Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987
ÆYINTÝRAMAÐURINN
JÓN ÓLAFSSON
RITSTJÓRI
arar héldu daginn hátíðlegan með
samsæti og höfðu þeir nokkur und-
anfarin ár hlotið til þess 50 ríkisdala
styrk frá stiftsyfirvöldum.
Veisla þessi fór allvel fram lengi
vel og voru ýmis minni drukkin.
Var þó ljóst, að mörgum piltum var
næsta heitt í hamsi. Piltur einn
mælti fyrir minni konungs, og hróp-
uðu menn þijú húrra á eftir. Annar
mælti fyrir minni íslands og hróp-
uðu menn þá þijú húrra. Þá mælti
hinn þriðji fyrir minni Jóns Sigurðs-
sonar, og ætlaði húrrahrópunum
þá aldrei að linna.
Leið nú að veislulokum og gerð-
ust menn allkátir, og vantaði þó enn
eitt minnið. Það hafði áður verið
fastur siður á hátíðum þessum, að
einhver skólapiltur talaði fyrir
minni stiftamtmanns, en nú stóð
enginn upp til að minnast hins nýja
landshöfðingja. Einn af kennurun-
um, Gísli Magnússon, stóð loks upp
og kvaðst ætla að tala fyrir minni
landshöfðingja, þar sem það hefði
gleymst! Hófst þá kurr mikill í saln-
um, óp og blístur, og hrópuðu piltar
ræðumanninn niður, svo að ekki
heyrðist til hans. Einn skólapilta fór
upp að ræðustólnum og ætlaði að
draga ræðumann niður úr honum.
í sama mund var glasi kastað, og
brotnaði það á enni þess, sem ráð-
ist hafði að ræðumanni. Særðist
hann svo að blæddi úr, en ræðumað-
ur slapp ómeiddur, þó að sendingin
væri honum ætluð. Lauk svo hófinu.
Orðhákur í ham
Hilmar Finsen hafði ekki verið í
veislunni, en frétti að sjálfsögðu
hvað fram hafði farið. Þegar rektor
skólans fór þess á leit að fá greidda
þá fimmtíu ríkisdali, sem heitið
hafði verið vegna kostnaðar við
konungshátíð, var honum neitað um
greiðsluna. Skrifaði landshöfðingi
rektor þungort'og þykkjumikið bréf,
þar sem hann sakar pilta um
drykkjuskap og siðlausa framkomu
og sneiðir jafnframt mjög að rektor
og kennurum skólans fyrir skort á
aga og vanrækslu við eftirlit með
samkomum pilta.
Þetta hleypti illu blóði í skóla-
sveina, og þegar Jón Ólafsson, sem
stóð í nánum tengslum við þá, frétti
þessi tíðindi, óð hann fram á ritvöll-
inn í Göngu-Hrólfi og birti þar langa
grein, sem hann kallaði Lands-
höfðingja-hneykslið. Rekur hann
þar atburði þessa alla, og fer mörg-
um svæsnum og móðgandi orðum
um landshöfðinga. Þar kemst hann
meðal annars svo að orði:
Hvaðan er landshöfðingja-
hneykslið komið? Svar: Frá stjóm-
inni. Sönnun: Hefði stjómin ekki
skrúfað upp á okkur þessum lands-
höfðingja, þá hefði hér ekkert
Lífshlaup hans var einkar
viðburðaríkt og um margt
óvenjulegt. Hann rataði í ýmis
ævintýri, var til dæmis ákærður
fyrir landráð og varð að flýja
land um skeið. Hann ferðaðist
til Alaska á vegum bandarisku
ríkisstjórnarinnar og hafði
uppi hugmyndir um að koma
þar á fót íslendinganýlendu.
Margar sögur fara af veru
Jóns í Ameríku og meðal
annars mun hann hafa átt þar
tvær fjölskyldur um skeið,
eiginkonu sfna og ástkonu, en
báðar ólu þær honum börn.
Hann blandaði sér í stjórnmál
og hitti að máli þáverandi
forseta Bandaríkjanna Ulysses
S. Grant, og segir sagan þá
heimsókn hafa endað með þvi
að þeir fóru saman á fyllerí,
en forsetanum þótti víst góður
sopinn. Það var ætiun Jóns að
fá samþykki fyrir áformum
sínum um að flytja íslendinga
til Alaska og stofna þar íslenskt
stórveldi sem gæti, þegar fram
liðu stundir, orðið eitt
áhrifamesta afl í heimsmálum.
íslenskan yrði þá heimsmál og
þjóðin myndi margfaldast og
virðing hennar aukast.
Jón veigraði sér aldrei við
að koma af stað deilum, jafnvel
við yfirvöld og þekkta menn.
Hann átti í blaðadeilu við
Benedikt Gröndal og marga
fleiri og þegar hann var um
skeið alþingisritari lenti hann í
hörkudeilum við sjálfan
alþingisforsetann, Jón
Sigurðsson. Hann ritaði alla tið
skoðanir sinar umbúðalaust og
hirti aldrei um það hverjum
kynni að þykja að sér vegið.
Morgunblaðið hefur fengið
leyfi útgefanda bókaforlagsins
Vöku-Helgafells til að birta hér
nokkra stutta kafla úr bók Gils
Guðmundssonar um Jón
Ólafsson ritstjóra.
„Niður með lands-
höfðingjann“
Jón Ólafsson átti í deilum við
landshöfðingjann Hilmar Finsen
sem þá bjó í húsinu við Lækjartorg
sem síðar var nefnt stjómarráðs-
húsið. Fyrir framan húsið var
fánastöng þar sem danski ríkis-
fáninn blakti á hátíðisdögum.
En árla morguns hinn fyrsta
apríl, þegar fyrstu menn komu á
fætur, sáu þeir þá nýlundu, að ný
veifa var komin á þessa stöng. Var
það fáni dökkblár á lit. Á bláan
feldinn voru ritaðir hvítir stafir. Var
letrið seinlesið, en brátt komust
menn að þvi, að stafimir vom á
höfði og þama stóð: Niður með
landshöfðingjann. — Stjómhollir
menn bmgðu við og drógu dulu
þessa niður, færðu hana lögreglu-
stjóra og skýrðu honum frá, hvaðan
hún var tekin.
Um sama leyti fréttist að víðar
um bæinn, svo sem á Bryggjuhús-
inu, hefðu verið fest upp spjöld, sem
á var letrað stómm stöfum: „Niður
með landshöfðingjann, engin stöðu-
lög.“ Vom spjöld þessi rifín niður
hvert af öðm og flutt á lögreglu-
stöðina. Var hafín eftirgrennslan
um það, hveijir fyrir þessu stæðu,
en ekkert sannaðist í því máli. Það
höfðu ýmsir fyrir satt, að hér hefðu
skólapiltar verið að verki, að hvöt-
um Jóns Ólafssonar.
Rúmri viku síðar, hinn 8. apríl,
var afmælisdagur konungs. Það var
föst venja, að skólasveinar og kenn-
Jón Ólafsson í einkennisbúningi bandariska flotans.
IGils Guðmundsson rithöfundur hefur nú sent frá sér nýja bók sem
Vaka-Helgafell gefur út. Hún ber titilinn Ævintýramaður, Jón Ólafsson
ritstjóri og segir frá þeim manni sem hvað mest bar á í íslenskri blaða-
mennsku á síðari helmingi nítjándu aldar. Hann var fyrsti formaður
Blaðamannafélags íslands. Jón Ólafsson varð fyrst ritstjóri átján ára
gamall, en var síðar ritstjóri Þjóðólfs og þingmaður fyrir Suður-Múlasýslu.
Fremri röð: Hatty, kona Ólafs tannlæknis, Helga Eiríksdóttir, Jón Ólafsson með dótturson sinn, Hákon skógræktarstjóra i fanginu, Sigríð-
ur, dóttir Jóns, kona Ágústs H. Bjamasonar prófessors. Aftari röð: Páll, Ólafur og Gísli, synir Jóns Ólafssonar og Ágúst H. Bjamason,
tengdasonur hans.