautar íslendinga um jarðhitaleitarverkefni í Kenýa em Nýsjálendingar. Þeir hafa um nokkurra ára skeið veitt Kenýa- mönnum sérfræðiaðstoð og em þvi öllum hnútum kunnugir varðandi jarðhitaverkefni í Kenýa. „Staða Nýsjálendinganna er betri en okkar nú þvi segja má að þeir séu meira innundir í Kenýa en við. Sem dæmi má nefna að nýlega bauð Virkir á móti nýsjálensku fyrirtæki í ráð- gjafaverkefni í Kenýa og hið nýsjálenska fyrirtæki fékk verkið. Nú er beðið eftir því hveijir verði hönnuðir og ráðgjafar við næstu virkjun í Kenýa sem verður á sömu slóðum og sú fyrsta. Þá buðu Jarð- boranir h.f. ásamt tveim erlendum fyrirtækjum i boranir á Eburrn svæðinu en því verki hefur enn ekki verið úthlutað." Óvissa iuu frekari jarð- hitaleit Islendinga í Kenýa Sveinbjöm segir allt á huldu um framhald á störfum islenskra jarð- vísindamanna í Kenýa. „Kenýa- menn hafa viljað nota Isleninga sem eftirlitsaðila og hönnuði í vissum tilfellum en þeir ætlast oft til þess að verkfræðifyrirtækin sem taka að sér þessi verkefni útvegi sjálf íjármagn til þeirra og láni þeim. Hér á landi hafa menn ekki fjár- hagslegt bolmagn til slíks. í raun má segja að jarðhitarannsóknir séu frekar léleg markaðsvara því mörg lönd gefa þessa þjónustu í von um frekari viðskipti út á hana. Við ís- lendingar verðum hins vegar að selja þjónustuna." Verki í samningi Virkis og Kenýamanna er nú nánast lokið. Verið er að leggja síðustu hönd á skýrslu sem inniheldur reiknilikan af jarðhitasvæðinu í Olkaria og því telur Sveinbjöm ekki ólíklegt að þætti íslendinga sé þarmeð lokið. „Nú bíða menn eftir svömm við til- boðum héðan í verk í Kenýa en enginn veit hvort þeim verður tek- ið. Mér þykir þó lílegt að íslending- um verði áfram boðið á reglulegar ráðstefnur sem Kenýamenn halda um orkumál. Þar viðra sérfræðing- ar frá ýmsum löndum hugmyndir sínar fyrir Kenýamönnum í von um að fá ráðgjafarverkefni. Þannig hafa Kenýamenn náð mikilli leikni í að nýta sér ráðgjafarþjónustu til hins ýtrasta og á svona ráðstefnum geta þeir valið sér ráðgjafa úr hópi helstu sérfræðinga heimsins í jarð- hitafræðum." Texti: Helgi Þór Ingason HELSTU HLUTAR JARÐGUFU- AFLSTÖÐVAR % ÖOp. Gufuhverfill YT Rafall P Spennistöð^^ \ Andrúmsloft \tZ_t Gasskilja / Qv'0?oJ l®pssssaré a 0.0.0« i&im- ipii mámtím Gufuþéttir éttivatnsgeymar Q*.ný fejja Grunnvatn Jarðgufuvirkjunin í Olkaria ÍSLAND og Kenýa eru jarðfræðilega mjög skyld lönd. ísland er stað- sett á Atlantshafshryggnum en Kenýa er á Indlapdshryggnum sem A sveigir inn í Afríku frá Rauðahafinu. Jarðhitasvæðin í Kenýa eru í <?; o\ dal sem heitir Rift Valley og nafnið endurspeglar að dalurinn er í raun mikil gjá. Barmar hennar eru í allt að 3000 metra hæð yfir sjávarmáli en botninn í 2000 metra hæð. Slík mis gengi finnast íP?0°f ekki hér á landi enda fyllast allar gjár með kviku fljótlega eftir *Q qC&o oO< Q Þær myndast. Gufuaflsvirkjunin í Olkaria er að mörgu ~ <? c q’ö :tl o^o\ leyti lík Kröfluvirkjun og sömu aöferöum var beitt við jarð- “ofyofyfy hitaleit og borun á þessum tveimur stöðum. Þegar borað er eftir gufu hittir borholan yfirleitt á vatn í berginu. Vatnið sýður svo á leið sinni upp borholuna og til yfir- borðs kemur blanda af vatni og gufu. í Kröflu og Olkar- ia er bergið reyndar svo heitt og þétt að vatnið sýð- ur líka í berginu á leið sinni að holunni. Blöndunni sem kemur upp er blásið inn í skiljur þar sem mið- flóttaaflið skilur að gufu og vatn. Gufan er tekin í rör sem leiðir hana til stöðvarhúss en vatninu er fleygt. Þrýstingur gufunnar er um 5 loftþyngdir er hún kemur inn í stöðvarhúsið í Olkaria. j stöðvar- húsinu snýr gufan hverflum og bæði hreyfiorka og þéttivarmi gufunnar eru notuð til.að framleiða raf- magn. Gasi sem fylgir gufunni er blásið í burtu og vatn sem notað er til að kæla þéttivatn gufunnar í sórstökum kæliturnum er notað aftur og aftur. Sáralí- tið vatn kemur upp með gufunni í Olkaria og því er ekki hagkvæmt að nýta þar vatn til iðnaðar. Hins vegar hefur verið rætt um að reka efnavinnslu sam hliða gufuaflsstöðinni og nýta þar ýmis efni sem koma upp með gufunni. í framtíðinni er talið æski- legt að leiða vatnið sem kemur upp aftur niður í jarðhitageyminn til að viðhalda náttúrulegu þrýsti iafnvægi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.