Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1987, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C 290. tbl. 75. árg._______________________________SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1987________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsíns Jerúsalem: Mestu óeirð- ir frá 1976 MIKLAR óeirðir brutust út í austurhluta Jerúsalem í gær er ísraelskar lögreglusveitir hugð- ust stöðva mótmælagöngu pal- estínskra námsmanna í borginni. Að sögn kunnungra eru þetta mestu óeirðir í borginni frá árinu ,1976. Víða kom til mótmæla í háskólum og framhaldsskólum á vesturbakk- anum er námsmenn söfnuðust saman til að lýsa yfír andúð sinni á framferði ísraelskra hersveita á vesturbakkanum og Gaza-svæðinu umdeilda, en undanfama 10 daga hafa ekki færri en 16 palestínu- menna verið felldir í óeirðum þar. Pelíkanarnir umræddu. Lávarðadeild breska þingsins: Hart deilt um kyulíf pelíkana Lundúnum, Reuter. LÁVARÐAR í efri deild breska þingsins tóku sér nýlega hvíld frá umræðum um hin hefð- bundnu umfjöllunarefni deildar- innar til þess að ræða kynlíf pelíkana. Nánar tiltekið var um- ræðuefnið það hvers vegna fimm pelíkanar i St. James Park, skammt frá þinghúsinu í West- minster, fjölguðu sér ekki eins og eðlishvötin gerir ráð fyrir. Stodart lávarður af Leaston hóf máls á þessum aðsteðjandi fjölgun- arvanda pelíkananna, en það varð til þess að annar lávarður fór með pelíkanaljóð. Sá þriðji kvaddi sér þá hljóðs og spurði hvaðan í ósköp- unum fuglamir kæmu upphaflega og sá fjórði kvartaði undan því að Stodart væri farinn að endurtaka sjálfan sig, því hann hefði fyrst fært pelíkanana í tal fyrir 24 árum. „Til þess að segja alveg satt — eins og stjómmálamenn alltaf gera — þá fór ég nú bara að tala um pelíkanana til gamans fyrir jólin," sagði Stodart, en í bókinni „Who’s Who“ em helstu áhugamál hans sögð vera „fuglaveiðar og varð- veisla kímnigáfunnar". Bandaríkin: Hart nýt- ur mestra vinsælda demókrata Washington, Reuter. GARY Hart nýtur mestra vin- sælda þeirra flokksmanna Demókrataflokksins, sem ákveðið hafa að gefa kost á sér til embættis forseta Banda- ríkjanna. Þetta kemur fram í skoðanakönnun, sem birtist í dagblaðinu Washington Post á laugardag. 48 prósent að- spurðra kváðust mundu kjósa fulltrúa Demókrataflokksins, færu kosningamar fram nú, en 33 prósent fulltrúa Repúblik- ana. Sjö menn hafa gefíð kost á sér í forkosningum Demókrataflokks- ins vegna forsetakosninganna á næsta ári. Samkvæmt könnuninni nýtur Hart fylgis 30 prósenta skráðra félaga Demókrataflokks- ins. Næstur á eftir honum kemur blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson með 20 prósenta fylgi. Michael Dukakis, ríkisstjóri Massachusetts, er í þriðja sæti. Hinir ijórir njóta óverulegs fylgis. Gary Hart tilkynnti í síðustu viku að hann hefði ákveðið að taka þátt í forkosningum Demókrata- flokksins að nýju. Svo sem alkunna er neyddist hann til að draga sig í hlé í vor er uppvíst varð um samband hans og sýning- arstúlku nokkurrar, Donnu Rice. Robert Dole, öldungadeildar- þingmaður Repúblikanaflokksins, hefur náð að draga verulega á George Bush varaforseta. 44 pró- sent flokksbundinna repúblikana kváðust myndu styðja Bush en 35 prósent Dole. í fyrri könnunum hefur Bush haft tvöfalt meira fylgi en Dole. Dole lýsti því yfír í síðustu viku að hann styddi samning risa- veldanna um upprætingu meðal- og skammdrægra kjamorkuflauga en fram að því hafði Bush, einn frambjóðenda Repúblikanaflokks- ins, lýst yfir stuðningi við af- vopnunarsáttmálann. Sjö helstu iðnríki heims: Yfirlýsing um efnahagsstefnu Morgunblaðið/RAX Ljós í skammdegi Jólaljós lýsa upp í mesta skammdeginu. Á þriðjudaginn eru vetrarsólstöður og úr því fer sól að hækka á lofti á ný. Sögð væntanleg af Financial Times Lundúnum og Waahington, Reuter. AÐ SÖGN breska fjármálablaðs- ins Financial Times hafa sjö helstu iðnríki heims lagt drög að sameiginlegri yfirlýsingu um efnahagsmál, en í henni heita ríkin nánari samvinnu í mótun efnahagsstefnu sinnar. „Aðal- efni draganna er skuldbinding ríkjanna um samhæfingu efna- hagsráðstafanna sinna, i því skyni að eyða ójöfnuði í gjaldeyr- ismálum heimsins.“ Ekki sist mun þetta eiga við um utanríkis- verslun, en mjög hallar á Bandarikjamenn í þeim efnum. Vöruskiptajöfnuður Japana og Vestur-Þjóðveija er á hinn bóg- inn hinn hagstæðasti og sagði blaðið að ríkin hygðust stefna að því að jafna hann. í blaðinu var það haft eftir hátt- settum embættismönnum, sem þátt tóku í undirbúningi væntanlegrar jrfírlýsingar, að undanfarna tvo daga hefðu hefðu staðið ákafar umræður um ágæti yfírlýsingarinn- ar meðal jjármálaráðherra iðnríkj- anna, en að samkomulag hefði náðst að lokum. í fjármálaheiminum hefur það gengið fjöllum hærra síðustu daga að fundur iðnríkjanna væri á næsta leiti — jafnvel um þessa helgi. Financial Times sagði að hin fímm blaðsíðna langa yfirlýsing kynni að vera gefín út „á næstu dögum ef Bandaríkjaþing sam- þykkti niðurskurð á fjárlögum. Að sögn blaðsins er þessi yfírlýs- ing til marks um þá nýju stefnu ríkjanna sjö, að leggja áherslu á beinar aðgerðir frekar en sam- komulag um gengi eins og verið hefur. Hins vegar benti blaðið á að í yfirlýsingunni fælust engar skuld- bindingar um ákveðnar, nýjar eða tafarlausar aðgerðir af hálfu Bandaríkjanna, Japans og Vestur- Þýskalands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.